Fleiri fréttir Önnur kona ætlar að kæra Strauss-Kahn Franski rithöfundurinn, Tristane Banon, hyggst kæra Dominique Strauss-Kahn fyrir að hafa reynt að nauðga sér þegar hún var 22 ára gömul. 4.7.2011 15:01 Reagan stytta afhjúpuð í London Stytta af Ronald Reagan, fyrrum forseta Bandaríkjanna, var í morgun afhjúpuð í London. Styttan er rúmir þrír metrar á hæð og stendur hún fyrir utan bandaríska sendiráðið þar í borg. Í ár eru 100 ár liðin frá fæðingu Reagans en styttan er afhjúpuð á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, fjórða júlí. Fyrirmenni mættu til athafnarinnar, þar á meðal ráðherrarnir fyrrverandi William Hague og Condoleeza Rice. 4.7.2011 11:04 Myndar samsteypustjórn þrátt fyrir stórsigur Sigurvegari kosninganna í Tælandi um helgina ætlar að mynda samsteypustjórn með fjórum minni flokkum þrátt fyrir að hafa náð meirihluta. Yingluck Shinawatra verður forsætisráðherra Taílands, fyrst kvenna, en flokkur hennar, Puea Thai, vann stórsigur í þingkosningunum í gær. Yingluck er systir fyrrverandi forsætisráðherra landsins Thaksin Shinawatra sem er í útlegð í Dubai en herinn steypti honum af stóli árið 2006 í skugga spillingarmála. Gagnrýnendur Yingluck segja hana aðeins lepp fyrir bróðir sinn en yfirmenn hersins hafa þó þegar lýst því yfir að þeir fallist á úrslit kosninganna. 4.7.2011 10:15 Sögðu Obama hafa verið myrtan -Barack Obama er látinn. Þetta er sorglegur fjórði júlí, sagði í Twitter skilaboðum frá Fox sjónvarpsstöðinni í dag. Nokkru síðar var því bætt við að forsetinn hefði verið skotinn tveim skotum á veitingahúsi í Iowa og látist af sárum sínum. 4.7.2011 10:03 Þerna Strauss-Khan í vondum málum Þernan sem kærði Dominiq Strauss-Kahn fyrir nauðgun á yfir höfði sér ákæru vegna meinsæris. Þá er einnig mögulegt að hún verði gerð landræk frá Bandaríkjunum fyrir að ljúga í umsókn sinni um landvistarleyfi. 4.7.2011 09:59 Leiðtogi FARC slapp naumlega Leiðtogi skæruliðahreyfingar FARC í Kólombíu slapp naumlega úr klóm stjórnarhersins þegar árás var gerð á búðir skæruliðanna. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá forseta Kólombíu í gærkvöldi en yfirvöld í landinu hafa barist við skæruliðana í áraraðir. 4.7.2011 08:50 Makríllinn mætir seint og heldur sig sunnan til Makríllinn, nýjasti nytjafiskurinn hér við land, virðist ætla að haga göngu sinni á miðin öðruvísi er undanfarin nokkur ár. Hans verður nú mun minna vart austur af landinu en áður, en gengur hinsvegar í ríkara mæli í hlýsjóinn suður af landinu og hefur veiðst betur við Vestmannaeyjar en áður. Hann er líka heldur seinni á ferðinni en áður, en veiðarnar eru þó að komast í fullan gang. Þeim er nú að verulegu leyti stýrt úr landi þannig að sem mest af aflanum fari til manneldisvinnslu. 4.7.2011 08:48 Mladic neitar að mæta fyrir rétt Ratko Mladic fyrrverandi hershöfðingi í her Bosníu Serba ætlar ekki að mæta fyrir stríðsglæpadómstólinn í Haag í dag eins og áætlað hafði verið. Til stóð að Mladic myndi tjá sig um ákæruatriðin gegn sér frammi fyrir dómurunum í dag en af því verður ekki þar sem lögfræðingar hans hafa enn ekki verið vottaðir af réttinum. Mladic er ákærður í ellefu liðum, þar á meðal fyrir þjóðarmorð í tengslum við stríðið í Bosníu á fyrri hluta tíunda áratugarins. 