Erlent

Vilja selja úran til Kína

Ástralska námafyrirtækið WMC á nú í viðræðum við kínversk stjórnvöld um sölu á úran. Ástralskar reglur um útflutning á úrani eru mjög strangar. Til þess að af sölunni geti orðið þurfa kínversk stjórnvöld að skrifa undir samning um að efnið verði aðeins notað til brennslu í kjarnorkuverum en ekki í hernaðarlegum tilgangi. Ástralska fyrirtækið framleiðir um átta prósent af öllu úrani í heiminum og á um 33 prósent af öllum úranbirgðum heims.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×