Erlent

Mótmæli í Kænugarði

Forsætisráðherra Úkraínu eru nú sagður hafa verið kosinn næsti forseti landsins, en hann hefur þriggja prósenta forskot á meginkeppinaut sinn sem naut þó mun meira fylgis í útgönguspám í gær. Stuðningsmenn stjórnarandstöðunnar segja greinilegt að maðkur sé í mysunni og eru þúsundum saman á megintorginu í Kænugarði. Útgönguspár bentu í gær til þess að stjórnarandstæðingurinn Viktor Yushchenko, sem þykir líta mjög í vesturhátt, hefðu náð meirihluta, en samkvæmt opinberum niðurstöðum hefur forsætisráðherrann Viktor Yanukovich, sem Rússar styðja, meira fylgi, 49,57 prósent á móti 46,57 prósentum. Stjórnarandstaðan segir greinilegt að tölur úr tveimur héröðum, þar sem forsætisráðherrann hlaut mikinn meirihluta atkvæða, hafi verið falsaðar. Fimmtíu þúsund stuðningsmenn Viktors Yushchenkos eru saman komnir saman á megintorginu í miðborg Kænugarðs og krefjast þess að yfirvöld viðurkenni að Yuschinko hafi í raun borið sigurorð af Yanukovich forsætisráðherra. Yuschenko segir Leonid Kuchma viðriðinn kosningasvindlið og hvetur stuðningsmenn sína til að fara hvergi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×