4.7.2011 08:48 Tilboð um uppgjöf sagt lélegur brandari Múammar Gaddafí einræðisherra Líbíu er velkomið að dveljast áfram í landinu ef hann gefst upp fyrir uppreisnaröflum sem krefjast þess að hann segi af sér. 4.7.2011 08:46 Vatnið enn til vandræða í Köben Búist er við áframhaldandi umferðartöfum í Kaupmannahöfn í dag eftir skýfallið á laugardaginn en þá rigndi meira í borginni en í manna minnum. Stræti og torg borgarinnar breyttust í læki og stöðuvötn og á örfáum klukkutímum rigndi meira en gert hefur síðustu mánuði. Í dag er ekki búist við jafn miklu úrhelli þótt eitthvað gæti rignt en götur í borginni eru enn margar hverjar lokaðar fyrir bílaumferð. Þá eru lestarferðir til og frá borginni enn ekki komnar í samt lag og er mikið um tafir og að ferðir falla niður. 4.7.2011 08:18 Yfir 3,5 milljónir miða seldar Yfir 3,5 milljónir miða hafa nú verið seldar á Ólympíuleikana í London á næsta ári. Búið er að selja miðana í skömmtum og seldust rúmlega 750 þúsund miðar til um 150 þúsund manns í í síðasta skammtinum. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. 4.7.2011 02:45 Kona verður forsætisráðherra Taíland, ap Yingluck Shinawatra verður forsætisráðherra Taílands, fyrst kvenna, en flokkur hennar, Puea Thai, vann stórsigur í þingkosningunum í gær. 4.7.2011 02:15 Íbúarnir fluttir burt Áætlað er að um 160 þúsund lítrar af olíu hafi runnið út í Yellowstone-ána í Montana í Bandaríkjunum á laugardag. Lekinn varð er olíuleiðsla fyrirtækisins ExxonMobil rofnaði seint á föstudagskvöld. 4.7.2011 01:30 Köben á kafi Vatnsmikil flóð voru í Kaupmannahöfn í gærkvöld og í morgun. Mörgum götum var lokað og rafmagn fór af húsum þegar vatn flæddi inn í kjallara á svæðinu. 3.7.2011 20:45 Ung kona lést á Hróarskeldu Ung kona lést þegar hún féll þrjátíu og einn metra úr einhverskonar turni á Hróaskelduhátíðinni í Danmörku sem nú stendur yfir. Haft er eftir sjónarvottum í dönskum fjölmiðlum að konan hafi látist samstundis við fallið en hún mun hafa verið í annarlegu ástandi. 3.7.2011 14:08 150 þúsund lítrar af olíu láku út í Yellowstone-fljótið Olíuleiðsla rifnaði í Montana í Bandaríkjunum í gær og rúmlega hundrað og fimmtíu þúsund lítrar af olíu láku út í Yellowstone fljótið. Olíuleiðslan var í eigu olíurisans ExxonMobil en talsmenn fyrirtækisins segja leiðslunni lekið í hálftíma áður en henni var lokað og svæðið afgirt. 3.7.2011 11:18 Fjörutíu ár frá dauða Jim Morrison Fjörtíu ár eru liðin í dag frá því að tónlistarmaðurinn og söngvari hljómsveitarinnar The Doors Jim Morrison fannst látinn í baðkari á heimili sínu í París. Hann var 27 ára gamall þegar hann lést. 3.7.2011 11:00 Hjónum rænt í Pakistan Svissneskum hjónum var rænt í borginni Balochistan í suðvestur Pakistan á föstudag, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins BBC. 3.7.2011 10:23 Mikil flóð í Kaupmannahöfn Mikil flóð eru í Kaupmannahöfn og voru margar götur í borginni ófærar í gærkvöldi og voru þær áfram lokaðar í morgun, að því er fram kemur á vef Berlingske Tidende. 