Fleiri fréttir

Bretar og Danir kalla hermenn heim frá Írak

Danir ætla að kalla alla hermenn sína frá Írak áður en ágústmánuður gengur í garð. Þetta tilkynnti forsætisráðherra Danmerkur í dag. Á sama tíma greindi starfsbróðir hans í Bretlandi frá því að 1.600 breskir hermenn yrðu kallaðir heim á næstu mánuðum.

Ítalska stjórnin riðar til falls

Ítalska ríkisstjórnin hefur verið kölluð saman til fundar, í kvöld, og ekki er talið ólíklegt að hún segi af sér eftir að hafa beðið ósigur í atkvæðagreiðslu um utanríkismál, á þinginu í dag. Stjórnarandstaðan hefur krafist þess að vinstri stjórn Romanos Prodis segi af sér. Lagalega séð þarf ríkisstjórnin ekki að fara, en einn af flokksmönnum Prodis segir að hún "hafi tilhneigingu til að segja af sér."

Egyptar handtaka tilræðismann

Tuttugu og þrír menn hafa verið handteknir í Egyptalandi eftir að palestinskur maður með sprengjubelti var handtekinn þar, en hann hafði komið þangað um jarðgöng frá Gaza ströndinni. Maðurinn ætlaði að fara í baðstrandarbæ á Sinai skaga, sem ísraelskir ferðamenn sækja mikið. Þar ætlaði hann að sprengja sig í loft upp og drepa eins marga Gyðinga og hann gæti.

Flugher Írans engin fyrirstaða

Bandaríska blaðið The New York Times skýrði frá því að það hefði komist yfir leynilegar áætlanir um árás Bandaríkjanna á Íran, að uppfylltum vissum forsendum. Stjórnvöld hafa marglýst því yfir að engin slík árás sé í undirbúningi, en hafa ekki viljað útiloka að gripið verði til vopna, ef allt annað þrýtur.

Heimshöfin súrna

Heimshöfin eru farin að súrna vegna aukins magns koltvísýrings í andrúmsloftinu. Áhrif á líf í höfunum gætu orðið hrikaleg. Á næstu 50-100 árum gæti hækkað sýrustig sjávar leyst upp skeljar snigla og minnkað kóralrif tilfinnanlega að sögn vísindamanna við Vísindaþróunarstofnun Bandaríkjanna í San Francisco.

Mugabe gefur afmælisgjöf

Robert Mugabe, forseti Zimbabwe hélt upp á 83 ára afmæli sitt í dag með því að banna allar pólitískar samkomur í þrjá mánuði. Hann lýsti því jafnframt yfir að hann hefði alls ekki í hyggju að fara frá völdum í bráð. Kjörtímabil hans rennur út í mars á næsta ári, en forsetinn útilokaði ekki að hann byði sig fram aftur.

Íran: Óttast ekki árás Bandaríkjamanna

Ali Larijani, aðalsamningamaður Írana í kjarnorkudeilu þeirra við vesturveldin, segir stjórnvöld í Teheran ekki óttast árás Bandaríkjamanna. Vesturveldin komi ekki til með að beita hörku í deilunni. Frestur sá sem Sameinuðu þjóðirnar gáfu Írönum til að hætta auðgun úrans rennur út í dag.

Engin sátt um Kosovo

Sérlegur fulltrúi Sameinuðu þjóðanna gagnvart Kosovo segir að engar líkur séu á því að Serbar og Albanar nái samkomulagi um framtíð héraðsins. Martti Athisari, stýrir samningaviðræðum sem hófust í Vínarborg í dag. Kosovo er bláfátætk hérað í Serbíu þar sem yfirgnæfandi

Bretar fækka um 1.500 hermenn í Írak

Tony Blair, forsætisráðherra Breta, tilkynnti rétt í þessu að breskum hermönnum yrði fækkað um 1.600 á næstu mánuðum. Sem stendur eru 7.100 breskir hermenn í Írak.

Istanbúl: Íbúðarhús hrundi

Minnst 2 týndu lífi og hátt í 30 slösuðust þegar 5 hæða íbúðarhús hrundi í Istanbúl í Tyrklandi í morgun. Yfirvöld í borginni segja lélegum frágangi við bygginguna um að kenna en engar frekari skýringar hafa fengist á því af hverju húsið hrundi. Talið er að allir sem voru í húsinu og lifðu hafi verið fluttir á sjúkrahús og enga sé að finna í rústunum.

Danir frá Írak fyrir lok júlí

Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Dana, tilkynnti rétt í þessu að allir danskir hermenn verði farnir frá Írak áður en ágúst gengur í garð. Alls eru 470 danskir hermenn þar núna. Níu manna þyrlusveit verður þó áfram í landinu.

