Fleiri fréttir

Pólsk lögregla flettir ofan af eiturlyfjahring

Pólsk og sænsk lögregla flettu ofan af risaeiturlyfjahring sem var við það að smygla eityrlyfjum fyrir sjö milljarða íslenskra króna en pólska lögreglan skýrði frá þessu í dag. Eiturlyfin náðust þegar verið var að reyna að smygla einu og hálfu tonni af kókaíni beint frá Kólumbíu til Póllands.

Jarðskjálfi 7,2 á Richter við Taívan

Jarðskálfti sem mældist 7,2 á Richter skalanum varð rétt í þessu fyrir utan suðurströnd Taívan en ekki er ljóst á þessari stundu hvort að einhverjar skemmdir hafi orðið. Japanska jarðmælingastofnunin sagði að flóðbylgja hefði myndast og hún stefndi á Filippseyjar.

Kastró á batavegi

Spænski læknirinn sem kúbversk yfirvöld sendu eftir til þess að gera athuganir á heilsufari Fídels Kastró sagði í dag að Kastró væri á batavegi og að hann þarfnaðist ekki fleiri aðgerða.

Hættir öllu samstarfi

Yfirvöld í írösku hafnarborginni Basra eru hætt samstarfi við breskar hersveitir eftir að hermenn leystu upp rannsóknardeild lögreglunnar í borginni og eyðilögðu höfuðstöðvar hennar. Vel á annan tug manna lét lífið í bílsprengjuárásum í Bagdad í morgun.

Hundruð manna láta lífið í sprengingu í Nígeríu

Vitni segja að fleiri en 500 brunnin lík liggi við olíuleiðslu sem sprakk í Nígeríu í dag en gat hafði verið gert á hana í nótt. Þjófar höfðu ætlað sér að stela olíunni og fóru hundruð manna að olíuleiðslunni til þess að ná sér í olíu.

Rætt um hugsanlegan arftaka Túrkmenbashi

Allsherjarþing var sett í Túrkmenistan í morgun og sækja það fleiri en 2.500 fulltrúar víðsvegar úr landinu. Þar á að ræða hvernig á að haga kosningum sem og hvaða frambjóðendur á að velja til verksins. Ákveðið var að halda kosningar þann 11. febrúar næstkomandi.

25 farast í sprengjuárás í Bagdad

Að minnsta kosti 25 manns létust og 55 særðust þegar að þrjár bílasprengjur sprungu í suðvesturhluta Bagdad í morgun. Árásin átti sér stað á fjölfarinni verslunargötu og er talin alvarleg, jafnvel á íraskan mælikvarða. Ekki er ljóst hverjum var verið að reyna að ná sér niður á en næstum öll fórnarlömbin voru óbreyttir borgarar.

Eþíópískir hermenn nálgast Mogadishu

Eþíópískar hersveitir eru farnar að nálgast höfuðborg Sómalíu, Mogadishu, og gætu náð henni á sitt vald á næstu 48 klukkustundum en þetta sagði talsmaður Sómalíustjórnar rétt í þessu. Sómalska stjórnin hefur einnig heitið að gefa leiðtogum uppreisnarmanna upp sakir gefist þeir friðsamlega upp.

Tvö ár liðin frá flóðbylgjunni við Indlandshaf

Þess er minnst um gjörvalla heimsbyggðina í dag að tvö ár eru frá því að flóðbylgjan mikla skall á strandhéruðum við Indlandshaf og grandaði 250.000 manns. Í Taílandi lögðu ættingjar þeirra sem fórust blóm á hafflötinn til minningar um ástvini sína og á indónesísku eynni Balí var viðvörunarbúnaður prófaður og svæði rýmd í æfingaskyni.

Yfirvöld í Basra slíta samstarfi við breska herinn

Yfirvöld í hafnarborginni Basra í Írak segjast hætt að starfa með breska hernum á svæðinu eftir að hermenn leystu upp rannsóknardeild lögreglunnar í borginni, frelsuðu 127 fanga og sprengdu svo í loft upp höfuðstöðvar hennar.

Stríðsátök magnast í Sómalíu

Stríðsátök mögnuðust enn í Sómalíu (IMK) í dag þegar Eþíópíuher gerði loftárásir á herflugvelli sem íslamistar halda. Eþíópíumenn styðja sómölsku ríkisstjórnina gegn árásum byssumanna sem taldir eru tengjast Al Kaída-samtökunum.

