Fleiri fréttir

Fílar gengu berserksgang

Að minnsta kosti einn týndi lífinu þegar tveir villtir fílar gengu berserksgang í Mysore í suður Indlandi í dag.

Fékk dauðan svan í hausinn

Tólf ára gömul norsk telpa varð fyrir þeirri lífsreynslu á mánudaginn að dauður svanur féll á hana og slasaði nokkuð. Jenny Hegg var í útilegu á smáeyju ásamt bekkjarfélögum sínum þegar þetta gerðist. Hún segir í samtali við Aftenposten að þau hafi séð þrjá svani nálgast í lágflugi.

Danir verða að sleppa sjóræningjum

Danskir sjóliðar um borð í herskipinu Esbern Snare eru sárir og gramir yfir því að þurfa að hætta lífi sínu í baráttu við sjóræningja undan ströndum Sómalíu og sjá þá svo ganga frjálsa frá borði vegna þess að enginn fæst til að draga þá fyrir dóm.

Telur kólígerlasmitið hafa náð hámarki

Daniel Bahr heilbrigðisráðherra Þýskalands er hóflega bjartsýnn á að kóligerlasmitið í norðurhluta Evrópu hafi náð hámarki og að það versta sé að baki.

Thriller jakkinn á uppboð

Heimsfrægi jakkinn rauði og svarti, sem poppgoðið Michael Jackson klæddist í tónlistarmyndbandinu við lagið "Thriller", verður boðinn upp á svokallaðri tónlistargoðasýningu í Beverly Hills þann 25. og 26. júní næstkomandi. Auk jakkans verða boðnir upp minjagripir frá Bítlunum, Madonnu, Lady Gaga, Frank Sinatra, Elvis og Justin Bieber svo dæmi séu nefnd.

Gúrkur í geimnum sem ekki má borða

Gúrkur verða ræktaðar um borð í geimfari sem leggur af stað á sporbraut um jörðina á morgun, miðvikudaginn 8. júní, en geimförunum verður hinsvegar stranglega bannað að leggja þær sér til munns sökum e-coli veirunnar sem sýkt hefur grænmeti í Evrópu undanfarið.

Ók á konu sem slasaðist lítið - drap hana til að komast hjá skaðabótum

Kínverskur námsmaður hefur verið tekinn af lífi fyrir morð á ungri konu. Ungi maðurinn ók á konu á hjóli í október síðastliðinn og slasaðist hún lítillega. Hann óttaðist hinsvegar að hún myndi fara fram á skaðabætur fyrir óhappið þannig að hann brá á það ráð að stinga hana margsinnis með hnífi og flýja síðan af vettvangi.

Fjórtán látnir eftir flóð í Kína

Að minnsta kosti fjórtán eru látnir og yfir fimmtíu og er saknað eftir að flóð reið yfir Guizhou-svæðið í suðvestur Kína í dag.

Hélt´ann væri Gillzenegger

Grátklökkur þingmaður demokrataflokksins í Bandaríkjunum hefur viðurkennt að hafa sjálfur sent myndir af sér fáklæddum til annarra kvenna en eiginkonu sinnar. Í rúma viku hafði Anthony Weiner logið því til að einhver hefði hakkað sig inn á twitter síðu hans og gert það að sér forspurðum.

Börn og fjölskyldur á vergangi í Abidjan

Börn og fjölskyldur eru á vergangi í Abidjan, stærstu borg Fílabeinsstrandarinnar, í kjölfar þeirra átaka sem urðu í kringum forsetakosningar þar í landi og geta foreldrar enn ekki tryggt börnum sínum næringu, jafnvel nú þegar sex mánuðir eru liðnir frá kosningum. Í tilkynningu frá Barnaheill - Save the Children á Íslandi segir að þörfin fyrir hjálp á svæðinu sé brýn en fjármagn samtakanna sé nú að þrotum komið.

