Fleiri fréttir Kosningar í Írak ákveðnar Tilkynnt var í gær að fyrstu kosningarnar í Írak eftir fall Saddams Hussein verði haldnar 30. janúar. Ekki á að fresta kosningum vegna átaka í landinu. "Kjörstjórn hefur einróma samþykkt að íhuga 30. janúar sem kjördag," sagði formaður kjörstjórnar, Abdel Hussein al-Hindawi, við fréttamenn í Bagdad. 21.11.2004 00:01 Nú liggja Danir í því Hundruð Dana eru öskureiðir vegna umdeildra póstkorta frá lífeyrissjóði þeirra. Talsmaður sjóðsins biðst afsökunar og segir fyrirtækið hafa farið yfir strikið. Póstkortið er stílað á karlmanninn á heimilinu en vekur meiri athygli og jafnvel reiði hjá unnustum og eiginkonum, þegar það svífur inn um bréfalúguna eða póstkassann. 21.11.2004 00:01 Danski þingmaðurinn látinn laus Danskur þingmaður, Flemming Oppfeldt, sem er sakaður um að hafa kynferðislega misnotað þrettán ára dreng, hefur verið látinn laus. Úrskurður dómstóla þess efnis er þvert á úrskurð undirréttar sem á þriðjudaginn framlengdi gæsluvarðhald yfir þingmanninum. Flemming segist í dönskum fjölmiðlum vera saklaus. 20.11.2004 00:01 Fékk sjúkragögn Arafats afhent Ekkja Arafats, Suha, sótti í gær sjúkragögn hins látna eiginmanns síns á hersjúkrahúsið í París þar sem hann naut aðhlynningar síðustu daga ævi sinnar. Í gögnunum er dánarorsök tilgreind en palestínsk yfirvöld hafa sóst eftir að fá þær upplýsingar. 20.11.2004 00:01 Tugur fallinn í morgun Skæruliðar vopnaðir sjálfvirkum rifflum og sprengjuvörpum börðust við bandarískar og írakskar hersveitir í hverfum súnní-múslima í Bagdad í morgun. Að minnsta kosti sjö skæruliðar féllu og þrír lögreglumenn. 20.11.2004 00:01 Fanga sleppt vegna mistaka Lögregluyfirvöld í Manchester á Englandi leita nú manns sem ákærður er fyrir sex morðtilraunir en honum var sleppt fyrr í vikunni vegna mistaka. Maðurinn, sem sagður er mjög hættulegur, var hnepptur í gæsluvarðhald í síðustu viku og átti að mæta fyrir dómara í gær. 20.11.2004 00:01 Enn kýta Frakkar og Bandaríkjamenn Aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Frakkar voni að þeim mistakist að koma á friði og lýðræði í Írak. 20.11.2004 00:01 Viðurkenndi morðið á banabeði Móðir í Kaliforníu viðurkenndi fyrir dóttur sinni á banabeði sínu að hún hefði myrt föður hennar. Líkið hefði hún geymt í frystikistu í 14 ár og látið fjölskylduna halda að hann hefði dáið í bílslysi. Móðirin lést úr krabbameini fyrir viku. Á fimmtudag fannst lík hins myrta þar sem hún hafði vísað á það, í birgðageymslu. 20.11.2004 00:01 Aftökurnar halda áfram Írakskir hryðjuverkamenn myrtu í dag enn tvo gísla sína og settu aftöku þeirra á Netið. Að þessu sinni voru fórnarlömbin tveir Kúrdar sem morðingjarnir segja að hafi tilheyrt lýðræðisflokki þjóðflokksins. Sá flokkur er annar af tveimur stjórnmálahreyfingum Kúrda sem á aðild að bráðabirgðastjórninni í Írak. 20.11.2004 00:01 Deilt um skuldir Íraka Ríkustu þjóðum heims gengur erfiðlega að ná samkomulagi um hvort og hversu mikið af skuldum Íraka þær felli niður. Erlendar skuldir Íraka eru um 122 milljarðar króna og hafa þeir beðið um niðurfellingu á þeim þar sem byrðin sé að sliga landið og hindra eðlilega uppbyggingu. 20.11.2004 00:01 Nýnasistar skipuleggja hryðjuverk Hópur sænskra nýnasista hefur verið handtekinn, grunaður um áætlun um morð og hryðjuverk. Fjórir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Nýnasistarnir höfðu gert áætlun sem gerði ráð fyrir að lama mikilvægar stofnanir samfélagsins, svo sem orkuver, skóla, sjúkrahús og ráðhús. 