Fleiri fréttir

Aukið eftirlit með oíu- og gasflutningum umhverfis Ísland

Eftirlit með flutningum á olíu og gasi á svæðinu umhverfis Ísland verður stóraukið samkvæmt samningi um samstarf í varnar- og öryggismálum, sem utanríkisráðherrar Íslands og Norges undirrituðu í Ósló í dag. Einnig er gert ráð fyrir að Íslendingar beri hundruð milljóna króna kostnað af staðsetningu og æfingum norskra hermanna á Íslandi.

Átta manns létust í bílslysi í Indiana

Að minnsta kosti átta manns létu lífið í bílslysi í Indiana fylki í Bandaríkjunum í dag. Um margra bíla árekstur var að ræða á hraðbraut í fylkinu þar sem þrír flutningabílar og fjórir fólksbílar skullu saman.

Átta hæða hús hrynur í Tyrklandi

Íbúðarblokk hrundi í Istanbul í Tyrklandi seinnipartinn í dag. Engar fréttir hafa borist af því hvort einhver hafi látist eða slasast en yfirvöld segja að flestir íbúanna hafi náð að forða sér þegar braka fór í húsinu. Óljóst er hve margir voru í húsinu sem er í evrópska hluta borgarinnar, en fjöldi björgunarfólk er á vettvangi.

Dýrkeypt að mjólka of mikið

Ítalskir kúabændur þurfa að greiða 17,6 milljarða sekt til Erópusambandsins fyrir að framleiða mjólk umfram þá kvóta sem þeim hafði verið úthlutað. Hvert land innan ESB hefur ákveðinn mjólkurkvóta og gilda strangar reglur um að ekki megi framleiða umfram það magn sem hann segir til um.

Bush dansar í þágu baráttunnar við malaríu

George Bush Bandaríkjaforseti brá á leik í gær til þess að vekja athygli á baráttunni við malaríu í heiminum. Boðað var til blaðamannafundar á túninu fyrir utan Hvíta húsið til þess að vekja athygli á svokölluðum Malaríudegi en hann var haldinn í fyrsta sinn í gær.

Risamoska í Kaupmannahöfn

Alheimssamband múslima hefur tekið fagnandi teikningum af risastóru bænahúsi í Kaupmannahöfn. Moskan er nokkuð nútímaleg, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Hún er hvorki með spírum né hvolfþaki, eins og bænahús múslima í Miðausturlöndum. Hönnuður hennar segir að það hafi vakið mikla hrifningu múslima.

Nóg komið af norrænum verðlaunum

Forsætisnefnd Norðurlandaráðs ætlar ekki að stofna til nýrra norrænna verðlauna. Þetta var samþykkt á fundi í Kaupmannahöfn á fundi í gær. Undanfarin ár hafa komið tillögur um orku-, matvæla- og nýsköpunarverðlaun í nafni Norðurlandaráðs.

1400 Úkraínumenn læddust inn í Danmörku

Um 1400 ólöglegir innflytjendur frá Úkraínu komu til Danmerkur á síðasta ári, og enginn veit hvar þeir eru niðurkomnir. Samkomulag er milli Úkraínu og Danmerkur um að landbúnaðarverkafólk fái dvalarleyfi í Danmörku. Á síðasta ári vöknuðu grunsemdir hjá danska útlendingaeftirlitinu vegna mikils fjölda sem streymdi til landsins. Gefin voru út 1800 dvalarleyfi.

SAS í hart við flugfreyjur sínar

SAS flugfélagið hefur tilkynnt að það tali ekki við flugfreyjur sínar, meðan þær séu í ólöglegu verkfalli. Viðræður hefjist fyrst þegar þær komi aftur til vinnu.

Reiðir út af 12 ára böðli

Margir Afganar eru reiðir yfir því að Talibanar skyldu nota 12 ára gamlan dreng til þess að taka af lífi mann sem þeir sögðu hafa svikið málstaðinn. Tekið var upp á myndband þegar drengurinn skar af honum höfuðið með stórum hnífi. Viðstaddir hrópuðu á meðan; "Allahu Akbar !, Guð er mikill.

