Fleiri fréttir

Reynt að bregðast við hlýnuninni

Á ráðstefnu stjórnmálamanna frá áhrifamestu ríkjum heims náðist samkomulag um aðgerðir gegn hlýnun jarðar. Þótt ráðstefnan hafi engin formleg völd er hún talin eiga eftir að hafa fordæmisgildi fyrir þær áðstafanir sem gripið verður til í þessum efnum í framtíðinni.

Kókaín í tonnavís á Spáni

Spænska tollgæslan komst í feitt í vikunni þegar hún fann þrjú og hálft tonn af kókaíni um borð í finnsku kaupskipi. Rökstuddur grunur um að ellefu tonnum til viðbótar hafi verið hent útbyrðis.

Þurfa að sæta réttarhaldi

Dómari í Mílanó hefur skipað 26 Bandaríkjamönnum að mæta fyrir rétt vegna ákæra um mannrán. Talið er að flestir þeirra séu starfsmenn bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa rænt manni sem var grunaður um hryðjuverk og flutt hann til Egyptalands þar sem hann var síðar pyntaður.

Tsjad gæti orðið nýtt Rúanda

Ofbeldið í Tsjad gæti stigmagnast og orðið sambærilegt þjóðarmorðunum í Rúanda. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sagði frá þessu í morgun. Hún sagði að ofbeldið í suðausturhluta Tsjad væri farið að líkjast því í Darfur héraði Súdan.

Breskir unglingar skotnir til bana

Bretar eru slegnir yfir því að þrír unglingspiltar hafa verið skotnir til bana í suðurhluta Lundúna á síðustu tólf dögum. Morðingjarnir voru aðrir unglingar. Nýjasta fórnarlambið er Billy Cox, sextán ára gamall piltur sem var skotinn til bana á heimili sínu. Vopnaðar lögreglusveitir hafa verið sendar til löggæslu í þessum borgarhluta.

Stjórnvöld og aðskilnaðarsinnar í Taílandi ræðast við

Stjórnvöld í Taílandi hafa ákveðið að halda viðræður við uppreisnarmenn múslima í suðurhluta landsins. Síðastliðin þrjú ár hafa uppreisnarmenn barist fyrir eigin ríki og meira en tvö þúsund manns hafa látið lífið í átökunum. Forsætisráðherra Taíland segir þó ekki um formlegar samningaviðræður um að ræða.

Thatcher heiðruð

Mrgrét Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, verður heiðruð í þinginu í næstu viku, þegar rúmlega sjö feta há stytta af henni verður afhjúpuð í setustofu þingsins. Margrét Thatcher, sem nú er áttatíu og eins árs gömul, var forsætisráðherra Bretlands í ellefu og hálft ár, eða þartil hennar eigin flokksbræður gerðu hallarbyltingu og hröktu hana frá völdum.

Grimmar reykingalöggur

Bæjarfélög í Bretlandi eru að þjálfa þúsundir manna sem eiga að framfylgja reykingabanni á opinberum stöðum, sem tekur gildi fyrsta júlí í sumar. Þessar reykingalöggur mega laumast inn á veitingastaði og taka myndir af fólki til þess að afla sér sönnunargagna. Bæði einstaklingar og veitingamenn mega búast við háum sektum, ef þeir brjóta bannið.

Bush skortir heimild til að ráðast á Íran

Nancy Pelosi, leiðtogi demókrata í fulltrúadeild bandaríska þingsins, sagði George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, ekki hafa heimild til þess að ráðast á Íran. Hún sagði að til þess þyrfti hann samþykki þingsins.

Leiðtogi al-Kaída í Írak slasaður

Leiðtogi al-Kaída í Írak, Abu Ayyub al-Masri, hefur slasast í bardögum í norðurhluta Bagdad. Al Arabiya sjónvarpsfréttastöðin sagði frá þessu í dag og hafði það eftir innanríkisráðuneytinu í Írak. Aðstoðarmaður al-Masri mun hafa látist í árásunum en engar frekari upplýsingar hafa fengist. Talsmaður Bandaríkjahers í Bagdad sagðist ekkert vita um atvikið.

