Fleiri fréttir

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Erla Bolladóttir stefnir á að fara með mál sitt fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og ætlar ekki að gefast upp. Dóttir Erlu segir að kerfið hafi greinilega brugðist móður sinni. Við sýnum frá samstöðufundi sem fram fór í dag.

Saur frá mönnum á tún bænda vegna hækkandi áburðaverðs?

Miklir möguleikar felast í úrgangi laxeldis hér á landi í áburðarnotkun fyrir bændur á tún sín á sama tíma og áburðaverð í heiminum hefur rokið upp úr öllum hæðum. Þá kemur úrgangur úr mönnum einnig til greina, sem áburður á túnin.

Ekkert réttlæti á meðan valdhafar varpi skömminni á Erlu

Efnt hefur verið til samstöðufundar með Erlu Bolladóttur á Austurvelli í dag vegna endanlegrar niðurstöðu dómstóla hér á landi í máli hennar. Dóttursonur og nafni Tryggva Rúnars Leifssonar segir ekkert réttlæti í Guðmundar- og Geirfinns málunum á meðan valdhafar varpi áfram ábyrgðinni og skömminni á Erlu.

Orðræða dómsmálaráðherra ali markvisst á ótta við flóttamenn

Sérfræðingur í málefnum flóttamanna segir hugmyndir dómsmálaráðherra um takmörkuð búsetuúrræði skjóta skökku við og efast um að þörf sé á slíku. Þá geti móttökubúðir ýtt undir jaðarsetningu. Markvisst sé verið að ala á ótta við flóttamenn með orðræðu valdamanna sem erfitt geti reynst að snúa við.

Dæmi um að fólk svipti sig lífi í staðinn

Stjórnarmaður samtaka um lífsvirðingu segir dæmi um að fólk svipti sig lífi þar sem það fái ekki dánaraðstoð. Hann hvetur alþingismenn til að taka á málinu. Ræðumenn frá fjórum löndum fjölluðu um dánaraðstoð á málþingi sem fram fór í gær. 

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður fjallað um útlendingamál. Sérfræðingur í málefnum flóttamanna segir hugmyndir dómsmálaráðherra um takmörkuð búsetuúrræði skjóta skökku við og efast um að þörf sé á slíku. Markvisst sé verið að ala á ótta við flóttamenn með orðræðu valdamanna sem erfitt geti reynst að snúa við.

Dóms­mála­ráð­herra leggi til harðari stefnu en ná­granna­­þjóðir

Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra hefur lýst yfir vilja sínum til þess að takmarka ferðir flóttafólks sem hefur hlotið synjun á dvalarleyfi sínu. Hann segir nauðsynlegt að nýtt búsetuúrræði verði byggt upp til þess að takmarka megi för flóttamanna fyrir brottvísun. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata segir tillögur ráðherra umdeildar, hún óttist að verið sé að kynda undir óþarfa ótta.

Mikilvægasta stundin í dag

Mögulegt er að hámarksrennsli hafi runnið undan Grímsvötnum í nótt. Ef svo er mun flóðatoppurinn ná til Gígjukvísla seinna í dag. Enn sjást engin merki um aukna skjálftavirkni í Grímsvötnum. 

Aukning í fæðingar­þung­lyndi feðra

Ljósmóðir sem sér um mæðravernd segist hafa orðið vör við aukningu í fæðingarþunglyndi hjá feðrum og mökum. Hægt er að skima alla foreldra, ekki bara mæður.

Tvær líkamsárásir í nótt

Karlmaður var í nótt handtekinn og vistaður í fangaklefa vegna gruns um líkamsárás í Laugardalnum. Maðurinn var ölvaður þegar hann var handtekinn og beðið er eftir því að af honum renni til að taka af honum skýrslu vegna málsins.

Eldsvoði við Grandagarð í nótt

Eldur kviknaði í bakhúsi við Grandagarð í nótt. Mikill eldur og reykur var á svæðinu þegar slökkviliðið kom á staðinn. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og ná tökum á honum.

BL frumsýnir nýjan sjö manna fjórhjóladrifinn lúxusrafjeppa

Hongqi er nýtt vörumerki hjá BL við Sævarhöfða og verður af því tilefni haldin sérstök frumsýning í dag, laugardaginn 15. október milli kl. 12 og 16. Á sýningunni verður flaggskip framleiðandans, hinn aldrifni (AWD) og 100% rafdrifni lúxusjeppi, Hongqi E-HS9, kynntur og verður reynsluaksturbíll til taks á staðnum.

