Fleiri fréttir Látin laus strax í næstu viku Casey Anthony, 25 ára bandarísk kona sem var grunuð um að hafa myrt tveggja ára barn sitt, verður látin laus í næstu viku. 8.7.2011 07:45 Veðrið gæti sett strik í reikninginn hjá Atlantis Geimferjan Atlantis fer ef allt gengur að óskum í sína hinstu för út í geiminn í dag klukkan 24 mínútur yfir fjögur. Veðurspáin er þó ekki hliðholl geimförunum og nú eru taldar 70 prósent líkur á að förin frestist sökum rigningar og roks. 8.7.2011 07:37 Stefnt að sjálfbærum veiðum Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hyggst leggja til að fiskveiðikvótar verði fyrir fram ákveðnir til nokkurra ára í senn og jafnframt verði framsal kvóta leyfilegt, líkt og tíðkast hefur hér á landi. 8.7.2011 06:00 Foreldrar Obama ætluðu að gefa hann til ættleiðingar Foreldrar Bandaríkjaforsetans Barack Obama höfðu það í hyggju að láta ættleiða son sinn ef marka má innflytjendaskjöl föður hans, sem nú hafa komið upp á yfirborðið. 7.7.2011 23:45 Hætta að kenna tengiskrift Sífellt færri bandarísk börn þurfa nú að hafa áhyggjur af rithandarprófum, þar sem 41 af 50 fylkjum Bandaríkjanna hafa fjarlægt tengiskrift af lista yfir fög sem skólum ber skylda til að kenna. Þess í stað er lögð meiri áhersla á að auka vélritunarfærni nemenda. 7.7.2011 23:30 Útgáfu News of the World hætt Útgáfu vikublaðsins News of the World verður hætt. Þetta hefur Sky fréttastöðin eftir James Murdoch, syni Ruperts Murdoc eiganda blaðsins. Síðasta tölublað kemur út á sunnudaginn. 7.7.2011 16:00 Bangsamamma banaði ferðamanni í Yellowstone Kvenkyns grábjörn, eða Grizzly, drap í gær mann í Yellowstone þjóðgarðinum í Bandaríkjunum. Maðurinn var á göngu með konunni sinni þegar þau genge fram á birnuna og hún hennar. Dýrin virðast hafa orðið skelkuð og snérist birnan því til varnar og réðst á fólkið. 7.7.2011 10:42 Að minnsta kosti sextán fallnir í Hama Að minnsta kosti sextán hafa fallið í átökum í sýrlensku borginni Hama síðustu tvo sólarhringa að því er mannréttindasamtökin Human Rights Watch fullyrða. 7.7.2011 10:41 Gíslataka: Leikskólabörn frelsuð í Malasíu Um 30 börn á leikskólaaldri og kennarar þeirra voru í morgun frelsuð úr haldi manns sem ruddist inn í skólann vopnaður hamri og sveðju. Lögreglan girti skólann af og eftir langar en árangurslausar viðræður við manninn til þess að fá hann til að gefast upp var ákveðið að ráðast til atlögu. Öll börnin sluppu ómeidd en gíslatökumaðurinn særðist og hefur verið fluttur á spítala. Ekkert liggur fyrir hvað manninum gekk til eða hverjar kröfur hans voru. 7.7.2011 10:16 Verstu þurrkar í sextíu ár Öflugustu samtök herskárra íslamista í Sómalíu hafa aflétt banni við starfsemi erlendra hjálparstofnana, nú þegar verstu þurrkar til margra áratuga hrjá landsmenn. Bannið var lagt á árið 2009 með þeim rökum að hjálparstofnanirnar væru andsnúnar íslamstrú. 7.7.2011 10:00 Segja fregnir af andláti Jiang Zemin stórlega ýktar Kínversk yfirvöld hafa borið til baka sögur sem gengið hafa fjöllunum hærra í Kína síðustu daga þess efnis að Jiang Zemin fyrrverandi leiðtogi landsins sé látinn. 7.7.2011 08:50 Saksóknari í máli Strauss-Kahn ætlar ekki að víkja Aðalsaksóknarinn í málinu gegn Dominique Strauss-Kahn í New York ætlar ekki að segja af sér þrátt fyrir harða gagnrýni. Lögfræðingar þernunnar sem sakar Strauss-Kahn fyrrverandi forstjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um nauðgun, segja að Aðalsaksóknari Manhattan, Cyrus Vance, hafi stórskaðað málstað hennar með því að leka út til fjölmiðla viðkvæmum upplýsingum um konuna. 