Erlent

Reknir úr hernum fyrir pyntingar

Sextán þýskum hermönnum hefur verið vikið tímabundið úr hernum vegna ásakana um að þeir hafi misþyrmt nýliðum með rafmagnsstuði og æfingum sem líktu eftir pyntingum skæruliða. Þetta er haft eftir talsmanni þýska varnarmálaráðuneytisins. Rannsókn er hafin á atvikunum sem eiga að hafa átt sér stað síðastliðið sumar. Á meðal hermannanna sem leystir voru frá störfum er einn yfirmaður. Mennirnir gætu átt yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi ef þeir verða fundnir sekir um athæfið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×