Fleiri fréttir

Sögulegir friðarsamningar í Nepal

Stjórnvöld í Nepal skrifuðu í dag undir friðarsamninga við skæruliða maóista sem marka eiga endalok tíu ára borgarastyrjarldar í landinu. Samkvæmt samningnum munu maóistar fá aðild að bráðabirgðaríkisstjórn sem skipuð verður í landinu og hafa þeir því ekki lengur stöðu uppreisnarmanna.

Hugsanlegt að Litvinenko hafi verið byrlað geislavirkt eitur

Hugsanlegt er að Alexander Litvinenko, fyrrverandi njósnari hjá KGB og rússnesku leyniþjónustunni, hafi verið byrlað geislavirkt eitur. Breska ríkisútvarpið hefur eftir eiturefnasérfræðingi að sjúkdómseinkenni Litvinenko bendi til þess að honum hafi ekki verið byrlað hundrað prósent hreint talíum heldur hafi það hugsanlega verið geislavirkt.

Segir Sýrlendinga standa á bak við morðið á Gemayel

Saad Hariri, þingforseti í Líbanon og sonur Rafiks Hairis, sem myrtur var í Beirút fyrir tæpum tveimur árum, sakar sýrlensk stjórnvöld um að standa á bak við morðið á Pierre Gemayel, iðnaðarráðherra Líbanons. Byssumenn skutu Gemayel til bana í árás á bílalest hans í úthverfi kristinna manna í Beirút fyrr í dag.

Iðnaðarráðherra Líbanons myrtur í Beirút

Iðnaðarráðherra Líbanons, Pierre Gemayel, var myrtur í höfuðborginni Beirút í dag. Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir talsmönnum öryggismála í landinu. Byssumenn munu hafa skotið á bílalest ráðherrans sem var á ferð um Sin el-Fil hverfið í Beirút í dag.

40% landnemabyggða Ísraela á einkalandi Palestínumanna

Rúmlega 40% landnámsbyggða gyðinga í Palestínu eru á einkalandi Palestínumanna, sem oft hefur verið lýst ríkisland með vafasömum aðferðum. Þetta eru aðalatriðin í skýrslu mannréttindasamtakanna Peace now sem byggir á rannsókn þeirra á eignarhaldi landnemabyggðanna.

Assad Sýrlandsforseta boðið til viðræðna í Teheran

Íranar hafa boðið forseta Sýrlands, Bashar al-Assad, til viðræðna í Teheran, þar sem hann getur tekið þátt í viðræðum íranskra og íraskra stjórnmálamanna. Jalal Talabani, forseti Íraks, er á leið til Teheran um helgina til langþráðra viðræðna við Mahmoud Ahmadinejad, forseta Írans.

Framboð af fiski lítið vegna veðurs

Framboð af fiski á fiskmörkuðum í Hull og Grimsby á Englandi var í lágmarki í vikubyrjun vegna þess að flutningaskip sem koma átti með fiskinn frá Íslandi tafðist vegna veðurofsans á miðunum undanfarna daga. Þetta er í annað skiptið í mánuðinum sem þetta gerist. Vefmiðill Fiskifrétta, www.skip.is, greinir frá þessu.

Berlusconi fyrir rétt

Fyrrum forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi, fer fyrir rétt á morgun vegna ásakana um að hann hafi haft rangt við í viðskiptum. Berlusconi, sem hefur haft hægt um sig síðan hann tapaði í kosningum fyrir Romano Prodi fyrr á árinu, neitar öllum ásökunum og segir þetta pólitískar ofsóknir.

Egypska lögreglan finnur tvö og hálft tonn af sprengiefnum

Egypska lögreglan sagði frá því í kvöld að hún hefði fundið tvö og hálft tonn af sprengiefnum og mikið magn af vopnum í Sinai. Einn yfirmaður, sem talaði undir nafnleynd, sagði að þetta hefði fundist á tveimur felustöðum í Libni-fjöllunum á Sinai svæðinu. Ekki er vitað hvort að vopnin hafi átt að fara til palenstínsku svæðanna.

Simpansar velja sér eldri maka

Ný rannsókn á mökunarferli simpansa gefur í skyn að karlkyns simpansar sækist eftir sem elstum maka og að það skemmi ekki fyrir ef hún eigi afkvæmi fyrir. Rannsóknin var gerð til þess að athuga hvort að simpansar hegðuðu sér eins og frændur sínir mannfólkið og vildu frekar vera með yngri kvenkyns simpönsum.