Rússar bulla segir Rice

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að það sé hlægilegt bull í Rússum að þykjast hafa af því áhyggjur að Bandaríkin komi upp eldflaugavarnakerfi í Austur-Evrópu.

Flugfreyjur SAS enn í verkfalli

Flugfreyjur SAS-flugfélagsins eru enn í verkfalli og hefur félagið þurft að aflýsa rúmlega 550 flugferðum. Ferðaáætlanir tugþúsunda farþega hafa raskast af þessum sökum.

Refsiaðgerðum ESB gegn EFTA ríkjum lýkur

Refsiaðgerðum ESB gegn EFTA ríkjunum er lokið. Ákvörðun þess efnis var tekin af sambandinu og mun samstarf ESB við EFTA-ríkin hefjast að fullu um nýja löggjöf í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Þetta kemur fram í norska dagblaðinu Aftenposten. Blaðið segir að gripið hafi verið til þess ráðs að frysta EFTA-ríkin til að fá þau til að láta meira fé til þróunarsjóða Evrópusambandsins eftir að Búlgaría og Rúmenía fengu aðild í byrjun árs.

Mæting nemenda skráð með fingraförum

Háskóli í Kína hefur tekið í notkun fingrafaraskanna til þess að fylgjast með mætingu nemenda sinna. Dagblaðið The China daily greindi frá þessu á þriðjudag. Ekki eru víst allir á eitt sáttir við nýja kerfið.

Bayrou neitar að styðja annaðhvort Sarkozy eða Royal

Francois Bayrou, frambjóðandi miðjumanna í forsetakosningunum í Frakklandi sem fram fóru á sunnudag, segist ekki ætla lýsa yfir stuðningi við annan hvorn frambjóðandann í seinni umferð kosninganna sem fram fer 6. maí.

Rannsókn á viðskiptaívilnunum Olmerts

Ríkisendurskoðandi Ísraels hefur lagt til að gerð verði lögreglurannsókn á málefnum tengdum Ehud Olmert forsætisráðherra. Hann er grunaður um að hafa ólöglega komið viðskiptatækifærum í kring fyrir vini sína. Þetta á að hafa gerst á meðan Olmert gengdi annarri stöðu í ríkisstjórninni.

Fréttamenn hjá Danmarks Radio mótmæla sparnaði

Starfsmenn á fréttastofu danska ríkisútvarpsins, Danmarks Radio, lögðu í dag niður vinnu fram til miðnættis til þess að mótmæla þeim mikla sparnaði sem boðaður hefur verið hjá stofnuninni.

Vilja að krónprinsinn sé heima að skipta um bleiur

Kynja- og mannfræðingar í Danmörku hafa lýst vonbrigðum með að Friðrik krónprins skuli ekki taka sér fæðingarorlof. Honum fæddist ný prinsessa á laugardag, en strax í dag er hann kominn til opinberra starfa á nýjan leik. Þegar þau Mary eignuðust fyrsta barn sitt, soninn Kristján, tók Friðrk sér gott frí.

Níu létust í ofsaveðri í Texas/Mexíkó

Níu létust í ofsaveðri við landamæri Texas og Mexíkó í gær. Að minnsta kosti 114 slösuðust. Sex hús úr hjólhýsahverfi á svæðinu hafa enn ekki fundist. Chad Foster bæjarstjóri Eagle Pass í Texas þar sem sex létust sagði CNN fréttastofunni að stormurinn hefði valdið mikilli eyðileggingu í bænum.

Maraþonhlauparinn lést vegna ofneyslu vatns

David Rogers sem lést eftir maraþonhlaupið í London er talinn hafa látist vegna þess að hann drakk of mikið vatn. Dánarorsök hefur ekki verið staðfest, en samkvæmt heimildum Sky fréttastofunnar þjáðist hann af vatnseitrun.

