Fleiri fréttir

Móðir og dætur hennar skotnar til bana

Móðir og þrjár dætur hennar fundust myrtar á heimili þeirra í úthverfi New Orleans í Bandaríkjunum í gær, en þær höfðu verið skotnar til bana. Yngsta dóttirin var sex mánaða gömul.

Fimmta hver kona reykir á meðgöngu

Skaðsemi reykinga á meðgöngu hefur lengi verið kunnug en þrátt fyrir það sýnir ný könnun breskra vísindamanna að fimmta hver kona í Englandi og Wales reykir á meðgöngu sem eykur líkur að börn þeirra fæðist mikið fötluð. Þá reykja 45% kvenna undir tvítugu meðan á meðgöngu stendur.

Færri fangar dópa í sænskum fangelsum

Dregið hefur verulega úr fíkniefnanotkun meðal sænskra fanga. Þetta sýnir ný könnun þarlendra fangelsismálayfirvalda en um reglubundna könnun er að ræða þar sem þvagsýni fanga er greint. Í ljós kom að 1,3% af rúmlega 700 föngum höfðu neytt fíkniefna, flestir kannabisefna.

Eva Joly verður forsetaefni Græningja

Eva Joly verður frambjóðandi Græningja í forsetakosningunum í Frakklandi á næsta ári. Hún sigraði þekktan sjónvarpsþáttastjórnenda í prófkjöri flokksins.

Hundur beit Morrissey í puttann

Hundur réðst á breska söngvarann Morrissey nýverið og beit hann í puttann. Morrissey leitaði sér ekki aðstoðar strax en fór hins vegar á sjúkrahús í Malmö í Svíþjóð um helgina þar sem röntgenmynd leiddi í ljós að hann er nokkuð meiddur á vísifingri hægri handar. Ekki liggur fyrir hvort sýking hafi komið í sárið.

Tveir fórust í sjóslysi

Tveir fórust og eins er saknað eftir að gúmmíbátur steytti á skeri úti fyrir Tjøme í suðurhluta Noregs í gær. Fjórir voru um borð í þegar bátinn hvolfdi og komst einn þeirra til lands og gat kallað eftir aðstoð, að því er fram kemur á vef Aftenposten.

Fjölmenni við útför Betty Ford

Michelle Obama, forsetafrú Bandríkjanna, og George Bush yngri, fyrrverandi forseti, voru meðal þeirra sem voru viðstaddir útför Betty Ford, fyrrverandi forsetafrúar og stofnanda meðferðarheimilis undir eigin nafni, sem fram fór í Kaliforníu í gær. Hún lést í síðustu viku, 93 ára að aldri. Betty var eiginkona forsetans Geralds Ford, sem sat í embætti eitt kjörtímabil á árunum 1974 til 1977 eftir að Richard Nixon sagði af sér. Forsetinn fyrrverandi lést fyrir fimm árum.

Gríðarlegt áfall fyrir forseta Afganistans

Ahmed Wali Karzai, hálfbróðir Hamids Karzai Afganistansforseta, var myrtur á heimili sínu í Kandahar, höfuðstað samnefnds héraðs í Afganistan. Ahmed Wali Karzai var valdamikill í héraðinu og hefur lengi verið sakaður um djúpstæða spillingu, sem nái til forsetans sjálfs og dregur meðal annars úr trausti Vesturlanda til hans.

Gleymdi barninu sínu á bensínstöð

Utangátta faðir gleymdi barninu sínu á bensínstöð í Hønefoss í Noregi og ók af stað án barnsins. Eftir að tuttugu mínútur voru liðnar frá því að faðirinn yfirgaf bensínstöðina ákvað bensínafgreiðslufólkið að nú væri nóg komið og afréð að láta pabbann vita.

Murdoch kallaður fyrir breska þingnefnd

Bresk þingnefnd sem er að rannsaka hlerunarhneyksli blaðsins News of The World hefur beðið fjölmiðlabaróninn Rupert Murdoc um að mæta til þess að svara spurningum. Þingmennirnir vilja einnig heyra í syni hans James og fyrrverandi ritstjóra Rebekku Brooks.

