Fleiri fréttir

Tugir slasaðir eftir að ferja skall á hval

Yfir 80 farþegar um borð í japanskri ferju, sem var á leið milli Sado-eyjar og hafnarborgarinnar Niigata, eru slasaðir eftir að ferjan klessti á það sem er talið hafa verið hvalur.

Kenna Bandaríkjunum um og skamma Japana fyrir afskipti

Norðurkóreskir ríkisfjölmiðlar segja að Bandaríkjunum sé almennt kennt um árangursleysi í leiðtogaviðræðum. Segja Japana reyna að spilla viðræðum. Þeir séu með svört hjörtu og eins og dvergar sem hanga í skottinu á Bandaríkjamönnum.

Rafmagnsleysi í Venesúela

Skólar voru enn lokaðir og vinnustaðir sömuleiðis í Venesúela í gær á öðrum degi umfangsmikils rafmagnsleysis.

Norður-Írar vilja mildustu útgáfu Brexit

Skoðanakönnun leiðir í ljós að tveir af hverjum þremur Norður-Írum vilja að Bretland verði áfram hluti af innri markaði ESB og tollabandalagi frekar en að sett verði upp landamæraeftirlit á Írlandi.

Lofar frekari þvingunum

Elliott Abrams, erindreki Donalds Trump Bandaríkjaforseta er varðar Venesúela, hét því í gær að stjórnvöld í Bandaríkjunum myndu setja á enn frekari þvinganir gagnvart Venesúela.

Rafmagnsleysi lamar Venesúela

Maduro forseti kennir stjórnarandstöðunni um rafmagnsleysi í höfuðborginni Caracas og um mest allt landið.

Manafort fékk tæplega fjögurra ára fangelsisdóm

Fyrrverandi kosningastjóri Trump Bandaríkjaforseta var dæmdur fyrir skattsvik og að svíkja út bankalán. Hann á enn yfir höfði sér refsingu í öðru máli vegna málafylgjustarfa hans fyrir erlend ríki.

Í klandri vegna átaka í Kasmír

Stjórnarandstaðan á Indlandi hefur undanfarna daga gagnrýnt Narendra Modi forsætisráðherra og ríkisstjórn BJP-flokksins, harðlega fyrir að beita indverska hernum í pólitískum tilgangi.

Vísa þýska sendiherranum frá Venesúela

Ríkisstjórn Nicolasar Maduro sakar þýska sendiherrann um að skipta sér af innanríkismálum landsins og að taka sér stöðu með öfgaöflum í stjórnarandstöðunni.

Trump heldur að Kim valdi sér ekki vonbrigðum

Fréttir hafa borist af því að Norður-Kórea byggi aftur upp eldflaugastöð sína. Trump Bandaríkjaforseti segist verða fyrir vonbrigðum með Kim Jong-un reynist það rétt en að hann trúi ekki að það gerist.

Sjá næstu 50 fréttir