3.7.2011 09:44 Reykingar drepa Sjötugur maður frá Sádí-Arabíu lést þegar það kviknaði í fötunum hans eftir að hann sofnaði með logandi sígarettu í munninum. Maðurinn var að reykja uppi í rúmi þegar hann sofnaði með sígarettuna á milli varanna. 2.7.2011 22:15 Konunglegt brúðkaup í Mónakó Albert fursti af Mónakó gekk í dag að eiga Suður-Afrísku sunddrottninguna Charlene Wittstock. 2.7.2011 20:15 Clinton hræðist ekki Gaddafí Hillary Clinton utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Trinidad Jimenez utanríkisráðherra Spánar sögðu í Madríd í dag, að hótanir Moammars Gaddafís einræðisherra Líbíu um hefnarárásir á Evrópu, myndu ekki hræða bandalagsþjóðir NATO frá því að verja óbreytta borgara í Líbíu. 2.7.2011 17:10 Ætlar í stríð við Evrópu ef Nató hættir ekki árásum sínum Múammar Gaddafí, einræðisherra Líbíu, hét því að færa Evrópu stríð ef NATÓ hættir ekki árásum sínum í landinu. Gaddafi sagði þetta í útvarpsávarpi sem spilað var fyrir stuðningsmenn hans sem komu saman á græna torgi í miðborg Trípolí í gær í þúsundatali. 2.7.2011 09:38 Kosið um nýju stjórnarskrána Marokkóbúar greiddu í gær atkvæði um nýja stjórnarskrá, sem konungur landsins segir svar við lýðræðiskröfum sem gert hafa vart við sig þar undanfarna mánuði eins og víðar í löndum Norður-Afríku. 2.7.2011 05:00 Laus úr haldi en ákærur óbreyttar Dómari í New York ákvað í gær að Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, fái að fara frjáls ferða sinna. Hann fær þó ekki að fara úr landi. 2.7.2011 03:45 Chavez með krabbamein Hugo Chavez, forseti Venesúela, greindi frá því í sjónvarpsávarpi í gær að hann hefði greinst með krabbamein. Sagði hann að læknar á Kúbu hefðu fjarlægt úr honum æxli. 2.7.2011 00:15 Gaddafi hótar að ráðast á Evrópu Tugþúsundir stuðningsmanna Gaddafi Líbíuleiðtoga komu saman í Trípólí dag í tilefni þess að hundrað dagar eru frá því Atlantshafsbandalagið hóf aðgerðir sínar í landinu. 1.7.2011 22:45 Borgin ábyrg fyrir drápstré Borgaryfirvöld í Óðinsvéum voru nýlega dæmd til að greiða skaðabætur vegna dauða manns sem lést árið 2005 eftir að tré fauk um koll og lenti á bíl sem hann ók. 1.7.2011 22:15 Halda ásökunum gagnvart Strauss-Kahn til streitu Lögmenn konunnar sem sakar Dominique Strauss-Kahn um gróft kynferðisofbeldi og tilraun til nauðgunar halda ásökunum hennar til streitu, en Strauss-Kahn var látinn laus úr stofufangelsi í dag og fékk sex milljón dollara tryggingu sína endurgreidda. 1.7.2011 18:50 Nýnasistar skreyta sig með íslenska fánanum Þýskir nýnasistar hafa tekið ástfóstri við fatnað frá framleiðandanum Thor Steinar. Athygli vekur að í nýjustu línunni prýðir íslenski fáninn nokkrar flíkurnar. Thor Steinar hefur verið umdeilt fyrirtæki allt frá stofnun þess árið 2002. Tveimur árum síðar var lagt bann við því að ganga í fatnaði merktum Thor Steinar víða í Þýskalandi vegna þess hversu vörumerkið líktist merkjum sem einkenndu stormsveitir Hitlers. Eftir það var skipt um vörumerki en nýnasistar halda tryggð sinni við fatnaðinn. Í dag er bannað að mæta í fatnaði Thor Steinar á leiki ýmissa þýskra knattspyrnuliða, svo sem Werder Bremen, Hertha Berlin og Borussia Dortmund. Eigendur fyrirtækisins neita því hinsvegar staðfastlega að tengjast nasisma eða