Allir æfir út í alla

Landbúnaðarráðherrar Evrópusambandsins koma saman til neyðarfundar í Lúxemborg í dag til þess að reyna að finna lausn á þeim vanda sem hrjáir grænmetisframleiðendur -og neytendur. Tuttugu og tveir hafa látist og yfir 2000 veikst alvarlega síðan nýtt afbrigði af E-Coli bakteríu fannst í grænmeti.

Norður-Kórea næstbest í heiminum

Kína er heimsins besta land að búa í og Norður-Kórea er númer tvö. Þetta er niðurstaða ítarlegrar rannsóknar sem sjónvarpsstöð í Norður-Kóreu gerði. Rannsóknin tók til eitthundrað og tveggja landa sem gátu fengið stig frá núll upp í eitthundrað.

Fátækum Dönum fjölgar stórlega

Dönum sem lifa undir fátækramörkum OECD hefur fjölgað verulega á undanförnum árum. Í nýjum upplýsingum frá Atvinnuráði dönsku verkalýðshreyfingarinnar segir að árið 2009 hafi 234 þúsund manns lifað undir fátækramörkum. Þeim hafði fjölgað um 55 prósent á sjö árum.

Ban Ki-moon áfram framkvæmdastjóri SÞ

Ban Ki-moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna (SÞ) hefur formlega lýst því yfir að hann gefi kost á sér í önnur fimm ár í embættinu.

ESB heldur neyðarfund um kóligerilsmitið

Landbúnaðarráðherrar Evrópusambandsins munu halda neyðarfund í dag vegna kóligerilsmitfaraldursins sem geysað hefur í norðanverði Evrópu undanfarna daga og þegar kostað 22 lífið.

Þrumuveður kveikti í fjórum húsum í Danmörku

Þrumuveðrið sem gekk yfir Danmörku í gærkvöldi olli því að eldur varð laus í fjórum húsum á Sjálandi eftir að eldingum laust niður í þau. Í Haslev kviknaði í tveimur húsum, þar á meðal íbúðarhúsi prestsins í bænum.

Titanic II sekkur í jómfrúarferð sinni

Smábátaeigandinn Mark Wilkinson hefði mátt hugsa sig tvisvar um áður en hann skírði nýja bátinn sinn Titanic II en báturinn virðist hafa tekið nafngiftina alvarlega og sökk skömmu áður en Wilkinson náði í land að fyrstu siglingunni lokinni.

Bannað að flúra ferðamenn?

Menningamálaráðuneytið í Tælandi vinnur nú að því að stöðva húðflúrun heilagra tákna á erlenda ferðamenn en mikill fjöldi aðkomumanna virðist sækja í að fá heilagar myndir og munstur flúruð á sig og það oft í fagurfræðilegum tilgangi frekar en trúarlegum.

Frakkar banna "Facebook" og "Twitter"

Frakkar hafa nú bannað notkun á orðunum "Facebook" og "Twitter" í útsendingu þar sem þeir telja viðstöðulausa notkun á þessum nöfnum í raun vera auglýsingu á vörunum sem nöfnin standa fyrir.

Grænfriðungar fá risareikning

Skoska fyrirtækið Cairn Energy krefur Grænfriðunga um 320 milljónir íslenskra króna fyrir hvern dag sem þeir trufla boranir á olíuborpallinum Leifi Eiríkssyni undan strönd Grænlands.

Strauss-Kahn segist saklaus

Dominique Strauss-Kahn lýsti sig í dag saklausan af ákærum sem bornar hafa verið á hann en hann er sagður hafa nauðgað þjónustustúlku á hóteli í New York. Réttarhöldin Strauss-Kahn, sem er fyrrum forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hófust í New York í dag. Hann mætti til dómshússins í fylgd eiginkonu sinnar Anne Sinclair sem er sjónvarpsfréttakona í Frakklandi. Hópur starfsmanna hótelsins þar sem nauðgunin á að hafa átt sér stað mættu á staðinn og hrópuðu að Strauss-Kahn þegar hann gekk inn í salinn. Með þessu vildu þau sýna þjónustustúlkunni stuðning sinn í verki.

