Fleiri fréttir

Stakk þrjá til bana í Noregi

Þrír létust og tveir eru alvarlega sárir eftir árás karlmanns á fertugsaldri í Noregi. Maðurinn stakk konu og tvo karlmenn í íbúð í bænum Nøtterøy fyrr í dag. Einn af þeim sem var í íbúðinni lést en hinir særðust. Árásarmaðurinn komst undan, og hélt til fjölskyldumeðlima sinna í Sandefjord, þar sem hann drap tvo þeirra. Maðurinn svipti sig svo lífi.

Gagnrýna tillögur um að banna slæður

Hollenskir múslímar gagnrýna tillögu stjórnvalda um að banna konum að ganga með búrkur eða slæður, sem hylja andlit múslímskra kvenna, á almannafæri. Hópar múslíma í Hollandi segja að bannið ala á ótta við múslimum og eingangra þá í þjóðfélaginu.

SÞ: Ályktun samþykkt

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gærkvöldi ályktun þar sem Ísraelar eru hvattir til að kalla herlið sitt heim frá Gaza-svæðinu. Bandaríkjamenn greiddu atkvæði gegn ályktuninni og Ísraelar sögðu ekki tekið á mikilvægum atriðum málsins.

Reynt að stilla til friðar á Tonga

Her- og lögreglumenn frá Nýja Sjálandi eru komnir til Kyrrahafseyjunnar Tonga þar sem til harðra átaka hefur komið síðustu daga. Átta hafa týnt lífi og óeirðaseggir hafa lagt nærri allt viðskiptahverfi höfuðborgarinnar, Nuku'Alofa, í rúst. Allt var þó með kyrrum kjörum í morgun.

Tómur kassi til sölu á Ebay

Einn fermeter af úrvals "plássi í kassa" er nú á uppboði á Ebay uppboðsvefnum og getur sá sem sigrar sett hvað sem hann vill í kassann. Kassinn er úr gleri og er á listasafni í London.

Breskum manni sleppt úr fangelsi í Pakistan

Breskum ríkisborgara sem hafði verið dæmdur til dauða fyrir morð sem hann segist ekki hafa framið var sleppt úr fangelsi í Pakistan í dag eftir 18 ára fangelsisdvöl þar í landi.

Pólverjar og Evrópusambandið í viðræðum

Finnski forsætisráðherran sagði í dag að ekki hefði náðst samkomulag við Pólverja en þeir hóta nú að koma í veg fyrir nýjan samstarfssamning Rússlands og Evrópusambandsins vegna banns sem Rússar hafa sett á innflutning á pólsku kjöti.

Bandaríkin hvetja til refsiaðgerða gegn Íran

Bandaríkin hvöttu í kvöld Sameinuðu þjóðirnar til þess að hraða því að refsiaðgerðir verði settar á gegn Íran. Á sama tíma reyndu þau að sannfæra Rússa og Kínverja um að refsiaðgerðirnar myndu ekki verða of miklar.

Elskan...hvar er fjarstýringin ?

Hvaða gagn er að sjónvarpi ef það er engin fjarstýring ? Franskur innbrotsþjófur var þeirrar skoðunar að þá væri sjónvarpið gagnslaust. Það varð honum að falli.

Mafían á Ítalíu fælir fjárfesta

Mafían á suðurhluta Ítalíu fælir frá fjárfesta í miklu magni. Þetta kom fram í ræðu sem Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, hélt í dag. Hann sagði enn fremur að engin framþróun gæti orðið í landinu þegar mafían væri til staðar.

David Blaine reynir við nýtt töfrabragð

Töframaðurinn David Blaine ætlar sér að losa sig úr snúð sem hringsnýst um sjálfan sig allan tímann. Snúðurinn verður í um 10 metra hæð og fær Blaine 3 sólarhringa til þess að losa sig. Hefur verslunin Target í New York lofað því að gefa 100 fjölskyldum sem að hjálpræðisherinn þar velur 30.000 króna gjafakort til þess að versla fyrir jólin.