Fjöldi þjóðarleiðtoga við útför Jeltsíns

Rússar kvöddu í morgun Borís Jeltsín, fyrrverandi forseta sinn, sem lést á mánudaginn. Hann var jarðsunginn með viðhöfn í Dómirkju Krists í Moskvu í morgun. Fjölmargir þjóðarleiðtogar voru viðstaddir útförina.

Díana strippaði fyrir Karl

Díana prinsessa strippaði fyrir Karl prins, til þess að reyna að bjarga hjónabandi þeirra. Þessu er haldið fram í nýrri bók þar sem prinsessunni er ekki borin vel sagan. Höfundurinn, Tina Brown segir auk þess að hún hafi gifst Karli eingöngu til þess að verða prinsessa.

SAS aflýsir öllu flugi frá Kastrup

SAS flugfélagið hefur aflýst öllu flugi frá Kastrup vegna flugfreyjuverkfalls. Hundruð manna gistu í flughöfninni í nótt og upp undir 20.000 farþegar verða að breyta ferðaáætlunum sínum af þessum sökum. Farþegar eru hvattir til þess að sleppa því alveg að koma út á flugvöllinn.

Ný eyja fannst við strendur Grænlands

Ný eyja er fundin við austurströnd Grænlands. Hún er margra kílómetra löng og er í laginu eins og hönd með þrjá fingur. Eyjan er um 640 kílómetra norðan við heimskautsbaug. Hún er komin í ljós vegna bráðnunar grænlensku íshellunnar.

Nunnur myrtar fyrir fjársjóð

Lögregla í suðurhluta Grikklands leitar nú morðingja tveggja eldri nunna sem voru myrtar í klaustri sínu. Rán á munum úr klaustrinu virðist liggja að baki morðunum. Meðal þess sem hvarf var viðarbútur sem talinn er vera úr krossinum sem Jesú var krossfestur á.

Krefjast þess að Johnston verði sleppt

Tugir erlendra og palestínskra blaðamanna söfnuðust í dag saman á landmærum Ísraels og Gasasvæðisins til þess að krefjast þess að Alan Johnston, blaðmanni BBC, yrði sleppt.

Konum að kenna ef þeim er nauðgað

Annar hver norskur karlmaður er þeirrar skoðurnar að ef léttklædd kona daðrar opinskátt við mann, sé það henni sjálfri að kenna ef henni er nauðgað. Þetta kemur fram í könnun sem Amnesty International gerði í landinu. Jens Stoltenberg, forsætisráðherra, er sleginn yfir þessum tölum.

Borís Jeltsín borinn til grafar

Útför Borísar Jeltsíns, fyrrverandi forseta Rússlands, fór fram í Moskvu í morgun að viðstöddum fjölmörgum þjóðarleiðtogum fyrr og nú.

Ný súper-stjarna finnst í geimnum

Stjörnufræðingar hafa fundið plánetu utan við sólkerfi okkar sem líkist jörðinni mest annarra hnatta. Talið er að vatn geti verið á yfirborði hennar. Plánetan er á sporbraut við stjörnuna Gliese 581, sem er 20,5 ljósár í burtu í stjörnumerki Vogarinnar. Vísindamenn áætla að hitastig á plánetunni sé á milli 0-40 stig á celsíus.

Sjö létust í sprengjuárás í Afghanistan

Sjö afganskir hermenn létust í vegasprengju í Afganistan í morgun. Árásin átti sér stað við landamæri Pakistan. Þetta er síðasta tilfellið í hrinu sprengjuárása á afganskar öryggissveitir í landinu. Hermennirnir voru á moldarvegi í Paktika héraði í suðurausturhluta landsins þegar sprengjan sprakk.

Fóstureyðingar heimilaðar í Mexíkóborg

Löggjafaryfirvöld í Mexíkóborg samþykktu í dag að heimila fóstureyðingar í borginni og nær það til fyrstu tólf vikna meðgöngu hjá konum. 46 þingmenn studdu frumvarp þessa efnis en 19 voru andsnúnir því.