Segir Gaddafi tilbúinn til að fara frá

Utanríkisráðherra Frakklands segir að París sé í sambandi við fulltrúa Moammars Gaddafis leiðtoga Líbíu. Þeir segi að hann sé reiðubúinn að fara frá völdum ef um það nást viðunandi samningar. Fram til þessa hefur Gaddafi neitað að yfirgefa Líbíu en á það geta uppreisnarmenn ekki fallist.

Fjölskylduharmleikur í Svíþjóð: Pabbinn handtekinn

Sænska lögreglan hefur handtekið föður sjö ára drengs sem var myrtur á sunnudag. Faðirinn mun sitja í gæsluvarðhaldi til 12. ágúst en honum er jafnframt gert að sæta geðrannsókn, að því er fram kemur í frétt Dagens Nyheter um málið.

Réttað á ný yfir Assange

Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, situr nú í réttarsal þar sem tekin er fyrir áfrýjun á ákvörðun dómara um framsal hans til Svíþjóðar, þar sem Assange á yfir höfði sér ákærur fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot.

Fleiri bresk blöð uppvís að njósnum

Breska blaðið The Guardian segir að umrædd blöð hafi verið The Sun og Sunday Times. Meðal annars hafi verið njósnað um Gordon Brown fyrrverandi forsætisráðherra. Bæði hafi bankareikningar hans verið skoðaðir og einnig stolið gögnum um veikindi Frasers sonar hans.

Forsetabróðir skotinn til bana

Wali Karzai, bróðir Hamid Karzai forseta Afganistan, var skotinn til bana á heimili sínu í Kandahar í nótt. Það var einn lífvarða bróðurins sem myrti hann. Wali hefur verið einn valdamesti maður Afganistans eftir innrás Bandaríkjamanna fyrir 10 árum en um leið hefur hann verið afar umdeildur.

Finna lík á floti í Volgu

Kafarar og björgunarsveitarmenn hafa fundið 59 lík á floti í ánni Volgu eftir að rússneskt skemmtiferðarskip sökk á nokkrum mínútum í ánni í fyrradag. Hátt í 200 voru um borð og er 67 enn saknað.

Pia hjólar í forsætisráðherrann

Forsætisráðherra Danmerkur verður að hætta að vera bitur og geðillur því annars á hann á að hættu að tapa næstu kosningum. Þetta segir formaður Danska þjóðarflokksins.

Gleymdu fatlaðri konu í tvo daga

Starfsmenn félagsmiðstöðvar fyrir fatlaða í Bøgelunden suðvestur af Kaupmannahöfn gleymdu nýverið skjólstæðingi sínum sem þurfti fyrir vikið að dúsa í tvo daga í félagsmiðstöðinni. Konan er líkamlega fötluð og gat af þeim ástæðum ekki kallað eftir hjálp

Schwarzenegger hyggur á endurkomu

Arnold Schwarzenegger hefur látið lítið fyrir sér fara að undanförnu eftir að uppvíst var að hann eignaðist barn með einni af starfskonum á heimili sínu fyrir um áratug. Í kjölfarið sagði eiginkonan, Maria Shriver, skilið við hann.

Hillary gagnrýnir Sýrlandsforseta harðlega

Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Assad, forseti Sýrlands, sé ekki lengur lögmætur leiðtogi landsins. Sýrlenskum stjórnvöldum hafi mistekist að standa við alþjóðlegar skuldbindingar og ekki tekist að vernda erlenda stjórnarerindreka þegar stuðningsmenn forsetans réðust á sendiráð Bandaríkjamanna og Frakka í höfuðborginni Damaskus í gær.

Stálu upplýsingum um son Brown

Læknaskýrslur sem The Sun hafði undir höndum og sýna að sonur Gordons Brown var með erfðasjúkdóm voru illa fengnar. Þetta fullyrða vinir Browns, að því er Daily Telegraph greinir frá.

Börn stundi líkamsrækt frá fæðingu

Yfirvöld í Bretlandi birtu í dag ný viðmið þess efnis að öll börn undir fimm ára aldri skuli stunda líkamsrækt á hverjum degi. Þessum leiðbeinandi tilmælum er beint til foreldra og miða að því að draga úr offituvandamálinu þar í landi.

