Fleiri fréttir Powell í Mið-Austurlöndum Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er kominn til Ísraels þar sem hann hyggst reyna að endurvekja friðarferlið þar. Palestínumenn vona og vilja að hann hlutist til um að Ísraelsstjórn standi ekki í vegi fyrir forsetakosningum á svæðum Palestínumanna, en þær eru fyrirhugaðar eftir um einn og hálfan mánuð. 22.11.2004 00:01 Auðvelda baráttu gegn hryðjuverkum Bretar hafa áhyggjur af hryðjuverkum og hyggjast breyta lögum til að auðvelda baráttuna gegn þeim. Meðal hugmynda sem eru til umræðu eru að grípa til forvarna gegn fólki sem talið er að leggi á ráðin um hryðjuverk. Auk þessa er rætt um dómstóla án kviðdóms og að leyfa upptökur af hleruðum samtölum sem sönnunargögn. 22.11.2004 00:01 Fjölga hermönnum í Afghanistan Danir ætla að fjölga hermönnum sínum í Afganistan. Politiken segir hermönnunum ætlað að vinna að mannúðarstörfum og þjálfa nýjan, afganskan her. Eftir fjölgunina verða 225 danskir hermenn í Afganistan. 22.11.2004 00:01 Íranir hætta auðgun úrans Íranar hafa ákveðið að hætta auðgun úrans, en kjarnorkuáætlun íranskra stjórnvalda er mjög umdeild á alþjóðavettvangi. Bandaríkjamenn telja Írana vinna að þróun kjarnorkuvopna og er það ein meginástæða þess, að auðgun úrans er hætt: til að draga úr spennu. 22.11.2004 00:01 Ekkert grunsamlegt Engar vísbendingar um banamein Jassirs Arafats er að finna í læknaskýrslum hans, samkvæmt því sem Nasser al-Kidwa, frændi Arafats, segir. Hann fékk skýrslurnar afhentar hjá frönskum yfirvöldum. Al-Kidwa segir eiturefnapróf hafa verið gert á Arafat, en að ekkert grunsamlegt hafi þar komið í ljós. <font size="4"></font> 22.11.2004 00:01 Meira en 50 handteknir Fleiri en fimmtíu voru handteknir í rassíu lögreglunnar gegn mafíunni í suðurhluta Ítalíu í morgun. Meðal þeirra sem eru í haldi eru þingmaður og fjöldi annarra stjórnmálamanna. Nokkur fjöldi kaupsýslumanna er einnig í haldi, en mennirnir eru allir grunaðir um tengsl við skipulagða glæpastarfemi, peningaþvætti og fjárkúgun. 22.11.2004 00:01 Mótmæli í Kænugarði Forsætisráðherra Úkraínu eru nú sagður hafa verið kosinn næsti forseti landsins, en hann hefur þriggja prósenta forskot á meginkeppinaut sinn sem naut þó mun meira fylgis í útgönguspám í gær. Stuðningsmenn stjórnarandstöðunnar segja greinilegt að maðkur sé í mysunni og eru þúsundum saman á megintorginu í Kænugarði. 22.11.2004 00:01 Hefja afskipti á ný Bandaríkjamenn hafa hafið afskipti af friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs á ný. Powell, utanríkisráðherra, er kominn til Ísraels til viðræðna við Ísraela og Palestínumenn. 22.11.2004 00:01 Bretar halla sér að flöskunni Nærri fjórðungur allra fullorðinna Breta notar áfengi til að minnka þunglyndi eða auka sjálfstraust. Þetta kemur fram í nýlegri rannsókn lækna í Bretlandi. Þannig drekka 23% Breta áfengi þegar þeim líður illa og tveir af hverjum fimm fá sér í tána áður en þeir njóta ásta. Þá fá heil 14 prósent sér snafs áður en gengið er til vinnu. 22.11.2004 00:01 Börn til sölu Ungabörn ganga kaupum og sölu í austur-Evrópu og verðið er frá rúmum 40 þúsund íslenskum krónum. Sky-fréttastofan greinir frá því að það hafi aðeins tekið fréttamann stöðvarinnar nokkrar mínútur að finna foreldra í Búkarest, höfuðborg Rúmeníu, sem voru reiðubúin að selja krílið sitt fyrir nokkra tugi þúsunda. 