20.11.2004 00:01 Endurbætur í Fallujah Bandarískir hermenn vinna nú að því að koma aftur á vatni, rafmagni og öðrum nauðsynlegum þjónustuþáttum í lag í borginni Fallujah í Írak. Það gæti tekið tímann sinn því Fallujah er nánast í rúst eftir bardagana undanfarnar vikur. Bandaríkjamenn treysta sér ekki til þess að segja til um hvenær íbúarnir, sem flúðu bardagana, geti snúið aftur. </font /> 20.11.2004 00:01 Bush varar Írana við George Bush Bandaríkjaforseti varar Írana við að halda áfram framleiðslu kjarnavopna eins og fullyrt er að þeir geri í skýrslu Alþjóða kjarnorkustofnunarinnar, IAEA, sem gerð var opinber í vikunni. 20.11.2004 00:01 13 tróðust undir Að minnsta kosti þrettán tróðust undir og fjölmargir slösuðust í fagnaðarlátum vegna loforða Evrópusambandsins um fjárhagaðstoð í Vestur-Afríkuríkinu Togo í dag. Mannfjöldinn hafði fylkt liði í höfuðborginni Lome til að hylla forseta landsins í tilefni tíðindanna en hann hefur farið mikinn undanfarna mánuði í að fá Evrópusmabndið í lið með sér. 20.11.2004 00:01 Dæmdur fyrir morð á blaðamönnum Afganskur maður úr hersveitum talíbana var í dag dæmdur til dauða fyrir að myrða fjóra blaðamenn í stríðinu árið 2001. Hann hafði einnig myrt eiginkonu sína og limlest fjölda manns. 20.11.2004 00:01 Sjö létust í sprengingu á Ítalíu Að minnsta kosti sjö manns létu lífið í mikilli gassprengingu í tveggja hæða íbúðarhúsi á Ítalíu í dag. Slysið varð í smábænum Foggía í suðurhluta landsins. Sprengingin var svo öflug að hlutar úr útveggjum og þaki hússins þeyttust langar leiðir, og svo hrundi húsið til grunna. 20.11.2004 00:01 Heimastjórnin fær sjúkraskrána Frakkar hafa fullvissað heimastjórn Palestínu um að frændi Jassers Arafats, sem er erindreki í heimastjórninni, fái sjúkraskrá Arafats frá sjúkrahúsinu sem hann dó í. Alls kyns sögusagnir ganga um dánarorsökina, svo sem að eitrað hafi verið fyrir Arafat, hann hafi verið með skorpulifur, alnæmi og jafnvel fleiri banvæna sjúkdóma. 20.11.2004 00:01 Lofthernaður gegn engisprettum Ísraelar hafa enn einu sinni hafið mikinn lofthernað, en í þetta skipti gegn engisprettum, sem ráðast inn í landið í stórum hópum frá Afríku. 20.11.2004 00:01 Bush safnar liði George Bush, forseti Bandaríkjanna, er byrjaður að safna liði gegn Íran og Norður-Kóreu vegna stefnu landanna í kjarnorkumálum. Forsetinn segir að ekki sé hægt að líða framleiðslu kjarnorkuvopna á Kóreuskaganum eða Miðausturlöndum. 20.11.2004 00:01 Umdeildur meðal starfsfólksins Mikil óánægja starfsmanna Sameinuðu þjóðanna með yfirstjórn samtakanna hefur hvað eftir annað beinst að framkvæmdastjóranum Kofi Annan, þótt hann hafi sloppið með skrekkinn á föstudaginn 20.11.2004 00:01 Þrýstir á Norður-Kóreu George W. Bush Bandaríkjaforseti beindi spjótum sínum að Norður-Kóreu í gær þegar tveggja daga leiðtogafundur Asíu- og Kyrrahafsríkja hófst í Chile í gær 20.11.2004 00:01 Skuldum létt af Írak Þjóðverjar skýrðu í gær frá samkomulagi um að létta skuldum af Írökum í því skyni að gera þeim kleift að hefja fyrir alvöru uppbyggingu í landinu án þess að þurfa að sligast undir skuldabyrði. 20.11.2004 00:01 Stoltur af fortíð sinni Hinn nýi yfirmaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Jose Manuel Durao Barroso, viðurkennir að hafa verið maóisti á yngri árum, og segist vera stoltur af því. 20.11.2004 00:01 Kosningarnar í uppnámi? Herskár íslamskur hópur ógnar væntanlegum frambjóðendum og kjósendum í fyrirhuguðum kosningum í Írak í janúar. Hópurinn hótar því að hver sá múslimi sem bjóði sig fram í kosningum verði refsað í nafni guðs. 19.11.2004 00:01 Ópíumræktun í blóma Ræktun ópíumvalmúa blómstrar sem aldrei fyrr í Afganistan og hefur aukist um 64 prósent frá því í fyrra. Þetta segir í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Þar kemur jafnframt fram að ræktun ópíumvalmúa er vaxtarbroddurinn í afgönsku efnahagslífi. 