Mamma er ekki fyrsta orðið

Það hefur verið viðtekinn sannleikur að fyrsta orðið sem börn segja er "mamma." Ekki lengur. "Mamma" er að meðaltali fjórtánda orðið sem börn segja, ef marka má niðurstöðu þrjátíu ára rannsókna við Syddansk Universitet. Rannsóknin náði til 6.112 barna á aldrinum 8-36 mánaða. Auk þess var stuðst við viðtöl við foreldra á þrjátíu ára tímabili.

Rauðklædd lið vinna frekar

Að horfa á rauðan lit gefur aukinn kraft og snerpu, en eykur jafnframt áhyggjur og dregur úr einbeitingu, samkvæmt niðurstöðum vísindamanna sem birtar eru í vísindaritinu Emotion.

Vilhjálmur prins og Katrín flytja í Kensingtonhöll

Hertoginn og hertogaynjan af Cambrigde, þau Vilhjálmur prins og Katrín Middleton, munu flytja inn í nýtt heimili sitt í Kensingtonhöll á næstunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bresku konungsfjölskyldunni.

Nýju lyfin eins og „kraftaverk“

Fádæma árangur hefur náðst með tveimur nýjum lyfjum gegn sortuæxli, verstu tegund húðkrabbameins. Þetta eru niðurstöður tveggja rannsókna sem kynntar voru í gær á ráðstefnu æxlafræðinga í Chicago.

Eldgos í Síle

Gos hófst í eldfjallakeðju í suður-Síle í gærkvöldi. Þetta er í fyrsta sinn í hálfa öld sem eldfjallakeðjan gýs.

Mikil óvissa í Jemen eftir forsetatilræði

Mikil óvissa ríkir í Jemen eftir að forseti landsins, Ali Abdullah Saleh, flúði til Sádí Arabíu eftir að hann særðist í árás á heimili sitt á föstudag. Saleh hefur nokkrum sinnum lofað að láta af embætti og því er óvíst hvort hann snýr aftur til Jemen en landið rambar nú á barmi borgarastyrjaldar.

Lögreglan þjálfar hrægamma

Lögreglan í Þýskalandi ætlar á næstunni að beita nýstárlegum aðferðum við að leita uppi lík á víðavangi. Dýraþjálfarar eru nú að þjálfa þrjá hrægamma til að leita að líkum.

Svefnleysi dregur úr kynhvöt karlmanna

Rannsóknir Háskólans í Chicago sýna fram á að svefnleysi geti haft mikil áhrif á kynhvöt karlmanna. Samkvæmt grein í The Daily Telegraph þá leiðir svefnleysi af sér minni testósterón framleiðslu í líkama karlmanna sem eykur ýmsa áhættuþætti.

Banna útflutning á geislavirku tei

Heilbrigðisyfirvöld í Japan hafa bannað útfluning á grænum telaufum frá fjórum héruðum í landinu vegna geislavirkni. Geislavirkni greindist í laufunum og er talsvert yfir hættumörkum.

Playboy-klúbbur opnar á ný í Englandi - femínistar mótmæla

Eilífðarglaumgosinn, Hugh Hefner, ætlar að opna á ný Playboy-klúbb í Englandi. Um er að ræða spilavíti og veitingastað í miðborg Lundúna. Þjónustustúlkurnar verða svo allar klæddar í hinn fræga kanínubúning sem hylur ekki mikið.

Þjálfa hrægamm til þess að leita að líkum

Hrægammurinn Sherlock hefur gengið til liðs við þýsku lögregluna. Að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins mun hann vera betri en nokkur hundur eða lögreglumaður í að finna lík á stórum opnum svæðum.

Sjá næstu 50 fréttir