Fleiri fréttir

Lítið áunnist þrátt fyrir „fagurgala og falleg fyrirheit“ borgarinnar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir stöðuna í leikskólamálum í Reykjavík óásættanlega þar sem staðan heldur áfram að versna. Fagurgalar og falleg fyrirheit komi frá stjórnsýslunni sem leggur ekki í vinnuna sem til þurfi. Foreldrar hafa lýst yfir þungum áhyggjum vegna stöðunnar og hefur verið óskað eftir því að leikskólamálin verði sett á dagskrá borgarráðs á morgun. 

Mót­mælt fyrir utan Al­þingi

Hópur flóttamanna frá Írak stendur fyrir mótmælum fyrir utan Alþingi í dag vegna umdeilds frumvarps Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum. Greidd verða atkvæði um frumvarpið á þingi í dag.

„Ég sé ekki eftir neinu“

Elva Hrönn Hjartardóttir segist ekki sjá eftir því að hafa farið í framboð til formanns VR gegn Ragnari Þór Ingólfssyni. Hún hvetur Ragnar til þess að fara annað slagið út og tala við félagsfólk sitt.

Nú hægt að ein­beita sér að því sem skiptir máli

Ragnar Þór Ingólfsson, nýendurkjörinn formaður stéttarfélagsins VR, segist vera sáttur við niðurstöðuna í formannskosningunum. Hann telur hópinn sem kemur nýr í stjórn félagsins vera mjög öflugan. 

Rakel ráðin rekstrar­stjóri Sam­fylkingarinnar

Rakel Pálsdóttir hefur verið ráðin sem rekstrarstjóri á skrifstofu Samfylkingarinnar. Síðustu fjögur ár hefur hún starfað hjá stéttarfélaginu Eflingu sem kynningarstjóri og sem samskiptastjóri hjá BSRB.

Fléttu­listi og sex at­­kvæði felldu Kristjönu úr stjórn

Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir, fráfarandi stjórnarmeðlimur VR, mun gegna embætti varamanns í stjórninni næsta árið. Hefði einungis atkvæðafjöldi gilt væri hún með sæti í stjórninni en þess í stað fær Þórir Hilmarsson sætið.

Sá strax að Ís­lendingar höfðu unnið heima­vinnuna sína

Menningar- og viðskiptaráðherra segir það gríðarmikilvægt fyrir framtíð íslenskrar tungu að málið hafi verið valið inn í nýjustu útgáfu gervigreindarmállíkansins GPT. Ísland var eitt fyrsta þjóðríkið sem óskaði eftir samstarfi með eigandanum - og hann sá fljótt að Íslendingar höfðu unnið heimavinnuna sína.

Frumvarpið sé illa úthugsað og afleiðingarnar óljósar: „Þetta er mikil afturför“

Allar líkur eru á að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra verði að lögum frá Alþingi eftir daginn í dag en lokaatkvæðagreiðsla fer fram síðdegis. Þingmaður Pírata segir að í grunninn sé um að ræða pólitíska yfirlýsingu sem lýsi tortryggni og jafnvel andúð í garð fólks á flótta. Flóttamenn hafa boðað mótmæli fyrir utan Alþingi í dag vegna málsins og munu Píratar gefa stjórnarliðum lokatækifæri til að skipta um skoðun á eftir. 

Vaktin: Ragnar Þór endurkjörinn formaður

Ragnar Þór Ingólfsson var í dag endurkjörinn formaður VR og ný stjörn kjörin. Úrslitin voru kynnt frambjóðendum um klukkan 13:30 í dag. Ragnar Þór hlaut 57 prósent atkvæða gegn 39,4 prósentum Elvu. Kosningaþátttaka var rétt rúmlega 30 prósent og hefur aldrei verið meiri í sögu félagsins.

Bönkunum gert að spara meira fyrir mögulegum áföllum

Seðlabankinn ákvað í dag að hækka framlög viðskiptabankanna í sveiflujöfnunarauka upp í 2,5 prósent og hefur hlutfallið aldrei verið hærra. Þótt fjármálakerfið standi traustum fótum að mati bankans fari fjármálaskilyrði heimila og fyrirtækja versnandi í þrálátri verðbólgu.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við Ásgeir Jónsson bankastjóra Seðlabankans sem segir að þótt fjármálakerfið standi traustum fótum fari fjármálaskilyrði heimila og fyrirtækja versnandi. 

Halda leitinni á­fram á morgun

Leit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að Stefáni Arnari Gunnarssyni hefur ekki borið árangur. Lögreglan er ekki viss hvort reiðhjól sem fannst í leitinni sé í eigu Stefáns. Leitinni verður haldið áfram á morgun og notast verður við dróna.

Stefnir í ljósasýningu á himni í kvöld

Búast má við miklu sjónarspili á himni í kvöld. Norðurljósin hafa verið mikil síðustu daga og aðstæður til að sjá þau góðar. Nú er þó útlit fyrir að þau verði enn meiri í kvöld.

Kosningum til formanns VR lýkur í dag

Kosningum til formanns stéttarfélagsins VR lýkur í dag á hádegi. Tvö eru í framboði, Ragnar Þór Ingólfsson, núverandi formaður, og Elva Hrönn Hjartardóttir, starfsmaður VR. Úrslitin verða tilkynnt upp úr klukkan eitt í dag.

Ó­vissu­stigi vegna Co­vid-19 loks af­létt á Land­spítala

Landspítalinn var í gær færður af óvissustigi vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Runólfur Pálsson forstjóri ákvað þetta í samráði við farsóttanefnd spítalans en sjúkdómurinn Covid-19 virðist nú vera búinn að ná jafnvægi í samfélaginu.

