Fleiri fréttir

Dregur úr virkni og ferða­banni af­létt

Lögreglan á Suðurlandi hefur aflétt banni sem sett var á ferðir að Kötlujökli í gær vegna jarðskjálftavirkni í Mýrdalsjökli. Dregið hefur úr virkni í dag.

Kalla eftir hjálp við að flytja lögheimili Gylfa frá Bretlandi til Íslands

Sótt hefur verið um flutning á lögheimili knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðsson frá Bretlandi til Íslands. Umsókn þess efnis liggur á borði Þjóðskrár. Faðir hans segist hafa kallað eftir aðstoð utanríkisráðherra vegna málsins en Gylfi sætir enn farbanni í Bretlandi. Þá hafi ekkert heyrst frá KSÍ vegna máls Gylfa. Sigurður faðir Gylfa segir brotið á mannréttindum sonar hans.

Vekur athygli á „óbærilegum kostnaði tilverunnar“

Á alþjóðlegum baráttudegi gegn fátækt vill samhæfingarstjóri Pepp-samtakanna vekja athygli á „óbærilegum kostnaði tilverunnar“ nú þegar allar nauðsynjar fara hækkandi. Hún segir stöðu einstæðra foreldra sem þurfa að reiða sig á örorkulífeyri vera alvarlega.

Engin óeining innan raða VR

Ekkert ó­sætti er innan stjórnar VR með á­kvörðun formannsins um að ganga út af þingi Al­þýðu­sam­bandsins eða bolla­leggingar hans um að draga VR úr Al­þýðu­sam­bandinu. Sú um­ræða­mun ekki eiga sér stað fyrr en eftir kjara­samnings­við­ræðurnar.

Fari eins og á horfist sé það á­kall um breytingar hjá Sam­fylkingunni

Kristrún Frostadóttir, sem sækist eftir að verða næsti formaður Samfylkingarinnar, segir tíma kominn á breytingar innan flokksins og einblína þurfi á kjarnamál flokksins. Það stangist ekki á við umbótahugmyndir að eini frambjóðandinn til varaformanns sé með áratuga reynslu í stjórnmálum. 

Öllu starfsfólki sagt upp

Menntamálastofnun verður lögð niður og öllu starfsfólki þar sagt upp í viðamiklum breytingum sem Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur boðað. Samhæfing og ný verkfæri í skólakerfi eru meðal annars ástæður breytingarinnar.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Umfangsmiklar breytingar á menntakerfinu, framboðsmál innan Samfylkingarinnar, meint ólga innan VR og barátta fátæks fólks verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Tekist á um vit­neskju um há­marks­hraða raf­hlaupa­hjóls

Tekist var á um það í Héraðsdómstól Norðurland eystra á dögunum hvort að eigandi rafhlaupahjóls á Akureyri hafi mátt vita að rafhlaupahjól hennar kæmist á meiri hraða en 25 km/klst og væri þar af leiðandi skráningarskylt. Í prófunum lögreglu mældist hámarkshraði hjólsins á yfir 50 km/klst. Héraðsdómur taldi þó ekki sannað að eigandanum hafi mátt vera ljóst um þennan hámarkshraða.

Karitas H. Gunnars­dóttir er látin

Karitas H. Gunnarsdóttir, fyrrverandi skrifstofustjóri í mennta- og menningarmálaráðuneytinu, er látin, 62 ára að aldri. Hún lét af störfum í ráðuneytinu fyrr á þessu ári og var í hópi reynslumestu starfsmanna stjórnarráðsins.

„Leiðinlegt að þeir skuli ekki sjá þetta með opnari hug“

Ívar Ketilsson, Bitcoin-sérfræðingur sem heldur úti hlaðvarpinu Bitcoin-byltingin, vísar því á bug að horfurnar séu ekki góðar á sviði rafmynta nú um mundir. Virði Bitcoin hefur staðið í stað í um 20.000 Bandaríkjadölum frá því í sumar.

Enn engin á­kvörðun tekin um á­kæru í máli hjúkrunar­fræðingsins

Embætti héraðssaksóknara hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvort að ákæra verði gefin út í máli hjúkrunarfræðings sem starfaði á geðdeild Landspítalans og grunaður er um að hafa orðið sjúklingi að bana á síðasta ári. Málið er enn til meðferðar hjá embættinu.