Dæmdur fyrir að neita fjöldamorðum í Seinni heimsstyrjöld

Áfrýjunardómstóll í Þýskalandi staðfesti í dag dóm um að breski biskupinn Richard Williamson hafi afneitað helförinni. Dómurinn ákvað samt að minnka sektina sem Williamson fær fyrir það að hafa neitað því að Nasistar hefðu drepið sex milljónir Gyðinga í útrýmingarbúðunum.

Verðir konungsfjölskyldunnar seldu News of the World upplýsingar

Að minnsta kosti tveir verðir sem höfðu það að starfi að vernda konungsfjölskylduna eru taldir hafa selt götublaðinu News of the World tengiliðabók sem innihélt allar upplýsingar um það hvernig mætti ná í hvern einasta meðlim konungsfjölskyldunnar, auk vina þeirra, starfsfélaga og starfsmanna.

Verstu þurrkar í hálfa öld - hjálparsamtök biðja um aðstoð

Yfir tvær milljónir ungra barna þjást af vannæringu og um 500 þúsund þeirra eru þegar talin lífshættulega vannærð í Austur-Afríku í dag en mestu þurrkar í yfir hálfa öld geisa nú á svæðinu og ógna lífi og heilsu tíu milljón manna.

JR og Bobby í nýjum Dallas þáttum

Tveimur áratugum eftir að síðasti þátturinn af Dallas var sýndur hefur nú verið ákveðið að gera nýja þáttaröð. Stóru fréttirnar teljast eflaust að meðal leikenda verða bæði Larry Hagmann sem hinn lúmski JR og Patrick Duffy sem er góðmennið Bobby.

40 börn látin í rútuslysi

Að minnsta kosti fjörtíu skólabörn hafa látið lífið í rútuslysi í Bangladesh, en yfirvöld í Chittagong héraði segja líklegt að sú tala hækki.

Vilhjálmur og Kate slá í gegn

Hertogahjónin af Cambridge, þau Vilhjálmur Bretaprins og Kate Middleton, hafa slegið í gegn í Bandaríkjunum þar sem þau hafa verið í opinberri heimsókn undanfarna daga. Áður en þau héldu til Bandaríkjanna heimsóttu Vilhjálmur og Kate Kanada, en um var að ræða þeirra fyrstu opinberu ferð eftir brúðkaup þeirra í apríl.

Argentískur söngvari skotinn til bana

Argentískur þjóðlagasöngvari, Facundo Cabral, var skotinn til bana Guatemala í gær en hann var einn þekktasti tónlistarmaður Suður- og Mið-Ameríku. Hann var 74 ára gamall.

Háskóli krefst þess að fá málverk Andy Warhol af Farrah Fawcett

Háskólinn í Texas hefur höfðað mál gegn bandaríska leikaranum Ryan O'Neal vegna málverks sem eiginkona hans, Farrah Fawcett, átti. Um er að ræða málverk af leikkonuninni sem listamaðurinn Andy Warhol gerði fyrir um þremur áratugum. Verkið er metið á meira en þrjá milljarða íslenskra króna.

Fjölskylduharmleikur í Svíþjóð: Kona laus úr haldi

Konu hefur verið sleppt úr haldi sænsku lögreglunnar vegna rannsóknar á morði á sjö ára dreng sem var stunginn til bana í Umeå í norðurhluta landsins í gær. Samkvæmt vef dagblaðsins Dagens Nyheter virðist sem um fjölskylduharmleik sé að ræða. Karlmaður sem handtekinn var seinnipartinn í gær er enn í haldi lögreglu. Maðurinn og konan eru bæði ættingjar drengsins, en ekki hefur verið upplýst hvort þau séu foreldrarar hans.

Meira en 100 enn saknað

Yfir eitt hundrað manns er enn saknað eftir að rússneskt skemmtiferðaskip sökk á innan við fimm mínútum í gær. Rússnesk yfirvöld eygja litla von til að finna fleiri á lífi eftir að skipið Bulgaria sökk í ánni Volgu í miðhluta Rússlands í gær.