þjóðernishyggju. Auk íslenska fánans hefur norski fáninn verið prentaður á fatnað Thor Steinar. Jens Stoltenbert, fyrrverandi forsætisráðherra Norðmanna, var kunngert um þetta árið 2006 og lýsti hann yfir miklum áhyggjum af því að norsk tákn væru misnotuð í þágu nasista. Norska ríkið höfðaði í framhaldinu mál gegn Thor Steiner og krafðist þess að hætt væri að nota norska fánann á fatnað fyrirtækisins. Norðmenn töpuðu málinu en forsvarsmenn Thor Steiner gáfu engu að síður út yfirlýsingu um að þeir myndu hætta að prenta fánann á fötin. Í staðinn virðast þeir hafa snúið sér að íslenska fánanum. 1.7.2011 16:04 Strauss-Kahn laus úr stofufangelsi Dominique Strauss-Kahn fyrrum forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var í dag látinn laus úr stofufangelsi og trygging fyrir lausn hans hefur verið afnumin. Ástæðan er að framburður herbergisþernunnar sem ásakaði Strauss-Kahn um kynferðislega árás á sig, virðist ekki halda vatni. 1.7.2011 15:50 Ólafur og Dorrit í brúðkaupi Alberts fursta af Mónakó Íslensku forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff eru á meðal gesta í brúðkaupi Alberts II af Mónakó en hann ætlar að kvænast suður-afrísku sunddrottningunni Charlene Wittstock í furstadæminu um helgina. Þegnar Mónakófursta hafa í áraraðir beðið eftir því að Albert prins festi ráð sitt og því ríkir mikil gleði í ríkinu litla við frönsku Rívíeruna. 1.7.2011 12:27 Ráðist á Frakklandsforseta Þrjátíu og tveggja ára gamall maður hefur verið handtekinn í Frakklandi fyrir að ráðast á Nicolas Sarkozy forseta og reyna að draga hann yfir öryggisgirðingu. Forsetinn var í heimsókn í bæn um Brax í suðvesturhluta landsins og gekk meðfram girðingunni og heilsaði upp á fólk. 1.7.2011 09:41 Lögregluaðgerð í Kristjaníu Lögreglan í Kaupmannahöfn lét til skarar skríða gegn fíkniefnasölum í Kristjaníu síðdegis í gærdag. 1.7.2011 07:46 Kommúnistaflokkur Kína níræður í dag Kommúnistaflokkur Kína heldur upp á 90 ára afmæli sitt í dag. Alls eru meðlimir flokksins um 80 milljónir talsins og því er flokkurinn stærsta stjórnmálaafl heimsins. 1.7.2011 07:27 Sofa með 120 kílóa górillu í hjónasænginni Miðaldra frönsk hjón hafa fóstrað 13 ára gamla og 120 kílóa þunga górillu frá því hún fæddist og gengur hún þeim í dóttur stað. 1.7.2011 07:21 Strauss-Kahn losnar líklega úr stofufangelsi í dag Dominique Strauss-Kahn fyrrum forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins verður að öllum líkindum látinn laus úr stofufangelsi í dag og trygging fyrir lausn hans lækkuð eða jafnvel afnumin. 1.7.2011 06:33 Bretar mótmæla niðurskurði Um 750 þúsund opinberir starfsmenn í Bretlandi lögðu niður vinnu í gær. Margir þeirra tóku þátt í mótmælaaðgerðum í London og víðar um landið. Starfsemi lá meira eða minna niðri í skólum, hjá dómstólum, á skrifstofum skattstjóra og vinnumiðlunum en allt ætti þetta að komast í samt lag aftur í dag, þegar vinna hefst að nýju. 1.7.2011 04:15 Bandaríkjaþing frestar fríinu Harry Reid, leiðtogi meirihluta demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, segir það hafa orðið niðurstöðu þingmanna að fresta sumarfríinu, sem átti að hefjast eftir helgi. 1.7.2011 00:15 Sjá næstu 50 fréttir