19.11.2004 00:01 Banamein Arafats upplýst? Það ætti jafnvel að liggja fyrir í dag hvert banamein Jassers Arafats, fyrrverandi leiðtoga Palestínumanna, var. Sögusagnir hafa verið á kreiki um dánarorsök Arafats og menn hafa velt fyrir sér hvort eitrað hafi verið fyrir honum. Frændi leiðtogans er væntanlegur til Parísar í dag og munu frönsk yfirvöld láta honum í té sjúkraskýrslu Arafats. 19.11.2004 00:01 Danskar stúlkur fara ránshendi Penar unglingsstúlkur, stolt foreldra sinna, uppáhald kennara sinna og sakleysið upmálað fara nú sem eldur í sinu um verslanir í Kaupmannahöfn og stela þar öllu steini léttara. Að sögn lögreglunnar er þetta alveg nýr hópur búðaþjófa sem starfsfólk verslana á erfitt með að átta sig á. 19.11.2004 00:01 Týndi hlekkurinn fundinn? Fornleifafræðingar hafa fundið 13 milljón ára gamla beinagrind prímata sem talinn er síðasti sameiginlegi forfaðir bæði manna og mannapa. Mannapar, svo sem górillur og sjimpansar, eru taldir hafa skilið sig frá öðrum og minni öpum á þessum tíma og því er þetta hugsanlega hinn svokallaði „týndi hlekkur“. 19.11.2004 00:01 Vopnahlé í Súdan Stríðandi fylkingar í Súdan undirrituðu í morgun heit um að ná friðarsamningum fyrir árslok á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í Kenía. Talið er að yfir tvær milljónir Súdana hafi látið lífið vegna borgarastríðsins. 19.11.2004 00:01 Hótar látum ef upp kemst um svindl Frambjóðandi frjálslyndra í forsetakosningunum sem fram eiga að fara í Úkraínu á sunnudaginn hefur hótað að vera með læti ef grunur leikur á svindli í kosningunum. Frambjóðandinn, Viktor Yushchenko sem er fyrrverandi forsætisráðherra landsins, segir að hann muni ganga fylktu liði um götum borgarinnar ef upp kemst að maðkur sé í mysunni. 19.11.2004 00:01 Andspyrnan brotin á bak aftur Talsmenn Bandaríkjahers segja að andspyrna í borginni Fallujah í Írak hafi nú verið brotin á bak aftur. Uppreisnarmenn láta þó enn til sín taka og hóta þeim ofbeldi sem taka þátt í boðuðum kosningum í janúar. 19.11.2004 00:01 Dánartíðnin minnki um helming Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mælir með nýrri lyfjameðferð fyrir HIV-smituð börn sem rannsóknir sýna að geti dregið úr dánartíðni þeirra um helming. Meðferðin felst í því að gefa börnunum algengt sýklalyf sem kostar um tíu krónur á dag. Á hverjum degi látast u.þ.b. 1.300 börn af völdum alnæmisveirunnar í heiminum. 19.11.2004 00:01 Fölsuðum legókubbum fargað Finnskir tollverðir hafa malað yfir tíu tonn af fölsuðum legókubbum, mélinu smærra, og verður duftið síðan brennt. Eins og allir vita eru hinir einu og sönnu legókubbar framleiddir í Danmörku. Kubbarnir sem finnska tollgæslan lagði hald á voru hins vegar framleiddir í Kína og var verið að flytja þá til Rússlands til sölu þar. </font /></font /> 19.11.2004 00:01 77 ára kona fær dauðadóm Hæstiréttur Japans hefur staðfest að sjötíu og sjö ára gömul kona skuli hengd fyrir morðið á eiginmanni sínum og kunningjakonu. Konan var dæmd til dauða fyrir að hafa árið 1987 fengið ættingja til liðs við sig til að drepa eiginmanninn, gegn því að þeir fengju hlut af þrjátíu milljón króna líftryggingu hans. 19.11.2004 00:01 Ósló dýrasta verslunarborg Evrópu Það kveinka sér fleiri undan háu verðlagi en Íslendingar. Norðmenn eru nú í nokkurri geðshræringu yfir nýrri könnum sem sýnir að Ósló er dýrasta verslunarborg í Evrópu. Að strauja kortið á Karl Jóhannsgötu kostar 21 prósenti meira en meðaltalið er í ríkjum Evrópusambandsins. 