Fleiri fréttir

Víða strekkingur eða all­hvasst og rigning

Búast má við austan- og norðaustanátt í dag, víða strekkingi eða allhvössum vindi, átta til fimmtán metrar á sekúndu, en heldur hægari á Norðaustur- og Austurlandi. Talsverð rigning suðaustantil á landinu og rigning eða slydda með köflum í öðrum landshlutum eftir hádegi, en snjókoma norðaustanlands.

Hægir vestan­vindar en sums staðar snjór

Landsmenn mega búast við fremur hægum vestanvindum í dag og þar sem mun snjóa sums staðar norðvestan til. Annars staðar verður lítilsháttar slydda eða rigning og mun létta smám saman til á Suðausturlandi.

Allt að 9 stiga frost en mildara veður á næstunni

Í dag er spáð suðaustan- og austanátt, 5 til 10 metrum á sekúndu en 10 til 15 við suðurströndina. Él sunnan- og austanlands, en víða bjartviðri á Norðvestur- og Vesturlandi. Heldur hægari vindur allra syðst seint á morgun. Hiti í kringum frostmark en frost 0 til 9 stig norðan- og austantil.

Suð­aust­lægar áttir ríkja enn um sinn

Suðaustlægar áttir ríkja á landinu enn um sinn með strekkingi eða allhvössu við suður- og vesturströndina og stöku él með hita kringum frostmark á þeim slóðum.

Austan og suð­austan kaldi og víða frost

Veðurstofan gerir ráð fyrir austan og suðaustan kalda eða stinningskalda í dag með stöku éljum við suðurströndina og einnig vestast á landinu. Þó má búast við hægari vindi og bjartviðri norðan- og austanlands.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.