Fleiri fréttir Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við ítarlega um skotárásina á Blönduósi í nótt. Tveir eru látnir en árásarmaðurinn, sem er annar hinna látnu, hafði verið handtekinn fyrr í sumar þegar hann hafði í hótunum með skotvopn. 21.8.2022 11:46 Árásarmaðurinn handtekinn fyrr í sumar vegna hótana með skotvopn Árásarmaðurinn, sem skaut einstakling til bana á Blönduósi í morgun og lést svo sjálfur af skotsárum, hafði verið handtekinn fyrr í sumar af lögreglunni á Blönduósi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Maðurinn hafði þá í hótunum með skotvopn og var í kjölfarið tekinn höndum. Síðar var honum sleppt. 21.8.2022 11:28 Sveitarstjóri Húnabyggðar á leiðinni norður: „Maður er bara í sjokki“ Pétur Arason, nýráðinn sveitarstjóri Húnabyggðar, sagðist vera „í sjokki“ vegna skotárásarinnar á Blönduósi í morgun og að samfélagið væri í áfalli. Hann gat ekkert sagt um stöðu mála en var að leggja af stað norður þegar blaðamaður náði af honum tali. 21.8.2022 11:02 „Það eru augljóslega einhver kaflaskil“ Getgátur um goslok hafa verið á sveimi síðan í gærdag en þá sagði Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur gosinu mögulega lokið, hann þyrfti þó að fá staðfestingu á því. Náttúruvársérfræðingur Veðurstofunnar þorir ekki að fullyrða að gosinu sé lokið í samtali við fréttastofu í morgun. 21.8.2022 10:08 Loftslagsmál, leikskólar, fíkniefni og formannsframboð Kristrúnar Frostadóttur í Sprengisandi Á Sprengisandi í dag verður rætt um „neyðarástand“ í loftslagsmálum, stefnu yfirvalda í fíkniefnamálum, loforð í leikskólamálum og framboð Kristrúnar Frostadóttur til formanns Samfylkingarinnar. 21.8.2022 09:52 Tveir látnir eftir skotárás á Blönduósi - gerandi árásarinnar annar hinna látnu Tveir Íslendingar eru látnir og einn særður eftir skotárás á Blönduósi en árásin átti sér stað um hálf sex í morgun. 21.8.2022 09:34 Mikill kraftur í ferðaþjónustu á Borgarfirði eystri Ferðaþjónusta á Borgarfirði eystri hefur sjaldan eða aldrei gengið eins vel og í sumar. Hjón á staðnum eru að stækka hótelið hjá sér, auk þess að setja upp glæsilegt útisvæði með pottum og Spai . Þau hafa einnig opnað brugghús á staðnum. 21.8.2022 09:14 Tveir í haldi og tveir á slysadeild vegna hnífaárásar Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt, fangageymslur fylltust og þurfti lögregla að grípa til vistunar í fangaklefum lögreglustöðvarinnar í Hafnarfirði. Mikið var um ölvun en einnig voru tveir handteknir vegna stunguárásar. 21.8.2022 07:19 „Ég veit það hljómar fáránlega en mér finnst betra að vera í Kyiv en á Íslandi“ Listamaðurinn Óskar Hallgrímsson er kominn aftur heim til Kænugarðs í Úkraínu eftir að hafa verið á Íslandi í nokkrar vikur. Hann segir ferðalagið hafa verið langt en hann sé feginn að vera kominn aftur heim, þrátt fyrir stríð í landinu. 21.8.2022 07:12 Safnaði nærri tvö hundruð þúsund krónum fyrir stelpu sem hún þekkir ekki Ellefu ára stelpa, sem hljóp í dag tíu kílómetra til stuðnings Klöru litlu, sem lenti í hoppukastalaslysi á Akureyri síðasta sumar, segist stolt af árangrinum. Hún þekkir ekki til Klöru en hefur safnað nærri tvö hundruð þúsund krónum fyrir hana. 20.8.2022 22:01 Ölvuð börn verða færð í athvarf í kvöld Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar að taka hart á drykkju unglinga á Menningarnótt. Hún mun færa börn yngri en sextán ára í athvarf fyrir ungmenni verði þau úti eftir lögboðinn útivistartíma. Þá verða ölvuð börn undir átján ára einnig flutt í sama athvarf. 20.8.2022 20:29 Stóraukin aðsókn í neyðarskýlin í sumar Ásókn í neyðarskýli borgarinnar hefur stóraukist í sumar og nýting farið langt yfir það sem húsnæðin leyfa. Til stendur að opna nýtt úrræði í miðbænum sem á að vera nokkurs konar frumstig í átt að búsetu. 20.8.2022 20:00 Hlupu með Bjarteyju í hjartanu og söfnuðu meira en þremur milljónum Fjölskylda, vinir og velunnarar Bjarteyjar Kjærnested Jónsdóttur sem lést í apríl á þessu ári vegna illvígs heilaæxlis aðeins ellefu ára gömul hafa nú safnað rúmlega 3,3 milljónum í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka til styrktar Barnaspítala hringsins. 