Fleiri fréttir Hrottalegt dýraofbeldi í sjónvarpsauglýsingu Áströlsku grasrótarsamtökin GetUp! vinna nú hörðum höndum að því að koma átakanlegri auglýsingu í sjónvarpið þar sem sjá má hrottalega meðferð á dýrum sem flutt eru frá Ástralíu til Indónesíu. Rúmlega tvö hundruð þúsund Ástralir rituðu nafn sitt á undirskriftalista sem afhentur var á ástralska þinginu í gær en undirskriftunum var safnað á aðeins tveimur dögum. 3.6.2011 15:03 Enn sprengt í Trípólí Að minnsta kosti tíu sprengjuárásir voru gerðar í nótt og í morgun í Trípólí höfuðborg Líbíu en flugvélar NATO hafa undanfarið hert árásir sínar á borgina. Í nótt var ráðist á herstöð nálægt höfuðstöðvum Gaddafís einræðisherra í miðborginni og á lögreglustöð í nágrenninu. Ekki er ljóst hvort mannfall hefur orðið. Árásum á borgina var hætt fyrr í vikunni þegar Jakob Zuma forseti Suður Afríku ræddi við Gaddafí og reyndi að finna lausn á málinu, án árangurs. 3.6.2011 11:44 Níðingur dæmdur í 430 ára fangelsi Hjónin Philip og Nancy Garrido hafa verið dæmd í fangelsi fyrir ránið á Jaycee Lee Dugard árið 1991. Parið rændi stúlkunni þegar hún var aðeins ellefu ára gömul fyrir utan heimili sitt í Kalíforníu. Þau fóru með hana heim til sín og héldu nauðugri í tæpa tvo áratugi uns hún fannst fyrir tilviljun. 3.6.2011 11:43 Myrti fimm í Arizona Sjötíu og þriggja ára gamall maður í bænum Yuma í Arizona myrti í gær fimm manns og særði einn alvarlega, áður en hann tók sitt eigið líf. Lögregla segir enn óljóst hvað manninum gekk til en svo virðist vera sem hann hafi þekkt öll fórnarlömb sín. Á meðal hinna látnu voru fyrrverandi eiginkona hans og lögfræðingurinn sem sá um skilnað þeirra hjóna. 3.6.2011 10:18 Stríðið gegn fíkniefnum virkar ekki - vilja lögleiða maríjúana Baráttan gegn eiturlyfjum í heiminum hefur misheppnast að því er fram kemur í skýrslu alþjóðlegrar nefndar. Nefndin er skipuð heimsþekktum einstaklingum á borð við Kofi Annan fyrrverandi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, kaupsýslumanninum Richard Branson og Nóbelsverðlaunahafanum Mario Vargas Llosa. Þá sitja fyrrverandi forsetar Brasilíu, Kólombíu og Mexíkó í nefndinni. 3.6.2011 10:15 Messi kýldur í andlitið í Argentínu Þær voru ekki blíðar móttökurnar sem Lionel Messi, besti knattspyrnumaður í heimi, fékk þegar hann heimsótti heimabæ sinn í Argentínu í gær. Þegar knattspyrnumaðurinn var að gefa áhorfendum eiginhandaráritun fyrir utan veitingastað kom ungur maður upp að honum og kýldi hann í andlitið. 3.6.2011 09:37 Dregur úr HIV-smitum HIV smitum fækkaði um næstum 25 prósent frá árinu 2001 til 2009 samkvæmt nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum. 3.6.2011 09:12 Ratko fyrir rétt í Haag Ratko Mladic mætti fyrir stríðsglæpadómstólinn í Haag í dag í fyrsta sinn, en hann var handtekinn í Serbíu á dögunum. Hershöfðinginn fyrrverandi er sakaður um þjóðarmorð í Bosníu stríðinu árið 1995, sérstaklega fyrir fjöldamorðin á um átta þúsund múslimskum körlum og drengjum í bænum Srebrenica. Lögfræðingur hans hefur sagt hann of veikan til þess að mæta fyrir réttinn en læknar hafa úrskurðað hann heilan heilsu. Á fyrsta degi réttarhaldanna verður Mladic beðinn um að segja til um sekt sína eða sakleysi. 