Fleiri fréttir

Mubarak frá völdum í Egyptalandi

Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, hefur falið Atef Obeid, forsætisráðherra, forsetavald í landinu á meðan hann gengst undir skurðaðgerð í Þýskalandi. Mubarak hrjáist af brjósklosi og verður skorinn upp í Munchen á morgun.

Stjórnarskrá ESB ekki samþykkt?

Stjórnmálafræðingur, sem kennir við Háskóla Íslands, efast um að ný stjórnarskrá Evrópusambandsins verði samþykkt þegar hún verður borin undir þjóðaratkvæði í Bretlandi og Danmörku. Hann óttast ekki kreppu innan ESB þótt enn hafi ekki tekist að velja næsta forseta framkvæmdastjórnarinnar.

Dýrkeypt karlremba

Þeir útlendingar sem mæla með að fólki sé mismunað eða það beitt ofbeldi á grundvelli kynferðis, stjórnmálaskoðana eða útlits síns gætu í framtíðinni átt á hættu að vera vísað úr landi í Frakklandi.

Afturgenginn í hvalslíki

Tilraunir til að bjarga villtum háhyrningi við strendur Kanada valda nú deilum milli líffræðinga og ættflokks indíána. Háhyrningurinn hefur haldið til í höfn þorpsins Gold River síðustu þrjú árin og heimamenn kalla hann Luna. Stjórnvöld eru á því að nærvera hans stefni öryggi íbúanna í hættu og vilja að hann snúi aftur til fjölskyldu sinnar.

Madonna veiðir fasana í friði

Poppstjarnan Madonna hefur unnið mál sem varðaði rétt hennar til að meina veiðimönnum að fara inn á lóð hennar við Ashcombe-sveitasetrið í Suðvestur-Englandi.

Æviminningar Clintons koma út

Æviminningar Clintons, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, koma út á morgun, en bókarinnar er beðið með mikilli eftirvæntingu. Fræðimenn telja að bókin skyggi á bæði Bush forseta og Kerry, frambjóðanda Demókrataflokksins.

Sumarhitar erfiðir eldra fólki

Ítölsk stjórnvöld hafa gert neyðaráætlun til að vernda eldri borgara landsins fyrir hitabylgjum sumarsins. Þannig verður matvöruverslunum og kvikmyndahúsum fyrirskipað að kæla húsnæði sitt og bjóða upp á athvarf ef hitinn verður mikill.

Umhverfisþættir orsakir barnadauða

Í nýrri skýrslu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar kemur fram að fimm umhverfisþættir valda um þriðjungi dauðsfalla meðal evrópskra barna. Þættirnir eru loftmengun innanhúss og utanhúss, menguð og hættuleg vötn, blý og áverkar.

Upplausn Írakshers mistök

Ráðamenn í Írak búa sig nú undir öldu ofbeldis sem búist er við í kjölfar valdaafsals bandamanna þann 30. júní næstkomandi, en öryggissveitir Íraks verða endurskipulagðar frá grunni til að búa þær undir að takast á við óeirðirnar.

Blökkumenn hvattir til að kjósa

Um þrjú þúsund manns komu saman á hipp-hopp ráðstefnu um stjórnmál í Newark, New Jersey á dögunum þar sem áhersla var lögð á að vekja unga svarta Bandaríkjamenn til meðvitundar um kosningarétt sinn.

Hryðjuverkaleiðtogi drepinn

Hermenn í Alsír drápu Nabil Sahraoui, einn eftirlýstasta hryðjuverkamann Norður-Afríku, á fimmtudagskvöldið. Hann var yfirmaður Salafist-hópsins sem var í tengslum við al-Kaída, samtök Osama bin Laden, samkvæmt talsmönnum hersins.

Clinton gagnrýnir Bush

Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segir það hafa verið mistök hjá stjórn George Bush að ráðast til innrásar í Írak án samþykkis og samvinnu Sameinuðu þjóðanna.

Clinton gagnrýnir Bush

Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segir það hafa verið mistök hjá stjórn George Bush að ráðast til innrásar í Írak án samþykkis og samvinnu Sameinuðu þjóðanna.

Fyrsta stjórnarskráin samþykkt

Skálað var í kampavíni í Brussel í gærkvöld þegar leiðtogar Evrópusambandsríkja náðu samkomulagi um fyrstu stjórnarskrá sambandsins. Bertie Ahern, forsætisráðherra Írlands sem fer með formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins, sagði þennan áfanga sögulegan fyrir Evrópu og alla íbúa álfunnar.

Leiðtogi al-Kaída látinn

Ríkissjónvarpið í Sádí-Arabíu sýndi í morgun myndir af fjórum látnum mönnum sem sagðir voru Abdulaziz al-Muqrin, einn af leiðtogum al-Kaída samtakanna, og þrír liðsmenn hans.