7.7.2011 08:48 Kerfisbundnar misþyrmingar Mannréttindasamtökin Amnesty International segja sýrlenskar öryggissveitir að öllum líkindum hafa framið glæpi gegn mannkyni í umsátri sínu um bæinn Talkalakh í maí síðastliðnum. 7.7.2011 08:45 Harry Potter æði í London Mörg hundruð aðdáendur Harry Potter og félaga hans hafa komið sér fyrir á Leicester torgi í London til þess að eygja von um að sjá stjörnur áttundu og síðustu frumsýningarinnar í þessum mikla bálki sem rakað hefur inn milljörðum síðustu tíu árin. 7.7.2011 08:17 Tugir brúðkaupsgesta fórust á Indlandi Að minnsta kosti þrjátíu og þrír létust þegar rúta varð fyrir lest á Indlandi í gærkvöldi. Rútan var full af brúðkaupsgestum á heimleið þegar lestin skall á henni í Utarr Pradesh ríki sunnan við höfuðborgina Delí. Bíllinn hafði stöðvast á lestarteinunum þegar öxull brotnaði undan honum en um hundrað manns voru í rútunni. Brúðhjónin voru í sér bíl og sakaði þau því ekki. 7.7.2011 08:08 Leikskólabörn upplifa streitu Dvöl á leikskóla allan daginn er of streituvaldandi fyrir ung börn, samkvæmt nýrri rannsókn Norska tækniháskólans. 7.7.2011 06:00 Bíður dóms fyrir minni glæpi Allar bendir nú til þess að Casey Anthony, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í tæp þrjú ár grunuð um að hafa myrt tveggja ára dóttur sína, verði látin laus í dag þegar kveðinn verður upp dómur í máli hennar. 7.7.2011 05:45 Handtekinn fyrir að klippa hár konu Hamas samtökin hafa handtekið karlkyns hárgreiðslumann á Gaza-svæðinu fyrir að hafa klippt hár kvenkyns viðskiptavinar, en samtökin bönnuðu aðkomu karlmanna að hársnyrtingu kvenna í mars á síðasta ári. 6.7.2011 23:00 Dæmdir í lífstíðarfangelsi 67 árum seinna Herdómstóll í borginni Veróna á Ítalíu hefur sakfellt níu fyrrum hermenn Nasista fyrir að hafa valdið dauða rúmlega 140 almennra borgara í fjöldamorðum sem áttu sér stað í Apennine fjöllunum vorið 1944. Frá þessu er greint á vef the Washington Post. 6.7.2011 22:00 Hugh Grant beðinn að bera vitni í símahleranamáli Leikarinn Hugh Grant segir að lögreglan hafi beðið sig að bera vitni í rannsókn sem nú stendur yfir á æsifréttablaðinu News of the World, sem sakað er um að hafa hlerað símtöl fólks, meðal annars ungrar stúlku sem var myrt árið 2002. 6.7.2011 21:00 Þúsundir yfirgefa heimili sín 3.200 manns hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín og 13 þorp hafa einangrast í miklum rigningum sem geisað hafa í Dóminíska lýðveldinu undanfarna daga. 6.7.2011 22:35 Snarpur skjálfti nærri Nýja Sjálandi Jarðskjálfti upp á 7,8 á Richter skók Kermadec eyjar, norðaustur af Nýja Sjálandi, segir Jarðvísindastofnun Bandaríkjanna. Jarðskjálftinn varð á áttunda tímanum nú í kvöld og hefur verið gefin út flóðbylgjuviðvörun fyrir Kermadeceyjar, Nýja Sjáland og Tonga. Upptök skjálftans eru á 48 kílómetra dýpi. 6.7.2011 20:04 Vetrarólympíuleikarnir 2018 haldnir í Suður-Kóreu Alþjóða Ólympíunefndin ákvað í dag að Vetrarólympíuleikarnir árið 2018 skyldu haldnir í suður-kóresku borginni Pyeongchang. 6.7.2011 19:05 Skype og Facebook opna myndspjall Facebook og Skype munu innan skamms setja í loftið nýtt myndspjall (e video chat) á vefsíðunni. Nú eru notendur Facebook orðnir 750 milljónir manna, sem jafngildir að níundi hver maður í öllum heiminum noti Facebook. Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook og framkvæmdastjóri fyrirtækisins, tilkynnti þetta á blaðamannafundi í dag. 6.7.2011 18:34 Ford hættir að auglýsa í „News of the World“ Bílaframleiðandinn Ford hefur tekið þá ákvörðun að hætta að auglýsa í breska dagblaðinu News of the World eftir að upp komst um víðtækar hleranir sem blaðið beitti í mörg ár. Ford er fyrsta stórfyrirtækið sem tekur þessa ákvörðun en talið er víst að fleiri fylgi í kjölfarið. 6.7.2011 11:45 Segir stefna í sambandsslit Danmerkur og Færeyja Forsætisráðherra Danmerkur hefur skrifað Færeyingum bréf þar sem hann segir að ný stjórnarskrá Færeyja brjóti í bága við dönsku stjórnarskrána og þýði í raun sambandsslit. Færeyingar hafa í níu ár baslað við að semja nýja stjórnarskrá. 6.7.2011 11:18 Amnesty vill að stríðsglæpadómstóllinn rannsaki Sýrlendinga Mannréttindasamtökin Amnesty International segja stjórnvöld í Sýrlandi mögulega sek um glæpi gegn mannkyni. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem samtökin sendu frá sér í dag. 6.7.2011 09:52 Þernan kærir New York Post fyrir meiðyrði Hótelþernan sem sakaði Dominique Strauss-Kahn fyrrvernandi forstjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir nauðgun hefur nú kært bandaríska dagblaðið New York Post fyrir meiðyrði eftir að blaðið birti fréttir á forsíðu sinni þess efnis, að konan væri vændiskona. 6.7.2011 09:28 Skaut samkynhneigðan skólafélaga í bakið Bandarískur unglingur er nú fyrir rétti í Kalíforníu ásakaður um að hafa skotið skólafélaga sinn til bana vegna þess að hann var samkynhneigður. Drengurinn smyglaði skammbyssu í skólann í febrúar árið 2008 og skaut hinn fimmtán ára gamla Larry King tvisvar í bakið þar sem hann sat við tölvu. 6.7.2011 08:53 Leitað í bílum af handahófi Danir hófu í gær landamæraeftirlit og sendu 50 nýja tollverði til starfa við landamæri Þýskalands og Svíþjóðar. 6.7.2011 05:15 Hollendingar bera ábyrgð á Srebrenica Hollendingar bera ábyrgð á dauða þriggja Bosníu-múslima í fjöldamorðunum í Srebrenica árið 1995. Þetta er niðurstaða hollensks áfrýjunardómstóls, sem kvað upp þann úrskurð að hollenska ríkið eigi að greiða ættingjum mannanna þriggja skaðabætur. 6.7.2011 03:45 Samkynhneigðir Indverjar æfir út í heilbrigðisráðherrann Ráðherra heilbrigðismála á Indlandi hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir nýleg ummæli sín í garð samkynhneigðra en ráðherrann sagði á dögunum að samkynhneigð væri sjúkdómur sem smitaðist nú hratt manna í millum í landinu. 5.7.2011 23:00 Suður Súdan verði 193. meðlimur Sameinuðu Þjóðanna Emmanuel Issoze-Ngondet, forseti Öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna, segist búast við að á ráðuneytafundi þann 13. júlí næstkomandi verði mælt með samþykki Suður Súdans sem 193. meðlimi Sameinuðu Þjóðanna. 5.7.2011 21:47 Reyndi að smygla eiginmanninum í ferðatösku Mexíkósk kona var á dögunum handtekin í fangelsi þar í landi en hún reyndi að frelsa mann sinn úr fangelsinu með því að troða honum í venjulega ferðatösku. Fangaverðir veittu því athygli að konan virtist mjög taugaóstyrk þegar hún yfirgaf fangelsið eftir að hafa heimsótt bóndann. Þá burðaðist hún með ferðatösku sem tók í. 5.7.2011 21:30 197 látnir í eldsvoða á sjó Nærri 200 manns létu lífið í dag þegar eldur kviknaði um borð í bát sem flutti ólöglega innflytjendur frá Súdan til Sádí Arabíu. Fyrstu fregnir herma að aðeins þrír bátsfarþegar hafi komist lífs af, en enn er leitað af eftirlifendum. 