Frjálslyndi í öndvegi 22. nóvember 2004 00:01 Frjálslyndir straumar virðast gera vart við sig í Bandaríkjunum, miðað við þá sem almenningur gæti helst hugsað sér sem forsetaframbjóðendur árið 2008. Könnun Gallups leiðir í ljós, að Bandaríkjamenn vilja helst sjá þau Hillary Clinton og Rudy Guiliani berjast um forsetaembættið eftir fjögur ár. Demókratar eru enn í losti eftir úrslit kosninganna, en eygja von í Hillary Clinton. Sumir stjórnmálaskýrendur þykjast hafa séð hana glotta lymskulega þegar ljóst varð að þeir John Kerry og John Edwards flyttu ekki inn í Hvíta húsið, því það hefði þýtt að útséð væri með framboð hennar. Tvö ljón eru þó á vegi Hillary, það fyrra John Edwards. Hann er talinn líklegur til að reyna framboð á ný eftir fjögur ár, en einnig hefur verið stungið upp á því að hann verði formaður Demókrataflokksins og raunar sagt að sú hugmynd sé ættuð frá Hillary sem ætli sér að útiloka hann sem keppinaut með þeim hætti. Hitt ljónið eru repúblikanar, sem fullyrt er að ætli sér að valta yfir Hillary þegar hún sækist eftir endurkjöri í öldungadeild Bandaríkjaþings eftir tvö ár. Þá er sagt að von sé á öllu stórskotaliði repúblikana, háar fjárhæðir verði settar henni til höfuðs og öllum brögðum beitt til að koma í veg fyrir endurkjör, sem þýddi þá einnig að hún væri ólíklegur forsetaframbjóðandi. Og jafnvel þó að allt annað gangi vel, þótti þeim demókrötum sem fréttastofan ræddi við ólíklegt að Bandaríkjamenn kysu konu sem forseta eftir fjögur ár í ljósi þess sem virðist vera hægrisveifla og íhaldsbylgja þar vestra. Eitt líklegasta forsetaefni repúblikana kemur líka frá New York, borgarstjórinn fyrrverandi Rudy Giuliani. Hann nýtur virðingar Bandaríkjamanna fyrir frammistöðuna þann 11. sept. 2001 og lét mjög til sín taka á lokaspretti kosningabaráttu Bush forseta í ár. Hann þykir þó í meira lagi frjálslyndur repúblikani, en ekki kristinn íhaldsmaður eins og lykilmenn í stjórn Bush, og að því er virðist stór hluti kjósenda flokksins. Sömu sögu er að segja af öðrum hugsanlegum frambjóðanda, þingmanninum John McCain. Hann nýtur einnig almennrar virðingar, en er ekki jafn íhaldssamur og stór hluti Repúblikanaflokksins, og því óvíst um stuðning grasrótarinnar. Og loks má nefna til sögunnar sjálfan tortýmandann, Arnold Schwarzenegger, hinn geisivinsæla ríkisstjóra Kaliforníu. Bæði í heimaríkinu og á Bandaríkjaþingi er vilji fyrir stjórnarskrárbreytingu svo að hann geti fyrstur innflytjenda boðið sig fram til forseta, en sem stendur mega einungis þeir bjóða sig fram, sem fæddir eru í Bandaríkjunum. En Schwarzenegger er líka mun frjálslyndari en flokkurinn og ósammála í lykilmálum svo sem stofnfrumurannsóknum. Það er óneitanlega áhugavert í ljósi niðurstaðna síðustu kosninga, þar sem viss hægrisveifla virtist merkjanleg, að þeir frambjóðendur sem Bandaríkjamenn sjá helst fyrir sér eftir fjögur ár eru frjálslyndir. Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira
Frjálslyndir straumar virðast gera vart við sig í Bandaríkjunum, miðað við þá sem almenningur gæti helst hugsað sér sem forsetaframbjóðendur árið 2008. Könnun Gallups leiðir í ljós, að Bandaríkjamenn vilja helst sjá þau Hillary Clinton og Rudy Guiliani berjast um forsetaembættið eftir fjögur ár. Demókratar eru enn í losti eftir úrslit kosninganna, en eygja von í Hillary Clinton. Sumir stjórnmálaskýrendur þykjast hafa séð hana glotta lymskulega þegar ljóst varð að þeir John Kerry og John Edwards flyttu ekki inn í Hvíta húsið, því það hefði þýtt að útséð væri með framboð hennar. Tvö ljón eru þó á vegi Hillary, það fyrra John Edwards. Hann er talinn líklegur til að reyna framboð á ný eftir fjögur ár, en einnig hefur verið stungið upp á því að hann verði formaður Demókrataflokksins og raunar sagt að sú hugmynd sé ættuð frá Hillary sem ætli sér að útiloka hann sem keppinaut með þeim hætti. Hitt ljónið eru repúblikanar, sem fullyrt er að ætli sér að valta yfir Hillary þegar hún sækist eftir endurkjöri í öldungadeild Bandaríkjaþings eftir tvö ár. Þá er sagt að von sé á öllu stórskotaliði repúblikana, háar fjárhæðir verði settar henni til höfuðs og öllum brögðum beitt til að koma í veg fyrir endurkjör, sem þýddi þá einnig að hún væri ólíklegur forsetaframbjóðandi. Og jafnvel þó að allt annað gangi vel, þótti þeim demókrötum sem fréttastofan ræddi við ólíklegt að Bandaríkjamenn kysu konu sem forseta eftir fjögur ár í ljósi þess sem virðist vera hægrisveifla og íhaldsbylgja þar vestra. Eitt líklegasta forsetaefni repúblikana kemur líka frá New York, borgarstjórinn fyrrverandi Rudy Giuliani. Hann nýtur virðingar Bandaríkjamanna fyrir frammistöðuna þann 11. sept. 2001 og lét mjög til sín taka á lokaspretti kosningabaráttu Bush forseta í ár. Hann þykir þó í meira lagi frjálslyndur repúblikani, en ekki kristinn íhaldsmaður eins og lykilmenn í stjórn Bush, og að því er virðist stór hluti kjósenda flokksins. Sömu sögu er að segja af öðrum hugsanlegum frambjóðanda, þingmanninum John McCain. Hann nýtur einnig almennrar virðingar, en er ekki jafn íhaldssamur og stór hluti Repúblikanaflokksins, og því óvíst um stuðning grasrótarinnar. Og loks má nefna til sögunnar sjálfan tortýmandann, Arnold Schwarzenegger, hinn geisivinsæla ríkisstjóra Kaliforníu. Bæði í heimaríkinu og á Bandaríkjaþingi er vilji fyrir stjórnarskrárbreytingu svo að hann geti fyrstur innflytjenda boðið sig fram til forseta, en sem stendur mega einungis þeir bjóða sig fram, sem fæddir eru í Bandaríkjunum. En Schwarzenegger er líka mun frjálslyndari en flokkurinn og ósammála í lykilmálum svo sem stofnfrumurannsóknum. Það er óneitanlega áhugavert í ljósi niðurstaðna síðustu kosninga, þar sem viss hægrisveifla virtist merkjanleg, að þeir frambjóðendur sem Bandaríkjamenn sjá helst fyrir sér eftir fjögur ár eru frjálslyndir.
Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira