Fleiri fréttir

Pútín og Bush ræddu málefni Írans í síma í dag

Vladímír Pútín Rússlandsforseti og George Bush, forseti Bandaríkjanna, ræddust í dag í síma um fyrirhugaða atkvæðagreiðslu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um refsiaðgerðir gagnvart Írönum vegna kjarnorkuáætlunar þeirra.

Bono hlýtur heiðursriddaratign

Elísabet Bretlandsdrottning hefur ákveðið að sæma írska rokkarann, Bono, söngvara sveitarinnar U2, heiðursriddaratign fyrir störf hans innan tónlistargeirans og að mannúðarmálum. Frá þessu var greint í tilkynningu frá breska sendiráðinu í Dublin í dag.

Bandaríkjaher vegur einn af leiðtogum talibana

Bandaríski herinn greindi frá því nú í morgun að hermenn hefðu drepið einn af fjórum helstu leiðtogum talibana í Afganistan. Akhtar Mohammed Osmani og tveir liðsmenn í uppreisnarsveitum talibana féllu í loftárás bandaríska hersins nærri landamærunum að Pakistan á þriðjudaginn var.

Öryggisráðið greiðir atkvæði um refsiaðgerðir gegn Íran

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna greiðir í dag atkvæði um tillögu að ályktun um refsiaðgerðir á hendur Írönum vegna kjarnorkutilrauna þeirra. Vestuveldin hafa farið fram á það að Íranar hætti auðgun úrans þar sem óttast er að þeir séu með því að reyna að koma sér upp kjarnavopnum.

Níu látast í átökum á Haiti

Að minnsta kosti níu manns létu lífið í ofbeldi á eyjunni Haiti en lögregla þar er um þessar mundir að herða aðgerðir gegn glæpagengjum í fátækrahverfum höfuðborgarinnar, Port-au-Prince.

Breski herinn upprætir dauðasveit í Írak

Breski herinn réðist á og handtók sjö íraska lögreglumenn sem grunaðir eru um að stjórna umfangsmikilli glæpastarfsemi sem og svokölluðum dauðasveitum. Sögðu Bretar að Írakarnir hefðu notað sérstaka sérsveit gegn glæpum sem yfirskin til þess að fremja glæpi.

Öryggisráðið mun greiða atkvæði á morgun

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun að öllum líkindum greiða atkvæði á morgun varðandi þær refsiaðgerðir sem á að beita gegn Íran. Snuðra gæti þó hlaupið á þráðinn því Vladimir Putin, Rússlandsforseti, mun ekki skoða tillöguna fyrr en í fyrramálið.

Discovery lent

Geimskutlan Discovery lenti við höfuðstöðvar Geimferðastofnunnar Bandaríkjanna, NASA, í Flórída klukkan 22:32 í kvöld. Fyrr í dag hafði lendingu hennar verið frestað vegna veðurs.

Ástandið versnar í Sómalíu

Eþíópískar árásarþyrlur og skriðdrekar fóru til bardaga í kvöld á fjórða degi átaka milli íslamskra uppreisnarmanna og stjórnvalda í Sómalíu sem Eþíópía styður. Tugir þúsunda hafa flúið heimili sín undanfarna daga útaf þessu.

Dýrasti hamborgari í heimi

Hótel eitt í Indónesíu hefur tekið upp á því að bjóða upp á hamborgara á matseðli sínum og vilja þeir með því reyna að sameina vestrænar og asískar matarhefðir. Það merkilegasta við hamborgarann er samt verðið en hamborgarinn kostar ekki nema 7.990 íslenskar krónur.

„Má ég fá meiri leðurblöku?“

Hundar, leðurblökur, skyndibitar frá Kentucky Fried Chicken og fiskur. Ekki beint hefðbundinn jólamatur en hann verður engu að síður á borðum margra við Kyrrahafsstrendur Asíu um þessi jól.

Discovery á að lenda klukkan 22:32 í kvöld

Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur ákveðið að geimskutlunni Discovery verði lent við höfuðstöðvar þeirra í Flórída klukkan 22:32 í kvöld. Fyrr í dag hafði lendingu hennar verið frestað vegna veðurs.

Annan býður fram aðstoð SÞ

Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, bauð í kvöld hjálp samtakanna við að reyna að greiða úr dómsmálinu í Líbíu en þar voru fimm erlendir hjúkrunarfræðingar og einn erlendur læknir sakfelldir fyrir að hafa vísvitandi smitað yfir 400 börn af alnæmi.

Byssukúla í hausnum

Bandarísk yfirvöld hafa gefið út leitarheimild til þess að finna mikilvæga vísbendingu í morðmáli einu. En sönnunargagnið sem leitað er að er byssukúla sem föst er í enni hins grunaða.

al-Kaída gerir Bandaríkjamönnum tilboð

Leiðtogi hóps í Írak, sem al-Kaída styður, sagði í dag að þeir myndu hleypa Bandaríkjamönnum friðsamlega úr landinu ef þeir skyldu eftir öll sín þungavopn og yrðu farnir úr landinu innan mánaðartíma. Þetta kom fram í hljóðbúti sem var settur á internetið í dag.

