Fleiri fréttir

Um­deildi lista­maðurinn Lars Vilks lést í bíl­slysi

Sænski listamaðurinn Lars Vilks lést í bílslysi í dag ásamt tveimur lögregluþjónum. Vilks hafði undanfarin ár notið verndar lögreglu vegna fjölda líflátshótana sem honum höfðu borist vegna teikninga hans af Múhameð spámanni.

Átta létust þegar einka­þota brot­lenti í Mílanó

Einkaþota brotlenti á skrifstofubyggingu í Mílanó á Ítalíu í dag með þeim afleiðingum að allir átta um borð létust. Byggingin var mannlaus þegar flugslysið varð og engan sakaði á jörðu niðri.

Kóreumenn hóta öryggisráðinu

Ráðamenn í Norður-Kóreu hafa brugðist reiði við ályktunartillögu Frakka til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og hótuðu ráðinu í dag fyrir að gagnrýna eldflaugavopnaáætlun ríkisins.

Aukinn kraftur í eldgosinu á La Palma

Tvær vikur eru frá því eldgosið hófst á La Palma á Kanaríeyjum en aukinn kraftur er í eldgosinu og er útlit fyrir að tvo ný gosop hafi opnast. Þá hefur jarðskjálftum einnig fjölgað.

Vill koma fleiri nauðgurum bakvið lás og slá

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði í dag að dómskerfi landsins hefði ekki reynst fórnarlömbum nauðgana vel. Johnson hét því að gera endurbætur svo fleiri nauðgarar enduðu bakvið lás og slá.

Umfangsmikil mótmæli gegn Bolsonaro í Brasilíu

Tugir þúsunda komu saman í stærstu borgum Brasilíu í gær til að mótmæla yfirvöldum landsins og kalla eftir því að Jair Bolsonaro, forseti landsins, verði vikið úr embætti.

Duterte segist aftur ætla að setjast í helgan stein

Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, tilkynnti í dag að myndi hætta afskiptum sínum af stjórnmálum þegar núverandi kjörtímabili hans lýkur. Hann hafði áður þegið tilnefningu um að vera varaforsetaefni flokks síns í forsetakosningum í maí næstkomandi.

Her­menn fengnir til að flytja elds­neyti

Ríkisstjórn Bretlands kallaði í dag út herlið til að tryggja dreifingu eldsneytis um landið. Bensíndælur víðsvegar um Bretland hafa verið tómar síðustu daga og langar raðir hafa myndast við dælurnar.

Trump krefst þess að komast aftur á Twitter

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur höfðað mál gegn Twitter í Texas. Hann krefst þess að verða hleypt aftur inn á samfélagsmiðilinn eftir að hafa verið bannaður þar í kjölfar árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar.

„Undraverð“ uppgötvun rits ítalsks munks þar sem skrifað er um Norður-Ameríku 150 árum fyrir ferð Kólumbusar

Þó víkingar hafi fundið Norður-Ameríku löngu áður en Kristófer Kólumbus fór vestur um höf ásamt föruneyti sínu, hafa flestir talið að fáir Evrópubúar hafi vitað af því. Nú hefur því hinsvegar verið haldið fram að ítalskur munkur hafi skrifað um tilvist heimsálfunnar hinu megin við Atlantshafið, um 150 árum fyrir ferð Kólumbusar.

Óttast að þurfa að farga svínum í massavís í Bretlandi

Breskir svínabændur óttast að þurfa að farga þurfi stórum hluta svína Bretlands vegna landlægs skorts á slátrurum. Svínabú eru að fyllast víða um land og sláturhús skortir starfsmenn til að hafa undan sendingum frá búunum.

Vínlandskortið reyndist falsað

Allt frá því það var opinberað í Yale háskólanum í Bandaríkjunum árið 1965 hefur vínlandskortið svokallaða verið umdeilt. Kortið átti að vera frá 1440 og sýna meðal annars hluta Norður-Ameríku og það að víkingar hefðu kannað vesturhluta Atlantshafsins.

Vilja einangra 29 milljónir húsa á næstu árum

Allt að þrjátíu hafa verið handteknir á síðustu vikum vegna mótmæla í Bretlandi. Samtökin Einangrum Bretland standa fyrir mótmælunum en helsta baráttumál þeirra er að einangra 29 milljón hús á næstu níu árum.

Gerðu tilraun með nýja eldflaug

Ráðamenn í Norður-Kóreu segjast hafa gert tilraun með nýja tegund eldflauga sem hafi verið þróaðar til að skjóta niður flugvélar og aðrar eldflaugar. Nýju eldflauginni var skotið á loft í gær og var það í fjórða sinn á nokkrum vikum sem Kóreumenn skjóta eldflaug á loft.

Ástralir opna landamærin og hleypa landsmönnum út

Yfirvöld í Ástralíu hafa ákveðið að opna landamæri ríkisins í nóvember næstkomandi en frá því í mars á síðasta ári hafa landsmenn búið við einar ströngustu reglur í heimi þegar kemur að ferðatakmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins.

Sjá næstu 50 fréttir