Engar sannanir fyrir því að Íran sé að þróa kjarnavopn

Bandaríska leyniþjónustan hefur ekki fundið neinar sannanir fyrir því að Íran sé að reyna að þróa kjarnavopn. Þetta kemur fram í leynilegri skýrslu sem blaðið New Yorker sagði frá í dag. Einnig kom fram að ráðamenn í Washington virtu þessa skýrslu að vettugi.

Bandaríkin hóta aðgerðum gegn Súdan

Sérstakur erindreki Bandaríkjanna í Súdan, Andrew Natsios, sagði í dag að ríkisstjórnin í Súdan yrði að ná árangri í Darfur-héraði fyrir fyrsta janúar næstkomandi og ef það hefði ekki gerst myndu Bandaríkin og aðrir aðilar grípa til aðgerða.

Hrói Höttur kominn til New York

Þrír Bretar, allir klæddir sem sögupersónan Hrói Höttur, voru að gefa peninga í New York í dag. Mennirnir hentu peningum út í loftið og sögðust einfaldlega vera að hvetja fólk til þess að gefa eitthvað til baka í samfélagið og reyna að stuðla að meiri kurteisi fólks.

Hætt við útgáfu á bók O.J. Simpson

Fyrirtækið News Corp. hefur hætt við útgáfu á bók O.J. Simpsons "If I did it", sem útleggst á hinu ylhýra sem "Ef ég hefði gert það" og fjallaði um hvernig hann hefði myrt fyrrum konu sína Nicole Brown Simpson og vin hennar Ron Goldman. Einnig hefur verið hætt við að sýna sjónvarpsviðtal við O.J. um bókina en það átti að sýna í næstu viku.

Kína hugsanlega í samstarf við Pakistan

Búist er við því að Kínverjar eigi eftir að tilkynna um samstarfssamning við Pakistan í kjarnorkumálum í næstu viku. Talið er að það sé vegna síaukinna tengsla Bandaríkjanna og Indlands og væntanlegs kjarnorkusamstarfs þeirra á næstu árum.

Baráttan gegn fátækt í heiminum mikilvægust

Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í viðtali í dag að hans mesta afrek í starfi væri að hafa sýnt þjóðum heims nauðsynina á því að berjast gegn fátækt í heiminum.

Tony Blair í Afganistan

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands var í heimsókn í Afganistan í dag. Þar sagði hann að öryggi heimsins á komandi tímum myndi ráðast í bardögum við uppreisnarmenn Talibana í eyðimörkinni í Afganistan.

Ísraelar sprengja á Gaza

Ísraelski herinn hefur skotið flugskeyti á bíl í Gazaborg. Öryggissveitir í Palestínu skýrðu frá þessu. Sem stendur er enn ekki vitað hversu margir eða hvort einhverjir hafi látist eða slasast. Íraelski herinn vildi ekkert segja um árásina að svo stöddu.

Tveir forsetar í Mexíkó

Hinn vinstri sinnaði forsetaframbjóðandi í Mexíkó, Andres Manuel Obrador, ætlar í dag að láta sverja sig í embætti forseta Mexíkó. Það er ekki í frásögur færandi nema að hann tapaði í forsetakosningunum sem fram fóru í júlí síðastliðnum.

Nágrannarnir aðstoða

Íraskir ráðamenn eiga í viðræðum við nágranna sína í Sýrlandi og Íran um hvernig ráða megi bug á ofbeldinu í landinu.

Rússnesk stjórnvöld neita aðild

Líðan rússneska njósnarans Alexanders Litvinenko fer hrakandi en eitrað var fyrir hann á veitingastað í Lundúnum á dögunum. Nánir vinir hans telja fullvíst að stjórnvöld í Moskvu hafi staðið á bak við tilræðið.

Lestir sprengdar í Indlandi

Sprengingar urðu í tveimur farþegalestum í austurhluta Indlands í dag. Sex létust og talið er að um 53 hafi særst. Ekki er vitað hvers vegna sprengingarnar urðu og vildi lögreglan lítið segja um málið. Talsmaður lestarfyrirtækisins sagði hinsvegar að sprengjum hefði verið komið fyrir í lestunum.

