Fleiri fréttir

Kornútflutningur hefst á ný og H&M efnir til lagerhreinsunar
Þrjú flutningaskip með korn innanborðs lögðu úr höfn í Úkraínu í dag. Oleksandr Kubrakov, innviðaráðherra landsins, segir Úkraínumenn treysta því að öryggistryggingar frá Sameinuðu þjóðunum og Tyrklandi um örugga för skipanna frá Úkraínu haldi og að útflutningur kornvöru komist í stöðugan og fyrirsjáanlegan farveg.

Jones gert að greiða fjölskyldu drengs sem drepinn var í Sandy Hook 4,1 milljón
Alex Jones þarf að greiða minnst 4,1 milljón bandaríkjadala til fjölskyldu sex ára drengs sem var drepinn í skotárásinni í Sandy Hook grunnskólanum vegna þeirrar þjáningar sem hann, og fjölmiðill hans Infowars, olli fjölskyldunni með því að dreifa lygum um ódæðið.

Fjögur ákærð vegna máls Breonna Taylor
Bandaríska alríkislögreglan hefur handtekið og ákært fjóra nú- og fyrrverandi lögregluþjóna í Louisville í Kentucky vegna máls sjúkraliðans Breonna Taylor. Taylor var skotin til bana af lögregluþjónum sem brutust inn á heimili hennar árið 2020. Hún var aðeins 26 ára gömul.

Lokun þýskra kjarnorkuvera óljós vegna skorts á gasi
Kanslari Þýskalands Olaf Scholz segir það geta hugsast að gott væri að halda starfsemi þýskra kjarnorkuvera gangandi í ljósi rýrnunar á gasflæði frá Rússlandi.

Fjölskylda Assange vill að stjórnvöld í Ástralíu setji Bandaríkjunum afarkosti
Fjölskylda Julian Assange, stofnanda Wikileaks, segir það jafngilda dauðadómi ef Assange verður framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. John Shipton, faðir Assange, og bróðir hans Gabriel Shipton, hafa freistað þess að fá stjórnvöld í Ástralíu, heimalandi Assange, til að grípa inn í en segjast ekki hafa fengið fund með forsætisráðherranum Anthony Albanese.

Öldungadeildin samþykkir aðild Svía og Finna
Allir þingmenn öldungadeildar bandaríska þingsins nema einn samþykktu í gær aðild Svía og Finna að Atlantshafsbandalaginu. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana, sagði aðild ríkjanna myndu efla Nató og auka öryggi Bandaríkjanna.

Kínverjar hefja heræfingar umhverfis Taívan
Ríkismiðlar í Kína hafa greint frá því að umfangsmiklar heræfingar kínverska hersins umhverfis Taívan séu hafnar. Æfingarnar eru sagðar fara fram á sex svæðum umhverfis eyjuna og hafa tilmæli verið send út um að flugvélar og skip forðist svæðin á meðan þær standa yfir.

„Þú veist hvað meinsæri er, er það ekki?“
Samsæringurinn Alex Jones viðurkenndi í dómsal í dag að það hefði verið óábyrgt af honum að halda því fram að skotárásin í Sandy Hook hefði verið sviðsett. Hann viðurkenndi að árásin væri „hundrað prósent raunveruleg“. Þá kom í ljós í dag að lögmaður hans sendi fyrir mistök mikið magn gagna til lögmanna foreldra sem hafa höfðað mál gegn honum.

Rándýrt að skoða Komododreka og starfsmenn farnir í verkfall
Kostnaður við að ferðast á tvær eyjur sem eru heimkynni Komododrekans átjánfaldaðist um mánaðamót júlí og ágúst. Ferðamenn þurfa nú að borga 3,75 milljónir indónesískra rúpía til að fá aðgang að eyjunni, tæpar 35 þúsund íslenskar krónur.

Túrbínan sé tilbúin fyrir flutning til Rússlands
Kanslari Þýskalands, Olaf Scholz mun í dag skoða rússneska túrbínu frá Gazprom sem hefur valdið miklum flækjum fyrir gasflutning í gegnum Nord Stream 1 gasleiðsluna. Túrbínan er staðsett í borginni Mulheim í Þýskalandi.

