Fleiri fréttir

Velferðarkerfið sagt í hættu

Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra og Brian Mikkelsen, atvinnu- og efnahagsráðherra Danmerkur, segja danska velferðarkerfið í hættu ef ekki tekst að skapa hagvöxt svo um munar næstu misserin.

Margskipti um dulargervi dagana fyrir sprenginguna

Lögreglan í Danmörku hefur birt myndir úr eftirlitsmyndavélum hótelsins þar sem sprengja sprakk á föstudaginn. Hún hefur enn ekki náð að bera kennsl á manninn sem hún hefur í haldi grunaðan um að bera ábyrgð á sprengingunni.

Tólf fangar fundnir

Mexíkóska lögreglan hefur einungis handsamað 12 af þeim 85 föngum sem tókst að flýja úr fangelsi í norðurhluta landsins í fyrrdag. Um er að ræða fangelsi í borginni Reynosa sem er skammt frá landamærum Mexíkó og Texas í Bandaríkjunum.

Fengu langþráðar sígarettur

Námuverkamennirnir sem lokuðust í koparnámu í norðurhluta Chile fyrir rúmum mánuði hafa nú loksins fengið sigarettur sem var það fyrsta sem þeir báðu um þegar náðu sambandi við björgunarmenn.

Greiða atkvæði um stjórnarskrá

Almenningur í Tyrklandi greiðir í dag atkvæði um breytingar á stjórnarskrá landsins. Um er að ræða 26 breytingartillögur sem fela meðal annars í sér að hægt verður að rétta yfir æðstu yfirmönnum hersins fyrir almennum dómstólum og erfiðara verður að leysa upp og uppræta stjórnmálaflokka. Þá hefur verið gagnrýnt að þingið fái vald til að skipa dómara.

Öryggisgæsla hert við heimili Westergaard

Lögreglan í Danmörku hefur upplýsingar um að dagblaðið Jótlandspósturinn hafi verið skotmark mannsins sem er í haldi eftir að sprengja sprakk í miðborg Kaupmannahafnar. Ritstjórar blaðsins eru í strangri öryggisgæslu.

Talinn hafa ætlað að myrða ritstjóra Jótlandspóstsins

Danska lögreglan fann kort með heimilisfangi Jótlandspóstsins á hótelherbergi mannsins sem talinn er bera ábyrgð á sprengjunni sem sprakk í Kaupmannahöfn á föstudag. Grunur leikur á að maðurinn hafi ætlað ráða ritstjóra blaðsins af dögum með sprengjutilræði en Jótlandspósturinn vakti mikla reiði á meðal múslima með birtingu sinn á skopmyndum af Múhammeð spámanni. Ritstjórarnir hafa um helgina verið í mikilli gæslu og hafa klæðst skotheldum vestum.

Úrskurðaður í varðhald

Karlmaðurinn sem grunaður er um sprengjutilræði í miðborg Kaupmannahafnar í fyrrdag var í gær úrskuraður í gæsluvarðhald. Fyrst um sinn verður hann hafður í einangrun. Hann naut aðstoðar túlks þegar hann kom fyrir dómara. Enn er margt á huldu um manninn og til að mynda liggur ekki fyrir hvaðan hann er.

Leita að 85 föngum

Umfangsmikil leit fer nú fram í Mexíkó að 85 föngum sem tókst að flýja úr fangelsi í norðurhluta landsins í gær. Yfirmaður fangelsismála á svæðinu segir að fangarnir hafi notað stiga til að komast yfir múra umhverfis fangelsið.

Gillard tilefnir Rudd sem utanríkisráðherra

Julia Gillard, forsætisráðherra Ástralíu, hefur tilnefnt Keven Rudd, fyrrverandi forsætisráðherra, sem utanríkisráðherra. Stutt er síðan hún felldi Rudd óvænt úr sæti formanns Verkamannaflokksins. Hún tók við sem forsætisráðherra í kjölfarið og boðaði strax til þingkosninga.

Hryðjuverkaárásanna minnst í Bandaríkjunum

Þess er minnst víða um Bandaríkin í dag að níu ár eru liðin frá því að ráðist var á Tvíburaturnana í New York og varnarmálaráðuneytið í Pentagon með þeim afleiðingum að á þriðja þúsund óbreyttra borgara fórust. Fjórða flugvélin hrapaði í Pennsylvaníu.

Viðbúnaðarstig hækkað í Danmörku

Lögreglan í Danmörku hefur hækkað hryðjuverkaviðbúnaðarstig vegna sprengingarinnar í miðborg Kaupmannahafnar í gær. Ýmislegt hefur komið fram í rannsókn lögreglu sem bendir til þess að um misheppnaða hryðjuverkaárás hafi verið að ræða.

Þingmaður fékk einkaspæjara til að njósna um samflokksmenn

Breski þingmaðurinn Jonathan Djanogly fékk einkaspæjara til að njósna um samstarfsmenn hans og flokksfélaga í Íhaldsflokknum í Bretlandi í þeim tilgangi að komast að því hvað þeim fyndist um pólitíska framtíð hans. Djanogly er undirráðherra í breska dómsmálaráðuneytinu, en þess er nú krafist að hann segi af sér.