3.6.2011 08:38 Spánverjar krefjast skaðabóta José Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar, gagnrýnir bæði Evrópusambandið og Þýskaland harðlega fyrir að nefna Spán sérstaklega sem líklegt upprunaland banvæns kólígerlafaraldurs í norðanverðri Evrópu. 3.6.2011 06:00 Óvæntur sigur auðkýfings Andris Berzin var í gær kosinn forseti Lettlands. Það er þing landsins sem kýs forseta, og þurfti að kjósa tvisvar í gær því enginn fékk meirihluta í fyrri umferð. 3.6.2011 05:00 Stökkbreytt baktería - átján látnir Átján manns látist og yfir hundrað veikst alvarlega í Norður hluta Evrópu vegna kólígerlafaraldurs sem þar ríkir. 2.6.2011 17:32 Rússar óttast eitraðar gúrkur Rússar hafa lagt bann við innflutningi á fersku grænmeti frá ríkjum Evrópusambandsins vegna kólígerlasýkingar sem rakin er til Þýskalands. 2.6.2011 10:09 Ratko leiddur fyrir dómara í dag Ratko Mladic, sem grunaður er um verstu stríðsglæpi seinni tíma í Evrópu, kemur fyrir almennings sjónir í dag í fyrsta sinn frá því að hann var handtekinn í Serbíu í síðustu viku. 2.6.2011 09:53 Gerði að engu sigurlikur sínar Valdis Zatler, forseti Lettlands, virðist hafa hrapað í vinsældum á lokasprettinum fyrir forsetakosningar, sem haldnar verða í dag. 2.6.2011 06:00 Konur lögðust í ferðir til forna Fyrir ríflega tveimur milljónum ára, þegar forfeður manna bjuggu í Afríku, voru það ekki karlarnir sem fóru út að kanna heiminn meðan konurnar biðu heima, heldur voru það konurnar sem lögðust í ferðalög til að finna sér maka. Þetta fullyrða vísindamenn, sem hafa gert ítarlegar rannsóknir á tönnum úr tveimur tegundum forfeðra okkar. 2.6.2011 05:00 Spilltar löggur handteknar Tíu lögreglumenn, þar á meðal lögreglustjóri, eru í hópi 25 manna sem hafa verið handteknir í átaki gegn eiturlyfjaklíkunni Zetunum undanfarið. Yfirvöld í fylkinu Hidalgo í miðhluta landsins handtóku nokkra lágt setta meðlimi Zetanna, sem bentu þeim á lögreglumennina. Þeir höfðu veitt glæpamönnum vernd gegn greiðslu. Þúsundir manna hafa látið lífið í harðvítugri baráttu gegn eiturlyfjaklíkum um allt land síðustu misseri.- þj 2.6.2011 05:00 Snarkólnaði á áttatíu árum Kólnandi veðurfar á Grænlandi gæti hafa orðið til þess að byggðir norrænna manna lögðust af, samkvæmt niðurstöðum vísindamanna. 2.6.2011 05:00 Þýskar löggur í vandræðum með flassara Lögreglan í Berlín er í vandræðum með flassara sem síðustu mánuði hefur staðið í því að bera sig fyrir framan vegfarendur í miðborginni. Flassarinn hefur margsinnis verið handtekinn en aldrei ákærður og ástæðan er glufa í þýskum lögum. 1.6.2011 22:00 Armstrong vill afsökunarbeiðni Lögfræðingar hjólreiðakappans Lance Armstrong krefjast nú formlegrar afsökunarbeiðni frá sjónvarpsþættinum 60 mínútur fyrir óréttmætar ásakanir um lyfjamisnotkun en þeir segja þátt um efnið, sem CBS fréttastofan sendi frá sér þann 22. maí síðastliðinn, vera hroðvirknislegan og byggðan á samansafni ósanninda. 1.6.2011 21:00 Kínverjar tala ekki við Norðmenn Kínverskir ráðamenn hafa algerlega hafnað því að ræða við Gro Harlem Brundtland, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs. Ætlunin var að hún leitaði sátta við Kínverja en sambandið milli landanna hefur verið við frostmark síðan andófsmaðurinn Liu Xiaobo fékk friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári. 1.6.2011 10:53 NATO framlengir hernaðaraðgerðir í Líbíu NATO hefur framlengt íhlutun sína í Líbíu um 90 daga. Anders