Búrka bannað í Hollandi

Hollenska ríkisstjórnin ákvað í dag að banna alklæðnað múslimakvenna, hið svonefnda Búrka, á almannafæri. Klæðnaðurinn hylur ekki aðeins allan líkama þeirra heldur einni andlit þeirra og skilur aðeins eftir göt fyrir augun.

Írak að sundrast

Fyrrverandi forsætisráðherra Íraks óttast það að heimaland hans sé við það að sundrast. Ástandið segir hann þó verða verra ef ákveðið verði að skipta landinu milli trúar- og þjóðarbrota. Hann segir ótal mistök hafa verið gerð í Írak frá því ráðist var inn í landið fyrir um þremur og hálfu ári.

Gates í embætti fyrir áramót

Leiðtogar repúblikana í bandaríska þinginu hittu í dag Robert Gates, væntanlegan eftirmann Donald Rumfeld, en búist er við því að George W. Bush reyni að koma tilnefningu hans í gegnum öldungadeildina áður en demókratar taka við í henni þann fyrsta janúar næstkomandi.

Umhverfisráðstefnu SÞ lýkur

Umhverfisráðherrar á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Næróbí í Kenía ákváðu í dag, lokadegi ráðstefnunnar, að endurskoða Kyoto sáttmálann árið 2008. Vonir standa til að sáttmálinn verði þá gerður viðameiri og að fleiri lönd verði aðilar að honum.

KB Banki svarar ásökunum Ekstra Bladet

Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings Banka, kom fram á fréttamannafundi í höfuðstöðvum þeirra í Kaupmannahöfn í dag. Þar sagði hann að þeir hefðu sent Ekstra Bladet bréf þar sem rangfærslur blaðins eru leiðréttar en blaðið hefur undanfarið verið að birta greinar sem segja KB Banka vera tengdan við hina ýmsu glæpastarfsemi.

Tom Cruise setur Ítalíu á annan endann

Ítalir hafa ekki upplifað annað eins síðan bandamenn frelsuðu Róm úr höndum Þjóðverja, í síðari heimsstyrjöldinni. Tom Cruise ætlar að gifta sig á Ítalíu, á morgun, og það er allt orðið vitlaust.

Kóksvelgur fær bætur

Rússnesk kona hefur fengið 8000 krónur í skaðabætur frá Coca Cola fyrirtækinu vegna brjóstsviða og svefnleysis, sem rakið var til þess að hún svolgraði í sig þrjá lítra á dag, af drykknum.

Vilja rannsókn á dauða palestínumanna

Ísraelsk mannréttindasamtök hafa krafist tafarlausrar rannsóknar á dauða tveggja Palestínumanna, sem voru skotnir í áhlaupi hersins á Vesturbakkanum, fyrr í þessum mánuði.

Bretar banna auglýsingar á fitandi mat

Bresk yfirvöld hafa bannað allar auglýsingar, á óhollum matvælum, í sjónvarpsþáttum sem höfða til barna upp að sextán ára aldri, hvort sem er að nóttu eða degi og á hvaða sjónvarpsrás sem er.

Thai Airways íhugar að hætta við kaup á risaþotu

Wallop Bhukkanasut, einn af æðstu stjórnendum taílenska ríkisflugfélagsins Thai Airways, segir tafir á afhendingu A380 risaþotum flugfélagsins hafa orðið til þess að flugfélagið verði að endurskoða langtímaáætlanir sínar. Svo getur farið að flugfélagið falli frá kaupum á risaþotunum.

Telur að SWIFT verði dæmt fyrir persónuverndarbrot

Búist er við að eftirlitsmenn Evrópusambandsins komist að þeirri niðurstöðu að alþjóðlega bankakerfið SWIFT hafi brotið persónuverndarlög með því að gefa Bandaríkjunum aðgang að milljónum bankafærslna. Þetta sagði Leonard Schrank, framkvæmdastjóri SWIFT í morgun.

