Erlent

Reykingar bannaðar á Times torgi

Bannað að fá sér reyk.
Bannað að fá sér reyk.

Borgarstjóri New York, Michael Bloomberg, tilkynnti í dag að það væri bannað að reykja á og nálægt hinu heimsfræga Times torgi. Þá má ekki heldur reykja á Broadway torgi né nokkurstaðar í Central Park.

Lögin voru tilkynnt í dag. Brjóti maður gegn þeim getur maður átt hættu á að þurfa að greiða 50 dollara sekt, eða tæplega sex þúsund krónur fyrir ólöglega reykinn.

„Vísindin tala sínu máli. Óbeinar reykingar eru hættulegar mönnum, hvort sem maður verður fyrir þeim úti eða inni," sagði Bloomberg á fréttafundi í New York í dag.

Enn á eftir að samþykkja bannið en það mun væntanlega gerast á næsta borgarstjórnarfundi í New York.

Þess má geta að bílaumferð er einnig bönnuð við Times torg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×