Serbneskur stríðsglæpamaður handtekinn í Noregi

Serneskur strísglæpamaður sem eftirlýstur hefur verið um allan heim var handtekinn í Noregi í síðasta mánuði. Þetta hafa yfirvöld í Serbíu staðfest við AP-fréttastofuna. Maðurinn, Damir Sireta, mun hafa verið í felum í Noregi en hann var eftirlýstur fyrir að hafa tekið þátt í aftöku á 200 króatískum stríðsföngum nærri bænum Vukovar í Króatíu í nóvember árið 1991.

Forseti Írans býður til viðræðna

Forsetinn í Íran, Mahmoud Ahmadinejad, hefur boðið forsetum Íraks og Sýrlands til viðræðna varðandi það sívaxandi vandamál sem ofbeldið í Írak er. Forseti Íraks, Jalal Talabani, hefur þegar þekkst boðið og mun fara til Írans á laugardaginn kemur.

Ástæður árásar í Vestfold enn ókunnar

Lögregla í Vestfold í Noregi vinnur enn að rannsókn á því hvers vegna maður á fertugsaldri myrti þrjá og særði tvo alvarlega í fylkinu á laugardag. Málið hefur vakið mikinn óhug í Noregi en maðurinn myrti föður sinn og kærustu fyrst og stakk svo son sinn, sem var fjórtán ára, til bana og særði tvo aðra alvarlega áður en hann svipti sig lífi.

Myrti hátt í þrjátíu sjúklinga á sjúkrahúsi í Þýskalandi

Þýskur hjúkrunarfræðingur var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa myrt nærri 30 sjúklinga á sjúkrahúsi í bænum Sonthofen í suðurhluta Þýskalands. Stephan Letter hóf störf á spítalanum í febrúar árið 2003 og talið er að hann hafi myrt fyrsta sjúklinginn innan við mánuði síðar.

Neðanjarðarlestarkerfi Beijing verður heimsins stærsta

Neðanjarðarlestarkerfi Beijing í Kína verður orðið hið stærsta í heimi eftir nokkur ár. Ætlun Kínverja er að stækka lstarkerfið úr 115 kílómetrum í 273 km fyrir árið 2010 og upp í 561 km árið 2020. þá yrði það orðið stærar en neðanjarðarlestarkerfi Lundúnaborgar sem nú er hið stærsta í heimi.

Ætlar að slá lengsta golfhögg sögunnar

Míkhaíl Tjúrín, geimfari í alþjóðlegu geimstöðinni, hyggst á miðvikudag reyna að skrá nafn sitt í sögubækurnar með því að slá lengsta högg í golfsögunni. Höggið slær hann í geimgöngu á stöðinni og á kúlan að fljúga í átt til jarðar.

Fimm látnir eftir sprengingu í lest í Indlandi

Fimm eru látnir og 25 alvarlega slasaðir eftir öfluga sprengingu í farþegalest í austurhluta Indlands í dag. Tveir vagnar í lestinni sem voru yfirfullir af fólki skemmdust mikið í sprengingunni sem varð á afskekktum teinum í Vestur-Bengalhéraði.

Reyna að koma í veg fyrir loftárás Ísraelshers

Fjöldi Palestínumanna safnaðist saman á og við hús háttsetts Hamas-liða í Beit Lahiya norðarlega á Gasaströndinni í dag vegna fregna af því að Ísraelsher hygðist gera loftárás á húsið.

Heilsu Litvinenkos hrakar

Líðan Alexanders Litvinenkos, fyrrverandi njósnara hjá KGB og síðar leyniþjónustu Rússlands, hefur versnað og hann hefur aftur verið fluttur á gjörgæsludeild University College sjúkrahússins í Lundúnum þar sem hann dvelur vegna eitrunar sem hann varð fyrir.

Alræmdur glæpamaður sleppur úr fangelsi í S-Afríku

Lögregla í Suður-Afríku leitar nú að einum af alræmdustu glæpamönnum landsins sem slapp úr öryggisfangelsi í Pretoríu á laugardagskvöld. Maðurinn, Ananias Mathe sem er frá Mósambík, var handtekinn fyrir rúmu ári og hefur verið ákærður fyrir yfir 50 brot, þar á meðal morð, nauðgun, vopnað rán og mannrán.

Nærri þrjátíu slösuðust í lestarslysi í Berlín

Hátt í þrjátíu manns slösuðust, þar af tveir alvarlega, þegar farþegalest rakst á farartæki sem ætlað er til viðhalds á lestum á lestarstöð í Suður-Berlín í morgun. Bæði lögregla og slökkvilið voru kvödd á vettvang til þess að hjálpa hinum slösuðu út úr lestinni en flestir munu hafa hlotið minni háttar meiðsl.