Önnur kona ætlar að kæra Strauss-Kahn Franski rithöfundurinn, Tristane Banon, hyggst kæra Dominique Strauss-Kahn fyrir að hafa reynt að nauðga sér þegar hún var 22 ára gömul. 4.7.2011 15:01
Reagan stytta afhjúpuð í London Stytta af Ronald Reagan, fyrrum forseta Bandaríkjanna, var í morgun afhjúpuð í London. Styttan er rúmir þrír metrar á hæð og stendur hún fyrir utan bandaríska sendiráðið þar í borg. Í ár eru 100 ár liðin frá fæðingu Reagans en styttan er afhjúpuð á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, fjórða júlí. Fyrirmenni mættu til athafnarinnar, þar á meðal ráðherrarnir fyrrverandi William Hague og Condoleeza Rice. 4.7.2011 11:04
Myndar samsteypustjórn þrátt fyrir stórsigur Sigurvegari kosninganna í Tælandi um helgina ætlar að mynda samsteypustjórn með fjórum minni flokkum þrátt fyrir að hafa náð meirihluta. Yingluck Shinawatra verður forsætisráðherra Taílands, fyrst kvenna, en flokkur hennar, Puea Thai, vann stórsigur í þingkosningunum í gær. Yingluck er systir fyrrverandi forsætisráðherra landsins Thaksin Shinawatra sem er í útlegð í Dubai en herinn steypti honum af stóli árið 2006 í skugga spillingarmála. Gagnrýnendur Yingluck segja hana aðeins lepp fyrir bróðir sinn en yfirmenn hersins hafa þó þegar lýst því yfir að þeir fallist á úrslit kosninganna. 4.7.2011 10:15
Sögðu Obama hafa verið myrtan -Barack Obama er látinn. Þetta er sorglegur fjórði júlí, sagði í Twitter skilaboðum frá Fox sjónvarpsstöðinni í dag. Nokkru síðar var því bætt við að forsetinn hefði verið skotinn tveim skotum á veitingahúsi í Iowa og látist af sárum sínum. 4.7.2011 10:03
Þerna Strauss-Khan í vondum málum Þernan sem kærði Dominiq Strauss-Kahn fyrir nauðgun á yfir höfði sér ákæru vegna meinsæris. Þá er einnig mögulegt að hún verði gerð landræk frá Bandaríkjunum fyrir að ljúga í umsókn sinni um landvistarleyfi. 4.7.2011 09:59
Leiðtogi FARC slapp naumlega Leiðtogi skæruliðahreyfingar FARC í Kólombíu slapp naumlega úr klóm stjórnarhersins þegar árás var gerð á búðir skæruliðanna. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá forseta Kólombíu í gærkvöldi en yfirvöld í landinu hafa barist við skæruliðana í áraraðir. 4.7.2011 08:50
Makríllinn mætir seint og heldur sig sunnan til Makríllinn, nýjasti nytjafiskurinn hér við land, virðist ætla að haga göngu sinni á miðin öðruvísi er undanfarin nokkur ár. Hans verður nú mun minna vart austur af landinu en áður, en gengur hinsvegar í ríkara mæli í hlýsjóinn suður af landinu og hefur veiðst betur við Vestmannaeyjar en áður. Hann er líka heldur seinni á ferðinni en áður, en veiðarnar eru þó að komast í fullan gang. Þeim er nú að verulegu leyti stýrt úr landi þannig að sem mest af aflanum fari til manneldisvinnslu. 4.7.2011 08:48
Mladic neitar að mæta fyrir rétt Ratko Mladic fyrrverandi hershöfðingi í her Bosníu Serba ætlar ekki að mæta fyrir stríðsglæpadómstólinn í Haag í dag eins og áætlað hafði verið. Til stóð að Mladic myndi tjá sig um ákæruatriðin gegn sér frammi fyrir dómurunum í dag en af því verður ekki þar sem lögfræðingar hans hafa enn ekki verið vottaðir af réttinum. Mladic er ákærður í ellefu liðum, þar á meðal fyrir þjóðarmorð í tengslum við stríðið í Bosníu á fyrri hluta tíunda áratugarins. 4.7.2011 08:48
