Fleiri fréttir

Lestarvagnar fóru á hvolf

Einn týndi lífi og rúmlega tuttugu slösuðust, þar af fimm lífshættulega, þegar hraðlest fór af sporinu á norðvestur Englandi í gærkvöldi. Lestin var á leið frá Lundúnum til Glasgow í Skotlandi með um hundrað og tuttugu farþega.

Ný ríkisstjórn líklega mynduð á morgun

Forseti Ítalíu ráðfærði sig í dag við leiðtoga stjórnmálaflokka í landinu til að reyna að leysa pólitískan hnút sem upp er kominn eftir að Romano Prodi forsætisráðherra sagði af sér á miðvikudaginn eftir níu mánaða valdatíð.

Simpansar veiða með vopnum

Sést hefur til simpansa í Senegal sem nota spjót til að veiða sér til matar. Alls hafa vísindamenn skásetta á þriðja tug dæma um þetta. Simpansarnir nota trjágreinar sem þeir tálga með tönnunum. Vísindamennirnir segja þetta merkilega uppgötvun sem geti að einhverju leyti varpað nýju ljósi á þróun mannkyns.

Tígrisdýr drap stúlku í dýragarði

Sex ára stúlka dó þegar tígrísdýr beit hana í dýragarði í Kunming í suðvesturhluta Kína í dag. Stúlkan var að sitja fyrir á mynd þegar tígrísdýrið fældist við leifturljós myndavélarinnar og beit stúlkuna í höfuðið.

Hæstiréttur hafnar hryðjuverkalögum

Hæstiréttur í Kanada hefur hafnað umdeildum lögum sem veita yfirvöldum auknar heimildir til að handtaka og senda úr landi grunaða hryðjuverkamenn.

Senda þúsund hermenn til Afganistan

Bretar ætla að senda þúsund hermenn til viðbótar til Afganistan. Des Browne varnarmálaráðherra Bretlands staðfesti þetta í kvöld. Hermönnunum er ætlað að aðstoða við að hrinda sókn Talibana í landinu sem hafa gert usla undanfarnar vikur.

Síðasta tækifæri friðar

Abdullah konungur Jórdaníu segir lítinn tíma mega fara til viðbótar í friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs. Hann segir tækifærið sem nú hefur skapast við myndun þjóðstjórnar Palestínumanna ef til vill það síðasta sem gefst og því þurfi að vanda til verka. „Nú geta orðið þáttakil. Ég hef á tilfinningunni að þetta geti orðið allra síðasta tækifæri okkar til að tryggja frið", sagði Abdullah í sjónvarpsávarpi í kvöld.

Enn óveður á Norðurlöndum

Frændur vorir á Norðurlöndunum glíma enn við óveður, líkt og síðustu daga, og nú hafa Svíar og Norðmenn bæst í hóp Dana við að moka, keðja og bölva ofankomunni. Miklar tafir urðu á flugi í gegnum Danmörku og þúsundir norskra vegfarenda komust loks heim til sín eftir að hafa setið fastir í bílum sínum á hraðbraut.

Norður-Kóreumenn bjóða Baradei í heimsókn

Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa boðið Mohamed El-Baradei yfirmanni Alþjóðakjarnorkumálastofnunar í heimsókn til landsins að ræða kjarnorkumál þess. Baradei segist vonast til þess að hann geti rætt fyrstu skrefin í átt til þess að Norður-Kórea láti af öllum kjarnorkuáætlunum sínum við stjórnvöld í Pyongyang. Fyrr í mánuðinum samþykktu Norður-Kóreumenn að hefja afvopnun gegn aðstoð í efnahags- og orkumálum í viðræðum sex ríkja um kjarnorkumál landsins.

Blair vill ekki í stríð við Íran

Tony Blair segist andvígur innrás í Íran og er því í andstöðu við stjórnvöld í Bandaríkjunum. Forsætisráðherrann lét hafa þetta eftir sér áður en eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar upplýstu að Íranir væru enn að auðga úran.