Græddu HIV-smituð líffæri í sjúklinga

Ítalskir læknar græddu óvart líffæri úr eyðnismituðum líffæragjafa í heilbrigt fólk. Alls fengu þrír sjúklingar líffæri úr konunni. Um tvö nýru og lifur var að ræða. Læknar segja miklar líkur á því að líffæraþegarnir eigi eftir að smitast af HIV.

Heimkvaðning hermanna undirbúin

Búist er við að Danir og Bretar tilkynni í dag um heimkvaðningu hermanna frá Írak. Áætlað er að Blair forsætisráðherra tilkynni að brottflutningur breskra hermanna hefjist innan örfárra vikna og að forsætisráðherra Dana útlisti áætlun sína á blaðamannafundi síðdegis.

Geta skotið kjarnasprengjum á Japan og S-Kóreu

Norður-Kórea getur framleitt kjarnorkusprengjur sem hægt er að setja á eldflaugar sem ná bæði til Kóreu og Japans, samkvæmt skýrslu bandarískra sérfræðinga, sem Reuters fréttastofan hefur komið yfir. Bandaríkjamennirnir heimsóttu kjarnorkuver Norður-Kóreu norðan við höfuðborgina Pyongyang, og segja að norðamenn hafi framleitt nóg plútóníum fyrir fimm til tólf kjarnorkusprengjur.

Blair brýnir Abbas

Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna mun í dag eiga fund með Tony Blair, í Lundúnum, þar sem breski forsætisráðherrann mun leggja áherslu á að hin nýmyndaða þjóðstjórn Palestínumanna verði að fara að kröfum Miðausturlanda-kvartettsins svokallaða um að viðurkenna Ísraelsríki og láta af ofbeldisverkum. Abbas er á ferð um Evrópu til þess að afla stjórninni fylgis.

Danskir hermenn heim frá Írak

Búist er við að forsætisráðherra Danmerkur, Anders Fogh Rasmussen, tillkynnti í dag að Danir muni fara að dæmi Breta og kalla heim einhvern hluta hermanna sinna frá Írak. Danska fréttastofan Ritzau segir ekki hversu margir hermenn verði kvaddir heim, eða hvenær.

Viðgerð að ljúka á hvalveiðiskipi

Viðgerðum er að ljúka á móðurskipi japanska hvalveiðiflotans sem hefur rekið vélarvana á Suður-Íshafinu eftir mikinn eldsvoða síðastliðinn fimmtudag. Einn skipverji fórst í eldinum. Skipstjóri hvalveiðiskipsins hafnaði aðstoð frá skipi Grænfriðunga sem buðust til að draga það til hafnar. Skip Grænfriðunga var á þessu svæði til þess að trufla hvalveiðar Japana.

Breskt herlið frá Írak

Búist er við að Tony Blair forsætisráðherra Breta tilkynni á morgun að flutningur herliðs Breta frá Írak hefjist innan nokkurra vikna. Þetta kemur fram á BBC og í öðrum breskum fjölmiðlum í dag. Áætlun Blairs er að fyrstu 1.500 hermennirnir úr 7.100 manna liði þeirra í Írak snúi heim á næstu vikum.

Eiturgas umlukti heilan bæ

Sex létust og tugir urðu fyrir eituráhrifum þegar tankbíll fullur af klór sprakk við veitingastað í bænum Taji í Írak í dag. Eiturgas umlukti bæinn sem er 20 km norður af höfuðborginni Baghdad. Tölur látinna voru á reiki, fyrstu tölur sögðu fimm látna og 148 sem orðið hefðu fyrir eitrun. Alls létust 20 manns í landinu í dag í nokkrum tilfellum, meðal annars í Baghdad.

Átak gegn sjálfsvígum í S-Kóreu

Heilbrigðisyfirvöld í Suður Kóreu segjast vera að undirbúa herferð sem beinist gegn hárri sjálfsvígstíðni í landinu. Á fimm árum hafa sjálfsmorðstilfelli tvöfaldast. Verið er að skoða ýmsa möguleika eins og að koma upp ráðgjafamiðstöðvum og fjarlægja vefsíður sem sýna leiðir til sjálfsmorða og hvetja jafnvel fólk til að taka líf sitt.

Alræmdi klósettrúlluþjófurinn varaður við

Rað-klósettrúlluþjófur í Bretlandi hefur fengið viðvörun frá lögreglu eftir að upp komst að hann hefur stolið klósettrúllum af almenningssalernum. Konan er miðaldra og hefur tekið tíu rúllur á dag í að minnsta kosti þrjár vikur. Hún var gripin glóðvolg af bæjarstarfsmönnum í vestur Bridgford í Nottingham.