Ríkur tannlæknir dæmdur fyrir að bana eiginkonunni með haglabyssu í veiðiferð
Auðugur bandarískur tannlæknir sem sakaður var um að hafa skotið eiginkonu sína til bana með haglabyssu í veiðileiðangri í Afríku var í gær sakfelldur fyrir morð og póstsvik. Hinn 67 ára Lawrence Rudolph var ákærður fyrir að hafa myrt Bianca Rudolph í Sambíu árið 2016 og brotið lög þegar hann leysti út 4,8 milljónir bandaríkjadala út úr líftryggingunni hennar.

Ítrekaði stuðning Bandaríkjanna við Taívan og skaut á forseta Kína
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar bandaríska þingsins, hét áframhaldandi stuðningi Bandaríkjanna við Taívan í opinberri heimsókn sinni þar í gær. Pelosi fundaði meðal annars með Tsai Ing-wen, forseta Taívan, sem hét því að láta ekki undan hernaðarlegum hótunum Kína.

Íbúar Kansas standa vörð um rétt kvenna til þungunarrofs
Íbúar í Kansas í Bandaríkjunum höfnuðu því í atkvæðagreiðslu í gær að fjarlægja ákvæði úr stjórnarskrá ríkisins þar sem konum er tryggður rétturinn til þungunarrofs.

Pelosi lent í Taívan og kínverskum orustuþotum flogið inn í loftvarnarsvæði þeirra
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, lenti í Taívan síðdegis í dag þrátt fyrir mikla andstöðu Kínverja. Talið er að heimsóknin gæti aukið verulega á spennu á milli stórveldanna tveggja.

Meira en áttatíu menn sakaðir um að hópnauðga átta konum
Meira en áttatíu menn ásakaðir um að hópnauðga átta konum komu fyrir dómara í Krugersdorp í Suður-Afríku í gær. Mennirnir réðust á tökulið sem var að taka upp tónlistarmyndband í yfirgefinni námu í Krugersdorp, nauðguðu konum hópsins og rændu fólkið öllum verðmætum.

Tveir myrtir í Otta í Noregi
Tveir voru myrtir í Otta í Noregi í gærkvöldi en lögreglurannsókn stendur yfir þar núna. Árásarmaðurinn sem stakk tvo til bana hringdi sjálfur í lögregluna um kvöldmatarleytið og var handtekinn þegar lögreglan kom á staðinn.

Kínverjar æfir yfir heimsókn Pelosi til Taívan
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar bandaríska þingsins, er væntanleg til Taívan í dag. Kínversk stjórnvöld hafa brugðist illa við fyrirhugaðri heimsókn og sendiherra Kína í Bandaríkjunum meðal annars sagt að Kínverjar muni ekki sitja aðgerðalausir hjá.

Leiðtogi Al-Kaída drepinn í árás Bandaríkjamanna
Bandarísk stjórnvöld greindu frá því í gær að Ayman al-Zawahiri, leiðtogi Al Kaída, hefði fallið í árásum Bandaríkjamanna á aðsetur leiðtogans í Kabúl. Al-Zawahiri er sagður hafa verið einn af forsprökkum hryðjuverkaárásanna 11. september 2001.

Borgarstjóri segir árásir á sjúkrahús viðurstyggileg hryðjuverk
Borgarstjóri úkraínsku borgarinnar Mykolaiv segir árásir Rússa á spítala í borginni fyrr í dag viðurstyggileg hryðjuverk.

Saksóknarinn sem fór í stríð við mafíuna
Yfir 350 manns sitja nú á sakamannabekk í einum stærstu réttarhöldum sem ráðist hefur verið í gegn meðlimum ítölsku mafíunnar. Þetta má aðallega þakka einum saksóknara, sem undrast það verulega að hann skuli enn vera á lífi.

Ógnarmiklir skógareldar í Kaliforníu
Ógnarmiklir skógareldar loga nú í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum. Tvö þúsund manns hafa verið gert að yfirgefa heimili sín og slökkvilið hefur áhyggjur af þrumuveðri sem er í kortunum. Eldarnir eru þeir mestu í ríkinu á þessu ári.