Íranar auka ekki úranframleiðslu

Íranar ætla ekki að auka úranframleiðslu í landinu til að uppfylla ákvæði álykunar Sameinuðu þjóðanna. Óttast hafði verið að Íranar hyggðust auka úranframleiðslu og undirbúa framleiðslu kjarnorkuvopna en yfirvöld í Íran neita því staðfastlega. Yfirmaður kjarnorkumála í Íran fullyrðir að Íranar framleiði ekki úran án vitundar Sameinuðu þjóðanna.

Að minnsta kosti 20 látnir

Að minnsta kosti tuttugu Írakar létust og fjórir særðust í sprengingu í borginni Falluja í morgun. Vitni segja að fólkið hafi verið statt í húsi sem bandarísk herþyrla hafi gert árás á með þessum afleiðingum. Engin viðbrögð fengust hjá hernámsliðinu þegar eftir þeim var leitað skömmu eftir atburðinn.

Leiðtogar ESB ná samkomulagi

Leiðtogar Evrópusambandsríkja náðu í gærkvöld samkomulagi um fyrstu stjórnarskrá sambandsins. Ekki tókst að útnefna næsta forseta framkvæmdastjórnarinnar, sem taka á við af Romano Prodi.

Schröeder segir frekar af sér

Gerhard Schröeder, kanslari Þýskalands, segist frekar segja af sér en að breyta stefnu sinni í efnahagsmálum.

Pattstaða innan ESB

Pattstaða er innan Evrópusambandsins um það hver eigi að taka við af Romano Prodi sem forseti framkvæmdastjórnar sambandsins. Nú fyrir stundu tilkynnti Chris Patten, utanríkisstjóri Evrópusambandsins, að hann hefði dregið sig í hlé í baráttunni um embættið.

Ítalir gegn umskurði kvenna

Ítalska stjórnin gefur UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, 1,8 milljón evrur til að koma í veg fyrir að kynfæri ungra stúlkna verði afskræmd. Það svarar til 156,5 milljóna króna. Á hverju ári þurfa um 2 milljónir stúlkna að þola slíkar aðgerðir og áætlað er að um 100 milljónir kvenna og stúlkna um allan heim þjáist vegna þeirra.

Fæstir vilja þjóðstjórn

Rúmlega helmingur þingmanna Likudbandalagsins er andvígur því að mynda þjóðarstjórn með Verkamannaflokknum

Enn verið að telja

Fimm vikum eftir forsetakosningar á Filippseyjum liggja úrslitin ekki fyrir.

Íranir sæta gagnrýni

Alþjóða kjarnorkumálastofnunin skammaði Írana fyrir að veita sér ekki nægilega góðar upplýsingar um kjarnorkuáætlun sína

Brotthvarfi verður flýtt

Brottflutningi landtökumanna frá ísraelskum landnemabyggðum á Gazasvæðinu verður flýtt frá því sem til stóð að sögn ísraelska dagblaðsins Maariv.

Bandaríkjamenn verði um kyrrt

Colin Powell, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í útvarpsviðtali við Radio America á föstudag að hryðjuverkamenn hefðu unnið sigur ef bandarískir þegnar sem starfa í Sádi-Arabíu myndu yfirgefa landið.

Fyrsta stjórnarskrá ESB

Leiðtogar Evrópusambandsríkja náðu í gærkvöld samkomulagi um fyrstu stjórnarskrá sambandsins. Ekki tókst að tilnefna næsta forseta framkvæmdastjórnarinnar, sem á að taka við af Romano Prodi, en nú síðdegis sagðist Javier Solana, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, reiðubúinn að taka starfið að sér, yrði til hans leitað. 

Leiðtogi al-Kaída látinn

Yfirvöld í Sádi-Arabíu segja að leiðtogi al-Kaída samtakanna í landinu sé einn fjögurra manna sem voru drepnir í skotbardaga í nótt.

NATO hefur ekkert hlutverk í Írak

Atlantshafsbandalagið hefur ekkert hlutverk í Írak, nema lögbundin ríkisstjórn í Íraks óski sjálf eftir því. Þetta segir framkvæmdastjóri bandalagsins, sem kom til landsins í gær, og átti fund með íslenskum stjórnvöldum.

Ekkert afsakar framhjáhaldið

"Ég held ég hafi gert þetta af þeirri verstu ástæðu sem til er - vegna þess að ég gat það," sagði Bill Clinton í viðtali við CBS sjónvarpsstöðina um framhjáhald sitt með Monicu Lewinsky sem á tíma ógnaði stöðu hans sem forseta.