5.7.2011 20:50 Þess vegna færðu rúsínufingur Allir kannast við það að eftir nokkra setu í heita pottinum fara fingur manns að krumpast og líkjast rúsínum. Bandaríska vísindaritið Nature hefur nú eftir sérfræðingi í taugalíffræði að fyrirbrigðið sé engin tilviljun heldur hafi það þróast í gegnum árþúsundin og hafi ákveðnu hlutverki að gegna. 5.7.2011 20:30 Fundu 70 kíló af kat Danskir tollverðir fundu í dag sjötíu kíló af fíkniefninu kat, sem er amfetamínskylt lyf, við fíkniefnaeftirlit í Eyrasundslestinni í dag. Danska tollgæslan hefur stóraukið landamæraeftirlit og í dag er fyrsti dagurinn sem nýja eftirlitskerfið er starfrækt. Efnið var á leið frá Danmörku til Svíþjóðar í tveimur töskum þegar fíkniefnahundur á vegum dönsku tollgæslunnar fann það. Mette Helmundt, yfirmaður hjá dönsku tollgæslunni, segir að þessi fíkniefnafundur sýni að nýja tolleftirlitið skili árangri. 5.7.2011 16:10 Hökkuðu sig inn í síma þrettán ára stúlku sem hafði verið myrt Breska götublaðið The News of the World er í vondum málum eftir að upp komst að ritstjórinn hafði látið hlera síma ungrar stúlku sem var myrt árið 2002. 5.7.2011 10:50 Verkjalyf valda gáttatifi Algeng verkjalyf, eins og íbúfen, auka líkurnar á óreglulegum hjartslætti. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar sem birtist í British Medical Journal í gær. 5.7.2011 09:58 Lagarde tekur við AGS í dag Christine Lagarde tekur við sem forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins síðar í dag. Lagarde er fyrrverandi fjármálaráðherra Frakka og verður hún fyrsta konan sem stýrir sjóðnum frá stofnun hans. Staðan losnaðir eins og flestir vita eftir að þáverandi forstjóri Dominique Strauss-Kahn var handtekinn í New York sakaður um að hafa nauðgað herbergisþernu á Sofitel hótelinu. 5.7.2011 08:47 Chavez snúinn aftur heim Forseti Venesúela er snúinn aftur til heimalands síns eftir að hafa gengist undir læknismeðferð hjá vinum sínum á Kúbu. Hugo Chavez hélt ræðu á fjöldafundi í höfuðborginni Caracas í gærkvöldi frammi fyrir þúsundum stuðningsmanna sinna sem fögnuðu forseta sínum innilega. 5.7.2011 07:08 Ráðherra sagði af sér eftir viku í embætti Ráðherra í ríkisstjórn Japans sem hefur uppbyggingarmál í kjölfar jarðskjálftans í mars að gera, hefur sagt af sér eftir aðeins viku í embætti. Ryu Matsumoto hafði verið harðlega gagnrýndur af fjölmiðlum eftir að hafa látið ónærgætin orð falla í garð ríkisstjóra þeirra svæða sem verst urðu úti í skjálftanum og flóðbylgjunni sem kom á eftir. 5.7.2011 07:06 Versta þyrluslys í sögu Noregs Fimm manns létu lífið þegar þyrla flaug á fjall í Harðangri í Noregi í gærkvöldi. Þrjú lík hafa fundist en ekki er enn ljóst hvað olli slysinu, en á vef norska ríkismiðilsins NRK segir að um sé að ræða eitt versta þyrluslys í sögu landsins þótt fleiri hafi látist í slysi þegar þyrla fórst undan ströndum landsins. 5.7.2011 07:01 Mladic vísað úr réttarsalnum Dómarar stríðsglæpadómstóls á vegum Sameinuðu þjóðanna vísuðu Ratko Mladic, fyrrverandi herforingja Bosníu-Serba, út úr réttarsalnum í gær. 5.7.2011 05:30 Flugeldaglaðar löggur gátu ekki beðið eftir þjóðhátíðardeginum Bandaríkjamenn héldu upp á þjóðhátíðardag sinn í dag og minntust þess að nú eru liðin 235 ár frá því þjóðin lýsti yfir sjálfstæði sínu frá Bretum með undirritun sjálfstæðisyfirlýsingarinnar. 4.7.2011 23:30 Sjá næstu 50 fréttir
Látin laus strax í næstu viku Casey Anthony, 25 ára bandarísk kona sem var grunuð um að hafa myrt tveggja ára barn sitt, verður látin laus í næstu viku. 8.7.2011 07:45
Veðrið gæti sett strik í reikninginn hjá Atlantis Geimferjan Atlantis fer ef allt gengur að óskum í sína hinstu för út í geiminn í dag klukkan 24 mínútur yfir fjögur. Veðurspáin er þó ekki hliðholl geimförunum og nú eru taldar 70 prósent líkur á að förin frestist sökum rigningar og roks. 8.7.2011 07:37
Stefnt að sjálfbærum veiðum Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hyggst leggja til að fiskveiðikvótar verði fyrir fram ákveðnir til nokkurra ára í senn og jafnframt verði framsal kvóta leyfilegt, líkt og tíðkast hefur hér á landi. 8.7.2011 06:00
Foreldrar Obama ætluðu að gefa hann til ættleiðingar Foreldrar Bandaríkjaforsetans Barack Obama höfðu það í hyggju að láta ættleiða son sinn ef marka má innflytjendaskjöl föður hans, sem nú hafa komið upp á yfirborðið. 7.7.2011 23:45
Hætta að kenna tengiskrift Sífellt færri bandarísk börn þurfa nú að hafa áhyggjur af rithandarprófum, þar sem 41 af 50 fylkjum Bandaríkjanna hafa fjarlægt tengiskrift af lista yfir fög sem skólum ber skylda til að kenna. Þess í stað er lögð meiri áhersla á að auka vélritunarfærni nemenda. 7.7.2011 23:30
Útgáfu News of the World hætt Útgáfu vikublaðsins News of the World verður hætt. Þetta hefur Sky fréttastöðin eftir James Murdoch, syni Ruperts Murdoc eiganda blaðsins. Síðasta tölublað kemur út á sunnudaginn. 7.7.2011 16:00
Bangsamamma banaði ferðamanni í Yellowstone Kvenkyns grábjörn, eða Grizzly, drap í gær mann í Yellowstone þjóðgarðinum í Bandaríkjunum. Maðurinn var á göngu með konunni sinni þegar þau genge fram á birnuna og hún hennar. Dýrin virðast hafa orðið skelkuð og snérist birnan því til varnar og réðst á fólkið. 7.7.2011 10:42
Að minnsta kosti sextán fallnir í Hama Að minnsta kosti sextán hafa fallið í átökum í sýrlensku borginni Hama síðustu tvo sólarhringa að því er mannréttindasamtökin Human Rights Watch fullyrða. 7.7.2011 10:41
Gíslataka: Leikskólabörn frelsuð í Malasíu Um 30 börn á leikskólaaldri og kennarar þeirra voru í morgun frelsuð úr haldi manns sem ruddist inn í skólann vopnaður hamri og sveðju. Lögreglan girti skólann af og eftir langar en árangurslausar viðræður við manninn til þess að fá hann til að gefast upp var ákveðið að ráðast til atlögu. Öll börnin sluppu ómeidd en gíslatökumaðurinn særðist og hefur verið fluttur á spítala. Ekkert liggur fyrir hvað manninum gekk til eða hverjar kröfur hans voru. 7.7.2011 10:16
Verstu þurrkar í sextíu ár Öflugustu samtök herskárra íslamista í Sómalíu hafa aflétt banni við starfsemi erlendra hjálparstofnana, nú þegar verstu þurrkar til margra áratuga hrjá landsmenn. Bannið var lagt á árið 2009 með þeim rökum að hjálparstofnanirnar væru andsnúnar íslamstrú. 7.7.2011 10:00
Segja fregnir af andláti Jiang Zemin stórlega ýktar Kínversk yfirvöld hafa borið til baka sögur sem gengið hafa fjöllunum hærra í Kína síðustu daga þess efnis að Jiang Zemin fyrrverandi leiðtogi landsins sé látinn. 7.7.2011 08:50
Saksóknari í máli Strauss-Kahn ætlar ekki að víkja Aðalsaksóknarinn í málinu gegn Dominique Strauss-Kahn í New York ætlar ekki að segja af sér þrátt fyrir harða gagnrýni. Lögfræðingar þernunnar sem sakar Strauss-Kahn fyrrverandi forstjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um nauðgun, segja að Aðalsaksóknari Manhattan, Cyrus Vance, hafi stórskaðað málstað hennar með því að leka út til fjölmiðla viðkvæmum upplýsingum um konuna. 7.7.2011 08:48