Palestínumenn viðurkenni Ísraelsríki

Angela Merkel kanslari Þýskalands leggur áherslu á að palestínsk stjórnvöld viðurkenni tilverurétt Ísraelsríkis annars muni Evrópusambandið ekki aflétta viðskiptaþvingunum. Merkel gegnir nú embætti forseta sambandsins.

Vélmenni með tilfinningagreind

Vélmenni sem hafa ályktunarhæfni og tilfinningagreind er eitthvað sem hingað til hefur bara verið til í vísindaskáldskap en nú er samevrópskt teymi að þróa slík vélmenni.

Hátt í 300 manns fluttir af hótelpalli í Norðursjó

Hátt í þrjú hundruð manns voru fluttir af hótelpalli í Norðursjó um hádegisbil eftir að akkeri pallsins slitnuðu í nótt og morgun. Mjög hvasst er á þeim slóðum sem palllurinn er og tóku rekstaraðilar hans enga áhættu og sóttu íbúa á pallinum enda er óttast að pallinn fari að reka um Norðursjó.

Vilja að stríðsherrar fái friðhelgi

Tugir þúsunda söfnuðust saman í Kabúl höfuðborg Afganistan í dag til að krefjast þess að gamlir stríðsherrar fái friðhelgi gegn því að vera sóttir til saka fyrir stríðsglæpi. Á meðal þeirra sem þar komu saman voru fyrrum stríðsmenn mujahideen og fyrirmenn í ríkisstjórn landsins.

Nærri hundrað flugferðum á vegum SAS aflýst

Illviðri í Danmörku heldur áfram að hafa áhrif á samgöngur þar í landi og nú hefur norræna flugfélagið SAS aflýst nærri hundrað flugferðum til og frá Kastrup-flugvelli vegna þess.

Sextán látnir í ferjuslysi við Indónesíu

Að minnsta kosti sextán manns týndu lífi eftir að eldur kom upp í ferju á leið frá Djakarta til eyjunnar Bangka í Indónesíu í gær. Eldurinn kom upp í bílaþilfari og greip mikil skelfing um sig meðal yfir þrjú hundruð farþega sem voru í ferjunni.

Fundu fjölda vopna í íbúð í Amsterdam

Hollenska lögreglan greindi frá því í dag að hún hefði handtekið mann með bandarískt vegabréf eftir að fjölmargar byssur, handsprengjur og önnur vopn höfðu fundist í fórum hans.

Hvirfibylur veldur manntjóni í Mósambík

Fjórir eru látnir og að minnsta kosti 70 slasaðir eftir að öflugur hvirfilbylur gekk yfir sumarleyfisstað í Mósambík. Þúsundir húsa skemmdust í óveðrinu, þar á meðal sjúkrahúsið í bænum.

Royal snýr sér að reynsluboltum

Segolene Royal frambjóðandi sósíalista í forsetakosningum í Frakklandi hefur nú ákveðið að snúa sér til reynsluboltanna sem eru með henni í flokki til að fá ráð í kosningabaráttunni. Mennirnir sem hún nú biður um ráð eru þeir sem hún hafði undir í baráttunni um útnefningu flokksins fyrir forsetakosningarnar.

Eignaspjöll á go-kart höll

Snjóþyngslin í Danmörku eru farin að valda þónokkrum eignaspjöllum en þak stærstu go-kart hallar Evrópu féll niður á gólf vegna snjóþyngsla í morgun. Go-Kart höllin Racehall er í nágrenni Árósa en alls hrundu um 400 fermetrar af þakinu niður á þessari 9000 fermetra stóru höll.

Hvetur súnnía til að hefna nauðgunar

Abu Hamza al-Muhajir leiðtogi Al-Kaída í Írak hvetur súnnía til að hefna fyrir nauðgun sem fjórir írakskir öryggislögreglumenn eru sakaðir um. Lögreglumennirnir eru sjítar og eru sakaðir um að hafa allir nauðgað konunni og barið. Muhajir segir í hljóðskrá sem sett var á vefinn í dag að 300 uppreisnarmenn hafi þegar boðist til að fremja sjálfsmorðsárásir til hefna fyrir nauðgunina.

