Erlent

Íranir hætta auðgun úrans

Íranar hafa ákveðið að hætta auðgun úrans, en kjarnorkuáætlun íranskra stjórnvalda er mjög umdeild á alþjóðavettvangi. Bandaríkjamenn telja Írana vinna að þróun kjarnorkuvopna og er það ein meginástæða þess, að auðgun úrans er hætt: til að draga úr spennu. Mohammed El-Baradei, yfirmaður alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar, staðfesti að Íranar hefðu sannanlega hætt auðgun úrans í morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×