Kerfisbundnar misþyrmingar Mannréttindasamtökin Amnesty International segja sýrlenskar öryggissveitir að öllum líkindum hafa framið glæpi gegn mannkyni í umsátri sínu um bæinn Talkalakh í maí síðastliðnum. 7.7.2011 08:45
Harry Potter æði í London Mörg hundruð aðdáendur Harry Potter og félaga hans hafa komið sér fyrir á Leicester torgi í London til þess að eygja von um að sjá stjörnur áttundu og síðustu frumsýningarinnar í þessum mikla bálki sem rakað hefur inn milljörðum síðustu tíu árin. 7.7.2011 08:17
Tugir brúðkaupsgesta fórust á Indlandi Að minnsta kosti þrjátíu og þrír létust þegar rúta varð fyrir lest á Indlandi í gærkvöldi. Rútan var full af brúðkaupsgestum á heimleið þegar lestin skall á henni í Utarr Pradesh ríki sunnan við höfuðborgina Delí. Bíllinn hafði stöðvast á lestarteinunum þegar öxull brotnaði undan honum en um hundrað manns voru í rútunni. Brúðhjónin voru í sér bíl og sakaði þau því ekki. 7.7.2011 08:08
Leikskólabörn upplifa streitu Dvöl á leikskóla allan daginn er of streituvaldandi fyrir ung börn, samkvæmt nýrri rannsókn Norska tækniháskólans. 7.7.2011 06:00
Bíður dóms fyrir minni glæpi Allar bendir nú til þess að Casey Anthony, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í tæp þrjú ár grunuð um að hafa myrt tveggja ára dóttur sína, verði látin laus í dag þegar kveðinn verður upp dómur í máli hennar. 7.7.2011 05:45
Handtekinn fyrir að klippa hár konu Hamas samtökin hafa handtekið karlkyns hárgreiðslumann á Gaza-svæðinu fyrir að hafa klippt hár kvenkyns viðskiptavinar, en samtökin bönnuðu aðkomu karlmanna að hársnyrtingu kvenna í mars á síðasta ári. 6.7.2011 23:00
Dæmdir í lífstíðarfangelsi 67 árum seinna Herdómstóll í borginni Veróna á Ítalíu hefur sakfellt níu fyrrum hermenn Nasista fyrir að hafa valdið dauða rúmlega 140 almennra borgara í fjöldamorðum sem áttu sér stað í Apennine fjöllunum vorið 1944. Frá þessu er greint á vef the Washington Post. 6.7.2011 22:00
Hugh Grant beðinn að bera vitni í símahleranamáli Leikarinn Hugh Grant segir að lögreglan hafi beðið sig að bera vitni í rannsókn sem nú stendur yfir á æsifréttablaðinu News of the World, sem sakað er um að hafa hlerað símtöl fólks, meðal annars ungrar stúlku sem var myrt árið 2002. 6.7.2011 21:00
Þúsundir yfirgefa heimili sín 3.200 manns hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín og 13 þorp hafa einangrast í miklum rigningum sem geisað hafa í Dóminíska lýðveldinu undanfarna daga. 6.7.2011 22:35
Snarpur skjálfti nærri Nýja Sjálandi Jarðskjálfti upp á 7,8 á Richter skók Kermadec eyjar, norðaustur af Nýja Sjálandi, segir Jarðvísindastofnun Bandaríkjanna. Jarðskjálftinn varð á áttunda tímanum nú í kvöld og hefur verið gefin út flóðbylgjuviðvörun fyrir Kermadeceyjar, Nýja Sjáland og Tonga. Upptök skjálftans eru á 48 kílómetra dýpi. 6.7.2011 20:04
Vetrarólympíuleikarnir 2018 haldnir í Suður-Kóreu Alþjóða Ólympíunefndin ákvað í dag að Vetrarólympíuleikarnir árið 2018 skyldu haldnir í suður-kóresku borginni Pyeongchang. 6.7.2011 19:05
Skype og Facebook opna myndspjall Facebook og Skype munu innan skamms setja í loftið nýtt myndspjall (e video chat) á vefsíðunni. Nú eru notendur Facebook orðnir 750 milljónir manna, sem jafngildir að níundi hver maður í öllum heiminum noti Facebook. Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook og framkvæmdastjóri fyrirtækisins, tilkynnti þetta á blaðamannafundi í dag. 6.7.2011 18:34