22.11.2004 00:01 ESB vill að kosið verði að nýju Evrópusambandið fer fram á að forsetakosningarnar í Úkraínu verði endurteknar, þar sem þær hafi ekki uppfyllt lýðræðisleg skilyrði. Talsmenn allra aðildarríkja ESB hyggjast senda Úkraínumönnum orðsendingu, þar sem hvatt verður til þess að kosningarnar verði endurteknar og farið verði að ítrustu skilyrðum um lýðræðislega framkvæmd þeirra. 22.11.2004 00:01 Þingið hafni kosningúrslitum Stjórnvöld í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, hafa hvatt úkraínska þingið til þess að samþykkja ekki úrslit nýafstaðinna forsetakosninga. Í yfirlýsingu frá borgarráði Kænugarðs segir að miklar efasemdir séu uppi um að rétt hafi verið staðið að kosningunum og því sé eðlilegt að þingið neiti að samþykkja úrslitin. 22.11.2004 00:01 5 létust í skotbardaga veiðimanna Fimm létu lífið og þrír eru í lífshættþegar til skotbardaga kom milli dádýraveiðimanna í skóglendi nærri litlu þorpi í Wisconsin í gærkvöld. Bardaginn varð einungis sólarhring eftir að veiðitíminn hófst. Einn maður hóf að skjóta á þrjá veiðimenn eftir að þeir vísuðu honum burt af merktu veiðisvæði. 22.11.2004 00:01 Ekki eitrað fyrir Arafat Dánarorsök Jassirs Arafats kemur ekki fram í læknaskýrslum hans að sögn frænda hans sem hefur fengið skýrslurnar afhentar. Eiturefnapróf sýndu þó að engin dularfull eiturefni fundust í blóðrás Arafats og því ólíklegt að honum hafi verið byrlað eitur. 22.11.2004 00:01 Brögð í tafli? Viðtæk kosningasvik voru framin í Úkraínu, að mati kosningaeftirlitsmanna. Forsætisráðherra landsins var í dag lýstur sigurvegari forsetakosninga, en tugir þúsunda mótmælenda sætta sig ekki við niðurstöðurnar. 22.11.2004 00:01 Hóf fíl á loft með hugarorkunni Sri Chinmoy hugleiðslumeistari hefur með lyftum sínum sýnt að andinn er efninu yfirsterkari. Nýlega lyfti hann yfir 130 tonnum á friðarhátíð í Bandaríkjunum. 22.11.2004 00:01 Kosningasvindl í Úkraínu Forsetakosningarnar í Úkraínu voru ólýðræðislegar. Viktor Janukovitsj er sakaður um kosningasvindl. Forseti Rússlands óskaði honum samt til hamingju með sigurinn en Evrópusambandið gerði það ekki. Málið verður rætt á fundi fastafulltrúa Natóríkjanna í dag. 22.11.2004 00:01 Læknir SÞ handtekinn Tíu manns voru handteknir í Kabúl í gær í tengslum við mannrán á þremur starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna. 22.11.2004 00:01 Sistani fordæmir árás á mosku Æðsti sjíaklerkur Íraks, Ali Husseini al Sistani, fordæmir árás bandarískra hermanna á moskuna Abu Hanifa í Bagdad. 22.11.2004 00:01 Verkfalli rútubílstjóra lokið Verkfalli rútubílstjóra í Finnlandi er lokið. Það stóð í tvær vikur. Samgöngur voru að komast í samt horf í gær en einhverjir hnökrar voru þó á þeim. 22.11.2004 00:01 Vilja selja úran til Kína Ástralska námafyrirtækið WMC á nú í viðræðum við kínversk stjórnvöld um sölu á úran. Ástralskar reglur um útflutning á úrani eru mjög strangar. 22.11.2004 00:01 Senda eftirlitsnefnd til Palestínu Evrópusambandið mun senda eftirlitsnefnd til Palestínu til að fylgjast með forsetakosningunum þegar kosið verður um eftirmann Jassers Arafat sem lést á sjúkrahúsi í París 11. nóvember. 