Tilboð um uppgjöf sagt lélegur brandari Múammar Gaddafí einræðisherra Líbíu er velkomið að dveljast áfram í landinu ef hann gefst upp fyrir uppreisnaröflum sem krefjast þess að hann segi af sér. 4.7.2011 08:46
Vatnið enn til vandræða í Köben Búist er við áframhaldandi umferðartöfum í Kaupmannahöfn í dag eftir skýfallið á laugardaginn en þá rigndi meira í borginni en í manna minnum. Stræti og torg borgarinnar breyttust í læki og stöðuvötn og á örfáum klukkutímum rigndi meira en gert hefur síðustu mánuði. Í dag er ekki búist við jafn miklu úrhelli þótt eitthvað gæti rignt en götur í borginni eru enn margar hverjar lokaðar fyrir bílaumferð. Þá eru lestarferðir til og frá borginni enn ekki komnar í samt lag og er mikið um tafir og að ferðir falla niður. 4.7.2011 08:18
Yfir 3,5 milljónir miða seldar Yfir 3,5 milljónir miða hafa nú verið seldar á Ólympíuleikana í London á næsta ári. Búið er að selja miðana í skömmtum og seldust rúmlega 750 þúsund miðar til um 150 þúsund manns í í síðasta skammtinum. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. 4.7.2011 02:45
Kona verður forsætisráðherra Taíland, ap Yingluck Shinawatra verður forsætisráðherra Taílands, fyrst kvenna, en flokkur hennar, Puea Thai, vann stórsigur í þingkosningunum í gær. 4.7.2011 02:15
Íbúarnir fluttir burt Áætlað er að um 160 þúsund lítrar af olíu hafi runnið út í Yellowstone-ána í Montana í Bandaríkjunum á laugardag. Lekinn varð er olíuleiðsla fyrirtækisins ExxonMobil rofnaði seint á föstudagskvöld. 4.7.2011 01:30
Köben á kafi Vatnsmikil flóð voru í Kaupmannahöfn í gærkvöld og í morgun. Mörgum götum var lokað og rafmagn fór af húsum þegar vatn flæddi inn í kjallara á svæðinu. 3.7.2011 20:45
Ung kona lést á Hróarskeldu Ung kona lést þegar hún féll þrjátíu og einn metra úr einhverskonar turni á Hróaskelduhátíðinni í Danmörku sem nú stendur yfir. Haft er eftir sjónarvottum í dönskum fjölmiðlum að konan hafi látist samstundis við fallið en hún mun hafa verið í annarlegu ástandi. 3.7.2011 14:08
150 þúsund lítrar af olíu láku út í Yellowstone-fljótið Olíuleiðsla rifnaði í Montana í Bandaríkjunum í gær og rúmlega hundrað og fimmtíu þúsund lítrar af olíu láku út í Yellowstone fljótið. Olíuleiðslan var í eigu olíurisans ExxonMobil en talsmenn fyrirtækisins segja leiðslunni lekið í hálftíma áður en henni var lokað og svæðið afgirt. 3.7.2011 11:18
Fjörutíu ár frá dauða Jim Morrison Fjörtíu ár eru liðin í dag frá því að tónlistarmaðurinn og söngvari hljómsveitarinnar The Doors Jim Morrison fannst látinn í baðkari á heimili sínu í París. Hann var 27 ára gamall þegar hann lést. 3.7.2011 11:00
Hjónum rænt í Pakistan Svissneskum hjónum var rænt í borginni Balochistan í suðvestur Pakistan á föstudag, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins BBC. 3.7.2011 10:23
Mikil flóð í Kaupmannahöfn Mikil flóð eru í Kaupmannahöfn og voru margar götur í borginni ófærar í gærkvöldi og voru þær áfram lokaðar í morgun, að því er fram kemur á vef Berlingske Tidende. 3.7.2011 09:44