Verða að kunna skil á bandarískum gildum

Nýtt próf verður nú lagt fyrir fólk sem ætlar sér að verða bandarískir ríkisborgarar. Það þarf að svara spurningum um bandarísk gildi og hugtök. Spurt verður um lýðræði, trúfrelsi, réttindi minnihlutahópa og af hverju ríkisvaldið í Bandaríkjunum er þrískipt. Gamla prófið sem innflytjendur áttu að taka snerist meira um dagsetningar og nöfn, einfaldar staðreyndir sem auðvelt var að leggja á minnið.

Bandaríkin hafa sóað 10 milljörðum í Írak

Sjálfstæðir endurskoðendur sem fengnir voru til þess að fylgjast með útgjöldum vegna stríðsins í Írak segja að Bandaríkin hafi sóað meira en 10 milljörðum dollara frá því það hófst. Þeir búast jafnframt við því talan eigi eftir að hækka enn meira.

Fordæmdi árásirnar í Madríd

Einn af þeim sem sakaður er um að skipuleggja sprengjuárásirnar í Madríd fordæmdi þær þegar hann var yfirheyrður í dag. 191 manns létu lífið í árásunum sem voru á meðal mannskæðustu hryðjuverka í sögu Spánar.

Chavez ætlar að þjóðnýta matvöruverslanir

Hugo Chavez, forseti Venesúela, sagði við stuðningsmenn sína í dag að hann ætlaði sér að þjóðnýta matvörumarkaði sem seldu kjöt á hærra verði en stjórnvöld samþykkja.

Munu ekki styðja við uppreisnarhópa

Viðræðum á milli stjórnvalda í Súdan, Tsjad og Mið-Afríkulýðveldinu lauk í dag með þeirri niðurstöðu að þau myndu ekki styðja við bakið á uppreisnarhópum sem ráðast inn á landsvæði þeirra. Utanríkisráðherra Súdans, Lam Akol, sagði frá þessu á fréttamannafundi eftir að viðræðunum lauk.

Einn handtekinn vegna flugráns

Spænsk yfirvöld sögðu frá því rétt í þessu að einn maður hefði verið handtekin eftir að flugvél sem var rænt lenti á flugvellinum á Kanaríueyjum. Lögregla á Kanaríeyjum hefur nú náð vélinni á sitt vald. Áður hafði verið sagt frá því að skothríð hefði átt sér stað í flugvélinni. Einhverjir slösuðust í henni en ekki var vitað hversu margir.

Pútin styrkir tök sín í Téteníu

Vladimir Pútín, forseti Rússlands, setti ríkisstjóra Téteníu, Alu Alkhanov, í nýtt starf. Búist er við því að Ramzan Kadyrov, fyrrum uppresinarmaður sem er dyggilega studdur af Kremlverjum, eigi eftir að taka við sem ríkisstjóri. Samkvæmt fréttum þá bað Alkhanov um að verða leystur undan störfum og var hann skipaður aðstoðardómsmálaráðherra Rússlands.

Abbas veitir Haniyeh umboð til stjórnarmyndunar

Forseti Palestínu, Mahmoud Abbas, bað í dag Ismail Haniyeh, fyrrum forsætisráðherra Palestínu, um að mynda þjóðstjórn. Haniyeh hafði áður sagt af sér en það var fyrsta skrefið sem þurfti að taka svo hægt væri að mynda þjóðstjórnina. Abbas veitti Haniyeh umboðið á fréttamannafundi í Gaza í dag.

Reyndu ákaft að komast til Bandaríkjanna

Vera má að gyðingastúlkan Anna Frank væri enn á lífi ef bandarísk stjórnvöld hefðu veitt fjölskyldu hennar hæli á árum heimsstyrjaldarinnar síðari.

Niðurlægðu vistmennina

Starfsfólk, á stofnun fyrir andlega fatlað fólk í bænum Nyborg á Fjóni, hefur verið kært til lögreglu fyrir illa meðferð á skjólstæðingum sínum. Fréttamaður, á sjónvarpsstöðinni TV-2, fletti ofan af framkomu starfsfólksins.

Flugrán framið í Máritaníu

Máritanískri farþegaflugvél af gerðinni Boeing 737 var rænt í dag. Henni var flogið til Kanaríeyjanna og var að lenda þar rétt í þessu. Vélinni var áður flogið til Vestur-Sahara til þess að taka eldsneyti. Ekki er vitað hversu margir eru um borð í vélinni eða hvað flugræningjunum gengur til.

