Fleiri fréttir

8000 morðingjum sleppt úr fangelsi

Átta þúsund föngum var sleppt úr fangelsum í Rúanda, í dag, en þeir höfðu verið sakaðir um aðild að þjóðarmorðinu árið 1994. Frelsun þeirra hefur vakið mikla reiði meðal ættingja þeirra sem myrtir voru í blóðbaðinu. Fangelsi í Rúanda eru yfirfull af föngum sem hafa annaðhvort verið sakfelldir eða bíða eftir réttarhöldum.

Enn eitt heiðursmorð í Danmörku

Danskur saksóknari hefur krafist þyngri refsingar yfir pakistanskri fjölskyldu sem myrti nítján ára gamla stúlku vegna þess að hún hafði gifst manni sem fjölskyldan sætti sig ekki við. Það var bróðir stúlkunnar sem skaut hana til bana, að skipun föðurins. Eiginmaður hennar særðist mikið, en lifði tilræðið af.

Á svifdreka í 10 þúsund metra hæð

Þýsk kona slapp á undraverðan hátt frá svifdrekaflugi, um síðustu helgi, þar sem óveður þeytti henn i upp í tíuþúsund metra hæð. Það er sama hæð og farþegaþotur fljúga í. Í slíkri hæð er frostið um fjörutíu stig og nánast ekkert súrefni, enda missti konan meðvitund.

Ráðherra fellur vegna Önnu Nicole

Innflytjendaráðherra Bahamaeyja hefur sagt af sér vegna sögusagna um að hann hafi átt í ástarsambandi við Playboy fyrirsætuna Önnu Nicole Smith. Myndir hafa birst í blöðum af þeim saman uppi í rúmi, þar sem þau voru að vísu alklædd. Ráðherrann neitar að hafa misbeitt valdi sínu til þess að veita henni búsetuleyfi á eyjunum.

Múhameð mógðaður aftur

Sádi-Arabía hefur krafist þess að hollenski stjórnmálamaðurinn Geert Wilders dragi til baka og biðjist biðjist afsökunar á ummælum sínum um kóraninn í síðustu viku. Þess er einnig krafist að hollenska ríkisstjórnin stöðvi frekari yfirlýsingar af þessu tagi. Menn velta því fyrir sér hvort nýtt teiknimyndamál sé í uppsiglingu.

Nýjar myndir af yfirborði Mars

Allt lítur út fyrir að vatn hafi eitt sinn runnið á yfirborði Mars á nýjum myndum frá könnunarfari NASA sem sveimar nú á sporbaug um reikistjörnuna rauðu. Myndirnar sýna að yfirborð Mars líkist nokkuð eyðimörkum suðvesturríkja Bandaríkjanna og á því eru rákir sem líkjast uppþornuðum árfarvegum.

Mótmæla stækkun bandarískrar herstöðvar

Tugþúsundir manna á Ítalíu taka þátt í að mótmæla fyrirhugaðri stækkun bandarískrar herstöðvar við borgina Vicensa. Ríkisstjórn Ítalíu er klofin í málinu og mótmælendur hóta að koma í veg fyrir stækkunina með því að leggjast fyrir framan jarðýturnar.

Handtekinn vegna bréfsprengjuárása

Breska lögreglan handtók í morgun karlmann á þrítugsaldri sem grunaður er um aðild að bréfasprengjuárásum víða á Bretlandseyjum fyrr í mánuðinum. Að sögn breskra miðla var maðurinn handtekinn í Cambridgeshire.

Pólverjar og Tékkar segja já við loftvarnarkerfi

Pólland og Tékkland samþykkja líklega beiðni Bandaríkjamanna um að fá að setja upp loftvarnarkerfi á landsvæðum ríkjanna. Forsætisráðherrar landanna skýrðu frá þessu á sameiginlegum fréttamannafundi í dag.

Engin áþreifanleg niðurstaða

Engin áþreifanleg niðurstaða fékkst eftir fund leiðtoga Ísraels og Palestínumanna með Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Jerúsalem í morgun. Rice segir viðræðum verða haldið áfram. Markmið fundarins var að koma friðarviðræðunum fyrir botni Miðjarðarhafs aftur af stað.

Rússar fresta byggingu kjarnorkuvers í Íran

Rússar ætla sér að fresta byggingu á kjarnorkuveri fyrir Írana. Ákveðið var að fresta henni þar sem Íranar hafa ekki staðið við fjárhagslegar skuldbindingar sínar vegna versins. Þetta sagði starfsmaður innan rússnesku kjarnorkumálastofnunarinnar í dag.