Fyrirsætur skulu fitna

Ítölsk yfirvöld og fulltrúar ítalska tískuiðnaðarins undirrituðu í dag viljayfirlýsingu varðandi útlit fyrirsætna og sýningarstúlkna en það hversu grannar margar þeirra eru hefur farið fyrir brjóstið á fólki eftir að brasilísk fyrirsæta lést úr anorexíu þann 14. nóvember síðastliðinn.

Kastró hvergi sjáanlegur

Kúbverska þingið var sett í dag í fjarveru Fídels Kastró, hins áttræða leiðtoga Kúbu, en hann sást síðast opinberlega í júlí á þessu ári. Kastró var þá hraðað á sjúkrahús vegna „mikilla innvortis blæðinga" og hefur hann ekki komið fram opinberlega síðan.

Vilja gjörbreyta Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn

Það supu margir hveljur þegar þeir sáu hvernig Samtök iðnaðarins, í Danmörku, vilja breyta Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn. Þau vilja setja upp risastóran, og þá erum við að tala um RISASTÓRAN skjá á þeirri hlið hússins sem snýr að torginu. (Sjá mynd)

Georgía gafst upp fyrir Rússum

Rússland og Georgía hafa undirritað samning um að Rússar haldi áfram að selja gas til Georgíu á næsta ári, á rúmlega tvöföldu því verði sem greitt hefur verið hingaðtil. Georgía hafði hafnað þessari hækkun og meðal annars leitað til annarra landa um gaskaup.

Svo til vinstri......KRASS

Sumir ökumenn sem hafa gervihnatta-leiðsögutæki i í bílum sínum, virðast slökkva á heilanum um leið og þeir kveikja á tækinu. Sum tækin eru þannig að það er rödd sem leiðbeinir bílstjórum um að beygja til vinstri eða hægri og sumir virðast hlýða henni í blindni.

Rauði krossinn krefst lausnar starfsmanna

Hátt á annan tug starfsmanna og sjálfboðaliða Rauða hálfmánans í Írak var numinn á brott frá einni af skrifstofum félagsins í Bagdad, síðastliðinn sunnudag. Nokkrum hefur þegar verið sleppt en margir eru enn í haldi. Rauði kross Íslands sameinast alþjóðahreyfingu Rauða krossins og Rauða hálfmánans í að krefjast þess að þeir verði leystir skilyrðislaust úr haldi nú þegar.

Rússar loka fyrir allt gas til Georgíu

Rússar tilkynntu í dag að þeir myndu loka fyrir allt gas til nágrannaríkisins Georgíu hinn fyrsta janúar næstkomandi. Það verður gert vegna þess að Georgía vill ekki una við einhliða ákvörðun Rússa um að rúmlega tvöfalda verðið á gasi.

Fáum fullnægingu klukkan þrjú!

Tökum nú öll höndum saman, öll sem vettlingi geta valdið og fáum fullnægingu klukkan þrjú, föstudaginn 22. desember. Þannig hljóma skilaboð bandarískra friðarsinna sem hvetja til þess að fólk um gjörvallan heim fái fullnægingu í dag og tileinka hana heimsfriði og hamingju og nýjum framfaraleiðum fyrir mannkynið.

Fyrir dómara vegna morðanna í Ipswich

Stephen Wright, 48 ára lyftaramaður, kom fyrir dómara í Ipswich í morgun til að svara spurningum um morðin á fimm vændiskonum í byrjun mánaðarins, sem hann var ákærður fyrir í gærkvöldi. Lögreglan sagðist í gær hafa fullnægjandi sönnunargögn til að sakfella manninn, en lögfræðingur minnti fjölmiðla á í dag að hann væri saklaus þar til sekt væri sönnuð.

Eftirlitsmenn á Sri Lanka kallaðir til höfuðborgarinnar

Yfirmaður Norrænu eftirlitssveitarinnar á Sri Lanka hefur kallað eftirlitsmenn sveitarinnar til höfuðstöðvanna í Colombo, höfuðborg Sri Lanka, á næstu dögum vegna harðnandi bardaga. Íslendingar starfa fyrir sveitina.

Hermenn ákærðir fyrir morð á 24 borgurum í Írak

Átta bandarískir hermenn voru í gær ákærðir fyrir að hafa myrt 24 Íraka í þorpinu Haditha í Írak í nóvember á nýliðnu ári. Sveitarforinginn, Justin Sharratt, á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. Hann er ákærður fyrir að hafa sjálfur myrt 12 manns og að hafa skipað hermönnum undir hans stjórn að myrða 6 til viðbótar.

Kynóðir krakkar

Hundruð leikskólabarna eru rekin úr skóla eða fá áminningar, vegna kynferðislegs áreitis, í Bandaríkjunum, á hverju ári. Nýjasta tilfellið er fimm ára drengur sem var rekinn heim fyrir að klípa jafnöldru sína í bossann.