22.11.2004 00:01 Strax hneyksli Hneyksli skyggði á fyrsta starfsdag nýs forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Jose Manuel Barroso mætti í dag til vinnu í fyrsta sinn og þurfti þegar í stað að taka á uppljóstrunum um aðild samgöngustjóra sambandsins að fjármálahneyksli í Frakklandi fyrir nokkrum árum. 22.11.2004 00:01 Frjálslyndi í öndvegi Frjálslyndir straumar virðast gera vart við sig í Bandaríkjunum, miðað við þá sem almenningur gæti helst hugsað sér sem forsetaframbjóðendur árið 2008. Könnun Gallups leiðir í ljós, að Bandaríkjamenn vilja helst sjá þau Hillary Clinton og Rudy Guiliani berjast um forsetaembættið eftir fjögur ár. 22.11.2004 00:01 53 létust í flugslysi Fimmtíu og þrír létust þegar flugvél endastakkst ofan í ísi lagt stöðuvatn aðeins nokkrum sekúndum eftir flugtak í svokallaðri Innri-Mongólíu í Kína í morgun. Ekki er vitað hvað kom upp á, veður var gott þegar slysið varð og margir á ferli við flugvöllinn. 21.11.2004 00:01 Stórveldin takast á Gamla Evrópa, eins og Bandaríkjamenn kalla Frakkland og Þýskaland, tregðast við að fella niður skuldir Íraka. Aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Frakkar voni að þeim mistakist að endurreisa Írak. 21.11.2004 00:01 Kosningar í Írak 30. janúar Kosninganefnd Íraks ákvað í morgun dagsetningu á fyrirhugaðar kosningar í landinu og var ákveðið að Írakar gangi að kjörborðinu þann 30. janúar næstkomandi. Mikil óöld ríkir í landinu og margir fréttaskýrendur hafa talið óvarlegt að boða til kosninga að svo komnu máli á meðan ekki hefur tekist að ná tökum á uppreisnarhópum víðs vegar um landið. 21.11.2004 00:01 Reknir úr hernum fyrir pyntingar Sextán þýskum hermönnum hefur verið vikið tímabundið úr hernum vegna ásakana um að þeir hafi misþyrmt nýliðum með rafmagnsstuði og æfingum sem líktu eftir pyntingum skæruliða. Þetta er haft eftir talsmanni þýska varnarmálaráðuneytisins. Rannsókn er hafin á atvikunum sem eiga að hafa átt sér stað síðastliðið sumar. 21.11.2004 00:01 Indverjar bakka í deilunni Stjórnvöld í Indlandi hafa kallað um þrjú þúsund indverska hermenn heim frá Kasmír-héraði en þetta er liður í því að bæta samskiptin á milli nágrannanna og fjandþjóðanna Indlands og Pakistans. Löndin tvö hafa deilt um yfirráð og landamæri Kasmír-héraðs í fimmtán ár og hafa þrisvar sinnum farið í stríð sín á milli vegna þessa. 21.11.2004 00:01 Tvö mannskæð slys í Kína Fimmtíu og þrír létust þegar flugvél endastakkst ofan í ísi lagt stöðuvatn aðeins nokkrum sekúndum eftir flugtak í norðurhluta Kína í morgun. Níu námumenn létu jafnframt lífið í eldsvoða í sama landshluta í morgun. 21.11.2004 00:01 Tímamótakosningar í Úkraínu? Íbúar í Úkraínu ganga að kjörborði í dag til að kjósa sér nýjan forseta. Óttast er að til uppþota geti komið í landinu. Margir ganga svo langt að segja að valið standi á milli þess hvort Úkraína muni í framtíðinni fylgja Rússum eða Vestur-Evrópu að málum. 21.11.2004 00:01 Svíar líða fyrir Tsjernóbyl-slysið Talið er að ríflega áttahundruð manns í norðurhluta Svíþjóðar hafi fengið krabbamein í kjölfar kjarnorkuslyssins í Tsjernóbyl árið 1986. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar um afleiðingar slyssins. Geislavirk ský fóru yfir norðurhluta Evrópu í kjölfar slyssins og merkjanleg aukning varð á krabbameinstilfellum. 21.11.2004 00:01 Dönum fjölgar í Afganistan Fjöldi danskra hermanna í Afganistan mun þrefaldast á næsta ári samkvæmt því sem kemur fram í <em>Politiken</em> í dag. Hermennirnir eiga að sinna mannúðarstörfum og að taka þátt í þjálfun nýs hers Afganistans. Formaður samtakanna „Læknar án landamæra“ hefur áhyggjur af því að hermenn sinni einnig mannúðarstörfum. 