19.11.2004 00:01 Sonur Thatchers verði framseldur Stjórnvöld í Afríkuríkinu Miðbaugs-Gíneu eru að leggja lokahönd á beiðni til Suður-Afríku um að framselja Mark Thatcher, son Margrétar Thatchers, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. Thatcher er sakaður um að hafa átt þátt í samsæri um að steypa ríkisstjórn Miðbaugs-Gíneu af stóli. 19.11.2004 00:01 Danir mótmæla reglum ESB Danir munu berjast hart gegn nýjum reglum Evrópusambandsins um flutning á sláturdýrum. Í nýju reglunum er mönnum gefnar nánast frjálsar hendur um hversu lengi dýrin eru látin hírast á flutningabílum, auk þess sem ekkert er kveðið á um lágmarkspláss. 19.11.2004 00:01 Snjórinn veldur usla í Noregi Íbúar í Norður-Noregi veltast nú um af hlátri yfir brölti landa sinna í suðri. Fyrsti snjórinn féll í Ósló í vikunni og það var eins og við manninn mælt - það fór allt í steik á götum höfuðborgarinnar. 19.11.2004 00:01 ESB kemur sér upp her Evrópusambandið mun hafa fjórar viðbragðssveitir hermanna tilbúnar á næsta ári til þess að senda hvert sem er í heiminum, ef þörf krefur. Átta sveitir til viðbótar eiga að vera til staðar árið 2007. Um fimmtán hundruð hermenn verða í hverri sveit. 19.11.2004 00:01 Árásum verður að linna Fyrrverandi yfirmaður í öryggissveitum Palestínumanna, Mohammad Dahlan, sagði í dag að harðlínumenn verði að hætta árásum sínum á Ísrael til þess að skapa ró í kringum kosningarnar um eftirmann Jassers Arafats þann 9. janúar næstkomandi. 19.11.2004 00:01 Bílstjórar í verkfall Hætta er á að samgöngur í Finnlandi verði í lamasessi í næstu viku. Frá því í síðustu viku hafa 1.300 rútubílstjórar sem keyra sunnan við Helsinki verið í verkfalli. Nú hafa vörubílstjórar, lestarstjórar og starfsmenn flugvalla sagst ætla í samúðarverkfall í næstu viku. 19.11.2004 00:01 Ályktað gegn hryðjuverkum Á ráðstefnu ríkja Mið- og Suður-Ameríku, auk Spánar og Portúgal, náðist sátt um að styðja ályktun gegn hryðjuverkum, sem lögð var fram af Kúbverjum. Í henni eru stjórnvöld í Panama ámæld fyrir að veita fjórum Kúbverjum sakaruppgjöf fyrir tilraun til að ráða Fidel Castro, forseta Kúbu, af dögum árið 2000. 19.11.2004 00:01 Annan ekki treyst Reiknað er með að starfsfólk Sameinuðu þjóðanna muni kjósa um vantraustsyfirlýsingu gegn Kofi Annan, framkvæmdastjóra stofnunarinnar samkvæmt heimildum innan verkalýðsfélags starfsfólksins. Ástæðan er röð hneyksla sem stofnunin hefur verið tengd síðan hann tók við starfi framkvæmdastjóra. 19.11.2004 00:01 Studdist við óstaðfesta heimild Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, notaðist við óstaðfesta heimild þegar hann sagðist hafa gögn undir höndum sem gæfu til kynna að Íranar ætluðu sér að þróa eldflaugar sem gætu borið kjarnorkusprengjur til skotmarka í öðrum löndum. Þetta hefur Washington Post eftir ónafngreindum embættismanni innan bandaríska stjórnkerfisins. 19.11.2004 00:01 Neita samstarfi um herþjálfun Þrátt fyrir að öll aðildarríki Atlantshafsbandalagsins hafi samþykkt að bandalagið tæki að sér þjálfun íraskra herforingja, í Írak, neituðu í það minnsta sex aðildarríkjanna, Belgía, Frakkland, Grikkland, Lúxemborg, Spánn og Þýskaland, að senda hermenn til Írak til að þjálfa herforingja. Þau bönnuðu hermönnum sínum í stjórnstöðvum Nató einnig að taka nokkurn þátt í aðgerðinni.. 19.11.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Kosningar í Írak ákveðnar Tilkynnt var í gær að fyrstu kosningarnar í Írak eftir fall Saddams Hussein verði haldnar 30. janúar. Ekki á að fresta kosningum vegna átaka í landinu. "Kjörstjórn hefur einróma samþykkt að íhuga 30. janúar sem kjördag," sagði formaður kjörstjórnar, Abdel Hussein al-Hindawi, við fréttamenn í Bagdad. 21.11.2004 00:01