Hungur á tímum allsnægta

Í árlegum jólaboðskap sínum sagði Benedikt páfi sextándi að enn hefðu jarðarbúar þörf fyrir náð Krists, á tímum fátæktar og átaka sums staðar í heiminum og óstöðvandi neyslu annars staðar. Eins og alltaf á jóladag, biðu tugþúsundir á torginu fyrir framan Péturskirkjuna í Róm eftir jólaávarpi páfa, til borgarinnar og heimsbyggðarinnar.

Ísraelar fjarlægja 27 vegartálma á Vesturbakkanum

Ísraelski forsætisráðherrann, Ehud Olmert, og ríkisstjórn hans ákváðu í dag að fjarlæga 27 vegatálma sem Ísraelar höfðu sett upp í kringum Vesturbakkann. Ákvörðunin er hluti af loforði sem Olmert hafði gefið Mahmoud Abbas, forseta heimastjórnar Palestínumanna.

Búdda snúinn aftur?

Indversk sjónvarpsstöð skýrði frá því að dularfullur unglingur, sem sumir telja að sé endurholdgun Búdda, sé farinn að sjást á ný eftir að hafa horfið fyrir níu mánuðum.

Átta ára atvinnumaður

Átta ára bandarískur drengur að nafni Victor De Leon virðist mjög venjulegur drengur þegar fyrst er á litið. En í raunveruleikanum lifir hann tvöföldu lífi því hann er líka „Lil Poison“, meistari í tölvuleiknum Halo og atvinnumaður í tölvuleikjaspilun.

Drottningin vill brúa kynslóðabilið

Elísabet Englandsdrottning hélt í dag jólaávarp sitt og hvatti þar til aukinnar gagnkvæmrar virðingar á milli eldri og yngri kynslóða landsins sem og aukins umburðarlyndis í trúmálum. Sagði hún að álagið sem fylgdi nútímalífi leiddi oft til þess að fjölskyldutengsl trosnuðu og þar með myndi virðing og reynsla tapast sem gæti hugsanlega leitt til enn stærra bils milli kynslóða.

Bandaríkjamenn handtaka hóp Írana í Írak

Bandaríkjamenn handtóku í gær nokkra Írani sem grunaðir eru um að skipuleggja árásir í Írak. Tveir þeirra sem voru handteknir voru starfsmenn íranska sendiráðsins og voru í Írak í boði forseta landsins en þeim var fljótlega sleppt. Fjórum í viðbót var haldið eftir til frekari yfirheyrslu og voru þar á meðal háttsettir herforingjar í íranska hernum.

Hópslagsmál í Kína

Allt að 100 þúsund manns söfnuðust saman í miðborg Chongqing í Kína í gær til þess að slást. Lögregla stöðvaði þó ekki leikinn þar sem fólkið var að skemmta sér að lúskra á hvoru með risastórum uppblásnum hömrum.

Magn eiturefna hefur áhrif á stærð kynfæra

Kynfæri ísbjarna á Grænlandi fara minnkandi, að því er virðist í samhengi við hversu hátt hlutfall eiturefna er í líkama þeirra. Danskur vísindamaður hefur vakið heimsathygli vegna þessarar niðurstöðu, sem hann segist hafa komist að fyrir tilviljun.

Fáir pílagrímar í Betlehem um jólin

Drungi var yfir Betlehem í morgun, jóladag, og óvenju fáir kristnir pílagrímar þar á ferð. Yfirmaður rómversk kaþólsku kirkjunnar í Landinu helga, Michel Sabbah, fór fyrir hópi presta í fæðingarkirkjunni í gærkvöldi, en hann þurfti að aka í gegnum víggirðingar ísraelska hersins til að komast til Betlehem.

Fjárframlög vegna flóðbylgjunnar rannsökuð

Bandaríkin og sex Evrópulönd hafa þrýst á Tælendinga að rannsaka hvort fjárframlög sem fara áttu til að bera kennsl á lík eftir flóðbylgjuna fyrir nær tveimur árum, hafi verið misnotuð, en um var að ræða framlög til viðamestu réttarlæknisrannsókn allra tíma. Fyrir utan fjárframlög frá Bandaríkjunum og Bretlandi er einnig um er að ræða framlög frá Finnlandi, Frakklandi Þýskalandi, Svíþjóð og Hollandi.