21.11.2004 00:01 Sneri aftur í veisluna með byssu Danska lögreglan telur að tæplega fimmtugur karlmaður frá fyrrverandi Júgóslavíu hafi drepið samlanda sinn með því að skjóta hann nokkrum skotum í samkomuhúsi á Kaupmannahafnarsvæðinu í gærmorgun. Maðurinn neitar sök en hann gaf sig fram við lögreglu síðdegis í gær. 21.11.2004 00:01 80% skuldanna felld niður Rússar hafa samþykkt að fella niður 80 prósent skulda Íraka sem hljóða upp á um það bil 125 milljarða dollara. Þetta er haft eftir bandarískum embættismanni en Bandaríkjamenn leggja mikla áherslu á að skuldirnar verði felldar niður. 21.11.2004 00:01 Fleiri lík finnast Lík þriggja manna sem skotnir höfðu verið í höfuðið fundust á götum Mósúl í Írak í dag. Líklegt er talið að mennirnir séu úr þjóðvarðaliði Íraka en það hefur ekki verið staðfest. Í gær fundust lík níu írakskra þjóðvarðliða á víðavangi í borginni sem einnig höfðu verið drepnir með skoti í höfuðið. 21.11.2004 00:01 Frænda Allawis sleppt? Mannræningjarnir sem rændu frænda Iyads Allawis, forsætisráðherra Íraks, létu hann lausan í dag að sögn arabískrar sjónvarpsstöðvar. Talsmaður íröksku ríkisstjórnarinnar sagðist ekki geta staðfest fréttirnar í samtali við Reuters-fréttastofuna. Frænda forsætisráðherrans var rænt fyrr í mánuðinum. 21.11.2004 00:01 Fjögur morð á sólarhring í Napólí Fjórir menn hafa verið drepnir undafarinn sólarhring í borginni Napólí á Ítalíu. Lögreglan segir morðin að öllum líkindum tengjast innbyrðis átökum í mafíunni þar í borg. 21.11.2004 00:01 Boðað til kosninga í Írak Boðað hefur verið til þingkosninga í Írak þrítugasta janúar á næsta ári þrátt fyrir það upplausnarástand sem ríkir í landinu. Dagsetningin fyrir kosningarnar var kunngerð í dag en fyrirfram höfðu margir haft uppi varnaðarorð og efast um að kosningar geti verið óhlutdrægar við núverandi kringumstæður. 21.11.2004 00:01 Eitt kennileita Belfast sprengt Það mannvirki í Belfastborg á Norður-Írlandi, sem mest hefur borið á, var jafnað við jörðu í dag. Churchill-húsið hefur staðið í miðborg Belfast í fjörutíu ár en yfirvöld ákváðu að landsvæðið væri svo verðmætt að það borgaði sig að sprengja húsið í morgun til að rýma fyrir nýjum byggingum. 21.11.2004 00:01 Yushchenko líklega sigurvegari Útgönguspár í forsetakosningunum í Úkraínu, sem voru birtar rétt í þessu, benda til þess að Viktor Yushchenko beri sigur úr býtum. Yushchenko boðar breytta tíma í Úkraínu og náin tengsl við Vesturlönd. Stuðningsmenn hans eru að safnast saman í miðborg Kíev því þeir óttast að sigurinn verði hafður af þeim með kosningasvindli. 21.11.2004 00:01 Hryðjuverkin í Madrid Eduardo Zaplana, fyrrverandi talsmaður ríkisstjórnar Spánar, heldur því fram að hryðjuverkárásunum í Madríd þann 11. mars á þessu ári hafi verið stýrt af erlendum aðila í von um að koma forsætisráðherranum, Jose Maria Aznar, frá völdum. 21.11.2004 00:01 Ghazi Allawi sleppt úr gíslingu Ghazi Allawi, frændi Iyads Allawi, forsætisráðherra Íraks, var látinn laus á sunnudag í Bagdad en hann var tekinn í gíslingu þann 10. nóvember. 21.11.2004 00:01 Friður í suður-Súdan Sameinuðu þjóðirnar munu staðsetja þúsundir hermanna í Suður-Súdan þegar ríkisstjórnin í Khartoum, höfuðborg Súdans, og byltingarhreyfingin í suðrinu hafa skrifað undir friðarsamning. 21.11.2004 00:01 Kindur mótmæla Um það bil 1200 kindur ráfuðu um götur Madrídar í gær, 21. nóvember, til að vekja athygli á kröfu um verndun á árstíðabundnum flutningi búpenings milli beitilanda á láglendi og hálendi, en það er aldagömul hefð á Spáni. 21.11.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Powell í Mið-Austurlöndum Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er kominn til Ísraels þar sem hann hyggst reyna að endurvekja friðarferlið þar. Palestínumenn vona og vilja að hann hlutist til um að Ísraelsstjórn standi ekki í vegi fyrir forsetakosningum á svæðum Palestínumanna, en þær eru fyrirhugaðar eftir um einn og hálfan mánuð. 22.11.2004 00:01