„Þetta er svona skjálfti sem ég held að gangi yfir“

Fjármálaráðherra segir eftirlit með bönkunum hafa verið eflt verulega á síðasta rúma áratug en hrun bandaríska bankans Silicon Valley sýni fram á mikilvægi þess að regluverkið um bankastarfsemi og fjármálafyrirtæki sér sterkt.

„Það rigndi yfir okkur gler­brotum“

Mildi þykir að ekki fór verr þegar ökumaður missti stjórn á bíl sínum, keyrði á sjö bíla og hafnaði að endingu á rúðu á hárgreiðslustofu í Álfheimum í Reykjavík í dag. Glerbrotum rigndi yfir starfsfólk og viðskiptavini stofunnar sem var verulega brugðið.

Zelen­sky þakkar Ís­lendingum fyrir stuðninginn allt frá upp­hafi inn­rásar

Úkraínuforseti þakkaði Íslendingum fyrir stuðning þeirra við Úkraínu allt frá upphafi innrásar Rússa á sameiginlegum fundi með forsætis- og utanríkisráðherra ytra í dag. Forsætisráðherra segir mikilvægt að sjá afleiðingar stríðsins með eigin augum og undirbúa leiðtogafund í Reykjavík í maí um málefni Úkraínu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Úkraínuforseti þakkaði Íslendingum fyrir stuðning þeirra við Úkraínu allt frá upphafi innrásar Rússa, á sameiginlegum fundi með forsætis- og utanríkisráðherra í Kænugarði í dag. Forsætisráðherra segir mikilvægt að sjá afleiðingar stríðsins með eigin augum og undirbúa leiðtogafund í Reykjavík í maí um málefni Úkraínu.

Í gæslu­varð­haldi fram að helgi

Karlmaðurinn sem grunaður eru um að hafa skotið af byssu inni á skemmtistaðnum The Dubliner við Naustina í miðbæ Reykjavíkur verður í gæsluvarðhaldi fram til klukkan fjögur á föstudaginn. 

Stjórn OR leggur til að greiða 5,5 milljarða í arð

Samkvæmt ársreikningi Orkuveitu Reykjavíkur (OR) var hagnaður af rekstri á síðasta ári alls 8,4 milljarðar króna. Stjórn OR leggur til á aðalfundi að greiddur verði arður sem nemur 5,5 milljörðum króna.

Sam­mála um að upp­færa Sam­göngu­sátt­málann

Ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hefja undirbúning að uppfærslu Samgöngusáttmálans svokallaða með að markmiði að viðauki vð sáttmálann verði gerður. Upphafleg skuldbinding vegna sáttmálans hefur farið úr 120 milljarða króna í 153 milljarða.

Fundi Katrínar og Zelenskys lokið

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu áttu um klukkustundar fund í Kænugarði í dag. Þar ræddu þau meðal annars um væntanlegan leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík í maí þar sem Úkraína verður aðal dagskrárefnið.

Missti stjórn á bílnum og ók á rúðu í Álfheimum

Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni, ók á bíla og að lokum á rúðu í Álfheimakjarnanum í Reykjavík í dag. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að betur hafi farið en á horfðist. Kona slasaðist í óhappinu og var flutt á sjúkrahús, að sögn sjónarvotta sem fréttastofa ræddi við á vettvangi.

Fundurinn einn sá ein­­kenni­­legasti að mati Sig­mars

Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, segir að opinn nefndarfundar Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, sem haldinn var að beiðni Birgis Þórarinssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins hafi verið einn einkennilegasti opni nefndarfundur í sögu Alþingis.

Aukið eftir­lit í kjöl­far morð­máls árið 2017 loks á teikni­borðinu

Í kjölfar morðsins á Birnu Brjánsdóttur árið 2017 var sett af stað vinna við að teikna upp öflugra öryggismyndavélakerfi í miðborg Reykjavíkur. Að sögn aðstoðarlögreglustjóra lognaðist verkefnið út af þegar heimsfaraldur skall á. Nú hefur verkefnið verið sett af stað á ný í kjölfar leiðtogafundar Evrópuráðsins sem fram fer hér á landi í maí. 

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður fjallað um Úkraínuferð forsætis- og utanríkisráðherra sem nú stendur yfir. 

Katrín segir sláandi að sjá afleiðingar innrásar Rússa

Forsætisráðherra segir sláandi að sjá ummerkin eftir innrás Rússa í Úkraínu og hitta íbúana sem urðu vitni af hryllingnum á fyrstu dögum innrásarinnar. Hún og utanríkisráðherra funda með forseta, forsætisráðherra Úkraínu og fleirum í Kænugarði í dag.

Mörg ríki með verra drykkjarvatn en Venesúela að mati Birgis

Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði gæði drykkjarvatns í Venesúela að umtalsefni á opnum nefndarfundi á Alþingi í dag þar sem rætt var um alþjóðleg vernd vegna aðstæðna í Suður-Ameríkuríkinu. Formaður kærunefndar útlendingamála benti Birgir hins vegar á að heildarmat á aðstæðum þar í landi benti til algjörs hruns réttarkerfisins. 

Fannst sárt að sjá fólk verja Ís­lensku óperuna

Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir gagnrýnir uppsetningu Íslensku óperunnar á Madama Butterfly harðlega. Sýningin vakti mikið umtal í síðustu viku í kjölfar þess sem hópurinn var sakaður um menningarnám.

Katrín og Þórdís Kolbrún virða fyrir sér eyðilegginguna í Bucha

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru þessa stundina í bænum Bucha í Úkraínu til að kynna sér aðstæður. Rússneskar hersveitir frömdu fjöldamorð á óbreyttum borgurum í upphafi innrásarinnar í febrúar og mars í fyrra.

Sjá næstu 50 fréttir