Fleiri fréttir

Enn syrtir í álinn á Kóreuskaga

Suður-Kóreustjórn varaði Norður-Kóreu í dag við frekari aðgerðum á landamærunum eftir að einræðisríkið sprengdi hús samvinnustofnunar ríkjanna í loft upp í morgun.

Á­standið í Peking vegna kórónu­veirunnar graf­alvar­legt

Yfirvöld í Peking segja nýjustu útbreiðslu kórónuveirufaraldursins mjög alvarlega. Tugir nýrra tilfella hafa komið upp á síðustu dögum og í kjölfarið hefur íþrótta- og viðburðastöðum verið lokað og ferðabann verið sett í gildi.

Þrír ind­verskir her­menn létust í á­tökum við kín­verska herinn

Þrír indverskir hermenn létu lífið í átökum við kínverska herinn í Ladakh vegna deilna um Kasmír héraðið. Samkvæmt upplýsingum frá indverska hernum sem birtar voru á vef breska ríkisútvarpsins munu yfirmenn beggja herja funda til að koma í veg fyrir frekari átök og bættu við að báðar hliðar hafi orðið fyrir áfalli.

Golden State-morðinginn sagður ætla að játa til að forðast aftöku

Joseph James DeAngelo, sem ákærður var árið 2018 fyrir morð, mannrán og nauðganir sem tengd voru hinum svokallaða Golden State-morðingja yfir langt tímabil, mun játa á sig sök í málinu til þess að sleppa við það að vera tekinn að lífi fyrir glæpi sína.

Trump kallar her­menn í Þýska­landi heim vegna NATO-deilna

Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á mánudag að hann hygðist kalla bandaríska hermenn í Þýskalandi heim vegna þess að Þýskaland hafi ekki styrkt NATO samkvæmt samkomulagi og sakaði landið um að misnota Bandaríkin í viðskiptum.

Lík flugmannsins fundið

Leitaraðgerðir hófust í morgun eftir að fréttir bárust af því að F-15C Eagle vél bandaríkjahers hefði hrapað í Norðursjó, austur af Austur-Jórvíkurskíri í Englandi.

Frakkar létta veru­lega á tak­mörkunum

Emmanuel Macron Frakklandsforseti kynnti í gærkvöldi tilslakanir vegna kórónuveirufaraldursins sem hann segir þær mestu í Evrópu en í dag mega kaffihús og veitingastaðir í París opna auk þess sem ferðalög til annarra Evrópulanda verða leyfð.

Rúmlega hundrað manns handteknir í London

Mótmælendur, sem margir hverjir tilheyra hópum hægri öfgamanna, réðst að lögreglu eftir að þeir höfðu safnast saman til að standa vörð um styttur.

Pólland segist hafa ráðist óvart inn í Tékkland

Pólsk stjórnvöld hafa viðurkennt að vopnaðir hermenn á þeirra vegum hafi í síðasta mánuði tekið sér stöðu innan landamæra Tékklands, og þannig „ráðist óvart“ inn í landið. Varnarmálaráðuneyti Póllands segir að um misskilning hafi verið að ræða.

Lögregla og mótmælendur tókust á í London

Til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu í London í dag. Mótmælendurnir sem um ræðir söfnuðust saman í miðbæ borgarinnar, og sögðust vera að vernda styttur á svæðinu frá and-rasískum aðgerðasinnum.

Hervæðing bandarísku lögreglunnar

Bandaríski herinn hefur sent lögreglunni hergögn að verðmæti rúmlega sjö milljarða bandaríkjadala frá árinu 1990. Vísbendingar eru um að þau lögregluembætti sem fá meira af hergögnum beiti oftar ofbeldi.

Kórónuveiran víða enn í sókn

Þótt faraldurinn virðist nú í rénun í Evrópu heldur kórónuveiran áfram að dreifast víðs vegar um heiminn. Heildarfjöldi tilfella nálgast átta milljónir og fjögur hundruð þúsund hafa látist.

Loka hluta Peking vegna nýrra smita

Kínversk yfirvöld hafa lokað ellefu íbúahverfum í höfuðborginni Peking vegna nýrrar smitbylgju í borginni sem rakin er til matarmarkaðar í nágrenninu.

Brasilía tekur fram úr Bretlandi í Covid-dauðsföllum

Tæplega 42.000 manns hafa nú látið lífið í kórónuveirufaraldrinum í Brasilíu sem fór þannig fram úr Bretlandi í fjölda dauðsfalla vegna Covid-19. Aðeins í Bandaríkjunum hafa fleiri látist í faraldrinum til þessa.

Cleese segir BBC „bleyður“ að taka „Hótel Tindastól“ úr sýningu

Ákvörðun breska ríkisútvarpsins BBC um að taka þátt úr þáttaröðinni „Hótel Tindastóli“ úr sýningu er „huglaus, duglaus og fyrirlitlleg“, að mati Johns Cleese, gamanleikarans sem fór með aðalhlutverkið í þáttunum. Þátturinn var fjarlægður úr efnisveitu BBC vegna kynþáttaníðs sem ein persónan hefur uppi.

Sjá næstu 50 fréttir