Osama bin Laden snýr aftur

Æðstu leiðtogar Al Kæda eru búnir að endurheimta að mestu leyti stjórn sína yfir hryðjuverkasamtökunum, að sögn bandaríska blaðsins New York Times. Blaðið hefur þetta eftir bandarískum leyniþjónustumönnum, sem segja að bæði Osama bin Laden og næstráðandi hans Ayman al-Zawahri komi nú beint að stjórn samtakanna.

Fjórir hálshöggnir í Sádi-Arabíu

Fjórir menn frá Sri Lanka voru teknir af lífi í Saudi-Arabíu, í dag, fyrir ofbeldisfull rán. Þá hafa sextán manns verið teknir af lífi í landinu það sem af er þessu ári. Mennirnir höfðu engan myrt, en hinsvegar sært nokkra með byssuskotum, í ránum sínum. Aftökur í Saudi-Arabíu fara venjulega þannig fram að menn eru

Eiturefnaárás í París?

Franska lögreglan hefur umkringt sendiráð Kanada í París, eftir að starfsmaður þar veiktist eftir að hafa opnað póst. Lögreglumenn í eiturefnabúningum eru þessa stundina að rýma sendiráðið.

Ríkislögmaðurinn hélt framhjá

Peter Goldsmith ríkislögmaður Breta og bandamaður Tony Blairs forsætisráðherra hefur viðurkennt að hafa haldið framhjá eiginkonu sinni með lögfræðingi. Sambandi hans við ástkonuna, Kim Hollis lauk fyrir nokkrum árum. Hún var fyrsta konan af asískum uppruna sem var skipuð lögmaður í þágu bresku krúnunnar. Goldsmith lávarður hefur neitað því að hann hafi misnotað aðstöðu sína til að ýta undir frama Hollis.

Vonir dvína um viðræður Palestínu, Ísraels og Bandaríkjanna

Condoleeza Rice fundaði með forsætisráðherra Ísrael og forseta Palestínu í dag en sameiginlegur fundur með þeim þremur verður á morgun. Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, varði þjóðstjórn landsins og bað um biðlund en Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hélt fast við yfirlýsingar sínar frá því í gær um að bæði Bandaríkin og Ísrael myndu hvorki viðurkenna þjóðstjórnina né vinna með henni.

Internet-fíkill kærir IBM fyrir að reka sig

James Pacenza var rekinn frá IBM tölvufyrirtækinu í Bandaríkjunum fyrir að fara á spjallvef klámsíðu í vinnutölvu. Fyrirtækið segir stefnu félagsins alveg skýra og að Pacensa hafi verið varaður við. James fer fram á fimm milljónir bandaríkjadala frá fyrirtækinu undir þeim formerkjum að hann sé háður internetinu og verðskuldi meðferð og samúð, frekar en að vera rekinn.

Ungabarnabeinagrindur í plastpoka

Lögreglan á Indlandi fann plastpoka með leifum beinagrinda að minnsta kosti sex ungabarna nýverið. Pokinn fannst við leit á lóð sjúkrahúss í bænum Ratlam á mið-Indlandi. Óttast er að beinin geti verið vísbending um ólöglegar fóstureyðingar foreldra, sem vilja velja hvort kynið þau eignast. Pokinn fannst eftir ábendingu frá heimamanni.

Segulljós rannsökuð í geimferð

Delta II geimflaug Nasa geimferðastofnunnarinnar tók á loft í gærkvöldi frá Canaveral höfða í Florida. Seinkun varð á geimskotinu vegna vinds. Geimferðin ber heitið "Themis" og er ætlað að fá frekari innsýn inn í hvað orsakar segulljós og þá ljósadýrð sem getur skapast í himingeimnum. Vísindamenn eru á höttunum eftir upplýsingum um hvað hrindir af stað skyndilegri birtingu ljósa.

62 létust í sprengingum í Baghdad

Tala látinna í tveimur bílasprengingum í Baghdad í Írak í dag heldur áfram að hækka. Nú er staðfest að 62 létust og í það minnsta 120 slösuðust. Önnur sprengjan sprakk á markaði síja í nýjum hluta höfuðborgarinnar og hin í Sadr hverfinu. Um er að ræða mannskæðustu árásir síðan á miðvikudag þegar herir Bandaríkjamanna og Íraka tóku höndum saman um að skera upp herör gegn uppreisnarmönnum í landinu.

Átta bandarískir hermenn létust í Afghanistan

Átta bandarískir hermenn létust og 14 slösuðust þegar herþyrla hrapaði í suðausturhluta Afghanistan. Þyrlan var af Chinook gerð. Flugmaðurinn hafði tilkynnt um vandræði í mótor. Þyrlan hrapaði í Zabul héraði við landamæri Pakistan, en þar hafa aðgerðir talibana verið áberandi upp á síðkastið.