Auðvelda baráttu gegn hryðjuverkum Bretar hafa áhyggjur af hryðjuverkum og hyggjast breyta lögum til að auðvelda baráttuna gegn þeim. Meðal hugmynda sem eru til umræðu eru að grípa til forvarna gegn fólki sem talið er að leggi á ráðin um hryðjuverk. Auk þessa er rætt um dómstóla án kviðdóms og að leyfa upptökur af hleruðum samtölum sem sönnunargögn. 22.11.2004 00:01
Fjölga hermönnum í Afghanistan Danir ætla að fjölga hermönnum sínum í Afganistan. Politiken segir hermönnunum ætlað að vinna að mannúðarstörfum og þjálfa nýjan, afganskan her. Eftir fjölgunina verða 225 danskir hermenn í Afganistan. 22.11.2004 00:01
Íranir hætta auðgun úrans Íranar hafa ákveðið að hætta auðgun úrans, en kjarnorkuáætlun íranskra stjórnvalda er mjög umdeild á alþjóðavettvangi. Bandaríkjamenn telja Írana vinna að þróun kjarnorkuvopna og er það ein meginástæða þess, að auðgun úrans er hætt: til að draga úr spennu. 22.11.2004 00:01
Ekkert grunsamlegt Engar vísbendingar um banamein Jassirs Arafats er að finna í læknaskýrslum hans, samkvæmt því sem Nasser al-Kidwa, frændi Arafats, segir. Hann fékk skýrslurnar afhentar hjá frönskum yfirvöldum. Al-Kidwa segir eiturefnapróf hafa verið gert á Arafat, en að ekkert grunsamlegt hafi þar komið í ljós. <font size="4"></font> 22.11.2004 00:01
Meira en 50 handteknir Fleiri en fimmtíu voru handteknir í rassíu lögreglunnar gegn mafíunni í suðurhluta Ítalíu í morgun. Meðal þeirra sem eru í haldi eru þingmaður og fjöldi annarra stjórnmálamanna. Nokkur fjöldi kaupsýslumanna er einnig í haldi, en mennirnir eru allir grunaðir um tengsl við skipulagða glæpastarfemi, peningaþvætti og fjárkúgun. 22.11.2004 00:01
Mótmæli í Kænugarði Forsætisráðherra Úkraínu eru nú sagður hafa verið kosinn næsti forseti landsins, en hann hefur þriggja prósenta forskot á meginkeppinaut sinn sem naut þó mun meira fylgis í útgönguspám í gær. Stuðningsmenn stjórnarandstöðunnar segja greinilegt að maðkur sé í mysunni og eru þúsundum saman á megintorginu í Kænugarði. 22.11.2004 00:01
Hefja afskipti á ný Bandaríkjamenn hafa hafið afskipti af friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs á ný. Powell, utanríkisráðherra, er kominn til Ísraels til viðræðna við Ísraela og Palestínumenn. 22.11.2004 00:01
Bretar halla sér að flöskunni Nærri fjórðungur allra fullorðinna Breta notar áfengi til að minnka þunglyndi eða auka sjálfstraust. Þetta kemur fram í nýlegri rannsókn lækna í Bretlandi. Þannig drekka 23% Breta áfengi þegar þeim líður illa og tveir af hverjum fimm fá sér í tána áður en þeir njóta ásta. Þá fá heil 14 prósent sér snafs áður en gengið er til vinnu. 22.11.2004 00:01
Börn til sölu Ungabörn ganga kaupum og sölu í austur-Evrópu og verðið er frá rúmum 40 þúsund íslenskum krónum. Sky-fréttastofan greinir frá því að það hafi aðeins tekið fréttamann stöðvarinnar nokkrar mínútur að finna foreldra í Búkarest, höfuðborg Rúmeníu, sem voru reiðubúin að selja krílið sitt fyrir nokkra tugi þúsunda. 22.11.2004 00:01
