Erlent

Indverjar bakka í deilunni

Stjórnvöld í Indlandi hafa kallað um þrjú þúsund indverska hermenn heim frá Kasmír-héraði en þetta er liður í því að bæta samskiptin á milli nágrannanna og fjandþjóðanna Indlands og Pakistans. Löndin tvö hafa deilt um yfirráð og landamæri Kasmír-héraðs í fimmtán ár og hafa þrisvar sinnum farið í stríð sín á milli vegna þessa. Indversk yfirvöld ákváðu nýverið, einhliða, að kalla hluta af herliði sínu frá héraðinu og eru vonir bundnar við að það megi koma friðarviðræðum á nýjan rekspöl.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×