Yfir 50 þúsund saman komin á Íslendingadeginum
Yfir fimmtíu þúsund eru saman komin á Íslendingadeginum í Kanada. Hátíðin, sem stendur yfir í nokkra daga, hefur verið haldin árlega frá árinu 1890 og fer fram í Gimli, en henni er ætlað að viðhalda sambandi Íslendinga og fólks af íslenskum uppruna í Kanada.

Kornútflutningur hafinn: Fyrsta skipið siglir úr höfn
Kornútflutningur frá Odessa er hafinn en fyrsta skipið sigldi úr höfn í morgun með rúm 26.500 tonn af korni innanborðs. Um tuttugu milljónir tonna bíða útflutnings frá Úkraínu en skipið er það fyrsta sem siglir frá hafnarborginni síðan 26. febrúar.

Skattsvikamál Shakiru fyrir dóm á Spáni
Kólumbísku poppstjörnunni Shakiru hefur mistekist að ná dómsátt með spænskum saksóknurum og mun mál hennar vegna meintra skattsvika því fara fyrir dómstóla. Shakira mun þar halda fram sakleysi sínu.

Hótar að bregðast við á leifturhraða
„Rússneski sjóherinn getur brugðist við á leifturhraða og mætir hverjum þeim sem reynir að ganga á fullveldi og frelsi Rússlands með hörku,“ sagði Vladimír Pútín Rússlandsforseti í ávarpi í Sankti Pétursborg fyrr í dag.

Skotinn til bana í Örebro
Karlmaður á þrítugsaldri var skotinn til bana í sænsku borginni Örebro í gærkvöldi. Fjölmennt lögreglulið vinnur að rannsókn málsins en enginn hefur verið handtekinn.

Rauða krossinum meinaður aðgangur að særðum stríðsföngum
Stríðsfangelsi í bænum Olenivka í Donetsk-héraði sem er á valdi Rússa varð fyrir loftárás á föstudag með þeim afleiðingum að 53 úkraínskir stríðsfangar létust og 75 særðust. Rauði krossinn segir yfirvöld ekki enn hafa orðið við beiðni samtakanna um að heimsækja fangelsið.

Indiana leggur nær algjört bann við þungunarrofi
Lagafrumvarp sem leggur nær algjört bann við þungunarrofi í Indiana-ríki í Bandaríkjunum var samþykkt af þingmönnum ríkisins í dag með lægsta atkvæðafjölda sem þurfti til að hleypa því í gegn. Einungis verði hægt að rjúfa þungun í tilfelli nauðgana eða sifjaspells.

Biden aftur með Covid
Joe Biden, Bandaríkjaforseti, mældist aftur jákvæður fyrir Covid-19 í dag. Hann þarf því að fara í fimm daga einangrun að nýju, aðeins þremur dögum eftir að hann fékk neikvætt próf og yfirgaf einangrun.

Vann rúman milljarð Bandaríkjadala í lottói
Stakur lottómiði fékk allan vinninginn, 1,337 milljarð Bandaríkjadala, í lottóinu Mega Millions í Bandaríkjunum á föstudag. Miðinn var keyptur á bensínstöð í úthverfi Chicago og fær eigandi hans stóra vinninginn sem er sá þriðji stærsti í sögu Bandaríkjanna.

Handtekinn grunaður um að hafa stungið stúlkuna til bana
Tuttugu og tveggja ára gamall karlmaður hefur verið handtekinn grunaður um að hafa stungið níu ára stúlku til bana í miðbæ Boston í Lincolnskíri í Bretlandi í vikunni.

Rússar vilja hengja hermennina
Rússar vilja hengja hermenn úr Azov-herdeildinni. Þeir segja hermennina eiga skilið niðurlægjandi dauðdaga en Úkraínumenn segja ummælin viðurstyggileg.

Sakfelldur fyrir að bana unglingi sem hann hitti aldrei
Rúmlega sextugur karl hefur verið sakfelldur í Katalóníu á Spáni fyrir að hafa banað 17 ára unglingi. Maðurinn hitti unglinginn aldrei og þeir höfðu einungis átt í samskiptum í einn sólarhring.

Útilokar ekki að setjast í helgan stein
Frans páfi segir ekki útilokað að hann muni setjast í helgan stein vegna heilsubrests. Hann kveðst ekki tilbúinn að kveðja embættið strax en möguleikann þurfi hann að íhuga.

