Erlent

Beinar útsendingar á YouTube

Jón Hákon Halldórsson skrifar
YouTube, stærsta vefmyndskeiðasíða í heimi, ætlar í dag og á morgun að senda út myndefni í beinni útsendingu. Ef vel tekst til ætla forsvarsmenn vefsíðunnar að senda beint efni reglulega hér eftir. „Við erum að hugsa beinar útsendingar sem næsta kafla í netsjónvarpi," segir Joshua Siegel, framleiðslustjóri hjá YouTube í samtali við USA Today.

YouTube mun byrja á því að senda út efni frá fjórum netsjónvarpsstöðvum. YouTube hefur áður sent út beint, en þá hefur verið um útsendingar frá afmörkuðum viðburðum að ræða. Til dæmis voru tónleikar með Alicia Keys og U2, sendir út í beint á vefsíðunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×