Nú liggja Danir í því Hundruð Dana eru öskureiðir vegna umdeildra póstkorta frá lífeyrissjóði þeirra. Talsmaður sjóðsins biðst afsökunar og segir fyrirtækið hafa farið yfir strikið. Póstkortið er stílað á karlmanninn á heimilinu en vekur meiri athygli og jafnvel reiði hjá unnustum og eiginkonum, þegar það svífur inn um bréfalúguna eða póstkassann. 21.11.2004 00:01
Danski þingmaðurinn látinn laus Danskur þingmaður, Flemming Oppfeldt, sem er sakaður um að hafa kynferðislega misnotað þrettán ára dreng, hefur verið látinn laus. Úrskurður dómstóla þess efnis er þvert á úrskurð undirréttar sem á þriðjudaginn framlengdi gæsluvarðhald yfir þingmanninum. Flemming segist í dönskum fjölmiðlum vera saklaus. 20.11.2004 00:01
Fékk sjúkragögn Arafats afhent Ekkja Arafats, Suha, sótti í gær sjúkragögn hins látna eiginmanns síns á hersjúkrahúsið í París þar sem hann naut aðhlynningar síðustu daga ævi sinnar. Í gögnunum er dánarorsök tilgreind en palestínsk yfirvöld hafa sóst eftir að fá þær upplýsingar. 20.11.2004 00:01
Tugur fallinn í morgun Skæruliðar vopnaðir sjálfvirkum rifflum og sprengjuvörpum börðust við bandarískar og írakskar hersveitir í hverfum súnní-múslima í Bagdad í morgun. Að minnsta kosti sjö skæruliðar féllu og þrír lögreglumenn. 20.11.2004 00:01
Fanga sleppt vegna mistaka Lögregluyfirvöld í Manchester á Englandi leita nú manns sem ákærður er fyrir sex morðtilraunir en honum var sleppt fyrr í vikunni vegna mistaka. Maðurinn, sem sagður er mjög hættulegur, var hnepptur í gæsluvarðhald í síðustu viku og átti að mæta fyrir dómara í gær. 20.11.2004 00:01
Enn kýta Frakkar og Bandaríkjamenn Aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Frakkar voni að þeim mistakist að koma á friði og lýðræði í Írak. 20.11.2004 00:01
Viðurkenndi morðið á banabeði Móðir í Kaliforníu viðurkenndi fyrir dóttur sinni á banabeði sínu að hún hefði myrt föður hennar. Líkið hefði hún geymt í frystikistu í 14 ár og látið fjölskylduna halda að hann hefði dáið í bílslysi. Móðirin lést úr krabbameini fyrir viku. Á fimmtudag fannst lík hins myrta þar sem hún hafði vísað á það, í birgðageymslu. 20.11.2004 00:01
Aftökurnar halda áfram Írakskir hryðjuverkamenn myrtu í dag enn tvo gísla sína og settu aftöku þeirra á Netið. Að þessu sinni voru fórnarlömbin tveir Kúrdar sem morðingjarnir segja að hafi tilheyrt lýðræðisflokki þjóðflokksins. Sá flokkur er annar af tveimur stjórnmálahreyfingum Kúrda sem á aðild að bráðabirgðastjórninni í Írak. 20.11.2004 00:01
Deilt um skuldir Íraka Ríkustu þjóðum heims gengur erfiðlega að ná samkomulagi um hvort og hversu mikið af skuldum Íraka þær felli niður. Erlendar skuldir Íraka eru um 122 milljarðar króna og hafa þeir beðið um niðurfellingu á þeim þar sem byrðin sé að sliga landið og hindra eðlilega uppbyggingu. 20.11.2004 00:01
Nýnasistar skipuleggja hryðjuverk Hópur sænskra nýnasista hefur verið handtekinn, grunaður um áætlun um morð og hryðjuverk. Fjórir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Nýnasistarnir höfðu gert áætlun sem gerði ráð fyrir að lama mikilvægar stofnanir samfélagsins, svo sem orkuver, skóla, sjúkrahús og ráðhús. 20.11.2004 00:01