Ár svínsins gengið í garð

Milljónir manna hafa verið á faraldsfæti innan Kína sem og til landsins alla þessa viku og er um að ræða eina mestu fólksflutninga á jörðinni. Ástæðan er þó ekki stríðsátök eða hungursneyð, heldur mun gleðilegri - nýja árið í kínverska tímatalinu er nefnilega gengið í garð þar í landi og nú taka við vikulöng hátíðahöld.

Bretar áhyggjufullir vegna unglingadrykkju

Breskir læknar vilja sérstök meðferðarúrræði fyrir börn með áfengissýki. Börn allt niður í 12 ára aldur eru greind sem alkahólistar. Þetta kemur fram í breska dagblaðinu The Independent. Vaxandi áhyggjur eru í Bretlandi vegna mikillar áfengisdrykkju. Aldrei hafa jafn margir unglingar frá tólf ára aldri þurft læknisaðstoð vegna hliðarverkana áfengisdrykkju.

Hóta að sniðganga Palestínustjórn

Bandaríkjamenn og Ísraelar hafa fallist á að sniðganga nýja þjóðstjórn Palestínumanna nema stjórnin viðurkenni Ísraelríki og láti af ofbeldisverkum gegn Ísraelum. Ekkert samstarf verði á milli Ísraela og Palestínumanna ef af þessu verði ekki. Þessu lýsti Ehud Olmert yfir í aðdraganda viðræðna milli hans og utanríkisráðherra Bandaríkjanna Condoleezzu Rice.

Fuglaflensa staðfest í Rússlandi

Tvö tilfelli fuglaflensu hafa verið staðfest í Rússlandi sem hið banvæna afbrigði H5N1. Tilfellin tvö komu upp á tveimur stöðum vestur og suður af Moskvuborg í gærkvöldi. Frekari sýni verða tekin á morgun. Rannsókn þeirra mun leiða í ljós hversu hættulegur vírusinn er. Ekki hefur verið tilkynnt um fuglaflensusmit í mönnum enn sem komið er í Rússlandi.

Þúsundir Ítala mótmæltu í Vicenza

Þúsundir Ítala mótmæltu stækkun bækistöðvar Bandaríska hersins í borginni Vicenza á Ítalíu í dag. Skipuleggjendur mótmælanna segja meirihluta bæjarbúa mótfallna áformum bandaríska hersins. Þeir segja Romano Prodi forsætisráðherra Ítalíu hafa hunsað mótbárur þeirra gegn stækkuninni.

Öldungadeild hafnar ályktun fulltrúadeildar

Öldungadeild Bandaríkjaþings neitaði í dag að samþykkja ályktun sem fordæmir ákvörðun Bush forseta um að fjölga í herliði Bandaríkjamanna í Írak. Ályktunin var samþykkt í fulltrúadeild bandaríska þingsins með 246 atkvæðum gegn 182. Þetta er í annað skiptið á hálfum mánuði sem demókrötum í öldungadeildinni mistekst að vinna á mótstöðu repúblíkana og ná viðunandi fjölda atkvæða til að koma máli í gegn.

Sjö létust í eldsvoða í Pennsylvaníu

Sjö manns létust, þar af sex börn, þegar kviknaði í húsi í Pennsylvaníu ríki í Bandaríkjunum. Börnin voru á aldrinum tveggja til tíu ára, en kona um tvítugt lést einnig í eldsvoðanum. Nokkrir fullorðnir komust úr húsinu þegar eldurinn kviknaði klukkan þrjú í nótt að staðartíma. Ekki er enn vitað um orsök eldsins, en húsið var timburhús í Franklin rétt við Pittsburg.

Japanir hafna hjálp frá Greenpeace

Japanir hafa neitað að þiggja hjálp frá einu skipi náttúruverndarsamtakanna Greenpeace fyrir japanskt hvalveiðiskip sem er laskað á sjó eftir eld. Yfirvöld á Nýjasjálandi óskuðu eftir að skip Greenpeace fengi að aðstoða hvalveiðiskipið Nisshin Maru í Suðurskautshafi. Þeir óttast að olía geti lekið frá skipinu og spillt stærstu heimkynnum Adelie mörgæsa rétt hjá.

Skotinn til bana í London

Rúmlega tvítugur maður var skotinn til bana í austurhluta London í morgun. Hann er síðasta fórnarlamb vaxandi byssumenningar í borginni. Tilkynning barst undir morgun um að byssuskot hefðu heyrst í Hackney hverfinu og fann lögregla lík mannsins í kjölfarið. Hann hafði verið skotinn til bana í bíl.

F-16 flugmenn uppfylla ekki NATO kröfur

Danskir flugmenn F-16 orustuþota uppfylla ekki kröfur NATO um að fljúga 180 flugtíma á ári. Ástæðan er skortur á flugvirkjum danska flughersins. Frá áramótum hafa 12 flugvirkjar annað hvort sagt upp störfum eða óskað eftir launalausu leyfi. Þetta kemur fram í danska blaðinu Berlingske Tidende. Flugvirkjarnir eru ósáttir við lífeyris mál.