Vopnuðum dönskum ungmennum fjölgar

Færst hefur vöxt að dönsk ungmenni beri skotvopn og hafa lögregluyfirvöld verulega áhyggjur af þróuninni. Í frétt Jótlandspóstsins um málið segir að það sé einfaldlega í tísku meðal unglinga að ganga með byssur. Það veiti viðkomandi ákveðna stöðu meðal annarra unglinga. Byssur hafa þannig leyst hnífa og önnur barefli að hólmi hvað þetta varðar.

Síðasta ferð Atlantis vel heppnuð

Geimskutlan Atlantis lagði að alþjóðlegu geimstöðinni í gær 386 kílómetrum yfir Kyrrahafinu. Atlantis færir geimstöðinni birgðir sem eiga að endast í eitt ár. Verkefnið er hið síðasta sem framkvæmt verður af geimskutlum NASA, bandarísku geimaferðarstofnunarinnar, en að því loknu verður Atlantis tekin úr notkun, síðust geimskutlanna.

Skemmtiferðaskip sökk í Rússlandi

Að minnsta kosti hundrað manns er saknað eftir að skemmtiferðaskip sökk í Volga ánni í Rússlandi, um það bil 750 kílómetrum frá höfuðborginni Moskvu. Samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum voru 180 um borð í skipinu þegar það sökk og vinna nú kafarar og björgunarsveitarmenn að því að reyna bjarga fólki. Talið er að lítil von sé að farþegarnir finnist á lífi.

Viktoría eignaðist dóttur í dag

David og Viktoría Beckham eignuðust dóttur í dag en stúlkan er fjórða barn þeirra hjóna. Barnið fæddist á sjúkrahúsi í Los Angeles heimaborg þeirra hjóna og var hún 3,4 kíló að þyngd. Ekki er búið að gefa henni nafn.

Öflugur jarðskjálfti í Japan

Öflugur jarðskjálfti reið yfir norðausturhluta Japan í nótt. Engar fréttir hafa borist af mann- eða eignatjóni.

Betty Ford látin

Betty Ford, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna og stofnandi meðferðarheimilis undir eigin nafni, er látin 93 ára að aldri. Hún lést í gær á sjúkrahúsi í Kaliforníu, en ekki hefur verið greint frá dánarorsökinni. Hún var eiginkona forsetans Geralds Ford, sem sat í embætti eitt kjörtímabil á árunum 1974 til 1977 eftir að Richard Nixon sagði af sér. Meðferðarheimili Betty Ford er að auki ein þekktasta stofnun sinnar tegundar í heiminum, enda hefur mikill fjöldi stjarna leitað sér aðstoðar þar. Í þeim hópi eru Elizabeth Taylor, Johnny Cash og Lindsay Lohan. Margir hafa minnst Ford opinberlega af miklum hlýhug, þar á meðal sitjandi forseti, Barack Obama.

Skulda 41 milljarð evra í skatt

Fjármálaráðherra Grikklands segir að hópur lögfræðinga og endurskoðenda verði ráðinn í ráðuneytið til að elta uppi 10 þúsund alvarlegustu skattsvikin í landinu.

Engin tengsl inn í Líbíu

Aðalritari NATO, Anders Fogh Rasmussen, segir ekkert benda til þess að hryðjuverkasamtökin al Kaída séu starfrækt í Líbíu.

DNA klúður hjá CSI í Las Vegas: Grissom var ræninginn

Lögreglan í Las Vegas hefur beðist opinberlega afsökunar á því að hafa sent rangan mann í fangelsi í fjögur ár. DNA sýni úr tveimur mönnum víxlaðist á rannsóknarstofu lögreglunnar sem varð til þess að Dwayne Jackson var sakfelldur fyrir að ráðast inn til mæðgna, ógna þeim með kylfu og þröngva þeim til þess að taka fé út úr hraðbanka í nágrenninu.

Hæstiréttur hunsar beiðni Obama og heimilar aftöku

Mexíkóskur ríkisborgari var í nótt tekinn af lífi í ríkisfangelsinu í Texas, þrátt fyrir að Barack Obama Bandaríkjaforseti hefði farið fram á að aftökunni yrði frestað. Beiðnin var tekin fyrir af Hæstarétti Bandaríkjanna og höfnuðu dómararnir beiðni forsetans. Áður hafði Rick Perry ríkisstjóri Texas einnig hafnað beiðni um náðun.

Sjá næstu 50 fréttir