Endurbætur í Fallujah Bandarískir hermenn vinna nú að því að koma aftur á vatni, rafmagni og öðrum nauðsynlegum þjónustuþáttum í lag í borginni Fallujah í Írak. Það gæti tekið tímann sinn því Fallujah er nánast í rúst eftir bardagana undanfarnar vikur. Bandaríkjamenn treysta sér ekki til þess að segja til um hvenær íbúarnir, sem flúðu bardagana, geti snúið aftur. </font /> 20.11.2004 00:01
Bush varar Írana við George Bush Bandaríkjaforseti varar Írana við að halda áfram framleiðslu kjarnavopna eins og fullyrt er að þeir geri í skýrslu Alþjóða kjarnorkustofnunarinnar, IAEA, sem gerð var opinber í vikunni. 20.11.2004 00:01
13 tróðust undir Að minnsta kosti þrettán tróðust undir og fjölmargir slösuðust í fagnaðarlátum vegna loforða Evrópusambandsins um fjárhagaðstoð í Vestur-Afríkuríkinu Togo í dag. Mannfjöldinn hafði fylkt liði í höfuðborginni Lome til að hylla forseta landsins í tilefni tíðindanna en hann hefur farið mikinn undanfarna mánuði í að fá Evrópusmabndið í lið með sér. 20.11.2004 00:01
Dæmdur fyrir morð á blaðamönnum Afganskur maður úr hersveitum talíbana var í dag dæmdur til dauða fyrir að myrða fjóra blaðamenn í stríðinu árið 2001. Hann hafði einnig myrt eiginkonu sína og limlest fjölda manns. 20.11.2004 00:01
Sjö létust í sprengingu á Ítalíu Að minnsta kosti sjö manns létu lífið í mikilli gassprengingu í tveggja hæða íbúðarhúsi á Ítalíu í dag. Slysið varð í smábænum Foggía í suðurhluta landsins. Sprengingin var svo öflug að hlutar úr útveggjum og þaki hússins þeyttust langar leiðir, og svo hrundi húsið til grunna. 20.11.2004 00:01
Heimastjórnin fær sjúkraskrána Frakkar hafa fullvissað heimastjórn Palestínu um að frændi Jassers Arafats, sem er erindreki í heimastjórninni, fái sjúkraskrá Arafats frá sjúkrahúsinu sem hann dó í. Alls kyns sögusagnir ganga um dánarorsökina, svo sem að eitrað hafi verið fyrir Arafat, hann hafi verið með skorpulifur, alnæmi og jafnvel fleiri banvæna sjúkdóma. 20.11.2004 00:01
Lofthernaður gegn engisprettum Ísraelar hafa enn einu sinni hafið mikinn lofthernað, en í þetta skipti gegn engisprettum, sem ráðast inn í landið í stórum hópum frá Afríku. 20.11.2004 00:01
Bush safnar liði George Bush, forseti Bandaríkjanna, er byrjaður að safna liði gegn Íran og Norður-Kóreu vegna stefnu landanna í kjarnorkumálum. Forsetinn segir að ekki sé hægt að líða framleiðslu kjarnorkuvopna á Kóreuskaganum eða Miðausturlöndum. 20.11.2004 00:01
Umdeildur meðal starfsfólksins Mikil óánægja starfsmanna Sameinuðu þjóðanna með yfirstjórn samtakanna hefur hvað eftir annað beinst að framkvæmdastjóranum Kofi Annan, þótt hann hafi sloppið með skrekkinn á föstudaginn 20.11.2004 00:01
Þrýstir á Norður-Kóreu George W. Bush Bandaríkjaforseti beindi spjótum sínum að Norður-Kóreu í gær þegar tveggja daga leiðtogafundur Asíu- og Kyrrahafsríkja hófst í Chile í gær 20.11.2004 00:01
Skuldum létt af Írak Þjóðverjar skýrðu í gær frá samkomulagi um að létta skuldum af Írökum í því skyni að gera þeim kleift að hefja fyrir alvöru uppbyggingu í landinu án þess að þurfa að sligast undir skuldabyrði. 20.11.2004 00:01
Stoltur af fortíð sinni Hinn nýi yfirmaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Jose Manuel Durao Barroso, viðurkennir að hafa verið maóisti á yngri árum, og segist vera stoltur af því. 20.11.2004 00:01
Kosningarnar í uppnámi? Herskár íslamskur hópur ógnar væntanlegum frambjóðendum og kjósendum í fyrirhuguðum kosningum í Írak í janúar. Hópurinn hótar því að hver sá múslimi sem bjóði sig fram í kosningum verði refsað í nafni guðs. 19.11.2004 00:01