Kveður eftir tuttugu ár sem hafnar­stjóri

Guðmundur Magnús Kristjánsson hefur starfað sem hafnarstjóri hjá höfnum Ísafjarðarbæjar síðastliðin tuttugu ár. Nú er komið að starfslokum og ætlar Guðmundur að kveðja með flugeldasýningu á gamlársdag. Fyrsta verkefni eftir starfslok verður að læra á básúnu.

13 milljarðar í annan áfanga nýja miðbæjarins á Selfossi

Um fjörutíu ný hús verða byggð í öðrum áfanga nýja miðbæjarins á Selfossi, þar á meðal tvö hótel. Framkvæmdir hefjast næsta vor og munu taka 36 mánuði. Kostnaður við verkið er á milli 12 og 13 milljarðar króna.

Ný al­þjóð­leg hug­veita um frið og vel­megun stað­sett í Reykja­vík

Tilkynnt var á Hringborði norðurslóða í dag að ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun á norðurslóðum verði með höfuðstöðvar sínar í Reykjavík. Forstöðumaður hennar segir að þróun og fjárfestingar eigi ætíð að fara fram í samvinnu við frumbyggja og taka mið af þeirra þörfum og menningu. Dorrit Moussaieff ætlar að sofa í tjaldi við Hörpu í nótt til að vekja athygli á málefnum norðurslóða.

Vön hesta­kona látin bera hluta tjóns vegna eigin sakar

Landsréttur hefur fallist á kröfu hestakonu þess efnis að bótaskylda VÍS vegna slyss sem hún varð fyrir þegar hún datt af hestbaki árið 2016 yrði samþykkt. Konan var þó dæmd til að bera fjórðung tjóns síns vegna eigin sakar.

Eldur kviknaði í fjöl­býlis­húsi í Kópa­vogi

Á sjötta tímanum var tilkynnt um eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Lómasölum í Kópavogi. Allt tiltækt lið Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var sent á vettvang en greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins, sem reyndist minniháttar.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að koma á fót nýju búsetuúrræði svo takmarka megi för flóttamanna fyrir brottvísun. Stjórnvöld hafi misst stjórn á stöðunni og stíga þurfi fast til jarðar. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við þingmann stjórnarandstöðunnar í beinni útsendingu.

Hætta rann­­sókn Ó­s­hlíðar­­málsins

Lögreglan á Vestfjörðum hefur ákveðið að hætta rannsókn á mannsláti í Óshlíð árið 1973. Niðurstaða rannsóknar réttarlæknis var sú að ekkert benti til annars en að farþegi í bíl sem hafnaði utan vegar hafi látist af afleiðingum umferðarslyss. 

Á­fram fjórar vikur í gæslu­varð­haldi

Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um að hyggja á hryðjuverk í slagtogi við annan mann var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Karlmaðurinn mun þó ekki sæta einangrun áfram líkt og hann hefur gert nær sleitulaust undanfarnar fjórar vikur.

Enginn hafi spurt hvort búið sé að biðja þær af­sökunar

Þrjár konur segja Auðunn Lúthersson tónlistarmann aldrei hafa beðist afsökunar á framkomu sinni í þeirra garð. Það sé sárt að sjá samfélagið fyrirgefa honum. Erfitt sé að heyra hann játa að hafa farið yfir mörk og verið dónalegur, með því sé hann að smætta gjörðir sínar. 

Máttu nota upp­finningu ný­sköpunar­stjóra

Íslenskar orkurannsóknir þurfa ekki að greiða fyrrverandi starfsmanni sínum fyrir notkun á uppfinningum sem starfsmaðurinn fann upp á meðan hann var enn starfsmaður. Starfsmaðurinn taldi sig eiga rétt á hluta af nettóhagnaði af uppfinningunum.

Um­deild reglu­gerð ráð­herra um fjölda barna á leik­skólum sett á bið

Reglugerðarbreyting mennta- og barnamálaráðherra um ákvörðunarvaldið hvað varðar fjölda barna á leikskólum hefur verið sett á bið eftir mikla gagnrýni. Ráðherra segist vilja ræða málin á breiðari grunni, leiða saman ólíka hópa, og gera stærri breytingar en voru undir í reglugerðinni. Samtal þess efnis muni eiga sér stað á næstu vikum og mánuðum.

