Fleiri fréttir

Helgi Jónas breytir miklu

Vegna meiðsla hefur Helgi Jónas Guðfinnsson aðeins spilað fimm leiki með Grindavík í Intersportdeildinni í körfubolta í vetur en þegar þessi 29 ára bakvörður er í leikmannahópi liðsins má finna mikil batamerki á leik liðsins.

WNBA-stjarna til Grindavíkur

Kvennalið Grindavíkur hefur styrkst mikið fyrir lokaátökin í baráttunni um Íslandsmeistarabikarinn í kvennakörfunni. Grindavík hefur nefnilega ráðið til sín 29 ára bakvörð, Ritu Williams, sem hefur leikið 186 leiki í bestu deild í heimi, kvennadeild NBA.

Mikil ákveðni í að klára þetta

"Það er komið aftur liðheildarbragur á þetta hjá okkur, hver og einn leikmaður er farinn að skila sínu og útlendinguinn fellur vel inn í þetta. Þetta lítur bara vel út en núna er bara úrslitakeppnin framundan" sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari nýkrýndra deildarmeistara Keflavíkur í kvennakörfunni

Ásgeir og Logi í fýluferð

<font face="Helv"> "</font>Þetta var sneypuför, á því leikur enginn vafi," sagði Logi Ólafsson, annar íslensku landsliðsþjálfaranna í knattspyrnu, þar sem hann var staddur á hótelherbergi í London. Hann og Ásgeir Sigurvinsson höfðu áætlað að vera viðstaddir vináttuleik Austurríkis og Króatíu í Vínarborg í gærkvöldi sem síðan var frestað vegna veðurs.

Lakers tapaði í framlengingu

Fjórir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þar bar helst til tíðinda að Kobe Bryant og félagar hans í Los Angeles Lakers töpuðu fyrir New York Knicks eftir framlengdan leik, 117-115. Það var bakvörðurinn Stephon Marbury sem tryggði Knicks sigur með því að hitta úr tveimur vítaskotum þegar tólf sekúndur voru eftir.

Stórleikur í Madison Square Garden

Þær voru æsispennandi, lokamínúturnar í Madison Square Garden í gærkvöld þar sem Los Angeles Lakers var í heimsókn hjá New York Knicks í NBA-deildinni í körfuknattleik. Það stefndi allt í stórsigur heimamanna en þeir komust mest í 18 stiga forystu í síðari hálfleik en með miklu harðfylgi náði Lakers að jafna og knýja fram framlengingu.

Keegan hrósar Fowler

Kevin Keegan, knattspyrnustjóri Manchester City, hrósaði Robbie Fowler í hástert fyrir endurkomu sína í gær eftir sigurleik gegn Norwich á útivelli, 3-2. Fowler skoraði tvennu í leiknum og komst yfir 150 marka múrinn.

Robert Pires meiddur

Robert Pires, miðjumaður hjá Arsenal, var tæklaður illa af David Prutton í leik gegn Southampton á laugardaginn var.

Íslendingar sækja Ítali heim

Íslendingar mæta Ítölum í vináttulandsleik 30. mars næstkomandi á Ítalíu. Knattspyrnusambönd Íslands og Ítalíu hafa samið um þetta en samkomulagið á skamman aðdraganda og ekki hefur verið ákveðið hvar leikurinn fer fram.

Davenport ósátt við Wimbledon

 Tennisdrottningin Lindsay Davenport, sem er í efsta sæti heimslistans, sendi forráðamönnum Wimbledon-mótsins tóninn í gær eftir að ákveðið var að fella niður verðlaunafé til kvennakeppninnar.

Keane sýknaður

Máli Roy Keane, fyrirliða Manchester United, lauk í gær en Keane var gefið að sök að hafa ráðist á unglingspilt skammt frá húsi sínu í Manchester á síðasta ári.

Pennant í fangelsi

Jermaine Pennant, leikmaður Birmingham, var í dag dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir að aka undir áhrifum áfengis án ökuskirteinis á ótryggðri bifreið.