Ópíumræktun í blóma Ræktun ópíumvalmúa blómstrar sem aldrei fyrr í Afganistan og hefur aukist um 64 prósent frá því í fyrra. Þetta segir í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Þar kemur jafnframt fram að ræktun ópíumvalmúa er vaxtarbroddurinn í afgönsku efnahagslífi. 19.11.2004 00:01
Banamein Arafats upplýst? Það ætti jafnvel að liggja fyrir í dag hvert banamein Jassers Arafats, fyrrverandi leiðtoga Palestínumanna, var. Sögusagnir hafa verið á kreiki um dánarorsök Arafats og menn hafa velt fyrir sér hvort eitrað hafi verið fyrir honum. Frændi leiðtogans er væntanlegur til Parísar í dag og munu frönsk yfirvöld láta honum í té sjúkraskýrslu Arafats. 19.11.2004 00:01
Danskar stúlkur fara ránshendi Penar unglingsstúlkur, stolt foreldra sinna, uppáhald kennara sinna og sakleysið upmálað fara nú sem eldur í sinu um verslanir í Kaupmannahöfn og stela þar öllu steini léttara. Að sögn lögreglunnar er þetta alveg nýr hópur búðaþjófa sem starfsfólk verslana á erfitt með að átta sig á. 19.11.2004 00:01
Týndi hlekkurinn fundinn? Fornleifafræðingar hafa fundið 13 milljón ára gamla beinagrind prímata sem talinn er síðasti sameiginlegi forfaðir bæði manna og mannapa. Mannapar, svo sem górillur og sjimpansar, eru taldir hafa skilið sig frá öðrum og minni öpum á þessum tíma og því er þetta hugsanlega hinn svokallaði „týndi hlekkur“. 19.11.2004 00:01
Vopnahlé í Súdan Stríðandi fylkingar í Súdan undirrituðu í morgun heit um að ná friðarsamningum fyrir árslok á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í Kenía. Talið er að yfir tvær milljónir Súdana hafi látið lífið vegna borgarastríðsins. 19.11.2004 00:01
Hótar látum ef upp kemst um svindl Frambjóðandi frjálslyndra í forsetakosningunum sem fram eiga að fara í Úkraínu á sunnudaginn hefur hótað að vera með læti ef grunur leikur á svindli í kosningunum. Frambjóðandinn, Viktor Yushchenko sem er fyrrverandi forsætisráðherra landsins, segir að hann muni ganga fylktu liði um götum borgarinnar ef upp kemst að maðkur sé í mysunni. 19.11.2004 00:01
Andspyrnan brotin á bak aftur Talsmenn Bandaríkjahers segja að andspyrna í borginni Fallujah í Írak hafi nú verið brotin á bak aftur. Uppreisnarmenn láta þó enn til sín taka og hóta þeim ofbeldi sem taka þátt í boðuðum kosningum í janúar. 19.11.2004 00:01
Dánartíðnin minnki um helming Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mælir með nýrri lyfjameðferð fyrir HIV-smituð börn sem rannsóknir sýna að geti dregið úr dánartíðni þeirra um helming. Meðferðin felst í því að gefa börnunum algengt sýklalyf sem kostar um tíu krónur á dag. Á hverjum degi látast u.þ.b. 1.300 börn af völdum alnæmisveirunnar í heiminum. 19.11.2004 00:01
Fölsuðum legókubbum fargað Finnskir tollverðir hafa malað yfir tíu tonn af fölsuðum legókubbum, mélinu smærra, og verður duftið síðan brennt. Eins og allir vita eru hinir einu og sönnu legókubbar framleiddir í Danmörku. Kubbarnir sem finnska tollgæslan lagði hald á voru hins vegar framleiddir í Kína og var verið að flytja þá til Rússlands til sölu þar. </font /></font /> 19.11.2004 00:01
77 ára kona fær dauðadóm Hæstiréttur Japans hefur staðfest að sjötíu og sjö ára gömul kona skuli hengd fyrir morðið á eiginmanni sínum og kunningjakonu. Konan var dæmd til dauða fyrir að hafa árið 1987 fengið ættingja til liðs við sig til að drepa eiginmanninn, gegn því að þeir fengju hlut af þrjátíu milljón króna líftryggingu hans. 19.11.2004 00:01