Páfi biður fólk um muna eftir þeim sem minna mega sín

Benedikt páfi sagði í jólaræðu sinni í dag að þó svo mannkynið hefði náð til annarra hnatta og leyst mörg af leyndarmálum náttúrunnar, ætti það ekki að gera ráð fyrir því að geta lifað án Guðs. Hann sagði það skammarlegt að þessum tímum neysluæðis myndu fáir eftir þeim sem væru að deyja úr hungri, þorsta, sjúkdómum, fátækt, stríði og hryðjuverkum.

Tortímandinn er mannlegur

Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri Kaliforníu varð fyrir því óláni í gær að fótbrotna í skíðafríi sem hann er í ásamt fjölskyldu sinni í Sun Valley í Idahó í Bandaríkjunum. Ekki er enn vitað hvort fyrrum kvikmyndastjarnan þarf að gangast undir aðgerð á lærlegg vegna brotsins, en hann er ekki í gifsi.

80 látnir í aurskriðum í Indónesíu

Flóð og skriður í Aceh héraði og á norðurhluta Súmötru í Indónesíu hafa drepið allt að 80 manns og neytt tugi þúsunda til þess að flýja heimili sín en yfirvöld þar skýrðu frá þessu í dag. Aceh héraðið, sem er enn að jafna sig eftir flóðbylgjuna sem fyrir tveimur árum síðan, varð hvað verst úti í þessum hamförum. Ástæðan fyrir þessu eru miklar rigningar á svæðinu.

Jackson snýr aftur

Michael Jackson lenti í Las Vegas seint á laugardagskvöldið til þess að hefja endurkomu sína á sviði og í tónlist. Mun Jackson halda úti sýningu í ætt við þær sem Celine Dion, Wayne Newton og Britney Spears. Michael Jackson hefur undanfarið búið í Bahrain og Írlandi eftir að hann var sýknaður af ákæru um misnotkun á ungum drengjum.

Jólin haldin hátíðleg í Betlehem

Hundruð pílagríma söfnuðust saman í Betlehem í dag til þess að sækja þar jólamessu. Grimmur raunveruleikinn var samt skammt undan þar sem ofbeldi á svæðinu hefur verið töluvert undanfarnar vikur.

Jesú, konungur Póllands?

Hópur af pólskum þingmönnum hefur lagt fram tillögu á pólska þinginu um að gera Jesú að konungi Póllands. Samtals standa 46 þingmenn úr þremur stjórnmálaflokkum að tillögunni. Skýra þeir uppátæki sitt með því að segja að Jesú sé hinn eini sanni konungur í hjarta margra kaþólikka.

Pakistan leyfir hjálparaðgerðir SÞ

Pakistan hefur samþykkt neyðaraðgerðir Sameinuðu þjóðanna sem eiga að miða að því að hjálpa um 80 þúsund manns sem hafa þurft að flýja heimili sín vegna átaka í suðurhluta Pakistan.

Egypsk kona deyr úr fuglaflensu

Egypsk kona lést í dag af völdum fuglaflensu en þar með eru mannslát af völdum hennar alls orðin átta í Egyptalandi. Konan dó aðeins nokkrum klukkustundum eftir að próf sýndu að hún væri með fuglaflensu en lækna hafði ekki grunað þar sem hún neitaði því að hafa komist í návígi við hvers konar fugla áður en hún veiktist.

Scaramella handtekinn í dag

Ítalski tengilliður Alexanders Litvinenko, Mario Scaramella, var handtekinn í dag vegna gruns um vopnasölu og að ljóstra upp ríkisleyndarmálum. Scaramella var einn af þeim síðustu sem að hittu Litvinenko daginn sem eitrað var fyrir honum og fannst meira að segja lítið magn af geislavirka efninu pólóníum í líkama hans.

Kókaín finnst á 94% peningaseðla á Spáni

Leifar af kókaíni finnast á allt að 94% peningaseðla á Spáni en notkun kókaíns þar í landi er ein sú mesta í heiminum en þetta kom fram í skýrslu sem birt var í dag.

Páfi gagnrýnir neysluæði jólanna

Í jólaávarpi páfa í Vatíkaninu í dag talaði Benedikt páfi um að fólk mætti ekki gleyma hinum sanna boðskap jólanna, nefnilega það að fagna fæðingu Jesú. Gagnrýndi hann einnig verslunarvæðingu jólanna en það efni hefur honum verið hugleikið undanfarið.