Schumi spenntur fyrir Melbourne

Michael Schumacher, ökumaður Ferrari í Formúlu 1 kappakstrinum, er að eigin sögn, tilbúinn í allar áskoranir á komandi keppnistímabili. Ef marka má undirbúningstímabilið standa lið Renault og McLaren einna sterkast að vígi til að veita Ferrariliðinu verðuga keppni í ár.

Beattie til æfinga á ný

James Beattie, leikmaður Everton, má hefja æfingar að nýju í dag þrátt fyrir að hafa orðið fyrir árás er hann fór út á lífið um helgina með kærustu sinni og tveimur vinum sínum eftir sigurleik Everton á Astona Villa, 3-1.

Ian Rush hættur hjá Chester

Gamla knattspyrnugoðið Ian Rush, sem gerði garðinn frægan hjá Liverpool, sagði upp starfi sínu sem knattspyrnustjóri Chester fyrr í dag.

Jónatan skoðar samningstilboð

Jónatan Þór Magnússon, fyrirliði KA í handboltanum, hefur undir höndum tveggja ára tilboð frá þýska félaginu Ossweil sem sem leikur í annari deild. Jónatan skoðaði aðstæður hjá þýska félaginu um helgina, en hann sagði í samtali við íþróttadeildina í gærkvöldi að hann myndi setjast yfir samningsdrögin og taka ákvörðun í framhaldi af því.

Stefnir í gjaldþrot Wallau

Fátt virðist geta bjargað þýska úrvalsdeildarliðinu Wallau Massenheim, en félagið skuldar rúmlega 100 miljónir króna og þar af er stór hluti skattaskuldir. Framkvæmdarstjóri félagsins og aðaleigandi eru grunaðir um sviksamlegt athæfi en þeir neita sök og segjast blásaklausir.

Jón Arnór efstur í kosningu FIBA

Jón Arnór Stefánsson, körfuknattleikmaður sem leikur með rússneska félaginu Dynamo í Pétursborg, er í efsta sæti í netkosningu fyrir stjörnuleik Evrópudeildar FIBA sem fram fer á Kýpur 14. apríl. Jón hefur fengið 23 prósent atkvæða í stöðu bakvarðar Evrópuliðsins sem mun mæta úrvalsliði frá öðrum heimsálfum.

Williams óvænt úr leik

Það urðu óvænt úrslit í 1. umferð á Opna meistaramótinu í tennis sem hófst í Dúbaí í gær. Þá lagði Silvia Farina Elia frá Ítalíu bandarísku tennisstjörnuna Venus Williams 7-5  og 7-6.

Pistons besta liðið í NBA?

Detroit Pistons í NBA-körfuboltanum er loks farið að vekja þá lukku sem vonir stóðu til eftir fremur slakt gengi fyrir áramót.

Ralf Schumacher vongóður um stig

Ralf Schumacher býst við að nýja lið hans, Toyota, muni fara með einhver stig heim af fyrstu keppni Formúlu 1 kappakstursins sem fram fer í Melbourne í Ástralíu um helgina.

Sjaldgæf staða í þýska bikarnum

Sú fordæmalausa staða getur nú mögulega komið upp í þýsku bikarkeppninni í knattspyrnu að Bayern München og leiki til úrslita um titilinn en bæði lið eru inni í 8 liða úrslitum sem hefjast í kvöld. Varalið Bayern á þá heimaleik gegn ríkjandi bikarmeisturum Werder Bremen nú kl 18.30 en aðalliðið heimsækir Freiburg annað kvöld.

Jakob valinn í úrvalslið

Körfuknattleiksmaðurinn Jakob Sigurðarson hjá Birmingham Southern háskólanum í Alabama í Bandaríkjunum, var í gær valinn í annað úrvalslið Big South deildarinnar en þetta kemur fram á heimasíðu KR í dag. Birmingham Southern mætir Radford í kvöld í 8-liða úrslitum Big South. Áhugasamir geta fylgst með leiknum í beinni útsendingu á Netinu.