Sigldi á varðskipið

Danska varðskipið Hvítabjörninn hefur undanfarna tvo sólarhringa staðið í stappi við franska togarann Bruix sem grunaður er um ólöglegar skötuselsveiðar við miðlínuna á milli Færeyja og Bretlands. Hvítabjörninn hafði fyrst afskipti af togaranum í fyrradag.

Vill engum spurningum svara

Réttarhöld hófust í morgun yfir 29 mönnum sem sakaðir eru um að bera ábyrgð á hryðjuverkunum í Madríd á Spáni í mars 2004 sem kostuðu 191 mannslíf. Einn sakborninganna neitaði að svara spurningum réttarins í dag.

Venesúela bætir eftirlit við olíustöðvar

Varnarmálaráðherra Venesúela sagði í dag að varnir landsins yrðu styrktar vegna yfirlýsinga hryðjuverkahóps um að ráðast ætti á olíustöðvar þeirra landa sem sjá Bandaríkjunum fyrir olíu. 11 prósent af olíu sem flutt er inn til Bandaríkjanna kemur frá Venesúela.

Putin býr í haginn

Vladimir Putin, forseti Rússlands tilkynnti í dag að Sergei Ivanov, aðstoðar forsætisráðherra hefði verið hækkaður í tign upp í fyrsti aðstoðar forsætisráðherra. Ivanov er talinn manna líklegastur til þess að taka við af Putin, sem forseti, á næsta ári.

Búa sig undir stórsókn talibana

George Bush mun í dag tilkynna um fjölgun bandarískra og NATO hermanna í Afganistan, að sögn háttsetts embættismanns í Washington. Fjölgunin er til þess að mæta yfirvofandi stórsókn talibana sem búist er við að hefjist um leið og snjóa leysir í fjöllunum og vegir og vegaslóðar verða greiðfærir.

Kathleen meiddi sig

Kviðdómur í Austin í Texas hafði mikla samúð með Kathleen Robertsson sem hafði mátt þola bæði kvalir og vinnutap þegar hún braut á sér öklann. Húsgagnaverslunin sem átti sök á öklabrotinu harðneitaði að greiða henni nokkrar bætur.

Vetrarríkið veldur usla

Mikið vetrarríki hefur sett samgöngur í norðaustanverðum Bandaríkjunum algerlega úr skorðum undanfarna daga. Snjó hefur kyngt niður en einnig hefur blásið hressilega. Hundruðum flugferða hefur verið aflýst og skólar og ýmsar stofnanir hafa að mestu verið lokaðar.

Vilja taka við flóttamönnum

Írösk stjórnvöld hafa lokað landamærunum að Sýrlandi og Íran til að stöðva vopnaflutninga og ferðir vígamanna til landsins. Þá greindu bandarísk stjórnvöld frá því í gær að þau væru reiðubúin til að taka við sjö þúsund íröskum flóttamönnum á næstunni.

Réttarhöld hafin vegna Madrídarárásanna

Réttarhöld hófust í Madríd í morgun yfir 29 manns sem ákærðir eru fyrir að hafa staðið fyrir hryðjuverkum í borginni í mars 2004. 191 týndi lífi í árásunum sem gerðar voru á járnbrautarlestar borgarinnar.

Ástandið versnar í Tsjad

Svo virðist sem átökin í Darfur-héraði í Súdan séu að breiðast til nágrannalandsins Tsjad og liggur við neyðarástandi í landinu vegna ofbeldis og hungursneyðar. Utanríkisráðherra landsins segir neyðarfund sem halda á í dag með fulltrúum Tsjad, Súdan og Miðafríkulýðveldisins algjörlega gagnslausan.

Írak lokar landamærum

Írak hefur lokað landamærum sínum að Íran og Sýrlandi en það er liður í herferð gegn uppresinarmönnum í landinu og ætlað til þess að hamla flæði vopna inn í landið. Landamærin verða lokuð í minnst þrjá sólarhringa.