20.8.2022 18:21 „Hugsanlegt að við séum að nálgast goslokin“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir gosinu mögulega lokið, eldgosatímabilinu sé þó ekki að ljúka og Fagradalsfjallseldum ekki heldur. 20.8.2022 15:47 Kanna hvort komið sé að goslokum Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Ísland sendi frá sér færslu fyrr í dag þar sem kemur fram að dregið hafi jafnt og þétt úr virkni í gígnum í Meradölum og óróa á svæðinu. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segist ekki geta fullyrt að komið sé að goslokum. 20.8.2022 14:57 Ný vefmyndavél vaktar Hvítá Möguleiki er á að jökulhlaup verði í Svartá úr lóni við Langjökul en Elmar Snorrason hefur sett upp vefmyndavél til þess að vakta megi svæðið og bregðast fyrr við ef af hlaupinu verður. 20.8.2022 14:00 Mikil spenna og eftirvænting vegna Menningarnætur Menningarnótt verður haldin hátíðleg í dag í fyrsta skipti síðan 2019 og er margt um að vera í bænum. Bylgjutónleikar verða í Hljómskálagarði, Matarbílar götubita við Miðbakka og allskonar listgjörningar um allan bæ. Ætla má að mikill fjöldi leggi leið sína í bæinn í dag. 20.8.2022 12:13 Hádegisfréttir Bylgjunnar Karlmaður sem lést í skotárás í verslunarmiðstöð í Malmö í gær er talinn hafa verið skotmark árásarinnar. Samkvæmt sænskum miðlum er maðurinn mikilvægur í glæpagenginu Satudarah. Kona sem er alvarlega særð eftir árásina var gangandi vegfarandi í fríi og tengdist málinu ekkert. Lögreglan í Malmö segir ofbeldisbylgju ríða yfir. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum. 20.8.2022 11:45 Litlu munaði að Arnar og Silviu yrðu hnífjafnir í Reykjavíkurmaraþoninu Íslandsmeistarinn Arnar Pétursson og Silviu Stoica voru hnífjafnir í maraþonhlaupi Reykjavíkurmaraþonsins í morgun. Arnar kláraði á tímanum 2:35:18 og Silviu á 2:35:37 en við fyrstu mælingar var útlit fyrir að þeir hafi klárað á nákvæmlega sömu sekúndunni. 20.8.2022 11:20 Opið að gosstöðvum en varað við veðri Opið er á gosstöðvum í Meradölum í dag en þó er varað við vindi en búist er við norðan 10 til 18 metrum á sekúndu í dag. 20.8.2022 10:25 Talar sex tungumál í Ólafsfirði Kaffi Klara er eina kaffihúsið í Ólafsfirði, sem heimamenn og ferðamenn eru duglegir að sækja. Eigandinn, sem er kona frá Danmörku talar sex tungumál. Í frítíma sínum vinnur hún í því að skrásetja sögu og afrek kvenna á staðnum. 20.8.2022 09:03 Þórdís Kolbrún sækist eftir endurkjöri Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins hyggst sækjast eftir endurkjöri á landsfundi flokksins í haust. 20.8.2022 08:41 Tæplega hundrað fluttir af gossvæðinu vegna meiðsla eftir að eldgos hófst Gosórói mælist minni en áður við Meradali og hraunrennsli sömuleiðis. Það nemur nú um fjórum rúmmetrum á sekúndu. Nýtt hraun hefur haldist innan Meradala en gæti með tímanum farið yfir slóða sem viðbragðsaðilar hafa notað til að komast á gosstöðvarnar. 20.8.2022 08:21 Eldur brann í fjölbýlishúsi í Laugardalnum í nótt Eldur kviknaði í þaki fjölbýlishúss í hverfi 104 í Reykjavík síðdegis í gær og slökkvilið kallað út. Rjúfa þurfti þak til að komast í glæðurnar. Ekki er ljóst hversu umfangsmiklar skemmdir urðu á húsinu vegna brunans. 20.8.2022 07:21 Vilborg fékk lungnabólgu í sjö þúsund metra hæð Pólfarinn Vilborg Arna Gissurardóttir og fjallagarpurinn Sigurður Bjarni Sveinsson hafa dvalið í Pakistan mest allt sumarið til að freista þess að komast á tind fjallsins Gasherbrum II sem er þrettánda hæsta fjall heims. 20.8.2022 07:01 Miðborginni breytt í allsherjargöngugötu Í tilefni Menningarnætur verður miðborg Reykjavíkur breytt í allsherjargöngugötu og lokað alfarið fyrir almennri bílaumferð í dag. Frítt verður í Strætó í allan dag. 20.8.2022 06:01 Landspítalinn ekki á leið í þrot í dag eða á morgun Heilbrigðisráðherra neitar því ekki að aukið fjármagn þurfi inn í heilbrigðiskerfið en segir Landspítalann ekki á leið í þrot. 19.8.2022 23:37 Eldur kom upp í Laugardal Slökkvilið var kallað að Brúnavegi í Laugardal í kvöld þar sem eldur hafði komið upp í þaki íbúðarhúss. 