Erlent

Frakkar harðlega gagnrýndir

Sarkozy Frakklandsforseti.
Sarkozy Frakklandsforseti. MYND/AP

Leiðtogar Evrópusambandsins koma saman í dag til þess að ræða sameiginlega utanríkisstefnu sambandsins en búist er við að fundurinn snúist mest um deilu framkvæmdastjóra sambandsins við Frakka, sem hafa ákveðið að vísa sígaunum úr landi í massavís.

Framkvæmdastjóri dómsmála hjá ESB líkti aðgerðinni við atburði seinni heimsstyrjaldarinnar og sagði hana Frökkum til skammar. Hann lét fylgja með að Frakkar væru með þessu líklega að brjóta lög sambandsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×