Færeyskir havsvívarar fylgjast með fiskinum

Færeyska hafrannsóknastofnunin sjósetti þrjá dvergkafbáta á sunnudaginn, eða "havsvívara" eins og þeir heita á tungu grannþjóðar okkar, sem rannsaka hafið og allt sem þar finnst eftir bendingum frá gervihnetti. Fréttavefurinn skip.is greinir frá þessu. Hafsvifförin svonefndu munu fylgjast með hafsvæðunum milli Íslands, Færeyja og Hjaltlands.

Evrópskar friðarumleitanir í Ísrael

Frakkar, Spánverjar og Ítalir samþykktu í dag áætlun til þess að reyna að leysa deilurnar við botn Miðjarðarhafsins. í áætlununni er kveðið á um algjört vopnahlé og gefið í skyn að löndin þrjú gætu send eftirlitsmenn til Ísraels. Óvíst er þó hvernig þetta evrópska frumkvæði passar inn í aðrar friðarumleitanir.

Royal frambjóðandi sósíalista

Talsmaður Sósíalistaflokksins í Frakklandi staðfesti við fréttamenn nú rétt áðan að frambjóðandinn Segolene Royal verði forsetaefni flokksins. Sagði hann að hún hefði þegar hlotið mikinn meirihluta atkvæðanna en lokaúrslit ættu að verða ljós í fyrramálið. Royal verður fyrsti kvenkyns forseti Frakklands ef hún sigrar í forsetakosningunum í apríl á næsta ári.

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ályktar um Úganda

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í kvöld ályktun þar sem skorað er á uppreisnarher drottins í Úganda að sleppa úr haldi öllum þeim börnum og konum sem þeir hafa rænt á síðustu tveimur áratugum.

Æfingaflugtak gekk vel

Væntanlegir geimfarar fóru um borð í geimskutluna Discovery í dag til þess að undirbúa sig fyrir geimskotið sem verður í næsta mánuði. Æfingin gekk eins og í sögu og var henni haldið áfram þangað til aðeins fjórar sekúndur voru í flugtak.

Sósíalistar í Frakklandi hafa valið forsetaefni sitt

Samkvæmt fyrstu tölum úr prófkjöri sósíalista í Frakklandi er talið að frambjóðandinn Segolene Royal eigi eftir að bera sigur úr býtum. Þetta kom fram hjá franska sjónvarpinu LCI í kvöld. Líklegt þykir að hún hafi hlotið mikinn meirihluta atkvæðanna en úrslit ættu að verða ljós í fyrramálið. Royal myndi verða fyrsti kvenkyns forseti Frakklands ef hún ber sigur úr býtum í komandi forsetakosningum.

Hvalveiðar í Kanada

Lið veiðimanna í Kanada mun fara í leiðangur til þess að drepa um 80 Mjaldurhvali. Mjaldurhvalir eru litlir, um þrír til fimm metrar á lengd og hvítir á hörund. Hvalirnir sem á að veiða eru allir fastir í vatni sem á eftir að frysta eftir nokkrar vikur.

Sameiginlegt friðargæslulið að veruleika

Kofi Annan sagði í kvöld að ráðamenn í Súdan hefðu samþykkt þá hugmynd hans um að sameinað lið friðargæsluliða frá Sameinuðu þjóðunum og Afríkusambandinu myndi verða við friðargæslu í Darfur-héraði.

Æðsti klerkur súnnía í Írak brotlegur

Íraska ríkisstjórnin hefur gefið út handtökuskipun á æðsta klerki súnnía í landinu þar sem talið er að hann sé að ýta undir hryðjuverkastarfsemi í Írak. Handtökuskipunin gæti hins vegar ýtt undir ofbeldi milli trúarhópa í Írak, súnní og shíta múslima.

Blair leggur til ný hryðjuverkalög

Bretar munu leggja til nýja löggjöf í hryðjuverkamálum fyrir lok ársins. Búist er við því að hún muni fela í sér lög um að breska lögreglan geti haldið grunuðum í lengri tíma án þess að gefa út ákæru á hendur þeim.

