Fleiri fréttir

Spænska ríkið rak afkomendur einræðisherrans á dyr

Ríkisstjórn Spánar hefur nú tekið formlega við eignarhaldi sumarhallar einræðisherrans Franco og vísað afkomendum hans á dyr. Með höllinni fylgdi stórt listasafn en eignin var metin á rúmlega fimm milljónir evra í fyrra.

Kínversk yfirvöld ráðleggja flugþjónum að ganga með bleyju

Síðustu misseri hafa menn leitað ýmissa leiða til að efla sýkingavarnir og draga úr smithættu en ef einhverjum hefur þótt nóg um þá ættu þeir að kynna sér nýjar ráðleggingar kínverskra flugmálayfirvalda til starfsfólks í fluggeiranum.

Metfjöldi smitaðra í Danmörku og aðgerðir hertar víðar

Heilbrigðisyfirvöld í Danmörku hafa ákveðið að láta hertar aðgerðir, sem kynntar voru í vikunni, ná til 69 af 98 sveitarfélögum landsins. Ástæðan er metfjöldi kórónuveirusmitaðra sem greindust í landinu í gær.

Geimfararnir sem stefna á tunglið

Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) opinberaði í gær hóp geimfara sem hafa verið valdir til að taka þátt í Artemis áætluninni. Hún snýr að því að hefja mannaðar geimferðir til tunglsins á nýjan leik og nota það sem stökkpall fyrir geimferðir lengra út í sólkerfið og þá sérstaklega til mars.

Munu freista þess að tryggja óhindraðar samgöngur og fiskveiðar

Evrópusambandið hefur gefið út viðbragðsáætlun sem gripið verður til ef fer sem horfir og aðlögunartímabilinu í kjölfar Brexit lýkur án samnings. Áætlunin miðar að því að tryggja samgöngur milli Bretlands og Evrópu og áframhaldandi veiðar.

Fengu 91 prósent at­kvæða í um­deildum kosningum

Sósíalistaflokkur Nicolas Maduro, forseta Velesúela, og flokkar hliðhollir forsetanum fengu samtals 91 prósent atkvæða í þingkosningunum sem fram fóru í landinu á sunnudag. Stjórnarandstaðan í landinu sniðgekk kosningarnar og hafa bæði Bandaríkin og Evrópusambandið ekki sagst virða niðurstöðu þeirra.

Frumgerðin sprakk í loft upp í vel heppnaðri tilraun

Frumgerð nýs geimfars fyrirtækisins SpaceX sprakk í loft upp við lendingu í tilraunaskoti í gær sem þykir þó vel heppnað. Starship SN8 var skotið í um tólf kílómetra hæð yfir Texas í Bandaríkjunum í gærkvöldi og var reynt að lenda geimfarinu aftur.

Trump brýtur aldargamla hefð og fyrirskipar fimm aftökur

Nú þegar styttist í að Donald Trump forseti Bandaríkjanna yfirgefi Hvíta húsið hefur stjórn hans fyrirskipað aftökur á fimm mönnum sem á að taka af lífi áður en Joe Biden tekur við stjórnartaumunum þann 20. janúar á næsta ári.

Fundinum í Brussel lokið án niðurstöðu

Fundi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í Brussel er lauk í kvöld án niðurstöðu. Ennþá ber mikið í milli í samningaviðræðum Bretlands og Evrópusambandsins um viðskiptasamning sem markmiðið var að ná fyrir áramót. Viðræðurnar virðast vera í algjörum rembihnút.

Skattamál Hunters Biden til rannsóknar

Saksóknari í Delaware fer nú fyrir rannsókn á skattamálum Hunters Biden, sonar Joe Biden verðandi Bandaríkjaforseta. Sjálfur segist Hunter Biden líta rannsóknina „mjög alvarlegum“ augum en kveðst fullviss um að „hlutlaus úttekt“ muni leiða í ljós að hann hafi staðið skil á sköttum og gjöldum „samkvæmt lögum og með viðeigandi hætti,“ að því er fram kemur í frétt BBC nú í kvöld.

Svartsýni ríkir í Brussel

Ólíklegt virðist að Bretar nái saman við Evrópusambandið um viðskiptasamning fyrir árslok en þá renna núgildandi samningar út í kjölfar ákvörðunar Breta um að ganga út úr sambandinu. 

Meintur njósnari sængaði hjá minnst tveimur borgarstjórum

Kínversk kona, sem grunuð um að vera njósnari á vegum leyniþjónustu ríkisins, sængaði hjá minnst tveimur bandarískum borgarstjórum og myndaði tengsl við aðra stjórnmálamenn á vesturströnd Bandaríkjanna á árunum 2011 til 2015.

Gjörgæsluplássin nær öll í notkun á sjúkrahúsum í Stokkhólmi

Ástandið á sjúkrahúsum í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi er mjög alvarlegt og segir forstjóri heilbrigðisþjónustunnar þar að þörf sé á frekari aðstoð. 99 prósent sjúkrahúsplássa á gjörgæsludeildum sjúkrahúsa borgarinnar eru nú í notkun og er það í fyrsta sinn frá upphafi faraldursins sem hlutfallið er svo hátt.