Ósló dýrasta verslunarborg Evrópu Það kveinka sér fleiri undan háu verðlagi en Íslendingar. Norðmenn eru nú í nokkurri geðshræringu yfir nýrri könnum sem sýnir að Ósló er dýrasta verslunarborg í Evrópu. Að strauja kortið á Karl Jóhannsgötu kostar 21 prósenti meira en meðaltalið er í ríkjum Evrópusambandsins. 19.11.2004 00:01
Sonur Thatchers verði framseldur Stjórnvöld í Afríkuríkinu Miðbaugs-Gíneu eru að leggja lokahönd á beiðni til Suður-Afríku um að framselja Mark Thatcher, son Margrétar Thatchers, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. Thatcher er sakaður um að hafa átt þátt í samsæri um að steypa ríkisstjórn Miðbaugs-Gíneu af stóli. 19.11.2004 00:01
Danir mótmæla reglum ESB Danir munu berjast hart gegn nýjum reglum Evrópusambandsins um flutning á sláturdýrum. Í nýju reglunum er mönnum gefnar nánast frjálsar hendur um hversu lengi dýrin eru látin hírast á flutningabílum, auk þess sem ekkert er kveðið á um lágmarkspláss. 19.11.2004 00:01
Snjórinn veldur usla í Noregi Íbúar í Norður-Noregi veltast nú um af hlátri yfir brölti landa sinna í suðri. Fyrsti snjórinn féll í Ósló í vikunni og það var eins og við manninn mælt - það fór allt í steik á götum höfuðborgarinnar. 19.11.2004 00:01
ESB kemur sér upp her Evrópusambandið mun hafa fjórar viðbragðssveitir hermanna tilbúnar á næsta ári til þess að senda hvert sem er í heiminum, ef þörf krefur. Átta sveitir til viðbótar eiga að vera til staðar árið 2007. Um fimmtán hundruð hermenn verða í hverri sveit. 19.11.2004 00:01
Árásum verður að linna Fyrrverandi yfirmaður í öryggissveitum Palestínumanna, Mohammad Dahlan, sagði í dag að harðlínumenn verði að hætta árásum sínum á Ísrael til þess að skapa ró í kringum kosningarnar um eftirmann Jassers Arafats þann 9. janúar næstkomandi. 19.11.2004 00:01
Bílstjórar í verkfall Hætta er á að samgöngur í Finnlandi verði í lamasessi í næstu viku. Frá því í síðustu viku hafa 1.300 rútubílstjórar sem keyra sunnan við Helsinki verið í verkfalli. Nú hafa vörubílstjórar, lestarstjórar og starfsmenn flugvalla sagst ætla í samúðarverkfall í næstu viku. 19.11.2004 00:01
Ályktað gegn hryðjuverkum Á ráðstefnu ríkja Mið- og Suður-Ameríku, auk Spánar og Portúgal, náðist sátt um að styðja ályktun gegn hryðjuverkum, sem lögð var fram af Kúbverjum. Í henni eru stjórnvöld í Panama ámæld fyrir að veita fjórum Kúbverjum sakaruppgjöf fyrir tilraun til að ráða Fidel Castro, forseta Kúbu, af dögum árið 2000. 19.11.2004 00:01
Annan ekki treyst Reiknað er með að starfsfólk Sameinuðu þjóðanna muni kjósa um vantraustsyfirlýsingu gegn Kofi Annan, framkvæmdastjóra stofnunarinnar samkvæmt heimildum innan verkalýðsfélags starfsfólksins. Ástæðan er röð hneyksla sem stofnunin hefur verið tengd síðan hann tók við starfi framkvæmdastjóra. 19.11.2004 00:01
Studdist við óstaðfesta heimild Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, notaðist við óstaðfesta heimild þegar hann sagðist hafa gögn undir höndum sem gæfu til kynna að Íranar ætluðu sér að þróa eldflaugar sem gætu borið kjarnorkusprengjur til skotmarka í öðrum löndum. Þetta hefur Washington Post eftir ónafngreindum embættismanni innan bandaríska stjórnkerfisins. 19.11.2004 00:01
Neita samstarfi um herþjálfun Þrátt fyrir að öll aðildarríki Atlantshafsbandalagsins hafi samþykkt að bandalagið tæki að sér þjálfun íraskra herforingja, í Írak, neituðu í það minnsta sex aðildarríkjanna, Belgía, Frakkland, Grikkland, Lúxemborg, Spánn og Þýskaland, að senda hermenn til Írak til að þjálfa herforingja. Þau bönnuðu hermönnum sínum í stjórnstöðvum Nató einnig að taka nokkurn þátt í aðgerðinni.. 19.11.2004 00:01