Foght Rasmussen framkvæmdastjóri bandalagsins segir að þetta sendi skýr skilaboð til Moammars Gaddafi um að haldið verði áfram að verja íbúa landsins fyrir herjum hans. 1.6.2011 10:38 Vanmátu hættuna á flóðbylgjum Japanir vanmátu hættuna á því að flóðbylgja gæti skollið á kjarnorkuverum landsins líkt og gerðist í kjölfar jarðskjálftans sem reið yfir þann ellefta mars síðastliðinn. Þetta kemur fram í drögum að nýrri skýrslu sem Alþjóðakjarnorkumálastofnunin er að gera. 1.6.2011 09:55 Um 35 þúsund börn á flótta í Súdan Aukin átök í Súdan hafa hrakið tæplega 35 þúsund börn brott frá heimilum sínum undanfarnar tvær vikur. Þetta er mat Barnaheilla – Save the Children sem vara við því að mörg þeirra barna sem orðið hafa viðskila við fjölskyldur sínar, eigi mjög á hættu að verða fyrir alvarlegu andlegu áfalli og misnotkun. 1.6.2011 09:11 Mladic kominn til Haag Ratko Mladic, sem sakaður er um þjóðarmorð í Bosníustríðinu árið 1995 hefur eytt fyrstu nótt sinni í fangaklefa í Haag í Hollandi en þangað var hann fluttur í gær eftir að áfrýjun hans var hafnað. Hinn 69 ára gamli fyrrverandi hershöfðingi, sem handtekinn var í síðustu viku, mun mæta fyrir rétt strax á næstu dögum. 1.6.2011 08:16 Lyklaþjófar ollu milljónatjóni Árósar Borgaryfirvöld í Árósum í Danmörku hafa þurft að skipta um lása í um 250 stofnunum í borginni með kostnaði sem hleypur á milljónum. Þjófar komust yfir lykla og lykilnúmer, merkt viðeigandi stofnunum, í innbroti á skrifstofur hreingerningafyrirtækis. 1.6.2011 08:00 Segja Svíana hindra hraðlest Ólíklegt er að hugmyndir norskra samgönguyfirvalda um hraðlest milli höfuðborga Norðurlanda verði að veruleika í bráð. Í Noregi hefur undanfarið verið unnið að undirbúningi lestar sem færi á allt að 330 kílómetra hraða á klukkustund milli Óslóar, Stokkhólms og Kaupmannahafnar en Svíar taka ekki í mál að leyfa meiri hraða en 250. 1.6.2011 08:00 Ekkert vitað um uppruna Sextán manns hafa látið lífið í Þýskalandi og fleiri löndum norðanverðrar Evrópu af völdum E.coli bakteríunnar, sem talið var að hafi borist úr gúrkum frá Spáni. Rannsókn hefur hins vegar leitt í ljós að E.coli bakterían, sem fannst í gúrkunum, er ekki sömu gerðar og E.coli bakterían sem valdið hefur dauðsföllunum. 1.6.2011 06:00 Mútur og baktjaldamakk í knattspyrnuhreyfingunni Aðalþing alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, var sett í gær í skugga hneykslismála sem komið hafa upp síðustu vikur. Í opnunarræðu sinni sagði Sepp Blatter, forseti FIFA, uppljóstranirnar um mútuþægni æðstu embættismanna skekja stoðir sambandsins. 1.6.2011 05:30 Mannréttindi áfram brotin Herforingjastjórnin, sem til bráðabirgða tók við stjórn Egyptalands eftir að Mubarak forseti hraktist frá völdum, er sökuð um alvarleg mannréttindabrot gegn mótmælendum. 1.6.2011 05:15 Hinn grunaði handtekinn Rustam Makhmudov, maðurinn sem grunaður er um að hafa árið 2006 myrt rússnesku blaðakonuna Önnu Politkovsköju, var handtekinn í Téténíu í gær. 1.6.2011 05:00 Segja færri látna en áður var talið Líklega hafa mun færri látist í jarðskjálftanum á Haítí í upphafi síðasta árs en opinberar tölur segja til um. Þetta er niðurstaða skýrslu sem unnin var fyrir Þróunarstofnun Bandaríkjanna, USAID. Skýrslan hefur ekki verið birt enn þar sem lokafrágangur stendur yfir. 1.6.2011 05:00 Sjá næstu 50 fréttir