Bush í Víetnam

George W. Bush varð í dag annar forseti Bandaríkjanna til þess að heimsækja Víetnam eftir að Víetnamstríðinu lauk. Vonast var til þess að Bush myndi þar semja um fríverslunarsamning við Víetnama en ekkert varð úr því þar sem repúblikanar misstu yfirráð í báðum deildum þingsins þann 7. nóvember síðastliðinn.

Ofbeldið í Darfur heldur enn áfram

Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, opnaði í Eþíópíu í dag alþjóðlega ráðstefnu um hvernig hægt er að leysa ástandið í Darfur-héraði í Súdan. Þar mun hann meðal annars mæla fyrir því að búið til verði sameinað friðargæslulið frá Sameinuðu þjóðunum og Afríkusambandinu.

Bandaríkin í samvinnu við Indland

Bandaríska þingið byrjaði í dag að ræða frumvarp sem fjallar um sölu á kjarnorkuvirkum efnum og framleiðslutækjum til Indlands. Frumvarpið hefur verið á hakanum ansi lengi en gagnrýnendur þess eru hræddir að með því að aðstoða Indverja við að koma sér upp kjarnorkutækni muni kjarnorkuvopnakapphlaup verða raunin í Suð-Austur Asíu allri og þá sérstaklega á milli Indlands og Pakistan.

Simpson segir hvernig hann hefði myrt

Ruðningskappinn O. J. Simpson hefur síðustu tólf árin þráfaldlega neitað því að hafa myrt eiginkonu sína og elskhuga hennar með hrottalegum hætti árið 1994. Simpson hefur þó velt því fyrir sér hvernig hann hefði myrt þau og ritað um það bók sem kemur út nú fyrir jólin. Ættingjar fórnarlambanna fordæma útgáfu bókarinnar.

Hörð átök í Austur-Kongó

Til harðra átaka hefur komið milli stjórnarandstæðinga og lögreglu í höfuðborg Austur-Kongó í dag. Kjörstjórn landsins lýsti því yfir í morgun að Joseph Kabila, sitjandi forseti, hefði sigrað í kosningum í síðasta mánuði. Andstæðingur hans neitar að viðurkenna ósigur sinn og segir brögð hafa verið í tafli.

Kaþólskir prestar skulu vera ógiftir

Vatíkanið staðfesti í dag að prestar kaþólsku kirkjunnar ættu að vera einhleypir á fundi sem Benedikt páfi hélt til þess að ræða óskir giftra presta sem vilja stíga í pontu á ný. Fundurinn var haldinn vegna þess að nú hefur afrískur erkibiskup stofnað nýja hreyfingu sem að leyfir þeim kaþólsku prestum sem hafa horfið úr starfi til þess að gifta sig að snúa aftur í pontu.

Milton Friedman látinn

Milton Friedman, helsti frummælandi hins frjálsa markaðar og handhafi Nóbelsverðlauna í hagfræði árið 1976, er látinn. Talsmaður fjölskyldunnar skýrði frá þessu nú rétt í þessu.

Franskir sósíalistar velja sér forsetaefni

Franski sósíalistaflokkurinn hélt prófkjör í dag fyrir forsetakosningarnar sem að fara þar fram á næsta ári. Talið er líklegt að konan Segolene Royal eigi eftir að bera sigur úr býtum en fyrstu tölur verða birtar á morgun.

2000 ára gömul fisksósa

Spænskir vísindamenn eru vongóðir um að geta sett saman uppskrift að fisksósu sem auðugir Rómverjar héldu mikið uppá fyrir 2000 árum.

Indverskir kommúnistar styðja Saddam

Um eitthundrað þúsund indverskir kommúnistar söfnuðust saman í Kalkútta, á Indlandi, í dag, til þess að mótmæla dauðdóminum yfir Saddam Hussein.

Sjá næstu 50 fréttir