Airbus íhugar uppsagnir tíu þúsund manns

Dominique de Villepin, forsætisráðherra Frakklands, segir að tíu þúsund starfsmönnum evrópska flugrisans Airbus verði sagt upp þegar fyrirtækið verði endurskipulagt. Illa hefur gengið að selja Airbus A-380 risaþotuna, stærstu farþegaflugvél í heimi, en framleiðsla hennar hefur tafist. Villepin sagði frönsk stjórnvöld andvíg uppsögnum. Þjóðverjar segja ekkert hæft í yfirlýsingum forsætisráðherrans.

Hægt að læra af Sömum

Samar í Norður-Noregi hafa fundið fyrir áhrifum loftslagsbreytinga í áratugi. Rannsóknir hafa leitt í ljós að áhrif þeirra eru áþreifanlegri í loftslagi norðurheimskautsins. Vísindamenn ætla nú að kanna viðbrögð Sama við breytingunum svo hægt verið að læra af þeim.

Segist geta læknað alnæmi

Forseti Afríkuríkisins Gambíu telur sig hafa fundið lækningu við alnæmi. Hann segist hafa læknað marga landa sína með jurtameðulum og fyrirbænum. Hátt í fjörutíu milljón manns í heiminum þjást af alnæmi, flestir í Afríku.

10 ára fangelsi fyrir að misnota dætur sínar

Danskur maður á fimmtugsaldri var í dag dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að hafa misnotað tvær dætur sínar kynferðislega og neytt þá eldri í vændi. Danir eru slegnir vegna málsins sem hefur vakið mikinn óhug þar í landi. Maðurinn er sagður hafa tilheyrt hópi djöfladýrkenda. Hann auglýsti dóttur sína í blöðum og á netinu. Fjórtán menn hafa verið dæmdir í allt að sex ára fangelsi fyrir að hafa misnotað stúlkuna.

007 hlerar vitlausa síma

Samkvæmt nýrri breskri skýrslu gera leyniþjónustumenn hennar hátignar alltof margar skyssur þessa dagana. Þeir hlera vitlausa síma og gramsa í gegnum póst á heimilisföngum sem löngu hafa skipt um eigendur. Njósnurunum er þó talið það til afsökunar að þeir hafa haft gríðarlega mikið að gera undanfarin ár. Verkefnum þeirra hefur fjölgað langt umfram mannskap, síðan stríðið gegn hryðjuverkum hófst.

Norðurlönd gegn kvikasilfri

Norðurlöndin styðja áform um alþjóðlegan samning um notkun kvikasilfurs og annarra þungmálma. Markmiðið er að semja um takmarkaða notkun málma af þessari tegund. Kvikasilfur er einkum notað við allskonar efnaframleiðslu í verksmiðjum, og í rafmagnstækjum.

Segja dýr flegin lifandi í Kína

Dýraverndarsamtök í Ísrael, og víðar, halda því fram að loðfeldir sem koma frá Kína séu af dýrum sem séu flegin lifandi. Yfirrabbíni Ísraels hefur brugðist við með því að gefa út tilskipun um að gyðingar megi ekki íklæðast feldum sem séu flegnir af lifandi dýrum. Yona Metzger yfirrabbíni sagði að öllum Gyðingum bæri skylda til þess að koma í veg fyrir að dýr þjáist.

Ráðist á syrgjendur í jarðarför

Að minnsta kosti sjö létu lífið og 15 særðust þegar sprengjuárás var gerð á syrgjendur í jarðarför í Bagdad í dag. Athöfnin fór fram í tjaldi og þangað læddi sér einhver inn með sprengju. Árásin var gerð í hverfi sjía á Palestínustræti í norðurhluta höfuðborgarinnar. Talið er víst að súnnímúslimar hafi framið ódæðið.

ESB vill minnka útblástur stórlega

Umhverfisráðherrar Evrópusambandsins ætla að setja sér metnaðarfull og bindandi takmörk um minnkun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2020. Ráðherrarnir eru sammála um að minnka einhliða útblástur um 20 prósent, miðað við árið 1990, og um 30 prósent ef önnur iðnríki slást í hópinn.

Rússar hóta hörðum viðbrögðum

Rússneskur hershöfðingi hefur hótað hörðum viðbrögðum ef Bandaríkjamenn setja upp eldflaugavarnarkerfi í Tékklandi og Póllandi. „Ef ríkisstjórnir Tékklands og Póllands segja já þá getum við beint eldflaugum okkar að þessum mannvirkjum.“ sagði hershöfðinginn Nikolai Solovtsov í gær.

Íran: Árásaráætlun sögð tilbúin

Bandaríkjamenn eru sagðir hafa gert áætlun um loftárásir á Íran sem beinist að kjarnorkuverum og innviðum íranska hersins. Frestur sá sem Sameinuðu þjóðirnar hafa gefið Írönum til að hætta auðgun úrans rennur út á morgun. Íransforseti segist tilbúinn til viðræðna en hann gangist ekki undir þau skilyrði sem sett séu.