Kanadískt ungmenni ákært fyrir hryðjuverk

Bandaríkjaher hefur ákært tvítugan Kanadamann, Omar Khadr, fyrir meðal annars morð og hryðjuverkastarfsemi og verður hann dreginn fyrir sérstakan stríðsglæpadómstól sem Bandaríkjastjórn kom á í Guantánamo-búðunum við Kúbu í fyrra.

Fimmtán látnir eftir sjálfsmorðsárás í Ramadi

Fimmtán hið minnsta eru sagðir látnir og 25 særðir eftir sjálfsmorðsárás manns í útjaðri Ramadi í Írak í dag. Maður á stórum flutningabíl sprengdi sig í loft upp þegar lögregla í eftirlitsferð átti leið hjá markaði í norðurhluta borgarinnar.

Rooney hetja Manchester United gegn Milan

Wayne Rooney var hetja Manchester United sem lagði AC Milan 3-2 í fyrri leik undanúrslita í Meistaradeild Evrópu á Old Trafford í kvöld. Rooney tryggði United sigur með marki þegar hálf mínúta var komin fram yfir venjlegan leiktíma.

Myrtu yfir 70 manns á olíuvinnslusvæði í Eþíópíu

Uppreisnarmenn í Eþíópíu myrtu í dag að minnsta kosti 74 menn í árás á olíuvinnslusvæði nærri landamærum Sómalíu. 65 þeirra voru Eþíópíumenn en níu kínverskir verkamenn. Þá voru sjö Kínverjar teknir í gíslingu í árásinni.

Hundruð manna votta Jeltsín virðingu sína

Hundruð manna hafa lagt leið sína Frelsarakirkjuna í Moskvu í dag þar sem lík Borisar Jeltsín, fyrrverandi Rússlandsforseta, hefur staðið uppi á viðhafnarbörum.

Fimm ára útlegð fyrir rangan klæðaburð

Yfirsaksóknarinn í Teheran sagði í dag að konur sem ekki klæddu sig siðsamlega verði gerðar útlægar frá höfuðborginni í fimm ár. Eftir múslimabyltinguna sem gerð var í Íran árið 1979 voru sett sharía lög sem kveða á um að konur skuli hylja hár sitt og klæðast síðum víðum flíkum til þess að hylja kvenleika sinn.

BBC maður við góða heilsu

Fréttamaður BBC sjónvarpsstöðvarinnar, sem rænt var á Gaza ströndinni í síðasta mánuði er við góða heilsu, að sögn aðstoðarforsætisráðherra Palestínumanna. Alan Johnston var rænt þar sem hann var á ferð í bíl sínum 12. mars síðastliðinn. Hann hafði flutt fréttir frá Miðausturlöndum í þrjú ár.

Slæmar fréttir fyrir Súpermann

Nýtt steinefni hefur fundist í námu í Serbíu sem hefur samskonar efnasamsetningu og grænu Kryptónít kristallarnir úr kvikmyndinni „Superman Returns“.

Hamas gerir árás -aflýsir vopnahléi

Hamas samtökin skutu í dag 30 eldflaugum og 60 vörpusprengjum á Ísrael, frá Gaza ströndinni. Jafnframt lýsti einn talsmanna þeirra því yfir að fimm mánaða vopnahléi væri lokið. Heimastjórn Palestínumanna hvatti hinsvegar til þess að staðið væri við vopnahléið.

Veðjað um nafn á nýfæddu prinsessunni

Talið er nær öruggt að nýfædd prinsessa Dana beri nafnið Margrét ef marka má veðbanka. Nöfnin Benedikta og Elísabet þykja einnig koma til greina.

Þjóðarsorg í Rússlandi

Pútín Rússlandsforseti hefur lýst yfir þjóðarsorg vegna fráfalls Borísar Jeltsíns, forvera hans í embætti. Jeltsín lést í gær.

Sjá næstu 50 fréttir