Kórónuveiran, WAP og Tom Hanks toppa vinsældalista Google

Kórónuveiran trónir á toppi Google yfir þau orð sem mest var leitað að árið 2020 en í öðru sæti voru „kosningaúrslit“, Kobe Bryant, Zoom og IPL, sem skilar niðurstöðum um indversku úrvalsdeildina í krikket.

Merkel kallar eftir hertum sóttvörnum

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur kallað eftir hertum sóttvarnaraðgerðum í Þýskalandi í aðdraganda jólanna. Í ræðu á þýska þinginu í morgun lýsti Merkel yfir stuðningi við tillögur sóttvarnalæknis Þýskalands sem fela meðal annars í sér að loka verslunum strax eftir jól, að sem flestir vinni að heiman og að jólafrí skóla verði lengd, svo eitthvað sé nefnt.

Hættu við tilraunaskot á síðustu stundu

Hætt var við tilraunaskot nýs geimfars fyrirtækisins SpaceX á síðustu stundu í gær. Sjálfvirkur skynjari í einni af eldflaugum geimskipsins stöðvaði geimskotið einungis rúmri sekúndu áður en það átti að hefjast. 

Fimm látnir eftir þyrlu­slys í Frakk­landi

Fimm fórust þegar þyrla hrapaði til jarðar nærri bænum Bonvillard í Savoja-héraði í frönsku Ölpunum í gær. Einn komst lífs af úr slysinu, en hann er á sjúkrahúsi og ástandið sagt alvarlegt.

Boris John­son fer til Brussel vegna Brexit

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, fer til Brussel á morgun til þess að funda með Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, um Brexit.

Fjórtán reknir úr bandaríska hernum eftir dauða Guillen

Bandaríski herinn hefur ákveðið að reka eða víkja fjórtán hermönnum frá Fort Hood herstöðinni frá störfum. Um er að ræða bæði yfirmenn í hernum og lægra setta hermenn. Að sögn hersins hafa þeir verið reknir vegna ítrekaðs ofbeldis, þar á meðal morða og kynferðisbrota, á stöðinni.

Virknin 70% en skammtastærðinni mögulega breytt

Bóluefni AstraZeneca og vísindamanna við Oxford-háskóla hefur 70% virkni ef horft er til heildarniðurstaða prófana. Virknin reyndist 90% hjá litlum hluta þátttakenda sem fékk óvart ranga skammtastærð en hjá meirihlutanum reyndist virknin 62%.

Fjarskiptabúnaði stolið úr rússneskri „dómsdagsvél“

Þjófum tókst að brjótast inn í herflugvél á flugvelli í Rostov-héraði í Rússlandi fyrir helgi, sem er ef til vill ekki í frásögur færandi nema um var að ræða eina af fjórum „dómsdagsvélum“ rússneska hersins.

Segja Tarrant hafa misheppnast ætlunarverk sitt með árásinni í Christchurch

Þrátt fyrir að nefnd sem rannsakað hefur hina mannskæðu hryðjuverkaárás í Christchurch í Nýja-Sjálandi, hafi fundið galla á reglugerðum og áherslu, komst nefndin að þeirri niðurstöðu að hið opinbera hefði ekki getað komið í veg fyrir árásina ef þessir gallar og önnur mistök hefðu ekki verið til staðar.

Biður græn­lensku börnin af­sökunar

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur beðið 22 Grænlendinga, sem voru sem börn teknir af fjölskyldum sínum og fluttir nauðugir til Danmerkur árið 1951, opinberlega afsökunar.

Dularfull veikindi á Indlandi ekki útskýrð enn

Rúmlega 500 hafa nú verið lagðir inn á sjúkrahús vegna dularfullra veikinda í Andhra Pradesh á Indlandi. Minnst einn hefur dáið en á fjögur hundruð hafa verið útskrifaðir af sjúkrahúsi.

Fjöru­tíu ár liðin frá and­láti Johns Lennon

Fjörutíu ár eru í dag liðin frá því John Lennon var myrtur fyrir utan heimili sitt í New York í Bandaríkjunum. Hann hefur því verið látinn jafn lengi og hann lifði en hann varð fertugur hinn 9. október 1980.

Vill Austin sem varnar­mála­ráð­herra

Joe Biden hefur valið herforingjann fyrrverandi, Lloyd Austin, til að gegna embætti varnarmálaráðherra í ríkisstjórn sinni. Frá þessu greina bandarískir fjölmiðlar þó að hvorki Biden né Austin hafi enn staðfest fréttirnar.

Bretar hefja bólusetningu gegn Covid-19

Bretar hefjast handa við það í dag, fyrstir þjóða, að bólusetja þjóðina gegn kórónuveiru. Um sjötíu spítalar í landinu eru nú í startholunum.

Flýgur til Brussel eftir að 90 mínútna símtal skilaði engu

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands mun fljúga til Brussel í vikunni til fundar við Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, í von um að viðskiptasamningar náist. Johnson og von der Leyen ræddu saman í 90 mínútur í síma í kvöld en án árangurs.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.