Ford hættir að auglýsa í „News of the World“ Bílaframleiðandinn Ford hefur tekið þá ákvörðun að hætta að auglýsa í breska dagblaðinu News of the World eftir að upp komst um víðtækar hleranir sem blaðið beitti í mörg ár. Ford er fyrsta stórfyrirtækið sem tekur þessa ákvörðun en talið er víst að fleiri fylgi í kjölfarið. 6.7.2011 11:45
Segir stefna í sambandsslit Danmerkur og Færeyja Forsætisráðherra Danmerkur hefur skrifað Færeyingum bréf þar sem hann segir að ný stjórnarskrá Færeyja brjóti í bága við dönsku stjórnarskrána og þýði í raun sambandsslit. Færeyingar hafa í níu ár baslað við að semja nýja stjórnarskrá. 6.7.2011 11:18
Amnesty vill að stríðsglæpadómstóllinn rannsaki Sýrlendinga Mannréttindasamtökin Amnesty International segja stjórnvöld í Sýrlandi mögulega sek um glæpi gegn mannkyni. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem samtökin sendu frá sér í dag. 6.7.2011 09:52
Þernan kærir New York Post fyrir meiðyrði Hótelþernan sem sakaði Dominique Strauss-Kahn fyrrvernandi forstjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir nauðgun hefur nú kært bandaríska dagblaðið New York Post fyrir meiðyrði eftir að blaðið birti fréttir á forsíðu sinni þess efnis, að konan væri vændiskona. 6.7.2011 09:28
Skaut samkynhneigðan skólafélaga í bakið Bandarískur unglingur er nú fyrir rétti í Kalíforníu ásakaður um að hafa skotið skólafélaga sinn til bana vegna þess að hann var samkynhneigður. Drengurinn smyglaði skammbyssu í skólann í febrúar árið 2008 og skaut hinn fimmtán ára gamla Larry King tvisvar í bakið þar sem hann sat við tölvu. 6.7.2011 08:53
Leitað í bílum af handahófi Danir hófu í gær landamæraeftirlit og sendu 50 nýja tollverði til starfa við landamæri Þýskalands og Svíþjóðar. 6.7.2011 05:15
Hollendingar bera ábyrgð á Srebrenica Hollendingar bera ábyrgð á dauða þriggja Bosníu-múslima í fjöldamorðunum í Srebrenica árið 1995. Þetta er niðurstaða hollensks áfrýjunardómstóls, sem kvað upp þann úrskurð að hollenska ríkið eigi að greiða ættingjum mannanna þriggja skaðabætur. 6.7.2011 03:45
Samkynhneigðir Indverjar æfir út í heilbrigðisráðherrann Ráðherra heilbrigðismála á Indlandi hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir nýleg ummæli sín í garð samkynhneigðra en ráðherrann sagði á dögunum að samkynhneigð væri sjúkdómur sem smitaðist nú hratt manna í millum í landinu. 5.7.2011 23:00
Suður Súdan verði 193. meðlimur Sameinuðu Þjóðanna Emmanuel Issoze-Ngondet, forseti Öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna, segist búast við að á ráðuneytafundi þann 13. júlí næstkomandi verði mælt með samþykki Suður Súdans sem 193. meðlimi Sameinuðu Þjóðanna. 5.7.2011 21:47
Reyndi að smygla eiginmanninum í ferðatösku Mexíkósk kona var á dögunum handtekin í fangelsi þar í landi en hún reyndi að frelsa mann sinn úr fangelsinu með því að troða honum í venjulega ferðatösku. Fangaverðir veittu því athygli að konan virtist mjög taugaóstyrk þegar hún yfirgaf fangelsið eftir að hafa heimsótt bóndann. Þá burðaðist hún með ferðatösku sem tók í. 5.7.2011 21:30
197 látnir í eldsvoða á sjó Nærri 200 manns létu lífið í dag þegar eldur kviknaði um borð í bát sem flutti ólöglega innflytjendur frá Súdan til Sádí Arabíu. Fyrstu fregnir herma að aðeins þrír bátsfarþegar hafi komist lífs af, en enn er leitað af eftirlifendum. 5.7.2011 20:50