ESB vill að kosið verði að nýju Evrópusambandið fer fram á að forsetakosningarnar í Úkraínu verði endurteknar, þar sem þær hafi ekki uppfyllt lýðræðisleg skilyrði. Talsmenn allra aðildarríkja ESB hyggjast senda Úkraínumönnum orðsendingu, þar sem hvatt verður til þess að kosningarnar verði endurteknar og farið verði að ítrustu skilyrðum um lýðræðislega framkvæmd þeirra. 22.11.2004 00:01
Þingið hafni kosningúrslitum Stjórnvöld í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, hafa hvatt úkraínska þingið til þess að samþykkja ekki úrslit nýafstaðinna forsetakosninga. Í yfirlýsingu frá borgarráði Kænugarðs segir að miklar efasemdir séu uppi um að rétt hafi verið staðið að kosningunum og því sé eðlilegt að þingið neiti að samþykkja úrslitin. 22.11.2004 00:01
5 létust í skotbardaga veiðimanna Fimm létu lífið og þrír eru í lífshættþegar til skotbardaga kom milli dádýraveiðimanna í skóglendi nærri litlu þorpi í Wisconsin í gærkvöld. Bardaginn varð einungis sólarhring eftir að veiðitíminn hófst. Einn maður hóf að skjóta á þrjá veiðimenn eftir að þeir vísuðu honum burt af merktu veiðisvæði. 22.11.2004 00:01
Ekki eitrað fyrir Arafat Dánarorsök Jassirs Arafats kemur ekki fram í læknaskýrslum hans að sögn frænda hans sem hefur fengið skýrslurnar afhentar. Eiturefnapróf sýndu þó að engin dularfull eiturefni fundust í blóðrás Arafats og því ólíklegt að honum hafi verið byrlað eitur. 22.11.2004 00:01
Brögð í tafli? Viðtæk kosningasvik voru framin í Úkraínu, að mati kosningaeftirlitsmanna. Forsætisráðherra landsins var í dag lýstur sigurvegari forsetakosninga, en tugir þúsunda mótmælenda sætta sig ekki við niðurstöðurnar. 22.11.2004 00:01
Hóf fíl á loft með hugarorkunni Sri Chinmoy hugleiðslumeistari hefur með lyftum sínum sýnt að andinn er efninu yfirsterkari. Nýlega lyfti hann yfir 130 tonnum á friðarhátíð í Bandaríkjunum. 22.11.2004 00:01
Kosningasvindl í Úkraínu Forsetakosningarnar í Úkraínu voru ólýðræðislegar. Viktor Janukovitsj er sakaður um kosningasvindl. Forseti Rússlands óskaði honum samt til hamingju með sigurinn en Evrópusambandið gerði það ekki. Málið verður rætt á fundi fastafulltrúa Natóríkjanna í dag. 22.11.2004 00:01
Læknir SÞ handtekinn Tíu manns voru handteknir í Kabúl í gær í tengslum við mannrán á þremur starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna. 22.11.2004 00:01
Sistani fordæmir árás á mosku Æðsti sjíaklerkur Íraks, Ali Husseini al Sistani, fordæmir árás bandarískra hermanna á moskuna Abu Hanifa í Bagdad. 22.11.2004 00:01
Verkfalli rútubílstjóra lokið Verkfalli rútubílstjóra í Finnlandi er lokið. Það stóð í tvær vikur. Samgöngur voru að komast í samt horf í gær en einhverjir hnökrar voru þó á þeim. 22.11.2004 00:01
Vilja selja úran til Kína Ástralska námafyrirtækið WMC á nú í viðræðum við kínversk stjórnvöld um sölu á úran. Ástralskar reglur um útflutning á úrani eru mjög strangar. 22.11.2004 00:01
Senda eftirlitsnefnd til Palestínu Evrópusambandið mun senda eftirlitsnefnd til Palestínu til að fylgjast með forsetakosningunum þegar kosið verður um eftirmann Jassers Arafat sem lést á sjúkrahúsi í París 11. nóvember. 22.11.2004 00:01
Strax hneyksli Hneyksli skyggði á fyrsta starfsdag nýs forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Jose Manuel Barroso mætti í dag til vinnu í fyrsta sinn og þurfti þegar í stað að taka á uppljóstrunum um aðild samgöngustjóra sambandsins að fjármálahneyksli í Frakklandi fyrir nokkrum árum. 22.11.2004 00:01