Tröllvaxinn smokkfiskur til rannsóknar

Fiskimenn á Nýja-Sjálandi veiddu á dögunum risavaxinn smokkfisk, þann þyngsta sem nokkru sinni hefur veiðst. Hann er um 450 kíló og það tók 2 klukkustundir að landa honum. Smokkfiskar sem þessi verða allt að 14 metrar á lengd og hafa lengi verið einhver leyndardómsfyllstu dýr hafdjúpanna.

Snjóþyngsli í Danmörku töfðu ferð Íslendings með vörubíl

Umferð í lofti og á láði raskaðist töluvert þegar snjó kyngdi niður sem aldrei fyrr í Danmörku og suðurhluta Svíþjóðar og Noregs í dag. Flugi var frestað og lestir hættu að ganga. Ekki er vitað til þess að alvarleg slys hafi orðið á fólki.

Handtekinn grunaður um bréfsprengingar

Miles Cooper, 27 ára húsvörður í skóla í Cambridge hefur verið handtekinn grunaður um að hafa lagt á ráðin um nokkrar bréfsprengjur í Bretlandi. Lögregla segist hafa fundið ummerki um sprengjugerð á heimili Cooper. Alls hafa sjö bréfsprengjur sprungið víðsvegar um landið það sem af er ári og í sprengingunum hafa níu slasast.

Haraldur Noregskonungur sjötugur

Haraldur Noregskonungur varð sjötugur í gær. Mikil hátíðarhöld eru fyrirhuguð í Noregi vegna þess næstu daga. Konungshjónin ræddu opinskátt um samband sitt í viðtali við norska TV2 í vikunni.

Horta býður sig fram til forseta

Jose Ramos Horta, handhafi friðarverðlauna Nóbels ætlar að bjóða sig fram sem forseta Austur-Tímor. Horta tók við embætti forsætisráðherra á síðasta ári eftir stjórnarkreppu. Landið lýsti yfir sjálfstæði frá Indónesíu fyrir fimm árum en síðan hefur verið afar róstursamt þar.

Ítalskir hermenn á leið heim frá Afganistan

Hamid Karzai forseti Afganistan hvetur Ítali til að draga ekki herlið sitt út úr landinu. Ítalska þingið hefur hinsvegar ákveðið að flytja alla tvöþúsund ítölsku hermennina sem eru í Afganistan heim. Karzai hefur undanfarna mánuði átt fullt í fangi með að berjast gegn uppreisnarhópum Talibana. Forsætisráðherra Ítalíu sagði af sér í gær vegna málsins.

Þrír bandarískir hermenn játa nauðgun og morð

Þrír bandarískir hermenn hafa játað fyrir herrétti að hafa nauðgað og myrt 14 ára írakskri stúlku. Þeir nauðguðu stúlkunni allir áður en þeir myrtu hana. Þeir verða dæmdir í lífstíðarfangelsi í bandarískum herrétti en um það hafa lögmenn þeirra og saksóknari náð samkomulagi eftir að þeir játuðu allir glæpinn. Ódæðið frömdu þeir í mars á síðasta ári.

Fangelsaður fyrir blogg

Dómstóll í Egyptalandi úrskurðaði í dag bloggara í fjögurra ára fangelsi fyrir móðgun við Íslam og forseta landsins. Bloggarinn, Abdel Kareem Soliman er sá fyrsti sem er dæmdur í fangelsi í landinu fyrir skrif á vefinn. Hann hefur um langa hríð notað bloggið sitt til að gagnrýna al-Azhar háskólann, sem er ein helsta trúarstofnun landsins og Hosni Mubarak forseta, sem Soliman hefur kallað einræðisherra.

Skurðlæknar slógust í miðjum uppskurði

Slagsmál hófust í miðri aðgerð á skurðstofu á sjúkrahúsi í Belgrad í Serbíu milli tveggja skurðlækna. Slagsmálin færðust svo út af skurðstofunni og héldu áfram á ganginum. Þetta er haft eftir serbneska dagblaðinu Politika. Spasoje Radulovic læknir var í miðjum uppskurði þegar kollegi hans Dragan Vukanic kom inn og gerði athugasemd sem varð upphaf slagsmálanna.