Reykingar drepa Sjötugur maður frá Sádí-Arabíu lést þegar það kviknaði í fötunum hans eftir að hann sofnaði með logandi sígarettu í munninum. Maðurinn var að reykja uppi í rúmi þegar hann sofnaði með sígarettuna á milli varanna. 2.7.2011 22:15
Konunglegt brúðkaup í Mónakó Albert fursti af Mónakó gekk í dag að eiga Suður-Afrísku sunddrottninguna Charlene Wittstock. 2.7.2011 20:15
Clinton hræðist ekki Gaddafí Hillary Clinton utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Trinidad Jimenez utanríkisráðherra Spánar sögðu í Madríd í dag, að hótanir Moammars Gaddafís einræðisherra Líbíu um hefnarárásir á Evrópu, myndu ekki hræða bandalagsþjóðir NATO frá því að verja óbreytta borgara í Líbíu. 2.7.2011 17:10
Ætlar í stríð við Evrópu ef Nató hættir ekki árásum sínum Múammar Gaddafí, einræðisherra Líbíu, hét því að færa Evrópu stríð ef NATÓ hættir ekki árásum sínum í landinu. Gaddafi sagði þetta í útvarpsávarpi sem spilað var fyrir stuðningsmenn hans sem komu saman á græna torgi í miðborg Trípolí í gær í þúsundatali. 2.7.2011 09:38
Kosið um nýju stjórnarskrána Marokkóbúar greiddu í gær atkvæði um nýja stjórnarskrá, sem konungur landsins segir svar við lýðræðiskröfum sem gert hafa vart við sig þar undanfarna mánuði eins og víðar í löndum Norður-Afríku. 2.7.2011 05:00
Laus úr haldi en ákærur óbreyttar Dómari í New York ákvað í gær að Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, fái að fara frjáls ferða sinna. Hann fær þó ekki að fara úr landi. 2.7.2011 03:45
Chavez með krabbamein Hugo Chavez, forseti Venesúela, greindi frá því í sjónvarpsávarpi í gær að hann hefði greinst með krabbamein. Sagði hann að læknar á Kúbu hefðu fjarlægt úr honum æxli. 2.7.2011 00:15
Gaddafi hótar að ráðast á Evrópu Tugþúsundir stuðningsmanna Gaddafi Líbíuleiðtoga komu saman í Trípólí dag í tilefni þess að hundrað dagar eru frá því Atlantshafsbandalagið hóf aðgerðir sínar í landinu. 1.7.2011 22:45
Borgin ábyrg fyrir drápstré Borgaryfirvöld í Óðinsvéum voru nýlega dæmd til að greiða skaðabætur vegna dauða manns sem lést árið 2005 eftir að tré fauk um koll og lenti á bíl sem hann ók. 1.7.2011 22:15
Halda ásökunum gagnvart Strauss-Kahn til streitu Lögmenn konunnar sem sakar Dominique Strauss-Kahn um gróft kynferðisofbeldi og tilraun til nauðgunar halda ásökunum hennar til streitu, en Strauss-Kahn var látinn laus úr stofufangelsi í dag og fékk sex milljón dollara tryggingu sína endurgreidda. 1.7.2011 18:50
Nýnasistar skreyta sig með íslenska fánanum Þýskir nýnasistar hafa tekið ástfóstri við fatnað frá framleiðandanum Thor Steinar. Athygli vekur að í nýjustu línunni prýðir íslenski fáninn nokkrar flíkurnar. Thor Steinar hefur verið umdeilt fyrirtæki allt frá stofnun þess árið 2002. Tveimur árum síðar var lagt bann við því að ganga í fatnaði merktum Thor Steinar víða í Þýskalandi vegna þess hversu vörumerkið líktist merkjum sem einkenndu stormsveitir Hitlers. Eftir það var skipt um vörumerki en nýnasistar halda tryggð sinni við fatnaðinn. Í dag er bannað að mæta í fatnaði Thor Steinar á leiki ýmissa þýskra knattspyrnuliða, svo sem Werder Bremen, Hertha Berlin og Borussia Dortmund. Eigendur fyrirtækisins neita því hinsvegar staðfastlega að tengjast nasisma eða