Fleiri fréttir

Segir ósatt með öllu að Jóni Baldvin hafi ekki verið boðið

Ósatt er með öllu að ekki hafi staðið til að bjóða Jóni Baldvin Hannibalssyni, fyrrverandi utanríkisráðherra, til hátíðarviðburðar í tilefni þess að rúm þrjátíu ár séu liðin frá því að Ísland hafi á ný tekið upp stjórnmálasamband við Eystrasaltslöndin þrjú.

Fjögurra bíla árekstur við álverið í Straumsvík

Árekstur fjögurra bíla varð til móts við álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík rétt fyrir klukkan átta í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var ekki tilkynnt um slys á fólki.

Segir að ekki hafi staðið til að bjóða Jóni Bald­vin

Fyrrverandi samflokksmaður Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir að íslensk stjórnvöld og Háskóli Íslands hafi ekki ætlað sér að bjóða Jóni Baldvin á hátíðarsamkomu um sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna sem fyrirhuguð er síðar í vikunni. Forsetar ríkjanna þriggja munu allir mæta á samkomuna.

Hækkun tímagjalds vegna NPA saminga samþykkt í Hafnarfirði

Meirihlutinn í Hafnarfirði klofnaði þegar atkvæðagreiðsla fór fram um hækkun tímagjalds fyrir NPA samninga fyrir fatlað fólk. Fulltrúar Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Viðreisnar studdu tillöguna en fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem skipar meirihluta með Framsókn, sat hjá.

Ein innritunargátt fyrir alla háskóla á island.is

Unnið er að því að koma á fót innritunargátt fyrir alla háskóla landsins. Í stað þess að hver skóli fyrir sig taki við skráningum munu allir tilvonandi háskólanemar skrá sig í nám á island.is.

For­setinn fyrstur far­þega í raf­magns­flug­vél

Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 

Sér­­sveitin stöðvaði unga sjálf­stæðis­menn við mót­mæli við rúss­neska sendi­ráðið

Sérsveit ríkislögreglustjóra og lögreglumenn stöðvuðu unga sjálfstæðismenn sem hugðust mótmæla stríði Rússa í Úkraínu við rússneska sendiráðið í kvöld. Ungmennin ætluðu að mála úkraínska fánann á gangstéttina við sendiráðið en voru stöðvuð við verkið og eftir eru tveir málningarpollar á gangstéttinni. Einn gulur og einn blár. 

Vélarvana skemmtibát rak að landi

Björgunarsveitir á suðvesturhorni landsins voru með mikinn viðbúnað fyrr í kvöld vegna vélarvana skemmtibáts sem rak að landi. Báturinn var á reki austan við Atlagerðistanga við Voga á Vatnsleysuströnd.

Telur að stór­efla þurfi öryggi veg­far­enda í mið­borginni

Stórefla þarf öryggi gangandi vegfarenda við stóra viðburði eins og Menningarnótt í miðbænum að mati sérfræðings í öryggismálum. Tvö tilvik þar sem ofurölvi ökumenn óku inn í mannmergð þar sem götulokanir voru í gildi sýni nauðsyn þess.

Hundrað þúsund krónur í vaskinn eftir frestunina

Viktor Klimazewski flaug til Reykjavíkur frá Egilsstöðum í gærmorgun til þess að fara á tónleika með Lewis Capaldi sem áttu að fara fram í kvöld. Tónleikunum var frestað nokkrum tímum síðar og eru Viktor og kærasta hans hundrað þúsund krónum fátækari þar til annað kemur í ljós.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Börn hjónanna sem urðu fyrir skotárás á Blönduós segja það erfiðara en orð fá lýst að ganga í gengum það sem þau upplifa núna. Dómsmálaráðherra telur að herða þurfi skotvopnalöggjöf. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Kókaínið var falið í timbursendingu frá Brasilíu

Kókaínið sem lögreglan lagði hald á fyrr í mánuðinum var falið í timbursendingu frá Brasilíu hingað til lands. Sendingin átti viðkomu í Hollandi en kókaínið fannst þar við leit tollvarða.

Hreinn Lofts­son að­stoðar Ás­laugu Örnu tíma­bundið

Hreinn Loftsson hefur verið ráðinn tímabundinn aðstoðarmaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra. Hreinn tekur við af Eydísi Örnu Líndal sem er í fæðingarorlofi fram að áramótum.

Segir það lé­legt að spila með lífs­viður­væri for­eldra

Súsanna Ósk Gestsdóttir, deildarstjóri og leikskólakennari er ósátt með það sem hún kallar „innantóm loforð borgarstjórnar“ og segir lélegt að spila með lífsviðurværi foreldra með því að standa ekki við gefin loforð um leikskólapláss. Hún kallar eftir samráði við leikskólakennara til að finna raunverulegar lausnir á löngum biðlistum í borginni.

„Allt við þetta mál er fyrir neðan allar hellur“

Fyrrverandi formaður Dýraverndarsambands Íslands segir fyrir neðan allar hellur að hundur á Siglufirði hafi verið aflífaður innan við tveimur tímum eftir að hann var tekinn frá fjölskyldu sinni. Reglur sveitarfélaga um hvernig haga eigi gæludýramálum séu ekki samræmdar, sem sé miður.

Ekið á mann á rafskútu

Ekið var á einstakling á rafskútu á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar upp úr klukkan tólf í dag. Viðkomandi var fluttur af vettvangi í sjúkrabíl.