Halla og Jude í heimspressunni

Kynnum Höllu Vilhjálmsdóttur og breska leikarans Jude Law, eru gerð góð skil í bresku pressunni, í dag. Í The Sun eru birtar fjölmargar flennistórar myndir af Höllu, sem sögð er unaðslegur kynnir hjá hinum íslenska X-Factor. Talað er um kertaljósakvöldverð, sveitt pöbbarölt og kossaflens á dansgólfinu, sem hefði verið nóg til þess að fá dómara í X-Factor til þess að roðna.

Íranar vilja viðræður

Íranski forsetinn, Mahmoud Ahmadinejad, sagði í dag að hann vildi viðræður um kjarnorkuáætlun lands síns. Hann tók engu að síður fram að Íran myndi ekki samþykkja skilyrði Sameinuðu þjóðanna og Bandaríkjanna um að hætta auðgun úrans áður en viðræður geta átt sér stað.

Sorphirðuverkfall breiðist út um Danmörku

Sorphirðumenn í meðal annars Kaupmannahöfn, Óðinsvéum og Kolding lögðu í dag niður vinnu til að styðja starfsbræður sína í Árósum sem verið hafa í verkfalli í á þriðju viku vegna óánægju með kjör sín. Sorphirðumennirnir í Árósum felldu í morgun samkomulag sem trúnaðarmenn höfðu náð í gærkvöld við vinnuveitendur þeirra eftir langan fund.

Skipað að fara í fóstureyðingu

Ítalskur dómari skipaði þrettán ára telpu frá Torino að fara í fóstureyðingu vegna þess að foreldrar hennar voru andvíg því að hún eignaðist barnið. Telpan varð ófrísk eftir fimmtán ára gamlan kærasta sinn og hún vildi eignast barnið.

14 ára fangelsi fyrir særingartilraun

Rúmenskur prestur var í gær dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir að hafa myrt 23 ára nunnu þegar hann var að reyna að særa djöfulinn sjálfan úr henni.

Mátti ekki reka varaforsetann

Nígerískur áfrýjunarréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að forseti landsins, Olusegun Obasanjo, hefði ekki völd til þess að reka varaforseta landsins, Atiku Abubakar, frá völdum. Obasanjo lýsti því yfir í desember að varaforsetaembættið væri nú autt þar sem Abubakar hefði sagt sig úr stjórnarflokknum og farið í annan til þess að geta lýst yfir framboði til forseta.

Réttað yfir meintum ræningjum Ópsins og Madonnu

Réttarhöld hefjast í Noregi í dag yfir fimm mönnum sem ákærðir eru fyrir að hafa rænt málverkunum Ópinu og Madonnu eftir Edvard Munch af Munch-safninu í Osló í ágúst árið 2004.

Blóðnasir ullu lokun sendiráðs

Kanadíska sendiráðinu í París var lokað tímabundið í dag vegna gruns um eitur í bréfasendingu. Starfsmaður sendiráðsins fékk blóðnasir og veiktist eftir að hann opnaði bréf. Grunsemdir vöknuðu um að eitur hafi verið í bréfinu og ákváðu yfirvöld að loka sendiráðinu og nærliggjandi götu um tíma. Hættuástandi var aflýst og sendiráðið opnað þegar lögregla komst að því að starfsmaðurinn hafði verið veikur í einhvern tíma og fengið blóðnasir.

Árásaráætlun á Íran afhjúpuð

Áætlun Bandaríkjamanna um loftárásir á Íran beinast að kjarnorkuverum og innviðum íranska hersins. Ef bandaríkjamenn réðust á Íran samkvæmt áætluninni, myndu íranskir flugvellir, flotastöðvar, flugskeytastöðvar og stjórnstöðvar verða skotmörkin. Bandaríkjamenn staðhæfa að ekki sé ráðgert að ráðast á Íran og eru að reyna að fá sjórnvöld í Teheran til að hætta auðgun úrans.

Leitað í barnaskóla vegna bréfasprengju

Lögreglan í Bretlandi hefur gert húsleit í barnaskóla í Cambridgeshire eftir handtöku manns í tengslum við bréfasprengjurnar sem sprungu í London í síðustu viku. Maðurinn heitir Miles Cooper og er umsjónarmaður í Teversham kirkjuskólanum.

Íranir og Rússar í kjarnorkudeilu

Íranir neita fullyrðum rússneskra embættismanna að þeir standi ekki við greiðslur vegna vinnu við Bushehr kjarnorkuverið sem nú er verið að reisa í suðurhluta Íran. Rússneskir embættismenn hafa varað við seinkun á afhendingu úraneldsneytis standi Íranir ekki við greiðslurnar. Íranir segja að þeir hafi staðið við sinn hluta samningsins.

Sjá næstu 50 fréttir