Hrottalegt dýraofbeldi í sjónvarpsauglýsingu Áströlsku grasrótarsamtökin GetUp! vinna nú hörðum höndum að því að koma átakanlegri auglýsingu í sjónvarpið þar sem sjá má hrottalega meðferð á dýrum sem flutt eru frá Ástralíu til Indónesíu. Rúmlega tvö hundruð þúsund Ástralir rituðu nafn sitt á undirskriftalista sem afhentur var á ástralska þinginu í gær en undirskriftunum var safnað á aðeins tveimur dögum. 3.6.2011 15:03
Enn sprengt í Trípólí Að minnsta kosti tíu sprengjuárásir voru gerðar í nótt og í morgun í Trípólí höfuðborg Líbíu en flugvélar NATO hafa undanfarið hert árásir sínar á borgina. Í nótt var ráðist á herstöð nálægt höfuðstöðvum Gaddafís einræðisherra í miðborginni og á lögreglustöð í nágrenninu. Ekki er ljóst hvort mannfall hefur orðið. Árásum á borgina var hætt fyrr í vikunni þegar Jakob Zuma forseti Suður Afríku ræddi við Gaddafí og reyndi að finna lausn á málinu, án árangurs. 3.6.2011 11:44
Níðingur dæmdur í 430 ára fangelsi Hjónin Philip og Nancy Garrido hafa verið dæmd í fangelsi fyrir ránið á Jaycee Lee Dugard árið 1991. Parið rændi stúlkunni þegar hún var aðeins ellefu ára gömul fyrir utan heimili sitt í Kalíforníu. Þau fóru með hana heim til sín og héldu nauðugri í tæpa tvo áratugi uns hún fannst fyrir tilviljun. 3.6.2011 11:43
Myrti fimm í Arizona Sjötíu og þriggja ára gamall maður í bænum Yuma í Arizona myrti í gær fimm manns og særði einn alvarlega, áður en hann tók sitt eigið líf. Lögregla segir enn óljóst hvað manninum gekk til en svo virðist vera sem hann hafi þekkt öll fórnarlömb sín. Á meðal hinna látnu voru fyrrverandi eiginkona hans og lögfræðingurinn sem sá um skilnað þeirra hjóna. 3.6.2011 10:18
Stríðið gegn fíkniefnum virkar ekki - vilja lögleiða maríjúana Baráttan gegn eiturlyfjum í heiminum hefur misheppnast að því er fram kemur í skýrslu alþjóðlegrar nefndar. Nefndin er skipuð heimsþekktum einstaklingum á borð við Kofi Annan fyrrverandi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, kaupsýslumanninum Richard Branson og Nóbelsverðlaunahafanum Mario Vargas Llosa. Þá sitja fyrrverandi forsetar Brasilíu, Kólombíu og Mexíkó í nefndinni. 3.6.2011 10:15
Messi kýldur í andlitið í Argentínu Þær voru ekki blíðar móttökurnar sem Lionel Messi, besti knattspyrnumaður í heimi, fékk þegar hann heimsótti heimabæ sinn í Argentínu í gær. Þegar knattspyrnumaðurinn var að gefa áhorfendum eiginhandaráritun fyrir utan veitingastað kom ungur maður upp að honum og kýldi hann í andlitið. 3.6.2011 09:37
Dregur úr HIV-smitum HIV smitum fækkaði um næstum 25 prósent frá árinu 2001 til 2009 samkvæmt nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum. 3.6.2011 09:12
Ratko fyrir rétt í Haag Ratko Mladic mætti fyrir stríðsglæpadómstólinn í Haag í dag í fyrsta sinn, en hann var handtekinn í Serbíu á dögunum. Hershöfðinginn fyrrverandi er sakaður um þjóðarmorð í Bosníu stríðinu árið 1995, sérstaklega fyrir fjöldamorðin á um átta þúsund múslimskum körlum og drengjum í bænum Srebrenica. Lögfræðingur hans hefur sagt hann of veikan til þess að mæta fyrir réttinn en læknar hafa úrskurðað hann heilan heilsu. Á fyrsta degi réttarhaldanna verður Mladic beðinn um að segja til um sekt sína eða sakleysi. 3.6.2011 08:38