Ekki sátt innan ESB

Eftir að hafa setið í tólf stundir á fundi gáfust leiðtogar Evrópusambandsríkjanna upp á að reyna að ná samkomulagi um nýjan forseta framkvæmdastjórnar sambandsins. Þeim tókst ekki heldur að ná samkomulagi um nýja, evrópska stjórnarskrá en drög að henni lágu fyrir fundi leiðtoganna.

Grípa hefði mátt inn í

Skýrsla rannsóknarnefndar, sem kannaði hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin þann 11. september 2001, dregur í efa nánast allar fullyrðingar stjórnvalda vestanhafs um tildrög hryðjuverkanna og viðbrögð við þeim.

Norska stjórnin stokkuð upp

Ríkisstjórn Noregs verður að öllum líkindum stokkuð upp í dag samkvæmt fregnum norskra fjölmiðla í morgun. Kjell Magne Bondevik forsætisráðherra mun væntanlega skipta nokkrum ráðherrum út og eru sjávarútvegsráðherrann Svein Ludvigsen, atvinnumálaráðherrann Ansgar Gabrielsen og félagsmálaráðherrann Ingjerd Schous talin verða rekin.

Viðvörun til Ólympíufara

Nýsjálenska utanríkisráðuneytið sendi í morgun frá sér ferðaviðvörun til þeirra sem hyggjast ferðast til Aþenu og vera þar við Ólympíuleikana sem fara fram síðar í sumar. Nýsjálendingar telja mikla hættu á hryðjuverkum og sendu því viðvörun frá sér.

Króatía líklega í ESB

Króatía hefur fengið jákvæð viðbrögð við umsókn sinni um inngöngu í Evrópusambandið og munu samningaviðræður um inngönguna hefjast snemma á næsta ári. Romano Prodi, formaður framkvæmdastjórnar sambandsins, lýsti í dag yfir ánægju sinni með að Króatía verði hluti af sameinaðri Evrópu í framtíðinni.

Uppstokkun í ríkisstjórn Noregs

Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, stokkaði upp í ríkisstjórn sinni í morgun. Hann kynnti Haraldi Noregskonungi breytingarnar fyrir stundu. Tveir nýir ráðherrar voru kynntir til sögunnar.

Guðrún Gísladóttir hífð upp?

Búist er við að norska Stórþingið taki í dag afstöðu til tillögu Verkamannaflokksins um að fjölveiðiskipið Guðrún Gísladóttir verði híft upp og fjarlægt af hafsbotni við Lófóten. Tvö ár eru liðin frá því skipið sökk á svæðinu.

ESB

Saddam ekki viðriðinn al-Kaída

George Bush forseti Bandaríkjanna og Dick Cheney varaforseti gera alvarlegar athugasemdir við niðurstöður nefndar um hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september. Þeir mótmæla þeirri skoðun að engin tengsl hafi verið á milli Saddams Hússeins og al-Kaída.

Rússar vöruðu Bandaríkjamenn við

Vladimir Pútín, forseti Rússlands, lýsti því yfir í dag að rússneska leyniþjónustan hefði varað stjórnvöld í Washington við því að Saddam Hússein hefði skipulagt hryðjuverkaárásir á Bandaríkin, í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. september 2001.

Framkvæmdastjóri NATO á landinu

Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, kom til landsins í dag. Hann er þessa stundina á blaðamannafundi að loknum fundi með Davíð Oddssyni forsætisráðherra og Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra. Hann þiggur kvöldverðarboð hjá forsætisráðherra á Þingvöllum í kvöld en fer af landi brott á morgun.

Ágreiningur innan ESB

Ágreiningur er uppi um hver á að verða næsti formaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og eins hvernig endanleg útgáfa nýrrar stjórnarskrár sambandsins á að verða. Forseti Frakklands segir að ekki verði fallist á frekari útþynningu stjórnarskrár sambandsins.

Afhöfðuðu gísl

Hryðjuverkamenn í Sádí-Arabíu afhöfðuðu bandarískan gísl sinn. Skömmu síðar birtu þeir þrjár myndir af afhöggnu höfði hans, á vefnum.

Samið um stjórn Gaza

Palestínustjórn hefur hafið viðræður við herskáar hreyfingar Palestínumanna um það hvernig stjórn á Gaza-svæðinu skuli háttað þegar Ísraelar eru horfnir þaðan á brott.

Maður svífur yfir Everest

Ítalski ævintýramaðurinn Angelo D´Arrigo varð í síðasta mánuði fyrstur manna til að fljúga á svifflugu yfir hæsta fjalli heims, Everest-fjall. 

Sjá næstu 50 fréttir