Segja réttarhöld yfir Hussein meingölluð

Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja að réttarhöldin yfir Saddam Hussein hafi verið meingölluð og dómurinn yfir honum því rangur. Verði hann tekinn að lífi er óttast að átök muni breiðast út um öll Miðausturlönd.

Biður stuðningsmenn Hisbollah að vera reiðubúna til mótmæla

Hassan Nasrallah, leiðtogi Hisbollah, sagði í dag stuðningsmönnum að vera reiðubúnir til þess að mæta í friðsamleg mótmæli á götum úti til þess að krefjast nýrrar ríkisstjórnar í stað núverandi ríkisstjórnar, sem hann og stjórnmálamenn úr fleiri fylkingum segja að samræmist ekki stjórnarskrá. Þetta kemur fram í líbanska blaðinu Daily Star.

Látinn eftir umsátur við grunnskóla í Þýskalandi

Grímuklæddur maður vopnaður skambyssu, sem réðst inn í grunnskóla í Emsdetten í vesturhluta Þýskalands í morgun, er látinn. Óvíst er hvort hann féll fyrir eigin hendi eða byssukúlum öryggissveitarmanna sem höfðu umkringt skólabygginguna en að sögn BBC var maðurinn með sprengjubelti um sig miðjan.

Tony Blair á ferð um Afganistan

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í dag að breskir hermenn væru ekki á heimleið frá Afganistan og að herinn yrði í landinu þar til friði og ró yrði komið á þar.

Sautján létust í sjálfsmorðssprengjuárás

Sautján verkamenn létust og fjörtíu og níu særðust í sjálfsmorðssprengjuárás suður af Bagdad höfuðborg í Íraks í dag. Róstursamt hefur verið í landinu í dag en að minnsta kosti tuttugu og fjórir vopnaðir menn, klæddir í lögreglubúningum, stormuðu inn á heimili aðstoðarheilbrigðisráðherra Íraks og rændu honum.

Liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi

Breska lögreglan rannsakar hverjir eitruðu fyrir fyrrverandi forystumanni rússnesku leyniþjónustunnar sem leitaði hælis í Bretlandi fyrir sex árum. Hann liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi.

Ekki endurlífgun ef fæðist 18 vikum fyrir tímann

Breskir sérfræðingar leggja til að læknar þar í landi grípi ekki til endurlífgunartilrauna á börnum sem fæðast 18 vikum fyrir tímann eða fyrr. Tillagan hefur vakið miklar deilur í Bretlandi. Andstæðingar benda á að læknum beri að lina þjáningar en ekki deyða sjúklinga.

Fordæmir ályktun SÞ

Ísraelar fordæma þá ákvörðun Sameinuðu þjóðanna að rannsaka atburðina í Beit Hanoun á Gaza-svæðinu fyrir hálfum mánuði þegar hátt í tuttugu almennir borgarar týndu lífi í loftárás Ísraelshers á íbúðarhús. Ísraelsher hætti við árás á hús á Gaza í morgun þegar mörg hundruð Palestínumenn slógu skjaldborg um það.

Aðstoðarheilbrigðisráðherra Íraka rænt

Vopnaðir menn rændu í dag aðstoðarheilbrigðisráðherra Íraka þar sem han var staddur á heimili sínum. Ráðherrann, Síjinn Ammar al-Saffar, situr í ríkisstjórn Nuri al-Malaki og er í Dawaflokknum.

Eitrað fyrir njósnara

Breska lögreglan rannsakar nú hvernig eitrað hafi verið fyrir rússneskum njósnara sem leitaði hælis í Bretlandi fyrir sex árum. Hann liggur nú þungt haldinn á sjúkrahúsi.

Gefin saman í ítölskum miðaldakastala

Hollywood-stjörnurnar Tom Cruise og Katie Holmes gengu í það heilaga á Ítalíu í gær. Þetta var staðfest um kl. 19:30 í gærkvöldi. Fjölmargar stjörnur voru viðstaddar athöfnina en knattspyrnukappinn David Beckham varð frá að hverfa að kröfu þjálfara síns hjá Real Madrid.

Bretar og Pakistanar taka höndum saman

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Pervez Musharraf, forseti Pakistans, samþykktu á fundi sínum í morgun að styrkja samstarf ríkjanna í baráttunni við hryðjuverkamenn. Blair og Musharraf hittust til fundar í Lahore í Austur-Pakistan.

Sjá næstu 50 fréttir