Spánverjar krefjast skaðabóta José Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar, gagnrýnir bæði Evrópusambandið og Þýskaland harðlega fyrir að nefna Spán sérstaklega sem líklegt upprunaland banvæns kólígerlafaraldurs í norðanverðri Evrópu. 3.6.2011 06:00
Óvæntur sigur auðkýfings Andris Berzin var í gær kosinn forseti Lettlands. Það er þing landsins sem kýs forseta, og þurfti að kjósa tvisvar í gær því enginn fékk meirihluta í fyrri umferð. 3.6.2011 05:00
Stökkbreytt baktería - átján látnir Átján manns látist og yfir hundrað veikst alvarlega í Norður hluta Evrópu vegna kólígerlafaraldurs sem þar ríkir. 2.6.2011 17:32
Rússar óttast eitraðar gúrkur Rússar hafa lagt bann við innflutningi á fersku grænmeti frá ríkjum Evrópusambandsins vegna kólígerlasýkingar sem rakin er til Þýskalands. 2.6.2011 10:09
Ratko leiddur fyrir dómara í dag Ratko Mladic, sem grunaður er um verstu stríðsglæpi seinni tíma í Evrópu, kemur fyrir almennings sjónir í dag í fyrsta sinn frá því að hann var handtekinn í Serbíu í síðustu viku. 2.6.2011 09:53
Gerði að engu sigurlikur sínar Valdis Zatler, forseti Lettlands, virðist hafa hrapað í vinsældum á lokasprettinum fyrir forsetakosningar, sem haldnar verða í dag. 2.6.2011 06:00
Konur lögðust í ferðir til forna Fyrir ríflega tveimur milljónum ára, þegar forfeður manna bjuggu í Afríku, voru það ekki karlarnir sem fóru út að kanna heiminn meðan konurnar biðu heima, heldur voru það konurnar sem lögðust í ferðalög til að finna sér maka. Þetta fullyrða vísindamenn, sem hafa gert ítarlegar rannsóknir á tönnum úr tveimur tegundum forfeðra okkar. 2.6.2011 05:00
Spilltar löggur handteknar Tíu lögreglumenn, þar á meðal lögreglustjóri, eru í hópi 25 manna sem hafa verið handteknir í átaki gegn eiturlyfjaklíkunni Zetunum undanfarið. Yfirvöld í fylkinu Hidalgo í miðhluta landsins handtóku nokkra lágt setta meðlimi Zetanna, sem bentu þeim á lögreglumennina. Þeir höfðu veitt glæpamönnum vernd gegn greiðslu. Þúsundir manna hafa látið lífið í harðvítugri baráttu gegn eiturlyfjaklíkum um allt land síðustu misseri.- þj 2.6.2011 05:00
Snarkólnaði á áttatíu árum Kólnandi veðurfar á Grænlandi gæti hafa orðið til þess að byggðir norrænna manna lögðust af, samkvæmt niðurstöðum vísindamanna. 2.6.2011 05:00
Þýskar löggur í vandræðum með flassara Lögreglan í Berlín er í vandræðum með flassara sem síðustu mánuði hefur staðið í því að bera sig fyrir framan vegfarendur í miðborginni. Flassarinn hefur margsinnis verið handtekinn en aldrei ákærður og ástæðan er glufa í þýskum lögum. 1.6.2011 22:00
Armstrong vill afsökunarbeiðni Lögfræðingar hjólreiðakappans Lance Armstrong krefjast nú formlegrar afsökunarbeiðni frá sjónvarpsþættinum 60 mínútur fyrir óréttmætar ásakanir um lyfjamisnotkun en þeir segja þátt um efnið, sem CBS fréttastofan sendi frá sér þann 22. maí síðastliðinn, vera hroðvirknislegan og byggðan á samansafni ósanninda. 1.6.2011 21:00
Kínverjar tala ekki við Norðmenn Kínverskir ráðamenn hafa algerlega hafnað því að ræða við Gro Harlem Brundtland, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs. Ætlunin var að hún leitaði sátta við Kínverja en sambandið milli landanna hefur verið við frostmark síðan andófsmaðurinn Liu Xiaobo fékk friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári. 1.6.2011 10:53
