Erlent

Eiffel-turninn rýmdur

Eiffel-turninn er einn frægasti ferðamannastaður veraldar.
Eiffel-turninn er einn frægasti ferðamannastaður veraldar.

Eiffel-turninn var rýmdur í dag vegna sprengjuhótunar en um tvö þúsund ferðamenn voru í turninum þegar hótunin barst.

Franska lögreglan hefur girt af talsvert svæði í kringum turninn en 25 þúsund manns hefur verið vísað af svæðinu til þess að tryggja öryggi þeirra.

Hótunin barst um kvöldmatarleytið að íslenskum tíma.

Lögreglan tekur hótunina mjög alvarlega en franskir fjölmiðlar hafa greint frá því að Al-Kaída hafi hótað hryðjuverkum í Frakklandi.

Lögreglan leitar nú sprengjunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×