Tólf létust í sjálfsmorðsárás í miðju réttarhaldi

Tólf létust, þar á meðal dómarar og lögfræðingar, í sjálfsmorðsáras í réttarsal í borginni Quetta í Suðvestur-Pakistan í morgun. Hrina sjálfsmorðssprenginga hefur átt sér stað í héraðinu undanfarnar vikur og er lögregla og her í landinu í viðbragðsstöðu.

Sprengja í stúlknaskóla í Íran

Sprengja sprakk í stúlknaskóla í Zahedan í Íran klukkan tíu í kvöld að staðartíma. Byssumenn skutu á fólk á svæðinu eftir að sprengjan sprakk. Þetta er önnur sprengjan í bænum á þremur dögum. Ekki er vitað hvort einhver lést eða slasaðist í tilræðinu. Öryggisverðir lokuðu götum og umkringdu hús sem þeir töldu byssumennina vera í.

Ákvarðanir Bush fordæmdar

Ályktun gegn fjölgun bandaríska heraflans í Írak var samþykkt í fulltrúadeild bandaríska þingsins í dag. Ályktunin fordæmir ákvarðanir forsetans um fjölgun í heraflanum í Írak. 246 þingmenn greiddu atkvæði með ályktuninni en 182 gegn. Samþykktin neyðir Bush ekki til aðgerða, en sendir skýr skilaboð um að byrja að senda bandaríska hermenn heim frá Írak.

Nasistavín undir hamarinn

Flaska af Nasistavíni með mynd af Hitler verður boðin upp í Plymouth í Bretlandi á næstunni. Rauðvínsflaskan “Fuhrerwein” er frá árinu 1943 og markaði 54 ára afmæli Hitlers. Á miðanum á flöskunni er mynd af Hitler í hátísku jakkafötum með bindi. Annar miði á hálsinum skartar mynd af erni sem situr ofan á hakakrossinum.

Skutu sprengjuvörpum að hersveitum í Sómalíu

Árásarmenn í Sómalíu skutu sprengjuvörpum að hersveitum stjórnarinnar og eþíópískum hermönnum í Mogadishu höfuðborg Sómalíu í dag. Engan sakaði í tilræðinu. Fjórir óbreyttir borgarar létust í röð sprenginga í borginni í gær. Árásin í dag er sú síðasta í röð árása öfgasinna í borginni.

Hefur hikstað í þrjár vikur

Bandarísk unglingsstúlka virðist hafa orðið fyrir sérlega illu umtali því undanfarnar þrjár vikur hefur hún hikstað án afláts. Stúlkan hikstar um það bil fimmtíu sinnum á mínútu og eru læknar sem hafa rannsakað hana gersamlega ráðþrota yfir þessum hamagangi.

Enn logar í japanska hvalskipinu

Óttast er að umhverfisslys geti verið í uppsiglingu í Suður-Íshafinu eftir að eldur kom upp í japönsku hvalveiðiskipi þar í gær. Hafsvæðið er eitt hið tærasta í heiminum og þar eru einnig varpstöðvar mörgæsa. Þrátt fyrir að ekki hafi tekist að koma böndum á eldinn hafa skipverjar ekki viljað þiggja hjálp frá umhverfisverndarsinnum á svæðinu.

Fiskur á meðgöngu meinhollur

Fiskneysla á meðgöngu gerir börnin bæði gáfaðri og betri í samskiptum þegar þau vaxa úr grasi. Þetta er niðurstaða könnunar sem birtist í breska læknatímaritinu Lancet í dag.

Sjö al-Kaída liðar fengu lífstíðardóm

Tyrkneskur dómstóll hefur dæmt sjö al-Kaída liða í lífstíðarfangelsi vegna sprenginganna í Istanbul árið 2003. Sextíu manns létust í sprengingunum sem var miðað að Bretum og gyðingum. Höfuðpaur sprenginganna Louai al Sakka var einn hinna dæmdu, en hann tryggði fjármagn fyrir bílasprengingarnar. Þær sprungu við tvö samkomuhús gyðinga, bresku ræðismannsskrifstofuna og útibú HSBC bankans.

CIA-mönnum stefnt fyrir rétt

Ítalskur dómari hefur stefnt 26 bandarískum mönnum fyrir rétt vegna ráns á egypskum kennimanni í Mílanó árið 2003. Flestir mannanna starfa fyrir leyniþjónustuna CIA en þeir eru sagðir hafa flutt klerkinn Osama Mustafa Hassan nauðugan í fangelsi í Egyptalandi vegna gruns um að hann tengdist hryðjuverkum.

Sjá næstu 50 fréttir