Frjálslyndi í öndvegi Frjálslyndir straumar virðast gera vart við sig í Bandaríkjunum, miðað við þá sem almenningur gæti helst hugsað sér sem forsetaframbjóðendur árið 2008. Könnun Gallups leiðir í ljós, að Bandaríkjamenn vilja helst sjá þau Hillary Clinton og Rudy Guiliani berjast um forsetaembættið eftir fjögur ár. 22.11.2004 00:01
53 létust í flugslysi Fimmtíu og þrír létust þegar flugvél endastakkst ofan í ísi lagt stöðuvatn aðeins nokkrum sekúndum eftir flugtak í svokallaðri Innri-Mongólíu í Kína í morgun. Ekki er vitað hvað kom upp á, veður var gott þegar slysið varð og margir á ferli við flugvöllinn. 21.11.2004 00:01
Stórveldin takast á Gamla Evrópa, eins og Bandaríkjamenn kalla Frakkland og Þýskaland, tregðast við að fella niður skuldir Íraka. Aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Frakkar voni að þeim mistakist að endurreisa Írak. 21.11.2004 00:01
Kosningar í Írak 30. janúar Kosninganefnd Íraks ákvað í morgun dagsetningu á fyrirhugaðar kosningar í landinu og var ákveðið að Írakar gangi að kjörborðinu þann 30. janúar næstkomandi. Mikil óöld ríkir í landinu og margir fréttaskýrendur hafa talið óvarlegt að boða til kosninga að svo komnu máli á meðan ekki hefur tekist að ná tökum á uppreisnarhópum víðs vegar um landið. 21.11.2004 00:01
Reknir úr hernum fyrir pyntingar Sextán þýskum hermönnum hefur verið vikið tímabundið úr hernum vegna ásakana um að þeir hafi misþyrmt nýliðum með rafmagnsstuði og æfingum sem líktu eftir pyntingum skæruliða. Þetta er haft eftir talsmanni þýska varnarmálaráðuneytisins. Rannsókn er hafin á atvikunum sem eiga að hafa átt sér stað síðastliðið sumar. 21.11.2004 00:01
Indverjar bakka í deilunni Stjórnvöld í Indlandi hafa kallað um þrjú þúsund indverska hermenn heim frá Kasmír-héraði en þetta er liður í því að bæta samskiptin á milli nágrannanna og fjandþjóðanna Indlands og Pakistans. Löndin tvö hafa deilt um yfirráð og landamæri Kasmír-héraðs í fimmtán ár og hafa þrisvar sinnum farið í stríð sín á milli vegna þessa. 21.11.2004 00:01
Tvö mannskæð slys í Kína Fimmtíu og þrír létust þegar flugvél endastakkst ofan í ísi lagt stöðuvatn aðeins nokkrum sekúndum eftir flugtak í norðurhluta Kína í morgun. Níu námumenn létu jafnframt lífið í eldsvoða í sama landshluta í morgun. 21.11.2004 00:01
Tímamótakosningar í Úkraínu? Íbúar í Úkraínu ganga að kjörborði í dag til að kjósa sér nýjan forseta. Óttast er að til uppþota geti komið í landinu. Margir ganga svo langt að segja að valið standi á milli þess hvort Úkraína muni í framtíðinni fylgja Rússum eða Vestur-Evrópu að málum. 21.11.2004 00:01
Svíar líða fyrir Tsjernóbyl-slysið Talið er að ríflega áttahundruð manns í norðurhluta Svíþjóðar hafi fengið krabbamein í kjölfar kjarnorkuslyssins í Tsjernóbyl árið 1986. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar um afleiðingar slyssins. Geislavirk ský fóru yfir norðurhluta Evrópu í kjölfar slyssins og merkjanleg aukning varð á krabbameinstilfellum. 21.11.2004 00:01
Dönum fjölgar í Afganistan Fjöldi danskra hermanna í Afganistan mun þrefaldast á næsta ári samkvæmt því sem kemur fram í <em>Politiken</em> í dag. Hermennirnir eiga að sinna mannúðarstörfum og að taka þátt í þjálfun nýs hers Afganistans. Formaður samtakanna „Læknar án landamæra“ hefur áhyggjur af því að hermenn sinni einnig mannúðarstörfum. 21.11.2004 00:01