Hvad siger du ?

Norræna tungumálayfirlýsingin verður 20 ára á þessu ári. Meginmarkmið yfirlýsingarinnar er að Norðurlandabúar eiga að geta talað móðurmál sitt í samskiptum við yfirvöld í öðrum norrænum ríkjum ef þörf krefur.

Fjögurra ára fangelsi fyrir blogg

Egypskur bloggari hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að móðga bæði Hosni Mubarak, forseta, og Múhameðstrúna. Abdel Karim Suleiman er 22 ára gamall fyrrverandi laganemi, sem var handtekinn í nóvember síðastliðnum, og hefur setið í fangelsi síðan. Hann var dæmdur fyrir átta blogg sem hann skrifaði árið 2004.

Kapphlaup í kjörbúðinni

Verðbólga í Afríkuríkinu Zimbabwe er nú 1600 prósent á ársgrundvelli og landið er gjaldþrota, eftir 27 ára einræðisstjórn hins 83 ára gamla Roberts Mugabe. Þetta hefur auðvitað áhrif á daglegt líf þegnanna. Þeirra á meðal er Nelson Banya sem segist vera heppinn, því hann sé einn af tuttugu prósentum íbúa Zimbabwes, sem þó hafi atvinnu.

Veggjalúsum fjölgar ört í Danmörku

Óværu, sem líkist veggjalús, varð nýverið vart á gistiheimili á höfuðborgarsvæðinu og var gripið til eitrunar til að útrýma henni. Veggjalýs fjölga sér nú ört í Danmörku, að sögn Jótlandspóstsins, og hefur þurft að hreinsa þónokkur hótel út með eitri.

Óvíst um framtíð Prodis

Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, sagði af sér í gærkvöldi eftir aðeins 10 mánuði í embætti. Ríkisstjórn hans tapaði atkvæðagreiðslu um utanríkismál á ítalska þinginu í gær. Óvíst er hvort Ítalíuforseti samþykkir afsögn Prodis.

Stórhríð í Skandinavíu

Stórhríð og frost hafa raskað samgöngum verulega í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Horfur eru á umtalsverðum töfum í lofti og á láði fram eftir degi.

Samgöngur í Danmörku raskast vegna óveðurs

Stórhríð og frost hafa valdið verulegum samgönguörðugleikum í Danmörku og sunnanverðum Noregi og Svíþjóð. Horfur eru á umtalsverðum töfum í lofti og á láði fram eftir degi.

Harry fer til Íraks

Harry Bretaprins hefur fengið skipun um að fara til Íraks. Varnarmálaráðuneytið breska tilkynnti þetta í morgun. Harry er hluti af Hinni bláu og konunglegu herdeild breska hersins. Líklegt er talið að hann verði við landamæravörslu á landamærum Íraks og Írans.

Danir í rusli

Verkfall sorphirðumanna breiðist nú út í Danmörku, en það hefur þegar staðið í tvær vikur í Árósum. Landlæknir Danmerkur hefur sent út leiðbeiningar til fólks þar sem það er meðal annars upplýst um að það sé aðeins lífrænn úrgangur sem þarf að hafa áhyggjur af, svosem matarleifar og bleyjur.

Stóri bróðir kátur

Breska fjölmiðlaráðið heldur fast við þá ákvörðun sína að banna skyndibitaauglýsingar sem beint er að börnum. Bæði fjölmiðlar og framleiðendur skyndibita hafa mótmælt þessari ákvörðun harðlega. Auglýsingabannið nær til rétta sem fara yfir mörk sem sett eru um magn á salti, fitu og sykri.

Efnasprengjur í Írak

Yfirvöld í Írak hafa af því miklar áhyggjur að hryðjuverkamenn hafa gert tvær árásir með efna-sprengjum á síðustu tveim dögum. Á þriðjudag fórust fimm í slíkri árás og um 140 særðust eða veiktust af eitrun. Sprengjurnar eru heimatilbúnar og í þeim er klórgas.

Sjá næstu 50 fréttir