Knauss í 18 mánaða bann

Austurríski skíðakappinn Hans Knauss var í dag úrskurðaður í 18 mánaða keppnisbann af alþjóðaskíðasambandinu. Knauss hefur verið í banni síðan í nóvember sl. þegar lyfjapróf sem hann fór í leiddi í ljós notkun á steralyfinu þekkta, nandrolone.

Kobe Bryant borgar stúlkunni

Lögfræðingar körfuboltastjörnunnar Kobe Bryant leikmanns Los Angeles Lakers í NBA boltanum náðu í kvöld, að íslenskum tíma, utanréttarsamkomulagi við lögfræðinga stúlkunnar sem kærði hann fyrir nauðgun í júní 2003 en málið vakti heimsathygli eins og skemmst er að minnast.

Eins marks sigur Vals á KA

Valur vann KA á heimavelli með eins marks mun, 28-27 í DHL deild karla í handbolta í kvöld og lyftu sér upp í 4. sæti deildarinnar með sigrinum. Sigurður Eggertsson tryggði Val sigurinn með marki úr aukakasti þegar leiktíminn var liðinn. Markahæstur heimamanna var Baldvin Þorsteinsson með13 mörk. Þrír leikir fóru fram í 1. deild karla í handbolta í kvöld.

Bremen í undanúrslitin

Bikarmeistararnir í Werder Bremen tryggðu sér í kvöld farseðilinn í undanúrslit þýsku bikarkeppninnar í knattspyrnu með því að leggja að velli varalið Bayern Munchen í 8 liða úrslitunum. Bayern liðið átti sér draum um að ná alla leið í úrslitaleikinn þar sem möguleiki var fyrir hendi að mæta aðilliði félagsins en það verður þrátt fyrir það að teljast nokkuð góður og óvæntur árangur af varaliði að ná alla leið í 8 liða úrslitin.

Grindavík fór létt með KFÍ

Einn leikur fór fram í Intersport deild karla í körfubolta í kvöld. Grindavík vann auðveldan sigur á botnliði KFÍ, 102-73 og er nú í 8. sæti með 20 stig eða 14 stigum á eftir Keflvíkingum sem trygðu sér deildarmeistaratitilinn um helgina.

Heimboð frá Ítölum

Forysta Knattspyrnusambands Íslands hefur ákveðið að þekkjast boð ítalska knattspyrnusambandsins um að spila vináttuleik á Ítalíu 30. mars næstkomandi. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í gær en þar sagði Eggert Magnússon, formaður KSÍ, að boðið hefði borið brátt að og lítill tími hefði gefist til umhugsunar.

Ósanngjarn dómur

Leikur Selfoss og Stjörnunnar í 1. deildinni var vægt til orða tekið eftirminnilegur enda gaf Hlynur Leifsson dómari tvo "krossa" og eitt rautt spjald undir lok leiksins. Hlynur var þar með fyrsti dómarinn í háa herrans tíð sem beitir þessari hörðustu refsingu í handboltanum

Frábær febrúar Helenu og Hauka

Kvennalið Hauka hefur slegið í gegn í kvennakörfunni í vetur og þá sérstaklega eftir áramót en liðið hefur nú unnið 8 af 11 leikjum sínum á árinu 2005 og einn af sigrinum kom einmitt í bikarúrslitaleiknum gegn Grindavík í Höllinni.

Southampton mætir Man Utd

Úrvalsdeildarliðin Southampton og Blackburn tryggðu sér í kvöld farseðilinn í 8 liða úrslit ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu þegar liðinu léku aukaleiki sína í 16 liða úrslitunum. Sigurvegarinn úr leik Arsenal og Sheffield United mætir Bolton en nú stendur yfir framlenging í þeirri viðureign, staðan að loknum venjulegum leiktíma var 0-0.

Arsenal vann í vítaspyrnukeppni

Arsenal er komið áfram í 8 liða úrslit ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu eftir sigur í vítaspyrnukeppni á Sheffield Utd seint í kvöld. Staðan að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu var 0-0. Manuel Almunia markvörður var hetja Arsenal en hann varði þriðju og fjórðu vítaspyrnur Sheffield Utd og tryggði sínum mönnum viðureign gegn Bolton í 8 liða úslitum.

Sjá næstu 50 fréttir