Sneri aftur í veisluna með byssu Danska lögreglan telur að tæplega fimmtugur karlmaður frá fyrrverandi Júgóslavíu hafi drepið samlanda sinn með því að skjóta hann nokkrum skotum í samkomuhúsi á Kaupmannahafnarsvæðinu í gærmorgun. Maðurinn neitar sök en hann gaf sig fram við lögreglu síðdegis í gær. 21.11.2004 00:01
80% skuldanna felld niður Rússar hafa samþykkt að fella niður 80 prósent skulda Íraka sem hljóða upp á um það bil 125 milljarða dollara. Þetta er haft eftir bandarískum embættismanni en Bandaríkjamenn leggja mikla áherslu á að skuldirnar verði felldar niður. 21.11.2004 00:01
Fleiri lík finnast Lík þriggja manna sem skotnir höfðu verið í höfuðið fundust á götum Mósúl í Írak í dag. Líklegt er talið að mennirnir séu úr þjóðvarðaliði Íraka en það hefur ekki verið staðfest. Í gær fundust lík níu írakskra þjóðvarðliða á víðavangi í borginni sem einnig höfðu verið drepnir með skoti í höfuðið. 21.11.2004 00:01
Frænda Allawis sleppt? Mannræningjarnir sem rændu frænda Iyads Allawis, forsætisráðherra Íraks, létu hann lausan í dag að sögn arabískrar sjónvarpsstöðvar. Talsmaður íröksku ríkisstjórnarinnar sagðist ekki geta staðfest fréttirnar í samtali við Reuters-fréttastofuna. Frænda forsætisráðherrans var rænt fyrr í mánuðinum. 21.11.2004 00:01
Fjögur morð á sólarhring í Napólí Fjórir menn hafa verið drepnir undafarinn sólarhring í borginni Napólí á Ítalíu. Lögreglan segir morðin að öllum líkindum tengjast innbyrðis átökum í mafíunni þar í borg. 21.11.2004 00:01
Boðað til kosninga í Írak Boðað hefur verið til þingkosninga í Írak þrítugasta janúar á næsta ári þrátt fyrir það upplausnarástand sem ríkir í landinu. Dagsetningin fyrir kosningarnar var kunngerð í dag en fyrirfram höfðu margir haft uppi varnaðarorð og efast um að kosningar geti verið óhlutdrægar við núverandi kringumstæður. 21.11.2004 00:01
Eitt kennileita Belfast sprengt Það mannvirki í Belfastborg á Norður-Írlandi, sem mest hefur borið á, var jafnað við jörðu í dag. Churchill-húsið hefur staðið í miðborg Belfast í fjörutíu ár en yfirvöld ákváðu að landsvæðið væri svo verðmætt að það borgaði sig að sprengja húsið í morgun til að rýma fyrir nýjum byggingum. 21.11.2004 00:01
Yushchenko líklega sigurvegari Útgönguspár í forsetakosningunum í Úkraínu, sem voru birtar rétt í þessu, benda til þess að Viktor Yushchenko beri sigur úr býtum. Yushchenko boðar breytta tíma í Úkraínu og náin tengsl við Vesturlönd. Stuðningsmenn hans eru að safnast saman í miðborg Kíev því þeir óttast að sigurinn verði hafður af þeim með kosningasvindli. 21.11.2004 00:01
Hryðjuverkin í Madrid Eduardo Zaplana, fyrrverandi talsmaður ríkisstjórnar Spánar, heldur því fram að hryðjuverkárásunum í Madríd þann 11. mars á þessu ári hafi verið stýrt af erlendum aðila í von um að koma forsætisráðherranum, Jose Maria Aznar, frá völdum. 21.11.2004 00:01
Ghazi Allawi sleppt úr gíslingu Ghazi Allawi, frændi Iyads Allawi, forsætisráðherra Íraks, var látinn laus á sunnudag í Bagdad en hann var tekinn í gíslingu þann 10. nóvember. 21.11.2004 00:01
Friður í suður-Súdan Sameinuðu þjóðirnar munu staðsetja þúsundir hermanna í Suður-Súdan þegar ríkisstjórnin í Khartoum, höfuðborg Súdans, og byltingarhreyfingin í suðrinu hafa skrifað undir friðarsamning. 21.11.2004 00:01
Kindur mótmæla Um það bil 1200 kindur ráfuðu um götur Madrídar í gær, 21. nóvember, til að vekja athygli á kröfu um verndun á árstíðabundnum flutningi búpenings milli beitilanda á láglendi og hálendi, en það er aldagömul hefð á Spáni. 21.11.2004 00:01