Lennon, John Lennon

Síðustu tíu skýrslur bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, um John Lennon hafa nú verið gerðar opinberar, og þykja heldur broslegar. Í þeim er ekkert að finna sem ekki var almenn vitneskja á þeim árum, um þennan skelfilega útsendara vinstri aflanna.

Átök í Gazaborg

Átök blossuðu upp í kvöld í Gazaborg nærri heimili utanríkisráðherra ríkisstjórnarinnar, Mahmoud al-Zahar. Kúlnahríð dundi á hverfinu og hart var tekist á samkvæmt vitnum á svæðinu. Ekki var þó vitað hvort að um væri að ræða átök á milli Hamas samtakanna og Fatah stuðningsmanna.

Lögregla í Kína bannar stripplingahlaup

Lögregla í Kína bannaði í dag fjöldahlaup sem átti að hlaupa á aðfangadagskvöld til þess að mótmæla of miklum umbúðum á víni. Ástæðan fyrir banninu var þó að allir sem áttu að taka þátt í því áttu að vera naktir.

Atkvæðagreiðslu frestað til laugardags

Sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum sagði í kvöld að líklegt væri að atkvæðagreiðslu í öryggisráðinu vegna ályktunar um refsiaðgerðir vegna kjarnorkuáætlunar Írans yrði frestað til laugardags.

Maður ákærður fyrir fimm morð

Breskur maður, Steven Wright, var í dag ákærður fyrir morð á fimm vændiskonum í austurhluta Englands. Hann er grunaður um að hafa myrt þær á síðustu fimm vikum.

Samkomulag nánast í höfn

Viðræður um hugsanlegar refsiaðgerðir vegna kjarnorkuáætlunar Írans eru á lokastigi og samningamenn voru leggja lokahönd á tillögu sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun greiða atkvæði um á morgun.

Bandaríski herinn ákærir átta hermenn

Bandarísk heryfirvöld hafa nú kært alls fjóra vegna morða á allt að 24 óvopnuðum óbreyttum borgurum í bænum Haditha í Írak en atburðirnir áttu sér stað í nóvember á síðasta ári. Einnig eru fjórir til viðbótar kærðir fyrir að hafa tekið þátt í ódæðinu á annan hátt.

Átökin í Sómalíu breiðast út

Stjórnarherinn í Sómalíu, sem studdur eru af Eþíópíu, hefur í dag barist heiftarlega við íslamska uppreisnarmenn sem stjórna meirihluta landsins. Er þetta þriðji dagurinn í röð sem barist er.

Skilur eftir sig velferðarkerfi í molum

Einn nafntogaðasti einræðisherra í heimi, forseti Túrkmenistans, lést úr hjartaáfalli í nótt, 66 ára að aldri. Þar með lýkur, í Mið-Asíuríkinu Túrkmenistan, einni taumlausustu sjálfsdýrkun sem um getur í seinni tíð. Þó er ekki víst hvort þegnar hans fái til baka þau mannréttindi sem þeir hafa farið á mis við í valdatíð hans.

Hermaður ákærður fyrir 13 morð

Bandarískur hermaður hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt 13 óvopnaða óbreytta borgara í borginni Haditha í Írak en lögfræðingar hans skýrðu frá þessu í dag.

Kóraninn notaður við embættistöku

Deilur hafa blossað upp á bandaríska þinginu vegna þess að nýkjörinn þingmaður Minnesota fylkis, Keith Ellison, ætlar sér að nota Kóraninn þegar hann sver embættiseið en Ellison er múslimi. Þingmenn hafa jafnan notað biblíuna við athafnir sem þessar þó svo að samkvæmt lögum sé þess ekki krafist.

Nýjasta Harry Potter bókin heitir.....

Rithöfundurinn J.K. Rowling hefur upplýst hvað verður nafnið á sjöundu og síðustu Harry Potter bókinni. Hún mun heita "Harry Potter and the Deathly Hallows."

Valkyrjur í vígahug

Þrjár breskar konur, vopnaðar handtöskum sínum, stöðvuðu hættulegan glæpamann sem var á flótta undan lögreglunni, og komu honum undir manna hendir. Maðurinn var eftirlýstur fyrir árásir á þrjá lögregluþjóna, og ólöglegan vopnaburð.

Harðar deilur um líknardráp á Ítalíu

Ítalskur læknir segist hafa slökkt á öndunarvél dauðvona sjúklings síns, til þess að binda enda á þjáningar hans. Sjúklingurinn hafði tapað máli sem hann höfðaði til þess að fá að deyja. Ættingjar og vinir mannsins voru viðstaddir þegar slökkt var á öndunarvélinni.

Lokað á peninga handa Hamas

Evrópskir eftirlitsmenn sem halda uppi vörslu á Rafah landamærastöðinni milli Egyptalands og Gaza strandarinnar hafa náð samkomulagi við Ísrael og fleiri aðila um að stöðva peningaflutninga Hamas samtakanna um stöðina. Talið er að Hamas hafi komið um 80 milljónum dollara í gegnum stöðina það sem af er þessu ári.

Sjá næstu 50 fréttir