Skattkerfið hygli þeim tekjuháu

Miklar umræður hafa spunnist um fjármagnstekjuskatt undanfarið, í kjölfar útgáfu helstu tekjublaða og því haldið fram að vegna lágs fjármagnstekjuskatts borgi hin tekjumiklu hlutfallslega minna í skatt, samaborið við meðalmanninn. Helstu útgerðarmenn landsins eru í tekjublaði ársins sagðir með mun lægri laun en raun ber vitni. Í helstu tekjublöðum virðast tekjur þjóðþekktra einstaklinga og listamanna einnig mun lægri þar sem sneitt er hjá svokölluðum samlagsfélögum sem þeir stofna utan um starfsemi sína.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Skotárásin á Blönduósi, fasteignamarkaðurinn, leikskólamál og dýravelferð verða meðal umfjöllunarefna hádegisfrétta Bylgjunnar í dag.

Notaðist við afsagaða haglabyssu

Upplýsingar liggja ekki fyrir um það hver það var sem lét lögreglu vita af skotárásinni á Blönduósi á sunnudag en lögregla var komin á vettvang um 15 til 20 mínútum eftir að tilkynning barst.

Stórum á­fanga náð í Borgar­línu­verk­efninu í dag

Borgaryfirvöld segja að stórum áfanga hafi verið náð í Borgarlínuverkefnunu í dag þegar samkomulag náðist um afnot af lóð Barnavinarfélags Sumargjafar. Formaður félagsins segir að á móti ætli borgin að reisa nýjan leikskóla á lóðinni.

Ofurölvi bílstjórar óku inn í mannmergðina á Menningarnótt

Mikil mildi þykir að tveir ofurölvi ökumenn hafi ekki valdið stórslysum á Menningarnótt þegar þeir óku inn í mannmergð þar sem götulokanir voru í gildi. Lögreglan segir gríðarleg vonbrigði að enn eitt hnífaárásarmálið hafi komið upp. Borgarstjóri vill bregðast við auknum hnífaárásum ungmenna.

Áhyggjur af andlegri heilsu mannsins rötuðu ekki á borð lögreglustjóra

Engin formleg tilkynning um áhyggjur forsvarsmanna skotfélagsins Markviss um andlega heilsu mannsins sem talinn er hafa skotið einn til bana og sært annan á Blönduósi um helgina barst á borð lögreglustjórans á Norðurlandi vestra. Þess í stað var um óformlegar samræður að ræða og ræddi lögreglumaður við árásarmanninn.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Áverkar mannsins sem varð fyrir skoti á heimili sínu á Blönduósi í gærmorgun eru alvarlegir og liggur hann þungt haldinn á sjúkrahúsi. Árásarmaðurinn var skotáhugamaður með geðrænan vanda.

Verið að sigla með fóðurprammann Muninn úr Reyðarfirði í höfn

Vel gekk að hífa upp fóðurprammann Muninn, sem sökk við fiskeldisstöð í Reyðarfirði í janúar í fyrra, í dag. Verið er að sigla með prammann að Reyðarfjarðarhöfn þar sem fóðrið verður úr honum tæmt áður en farið verður í viðgerðir á honum og honum fleytt.

Í sárum eftir að hundurinn var aflífaður án nokkurs fyrirvara

Hundur fjölskyldu á Siglufirði var aflífaður á föstudaginn, einum og hálfum tíma eftir að hann var tekinn af þeim. Hundurinn var ekki settur í geðmat líkt og Heilbrigðiseftirlitið fer fram á. Fjölskyldan segist ekki hafa fengið að vita að það ætti að aflífa hann fyrr aðgerðin var þegar hafin í öðru bæjarfélagi. 

„Við verðum að gera eitthvað, við eigum engan kost í stöðunni“

Stefán Vagn Stefánsson þingmaður Framsóknar og fyrrverandi yfirlögregluþjónn á Norðurlandi vestra segir löngu orðið tímabært að grípa inn í þá þróun sem eigi sér stað með skotvopn hér á landi. Tæplega níutíu þúsund skotvopn eru skráð hér á landi. Konu var banað og eiginmaður hennar særður í skotárás á Blönduósi aðfaranótt sunnudags.

Stefán nýr ráðuneytisstjóri umhverfisráðuneytisins

Stefán Guðmundsson, viðskiptafræðingur hefur verið skipaður ráðuneytisstjóri umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins af Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis-, orku- og lofslagsráðherra. Stefán tekur við embættinu 1. september.

Líðan mannsins eftir at­vikum

Rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skotárásinni á Blönduósi miðar vel. Meðal þess sem verið er að rannsaka er hvernig andlát skotmannsins bar að.

Sam­úðar­kveðjur berast víða að til íbúa Blöndu­óss

Samúðarkveðjur hafa borist víða að til íbúa Blönduóss eftir voveiflega atburðinn sem átti sér stað þar í gærmorgun. Nú síðast sendi Guðni Th. Jóhannesson samúðarkveðju til íbúa en einnig hafa borist kveðjur frá Katrínu Jakobsdóttir forsætisáðherra og ýmsum sveitarfélögum.

Ójöfnuður hafi aukist í fyrra

Á síðasta ári jókst ójöfnuður í íslensku hagkerfi samkvæmt mánaðaryfirlit ASÍ. Þar kemur fram að stærsta breytingin á tekjum íslenskra heimila í fyrra hafi verið aukning fjármagnstekna en sú aukning hafi nær einungis verið hjá tekjuhæstu tíu prósentum heimilanna.

Fugla­flensu­smit við­varandi í villtum fuglum

Matvælastofnun (MAST) segir fuglaflensusmit enn vera viðvarandi í villtum fuglum og enn sé hætta á að smit berist yfir í alifugla. Dregið hefur úr tilkynningum um smit síðustu mánuði sem er þó ekki merki um að fuglaflensan sé að hverfa.

Sjá næstu 50 fréttir