Ísraelar jafnvel að sleppa föngum

Ísraelski forsætisráðherrann, Ehud Olmert, gaf í skyn í dag að Ísraelar gætu sleppt nokkrum palestínskum föngum fyrir áramót þó svo að herskáir Palestínumenn hafi ekki sleppt ísraelskum hermanni sem þeir hafa í haldi í Gaza.

Jólahald um víða veröld

Á aðfangadegi jóla keppist hinn kristni hluti jarðarbúa við að undirbúa fæðingarhátíð frelsarans sem gengur í garð í kvöld. Sinn er hins vegar siðurinn í hverju landi.

Ástand Kastró versnar

Kúbversk yfirvöld sendu í dag eftir spænskum skurðlækni, lyfjum og áhöldum til þess að annast hinn veika leiðtoga Fídel Kastró. Á hann að framkvæma ýmis próf til þess að athuga hvort að Kastró þurfi að gangast undir frekari aðgerðir vegna innvortis blæðinga sem hann varð fyrir í júlí síðastliðnum.

Leiðtogar í friðarhug um jólin

Jákvæður andi ríkti á fundi Ehuds Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, í gærkvöld en þar ákváðu þeir að taka upp friðarviðræður á nýjan leik. Þetta er í fyrsta sinn í tvö ár sem leiðtogarnir ræðast við á formlegum nótum.

Ömmur í fótbolta

Hópur eldri kvenna í bænum Jerez á Spáni hefur tekið sig saman og myndað knattspyrnulið. Liðið hefur nú verið starfrækt og vilja konurnar að stofnuð verði deild sem þær geti spilað í. Sú elsta í hópnum er áttræð og meðalaldur kvennanna er um 65 ár.

Jólaávarp Benedikts páfa

Í jólaávarpi páfa í Vatíkaninu í dag talaði Benedikt páfi um mikilvægi lífs allt frá upphafi þess til eðlilegra loka þess. Mikil umræða hefur verið á Ítalíu undanfarið vegna þess að nú á dögunum framdi ítalskur læknir líknarmorð á frægu ítölsku ljóðskáldi en skáldið hafði beðið hann um það.

Eþíópía hefur aðgerðir í Sómalíu

Ráðamenn í Eþíópíu hafa skýrt frá því að þeir hafi hafið árásir gegn múslimskum uppreisnarmönnum í Sómalíu og að þeir hafi ráðist á nokkra staði nú þegar.

Íslenska krónan góður kostur

Alþjóðlega greiningarfyrirtækið TD Securities segir íslensku krónuna besta fjárfestingarkost sem gjaldeyriskaupmenn hafa völ á næsta ári. Að mati fyrirtækisins gætu þeir sem kaupa krónur fyrir Bandaríkjadali í byrjun næsta árs vænst þess að fá 22 prósenta arð af fjárfestingu sinni.

Friðargæsluliðar SÞ fá að koma til Súdans

Súdönsk stjórnvöld hafa fallist á það að hleypa friðargæsluliðum á vegum Sameinuðu þjóðanna inn í landið til þess að efla friðargæslu í hinu stríðshrjáða Darfur-héraði. Þetta staðfesti samningamaður Súdansstjórnar í dag.

Íranar segja ályktun öryggisráðsins ólöglega

Írönsk yfirvöld fordæmdu í kvöld þá ákvörðun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna að samþykkja ályktun um að beita refsiaðgerðum gegn Írönum þar sem þeir neita að láta af auðgun úrans. Sögðu þau öryggisráðið fara út fyrir verksvið sitt með samþykkt ályktunarinnar.

Olmert og Abbas funduðu í kvöld

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, áttu í kvöld fund í Jerúsalem. Þetta var fyrsti fundur þeirra eftir að Olmert tók við af Ariel Sharon sem forsætisráðherra snemma á árinu.

Byssumenn skutu litla stúlku á Gasa

Byssumenn á Gasa skutu litla stúlku í dag í tilræði gegn yfirmanni í öryggissveitum. Þrjú ung börn voru skotin til bana fyrir stuttu, en það varð kveikja að aukinni spennu og átökum á svæðinu.

Bretar vilja að jólatré séu gróðursett aftur

Jólaundirbúningur stendur nú sem hæst víða um heim en er með afar misjöfnu yfirbragði eftir heimshlutum, og eru áherslur mismunandi eftir löndum. Umhverfisverndarsinnar í Bretlandi hvetja nú Breta til að halda umhverfisvæn jól með því að endurvinna rusl og kaupa jólatré með rótum svo hægt sé að planta þeim aftur.

Sjá næstu 50 fréttir