Neitar að svara spurningum

Maðurinn sem lögreglan í Kaupmannahöfn handtók í gær vegna sprengjutilræðis á hóteli í miðborginni neitar svara spurningum í yfirheyrslum. Lögreglan hefur því ekki enn ekki fundið út hvort hann hafi ætlað að fremja hryðjuverk eða ekki. Hann liggur á ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn en hann særðist þegar sprengjan sprakk á hótel Jörgensen, skammt frá Nörreport, í gær. Honum er lýst sem enskumælandi, með Miðjarðarhafshreim.

Ekkert hæft í ásökunum

Bandaríkjastjórn tekur undir með írönskum stjórnvöldum, sem segja ekkert hæft í fullyrðingum stjórnarandstæðinga í Írak um að leynileg úranauðgunarstöð sé í smíðum neðanjarðar skammt frá Qazvin, um 120 kílómetra vestur af höfuðborginni Teheran.

Tókst ekki að róa sig niður

Rúmlega fertugur íbúi í Solingen í Þýskalandi forðaði sér hið snarasta þegar kona kom auga á hann, þar sem hann var nakinn á kvöldgöngu.

Árása minnst vestanhafs

Að venju hafa Bandaríkjamenn skipulagt ýmsar minningarathafnir 11. september þetta árið, þegar níu ár eru liðin frá árás hryðjuverkamanna á landið. Meiri styr stendur þó um atburðina og ýmislegt þeim tengt þar vestra en áður.

Sprengingin ekki hryðjuverk

Nú er talið að ekki hafi verið um tilraun til hryðjuverks að ræða þegar að sprengja sprakk á hóteli í Kaupmannahöfn í dag.

Önnur sprenging í Kaupmannahöfn

Danskir fjölmiðlar segja að fyrir stundu hafi heyrst sprenging í Örstedsparket í Kaupmannahöfn þar sem lögreglan situr um mann sem talinn er hafa ætlað að gera sjálfsmorðssprengjuárás í borginni.

Veiðimaðurinn varð bráðin -myndband

Veiðimennirnir voru á sléttum Afríku að leita að hlébörðum. Og þeir fundu einn. Hlébarðinn snerist hinsvegar til varnar og réðist á einn veiðimanninn.

Svindlað með ellismellum

Japanar verða allra manna elstir. Sumir þeirra verða þó ekki jafn gamlir og þjóðskrá segir til um.

Landgönguliðar bjarga skipi úr höndum sjóræningja

Hópi bandarískra landgönguliða tókst að bjarga þýsku flutningaskipi úr höndum sómalískra sjóræningja í gærdag. Sjóræningjarnir höfðu náð skipinu á sitt vald undan ströndum Sómalíu.

Hættur við að brenna Kóraninn

Terry Jones, presturinn sem hugðist brenna Kóraninn, höfuðrit islams, er hættur við áform sín. Þetta kemur fram á fréttavef USA Today.

Castro gefst upp á kommúnisma

Fidel Castro, fyrrverandi forseti Kúbu, segir að marxíska hagfræðilíkanið virki ekki. Ekki einu sinni fyrir Kúbu. Þetta kemur fram á fréttavef Gurdian.

Málshöfun vegna auglýsinga í bíó

Kínversk kona hefur höfðað mál á hendur kvikmyndahúsi fyrir að eyða tuttugu mínútum af tíma sínum með auglýsingum áður en myndin sem hún ætlaði að sjá kom á tjaldið.

Agnarsöfnuður gerir allt vitlaust

Undanfarna daga hefur maður gengið undir manns hönd við að fá bandarískan kirkjusöfnuð til að hætta við að brenna kóraninn næstkomandi laugardag.

Vilja banna reykingar í heimahúsum

Alþjóða heilbrigðisstofnunin vill að reykingar á einkaheimilum verði bannaðar, til þess að hlífa börnum við óbeinum reykingum.

Forvarnagildið er marklaust

Ríkiseinokun á nokkrum tegundum happdrættis, sem tíðkast hefur lengi í Þýskalandi, stenst ekki lög Evrópusambandsins samkvæmt úrskurði Evrópudómstólsins.

Var grimmari en orð fá lýst

Ég tel núna að Wolfgang Priklopil hafi, með því að fremja hræðilegan glæp, viljað búa sér til ekkert annað en lítinn fullkominn heim fyrir sjálfan sig með manneskju sem gæti verið þarna bara fyrir hann,“ skrifar Natasc

Moskan verður reist í New York

Múslimaklerkurinn Feisal Abdul Rauf skrifar grein í New York Times í dag þar sem hann fjallar um andstöðu við byggingu moskunnar sem á að reisa skammt frá þeim stað sem Tvíburaturnarnir stóðu.

Stór eftirskjálfti reið yfir Christchurch

Borgin Christchurch á Nýja Sjálandi varð fyrir alvarlegasta tjóni sínu í nótt frá því um helgina er eftirskjálfti af stærðinni 5,1 á Richter reið yfir hana.

Sjá næstu 50 fréttir