Tala látinna fer hækkandi og umfangsmikil leit stendur yfir
Að minnsta kosti nítján hafa látist í flóðum í Appalachiafjöllum í Bandaríkjunum, þar á meðal sex börn. Ríkisstjóri Kentucky-héraðs gerir ráð fyrir því að tala látinna fari hækkandi og umfangsmikil leit stendur enn yfir.

„Fjöldamorð á úkraínskum stríðsföngum“
Rússar og Úkraínumenn saka hvorir aðra um að hafa orðið fimmtíu manns að bana í sprengjuárás á stríðsfangelsi í Donetsk héraði. Úkraínuforseti kallar árásina stríðsglæp og kallar eftir rannsókn Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins.

Sagðir hafa óskað óformlega eftir njósnara í stað Griner og Whelan
Rússnesk yfirvöld eru sögð hafa beðið um njósnarann Vadim Krasikov auk vopnasalans Viktor Brut í skiptum fyrir Brittney Griner og Paul Whelan í óformlegum viðræðum um fangaskipti við bandarísk yfirvöld.

Úkraínuforseti birtist óvænt á stuttermabol á höfninni í Odessa
Forseti Úkraínu heimsótti óvænt hafnarborgina Odessa ásamt sendiherrum sjö ríkja í dag til að kynna sér undirbúning fyrir útflutning á milljónum tonna af korni frá Úkraínu. Vonir eru bundnar við að útflutningurinn geti hafist í dag eða á morgun.

Nafn stúlkunnar sem var stungin til bana í Boston birt
Stúlkan sem stungin var til bana í miðbæ Boston í Lincolnskíri í Bretlandi í gær heitir Lilia Valutyte. Hún var aðeins níu ára gömul og fannst látin á sjöunda tímanum í gærkvöldi.

Börn meðal látinna vegna mikilla flóða í Appalachia
Umfangsmikil leit stendur yfir eftir fólki sem er saknað eftir að mikil flóð þurrkuðu út heilu samfélögin í Appalachiafjöllum. Björgunarsveitir hafa með hjálp þjóðvarðliðsins leitað fólks í allan dag en að sögn ríkisstjóra Kentucky hafa minnst fimmtán farist í flóðunum.

Talið að níu ára stúlka hafi verið stungin til bana í Boston
Grunur leikur á um að níu ára stúlka hafi verið stungin til bana í miðbæ Boston í Lincolnskíri í Bretlandi. Lögreglan rannsakar málið sem hugsanlegt morð en atvikið átti sér stað klukkan 18:20 að staðartíma í gær.

Reyndu að færa lík Johns Snorra í tvær klukkustundir
Jarðneskar leifar Johns Snorra Sigurjónssonar liggja á einum erfiðasta staðnum á fjallinu K2 og illa hefur gengið að færa þær af gönguleiðinni. Nýfallinn snjór skapar snjóflóðahættu á umræddu svæði og hamlar aðgerðum.

Putin heldur áfram að ofsækja fjölmiðla
Rússnesk stjórnvöld halda áfram að ofsækja fréttamenn og fjölmiðla sem voga sér að lýsa andstöðu við innrás Rússa í Úkraínu og kalla hana stríð en ekki sérstaka hernaðaraðgerð. Fjölmiðlaráð Rússlands hefur krafist þess að Hæstiréttur landsins afturkalli starfsleyfi vefútgáfu eina frjálsa dagblaðsins í landinu.

Tvöfölduðu tígrisdýrastofninn á tíu árum en glíma nú við tíðari árásir
Stjórnvöldum í Nepal hefur tekist að tvöfalda tígrisdýrastofn sinn á tíu árum. Nú glíma landsmenn þó við tíðari árásir frá dýrunum.

Fær að nefna risaeðluna eftir að hann keypti beinagrindina
Beinagrind gogrónueðlu seldist á uppboði hjá uppboðshúsinu Sotheby‘s í gær á sex milljónir dollara, rúmlega átta hundruð milljónir íslenskra króna. Venjan er að fornleifafræðingarnir sem finna beinin nefni eðluna sem þau tilheyrðu en þessi hefur enn ekki verið skírð. Því er það í verkahring kaupandans að sjá um það.