Þess vegna færðu rúsínufingur Allir kannast við það að eftir nokkra setu í heita pottinum fara fingur manns að krumpast og líkjast rúsínum. Bandaríska vísindaritið Nature hefur nú eftir sérfræðingi í taugalíffræði að fyrirbrigðið sé engin tilviljun heldur hafi það þróast í gegnum árþúsundin og hafi ákveðnu hlutverki að gegna. 5.7.2011 20:30
Fundu 70 kíló af kat Danskir tollverðir fundu í dag sjötíu kíló af fíkniefninu kat, sem er amfetamínskylt lyf, við fíkniefnaeftirlit í Eyrasundslestinni í dag. Danska tollgæslan hefur stóraukið landamæraeftirlit og í dag er fyrsti dagurinn sem nýja eftirlitskerfið er starfrækt. Efnið var á leið frá Danmörku til Svíþjóðar í tveimur töskum þegar fíkniefnahundur á vegum dönsku tollgæslunnar fann það. Mette Helmundt, yfirmaður hjá dönsku tollgæslunni, segir að þessi fíkniefnafundur sýni að nýja tolleftirlitið skili árangri. 5.7.2011 16:10
Hökkuðu sig inn í síma þrettán ára stúlku sem hafði verið myrt Breska götublaðið The News of the World er í vondum málum eftir að upp komst að ritstjórinn hafði látið hlera síma ungrar stúlku sem var myrt árið 2002. 5.7.2011 10:50
Verkjalyf valda gáttatifi Algeng verkjalyf, eins og íbúfen, auka líkurnar á óreglulegum hjartslætti. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar sem birtist í British Medical Journal í gær. 5.7.2011 09:58
Lagarde tekur við AGS í dag Christine Lagarde tekur við sem forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins síðar í dag. Lagarde er fyrrverandi fjármálaráðherra Frakka og verður hún fyrsta konan sem stýrir sjóðnum frá stofnun hans. Staðan losnaðir eins og flestir vita eftir að þáverandi forstjóri Dominique Strauss-Kahn var handtekinn í New York sakaður um að hafa nauðgað herbergisþernu á Sofitel hótelinu. 5.7.2011 08:47
Chavez snúinn aftur heim Forseti Venesúela er snúinn aftur til heimalands síns eftir að hafa gengist undir læknismeðferð hjá vinum sínum á Kúbu. Hugo Chavez hélt ræðu á fjöldafundi í höfuðborginni Caracas í gærkvöldi frammi fyrir þúsundum stuðningsmanna sinna sem fögnuðu forseta sínum innilega. 5.7.2011 07:08
Ráðherra sagði af sér eftir viku í embætti Ráðherra í ríkisstjórn Japans sem hefur uppbyggingarmál í kjölfar jarðskjálftans í mars að gera, hefur sagt af sér eftir aðeins viku í embætti. Ryu Matsumoto hafði verið harðlega gagnrýndur af fjölmiðlum eftir að hafa látið ónærgætin orð falla í garð ríkisstjóra þeirra svæða sem verst urðu úti í skjálftanum og flóðbylgjunni sem kom á eftir. 5.7.2011 07:06
Versta þyrluslys í sögu Noregs Fimm manns létu lífið þegar þyrla flaug á fjall í Harðangri í Noregi í gærkvöldi. Þrjú lík hafa fundist en ekki er enn ljóst hvað olli slysinu, en á vef norska ríkismiðilsins NRK segir að um sé að ræða eitt versta þyrluslys í sögu landsins þótt fleiri hafi látist í slysi þegar þyrla fórst undan ströndum landsins. 5.7.2011 07:01
Mladic vísað úr réttarsalnum Dómarar stríðsglæpadómstóls á vegum Sameinuðu þjóðanna vísuðu Ratko Mladic, fyrrverandi herforingja Bosníu-Serba, út úr réttarsalnum í gær. 5.7.2011 05:30
Flugeldaglaðar löggur gátu ekki beðið eftir þjóðhátíðardeginum Bandaríkjamenn héldu upp á þjóðhátíðardag sinn í dag og minntust þess að nú eru liðin 235 ár frá því þjóðin lýsti yfir sjálfstæði sínu frá Bretum með undirritun sjálfstæðisyfirlýsingarinnar. 4.7.2011 23:30