þjóðernishyggju. Auk íslenska fánans hefur norski fáninn verið prentaður á fatnað Thor Steinar. Jens Stoltenbert, fyrrverandi forsætisráðherra Norðmanna, var kunngert um þetta árið 2006 og lýsti hann yfir miklum áhyggjum af því að norsk tákn væru misnotuð í þágu nasista. Norska ríkið höfðaði í framhaldinu mál gegn Thor Steiner og krafðist þess að hætt væri að nota norska fánann á fatnað fyrirtækisins. Norðmenn töpuðu málinu en forsvarsmenn Thor Steiner gáfu engu að síður út yfirlýsingu um að þeir myndu hætta að prenta fánann á fötin. Í staðinn virðast þeir hafa snúið sér að íslenska fánanum. 1.7.2011 16:04
Strauss-Kahn laus úr stofufangelsi Dominique Strauss-Kahn fyrrum forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var í dag látinn laus úr stofufangelsi og trygging fyrir lausn hans hefur verið afnumin. Ástæðan er að framburður herbergisþernunnar sem ásakaði Strauss-Kahn um kynferðislega árás á sig, virðist ekki halda vatni. 1.7.2011 15:50
Ólafur og Dorrit í brúðkaupi Alberts fursta af Mónakó Íslensku forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff eru á meðal gesta í brúðkaupi Alberts II af Mónakó en hann ætlar að kvænast suður-afrísku sunddrottningunni Charlene Wittstock í furstadæminu um helgina. Þegnar Mónakófursta hafa í áraraðir beðið eftir því að Albert prins festi ráð sitt og því ríkir mikil gleði í ríkinu litla við frönsku Rívíeruna. 1.7.2011 12:27
Ráðist á Frakklandsforseta Þrjátíu og tveggja ára gamall maður hefur verið handtekinn í Frakklandi fyrir að ráðast á Nicolas Sarkozy forseta og reyna að draga hann yfir öryggisgirðingu. Forsetinn var í heimsókn í bæn um Brax í suðvesturhluta landsins og gekk meðfram girðingunni og heilsaði upp á fólk. 1.7.2011 09:41
Lögregluaðgerð í Kristjaníu Lögreglan í Kaupmannahöfn lét til skarar skríða gegn fíkniefnasölum í Kristjaníu síðdegis í gærdag. 1.7.2011 07:46
Kommúnistaflokkur Kína níræður í dag Kommúnistaflokkur Kína heldur upp á 90 ára afmæli sitt í dag. Alls eru meðlimir flokksins um 80 milljónir talsins og því er flokkurinn stærsta stjórnmálaafl heimsins. 1.7.2011 07:27
Sofa með 120 kílóa górillu í hjónasænginni Miðaldra frönsk hjón hafa fóstrað 13 ára gamla og 120 kílóa þunga górillu frá því hún fæddist og gengur hún þeim í dóttur stað. 1.7.2011 07:21
Strauss-Kahn losnar líklega úr stofufangelsi í dag Dominique Strauss-Kahn fyrrum forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins verður að öllum líkindum látinn laus úr stofufangelsi í dag og trygging fyrir lausn hans lækkuð eða jafnvel afnumin. 1.7.2011 06:33
Bretar mótmæla niðurskurði Um 750 þúsund opinberir starfsmenn í Bretlandi lögðu niður vinnu í gær. Margir þeirra tóku þátt í mótmælaaðgerðum í London og víðar um landið. Starfsemi lá meira eða minna niðri í skólum, hjá dómstólum, á skrifstofum skattstjóra og vinnumiðlunum en allt ætti þetta að komast í samt lag aftur í dag, þegar vinna hefst að nýju. 1.7.2011 04:15
Bandaríkjaþing frestar fríinu Harry Reid, leiðtogi meirihluta demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, segir það hafa orðið niðurstöðu þingmanna að fresta sumarfríinu, sem átti að hefjast eftir helgi. 1.7.2011 00:15