Ís­hellan sigið um fimm­tán metra

Íshellan í Grímvötnum hefur sigið um fimmtán metra síðan hlaup hófst fyrr í vikunni. Rennsli hefur enn ekki náð hámarki við brúna á þjóðvegi 1. Enn sjást engin merki um gosóróa í eldstöðinni.

Bein útsending: RECLAIM ráðstefnan í Veröld

Ráðstefnan RECLAIM, Reclaiming Liberal Democracy in Europe, fer fram í Veröld - húsi Vigdísar á milli klukkan 13 og 16:30 í dag. Ráðstefnan verður í beinu streymi hér á Vísi.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Vinnuaflsskortur, leikskólamál, Prestafélagið og staða mála í Úkraínu verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Krefjast ekki einangrunar yfir mönnunum tveimur

Héraðssaksóknari ætlar ekki að gera kröfu um frekari einangrun í tilfelli tveggja karlmanna sem sæta gæsluvarðhaldi grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk. Karlmennirnir tveir verða leiddir fyrir dómara í dag.

Telur dóm veita tvö hundruð flótta­mönnum sem átti að vísa úr landi rétt á efnis­með­ferð

Palestínumaður, sem sótti um alþjóðlega vernd hér á landi en fékk ekki efnismeðferð, bar ekki ábyrgð á miklum töfum á meðferð máls hans. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi í málinu í gær. Lögmaður segir málið fordæmisgefandi í málum allra þeirra sem sótt hafa um hæli hér á landi og ílengdust vegna kórónuveirufaraldursins. 

„Ó­boð­leg staða“ í Vest­manna­eyjum

Bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar segir að samgöngur milli eyja og lands séu óboðlegar þessa stundina. Herjólfur III er að leysa Herjólf IV af á meðan sá síðarnefndi er í slipp. Herjólfur III er tvisvar búinn að bila í þessari viku.

Efast um hæfi MAST

Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) segja viðbrögð Matvælastofnunar (MAST) við vanrækslu hrossa í Borgarfirði ekki vera í samræmi við alvarleika málsins. Samtökin skora á MAST að tryggja viðunandi aðbúnað dýranna á meðan málið er enn í skoðun. 

Rennslið enn að aukast í Gígju­kvísl

Rennsli hefur haldið áfram að aukast í Gígjukvísl og hefur íshellan í Grímsvötnum nú lækkað um þrettán metra frá því að hlaup hófst fyrr í vikunni.

„Gerðu ljósið í eld­húsinu rautt”: Tæknin komin mun lengra en fólk heldur

Fjallað var um meiriháttar framfarir á sviði íslenskrar máltækni í Íslandi í dag, þar sem tekið var hús á fyrirtækinu Miðeind. Þar er nú hægt að biðja snjalltæki um að slökkva og kveikja ljós, skipta um lag í hátölurum og einnig má leiðrétta ófullkominn texta sjálfvirkt með miklum árangri. Allt á íslensku.

Polestar 3 rafjeppinn kynntur

Polestar 3 er fyrsti jeppi bílaframleiðandans og fyrsti bíllinn sem fyrirhugað er að framleiða í tveimur heimsálfum. Polestar 3 kemur á markað fjórhjóladrifinn með tveimur rafmótorum með áherslu á aukna aflstýringu til afturhjólanna. Hann mun kosta frá 12.990.000 kr. 

Dró sér rúmar þrjár milljónir sem gjaldkeri húsfélags

Gjaldkeri húsfélags hefur verið dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt með því að hafa dregið sér samtals 3.308.425 krónur í eigu húfélagsins. Gerði hún það með því að millifæra fé af bankareikningi félagsins inn á sína persónulegu bankareikninga í 165 færslum.

Eldislaxar í meirihluta í Mjólká

Í veiðum Fiskistofu í Mjólká í Arnarfirði veiddust 43 laxar þar sem 28 af þeim koma úr eldi. 15 laxar voru villtir og reyndist einn þeirra eiga uppruna sinn frá Skotlandi. Hóf Fiskistofa veiðar í ágúst síðastliðnum er grunur kom upp um að eldislax væri í Mjólká.

Sjá næstu 50 fréttir