Dánarvottorð fyrir fóstur

Stjórnvöld í Tennessee ríki í Bandaríkjunum hafa lagt til að dánarvottorð verði gefið út fyrir fóstur sem hefur verið eytt. Það mundi á sama tíma búa til skrá yfir þær konur sem farið hafa í fóstureyðingu.

al-Kaída hvetur til árása á olíustöðvar

Hryðjuverkahópur sem tengdur er al-Kaída hefur ákallað hryðjuverkahópa um allan heim og beðið þá að ráðast á þær þjóðir sem selja Bandaríkjunum olíu.

Lögfræðingar Libbys ljúka máli sínu

Lögfræðingar Lewis „Scooters“ Libbys hafa lokið máli sínu eftir aðeins þriggja daga vörn. Libby er sakaður um að hafa logið að rannsóknarmönnum sem voru að reyna að komast að því hver lak upplýsingum um Valerie Plame, útsendara CIA.

Málsókn gegn MySpace vísað frá

Fyrirtækið News Corp. skýrði frá því í dag að fylkisréttur hefði vísað frá máli gegn MySpace vefsíðunni. Foreldrar tveggja stúlkna sem urðu fórnarlömb kynferðisafbrotamanna höfðuðu málið á þeim forsendum að MySpace hefði getað komið í veg fyrir atvikin. MySpace vefurinn á þó yfir höfði sér fleiri málsóknir af svipuðum toga.

Arctic Monkeys sigursælir

Arctic Monkeys voru sigurvegarar Brit verðlaunanna sem fram fóru í Lundúnum í kvöld. Þeir unnu bæði verðlaun fyrir að vera besta breska hljómsveitin og að hafa gefið út bestu bresku plötuna.

Los Angeles verður þráðlaus 2009

Borgarstjórinn í Los Angeles hefur ákveðið að borgaryfirvöld muni bjóða upp á frítt, eða mjög ódýrt, þráðlaust net fyrir alla borgarbúa. Verkefnið á að vera tilbúið árið 2009 og verður eitt stærsta þráðlausa net Bandaríkjanna.

Lögðu hald á fjögur tonn af kókaíni

Spænska lögreglan skýrði frá því í dag að hún hefði lagt hald á að minnsta kosti fjögur tonn af kókaíni í snekkju á Gíbraltarsundi. Lögreglan í Portúgal náði einu og hálfu tonni af sama efni í tengdri aðgerð nálægt eyjunni Madeira stuttu seinna. Spænska lögreglan fór um borð í snekkjuna Challenger í gær og fluttu hana til hafnar í Almeria til þess að leita að eiturlyfjum.

Námuverkamenn í Mexíkó minnast fallinna félaga

Mexíkóskir námuverkamenn fara í verkfall 19. febrúar til þess að minnast þeirra 65 námuverkamanna sem létust í námusprengingu í fyrra. Talsmenn stéttarfélagsins skýrði ekki frá því hversu langt verkfallið yrði. Tilgangurinn með verkfallinu er að setja þrýsting á stjórnvöld og hvetja þau til þess að beita eigendur námunnar refsiaðgerðum. Stéttarfélagið er reyndar klofið í tvennt svo ekki er vitað hversu margir eiga eftir að taka þátt í verkfallinu.

Leiftrandi risasmokkur

Japanskir vísindamenn birtu í dag myndir af risasmokkfiski í sínum náttúrulegum heimkynnum, þær fyrstu í sögunni, að þeirra sögn. Á myndunum sést skepnan svamla fimlega um öngul vísindamannanna og af og til bregður fyrir daufu leiftri úr örmum hennar.

Tíunda hvert íslenskt barn einmana

Velsæld barna í iðnríkjunum er minnst í Bretlandi og Bandaríkjunum en best líður þeim á Norðurlöndunum. Heilbrigði barna er óvíða betri en hér á landi en fjölskyldu- og vinatengslum íslenskra barna er ábótavant. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna.

Berdymukhamedov sór embættiseiðinn

Kurbanguly Berdymukhamedov sór í dag embættiseið sem forseti Mið-Asíulýðveldisins Túrkmenistans, við hátíðlega athöfn. Berdymukhamedov fær það erfiða hlutskipti að feta í fótspor Saparmurats Niyazov, sem þekktur var sem Turkmenbashi, eða faðir allra Túrkmena, en hann andaðist í desember síðastliðnum.

Sjá næstu 50 fréttir