Staða VR innan ASÍ óbreytt í bili

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir stöðu félagsins innan ASÍ óbreytta og ekki tímabært að gera breytingar þar á í bili þar sem þingi ASÍ hafi verið frestað. Hins vegar verði málefni ASÍ rædd á vettvangi VR eftir að kjarasamningar hafa verið undirritaðir.

Grípa þurfi fyrr inn í þegar kemur að of­beldis­hegðun barna

Taka þarf ofbeldi meðal barna og ungmenna föstum tökum og grípa inn fyrr að sögn framkvæmdastjóra Barna- og fjölskyldustofu. Málum þar sem ungmenni beita ofbeldi virðast fara fjölgandi en þrír fjórtán ára drengir réðust á fólk að tilefnislausu í miðbænum í gærkvöldi.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Taka þarf ofbeldi meðal barna og ungmenna föstum tökum að sögn framkvæmdastjóra Barna- og fjölskyldustofu. Þrír fjórtán ára drengir réðust á fólk að tilefnislausu á nokkrum stöðum í miðbænum í gærkvöldi.

Skjálfta­hrina hafin í Mýr­dals­jökli

Skjálftahrina er hafin í Mýrdalsjökli. Nokkrir skjálftar yfir 2 að stærð hafa orðið í austanverðri öskju Mýrdalsjökul síðan um hádegisbil. Stærsti skjálftinn til þessa mældist 3,8 að stærð.

Heiða Björg gefur ekki kost á sér á­fram

Heiða Björg Hilmisdóttir hefur tekið ákvörðun um að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi starfa sem varaformaður Samfylkingarinnar. Hún hefur gegnt hlutverkinu í sex ár.

Þola kylfingar á Kjalarnesi ekki smá skítalykt?

Formaður Bændasamtaka Íslands spyr sig af hverju það megi ekki vera öðru hvori skítalykt á golfvellinum á Kjalarnesi. Spurningin er sett fram í ljósi þess að kjúklinga og svínabændur á Kjalarnesi eru að berjast fyrir því að stækka starfsemi sína en það gengur illa því kylfingar vilja ekki skítalykt af búunum yfir golfvöllinn.

Til skoðunar að taka ofbeldi ungmenna fyrir innan velferðarnefndar

Einn var fluttur á bráðamóttöku með höfuðáverka eftir að þrír fjórtán ára drengir réðust á fólk af handahófi á að minnsta kosti þremur stöðum í miðbænum í gær. Formaður velferðarnefndar Alþingis segir öllum brugðið að heyra fréttir af þessu tagi og að til greina komi að taka ofbeldi ungmenna fyrir innan nefndarinnar.

Margrét Frið­riks krefst 29 milljóna vegna brott­vísunarinnar

Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri vefsins Frettin.is, krefst rúmlega 29 milljóna króna vegna brottvísunar úr flugvél Icelandair í septembermánuði. Hún krefst meðal annars bóta vegna aukins launakostnaðar í 7 daga, samtals 150 þúsund krónur á dag.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Einn var fluttur á bráðamóttöku með höfuðáverka eftir að þrír fjórtán ára drengir réðust á fólk af handahófi á að minnsta kosti þremur stöðum í miðbænum í gær. Formaður velferðarnefndar Alþingis segir að til greina komi að taka ofbeldi ungmenna upp innan nefndarinnar.

Brjálað veður á Kjalar­nesi: Veginum lokað

Brjálað veður er á Kjalarnesi þessa stundina og búið er að loka veginum vegna hvassviðris. Flutningabíll fauk á fólksbíl og ökumaður fólksbílsins var fluttur á sjúkrahús með minniháttar meiðsl.

250 manna flug­slysa­æfing á Akur­eyri

Fjölmargir tóku þátt í flugslysaæfingu Almannavarna og Isavia á Akureyrarflugvelli í gær. Líkt var eftir því að farþegaflugvél hafi bilað og rekist á aðra vél á flugbrautinni.

Bíllinn hafnaði ofan í grýttri fjöru

Umferðarslys varð úti í Grímsey í gærkvöldi þegar bíll fór út af vegi við Grímseyjarhöfn. Bíllinn endaði ofan í grýttri fjöru en slæmt veður var á vettvangi.

Sjá næstu 50 fréttir