NATO framlengir hernaðaraðgerðir í Líbíu NATO hefur framlengt íhlutun sína í Líbíu um 90 daga. Anders Foght Rasmussen framkvæmdastjóri bandalagsins segir að þetta sendi skýr skilaboð til Moammars Gaddafi um að haldið verði áfram að verja íbúa landsins fyrir herjum hans. 1.6.2011 10:38
Vanmátu hættuna á flóðbylgjum Japanir vanmátu hættuna á því að flóðbylgja gæti skollið á kjarnorkuverum landsins líkt og gerðist í kjölfar jarðskjálftans sem reið yfir þann ellefta mars síðastliðinn. Þetta kemur fram í drögum að nýrri skýrslu sem Alþjóðakjarnorkumálastofnunin er að gera. 1.6.2011 09:55
Um 35 þúsund börn á flótta í Súdan Aukin átök í Súdan hafa hrakið tæplega 35 þúsund börn brott frá heimilum sínum undanfarnar tvær vikur. Þetta er mat Barnaheilla – Save the Children sem vara við því að mörg þeirra barna sem orðið hafa viðskila við fjölskyldur sínar, eigi mjög á hættu að verða fyrir alvarlegu andlegu áfalli og misnotkun. 1.6.2011 09:11
Mladic kominn til Haag Ratko Mladic, sem sakaður er um þjóðarmorð í Bosníustríðinu árið 1995 hefur eytt fyrstu nótt sinni í fangaklefa í Haag í Hollandi en þangað var hann fluttur í gær eftir að áfrýjun hans var hafnað. Hinn 69 ára gamli fyrrverandi hershöfðingi, sem handtekinn var í síðustu viku, mun mæta fyrir rétt strax á næstu dögum. 1.6.2011 08:16
Lyklaþjófar ollu milljónatjóni Árósar Borgaryfirvöld í Árósum í Danmörku hafa þurft að skipta um lása í um 250 stofnunum í borginni með kostnaði sem hleypur á milljónum. Þjófar komust yfir lykla og lykilnúmer, merkt viðeigandi stofnunum, í innbroti á skrifstofur hreingerningafyrirtækis. 1.6.2011 08:00
Segja Svíana hindra hraðlest Ólíklegt er að hugmyndir norskra samgönguyfirvalda um hraðlest milli höfuðborga Norðurlanda verði að veruleika í bráð. Í Noregi hefur undanfarið verið unnið að undirbúningi lestar sem færi á allt að 330 kílómetra hraða á klukkustund milli Óslóar, Stokkhólms og Kaupmannahafnar en Svíar taka ekki í mál að leyfa meiri hraða en 250. 1.6.2011 08:00
Ekkert vitað um uppruna Sextán manns hafa látið lífið í Þýskalandi og fleiri löndum norðanverðrar Evrópu af völdum E.coli bakteríunnar, sem talið var að hafi borist úr gúrkum frá Spáni. Rannsókn hefur hins vegar leitt í ljós að E.coli bakterían, sem fannst í gúrkunum, er ekki sömu gerðar og E.coli bakterían sem valdið hefur dauðsföllunum. 1.6.2011 06:00
Mútur og baktjaldamakk í knattspyrnuhreyfingunni Aðalþing alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, var sett í gær í skugga hneykslismála sem komið hafa upp síðustu vikur. Í opnunarræðu sinni sagði Sepp Blatter, forseti FIFA, uppljóstranirnar um mútuþægni æðstu embættismanna skekja stoðir sambandsins. 1.6.2011 05:30
Mannréttindi áfram brotin Herforingjastjórnin, sem til bráðabirgða tók við stjórn Egyptalands eftir að Mubarak forseti hraktist frá völdum, er sökuð um alvarleg mannréttindabrot gegn mótmælendum. 1.6.2011 05:15
Hinn grunaði handtekinn Rustam Makhmudov, maðurinn sem grunaður er um að hafa árið 2006 myrt rússnesku blaðakonuna Önnu Politkovsköju, var handtekinn í Téténíu í gær. 1.6.2011 05:00
Segja færri látna en áður var talið Líklega hafa mun færri látist í jarðskjálftanum á Haítí í upphafi síðasta árs en opinberar tölur segja til um. Þetta er niðurstaða skýrslu sem unnin var fyrir Þróunarstofnun Bandaríkjanna, USAID. Skýrslan hefur ekki verið birt enn þar sem lokafrágangur stendur yfir. 1.6.2011 05:00