19.8.2022 21:45 „Hún steinliggur inni sem formaður“ Kristrún Frostadóttir nýtt formannsefni Samfylkingarinnar ætlar að gera flokkinn að ráðandi afli á ný í íslenskri pólitík og höfða til venjulegs fólks. Húsfyllir var í Iðnó þegar hún tilkynnti um framboð sitt. Fyrrverandi formaður segir hana steinliggja inni. 19.8.2022 19:21 Gríðarlegar tafir milli Hveragerðis og Selfoss Miklar umferðartafir eru Suðurlandsvegi til austurs milli Hveragerðis og Selfoss. Umferð um Biskupstungnabraut er ljósastýrð vegna vegavinnu og hefur áhrif á umferð um Suðurlandsveg. 19.8.2022 18:49 Lenti á Reykjavíkurflugvelli á leið sinni í kringum jörðina Mack Rutherford, sem ætlar að verða yngsti flugmaðurinn til að fljúga einsamall hringinn í kringum jörðina, lenti á Reykjavíkurflugvelli laust fyrir klukkan fjögur í dag. 19.8.2022 18:18 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Tveir voru fluttir á sjúkrahús eftir skotárás í verslunarmiðstöð í Malmö nú síðdegis. Íslendingar sem földu sig fyrir árásarmanninum segja mikla skelfingu hafa gripið um sig. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. 19.8.2022 18:01 Slökktu ljósin og földu sig á meðan byssumanns var leitað Nokkrir Íslendingar voru á meðal þeirra sem földu sig eftir að skotum var hleypt af í verslunarmiðstöðinni Emporia í miðbæ Malmö í Svíþjóð. Hið minnsta einn hefur verið handtekinn, karlmaður undir lögaldri, og tveir eru sagðir alvarlega særðir. 19.8.2022 16:56 „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur“ Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tilkynnti rétt í þessu að hún gæfi kost á sér í formannskjöri Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins þann 28. október næstkomandi. Hún sagði ákvörðunina hafa átt sér langan aðdraganda. 19.8.2022 16:31 Bein útsending: Kristrún tilkynnir framboð til formanns Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar boðar til opins fundar í Iðnó klukkan 16 í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætlar Kristrún að tilkynna um framboð sitt til formanns flokksins. 19.8.2022 15:15 Máli Sverris gegn Sindra vísað frá Landsrétti Landsréttur hefur vísað frá meiðyrðamáli Sverris Einars Eiríkssonar gegn Sindra Þór Sigríðarssyni Hilmarssyni. Sverrir reiddi ekki fram málskostnaðartryggingu vegna áfrýjunarinnar. 19.8.2022 14:17 „Ég trúi, vona og treysti að þetta sé tímabundið“ Regnbogafánar við bensínstöðina Orkuna í Suðurfelli voru skornir niður í gær og bundnir við fánastangir. Fánarnir voru fjórir talsins en þetta er nýjasta tilvik skemmdarverka af þessum toga en þau hafa verið þónokkur upp á síðkastið. Tótla I. Sæmundsdóttir fræðslustýra Samtakanna 78 segir í samtali við fréttastofu að fræðslu og „normalíseringu“ vanti. 19.8.2022 14:16 Vill að Ragnar Þór leiði Alþýðusamband Íslands Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og formaður Starfsgreinasambands Íslands, hefur ekki í hyggju að bjóða sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands. Tíminn verði þó að leiða í ljós hvort hann bjóði sig fram til varaforseta sambandsins. Hann vill mjög gjarnan sjá Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, leiða ASÍ. 19.8.2022 13:46 Njörður kveður og Ólína tekur við starfinu Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þjóðfræðingur, rithöfundur og fyrrverandi alþingismaður, skólameistari og borgarfulltrúi, hefur verið ráðin deildarforseti við félagsvísindadeild Háskólans á Bifröst. Ólína tekur við af Nirði Sigurjónssyni sem hefur gegnt starfinu síðustu tvö ár. 19.8.2022 13:31 Gagnrýnir ofurlaun æðstu stjórnenda á matvörumarkaði á tímum verðhækkana ASÍ gagnrýnir harðlega ofurlaun laun æðstustjórnenda á matvörumarkaði meðan gríðarlegar verðhækkanir hafi gengið yfir. Stjórnarformaður í einni stærstu matar og drykkjar heildsölu landsins var með ríflega 3,2 milljónir á mánuði á síðasta ári. 19.8.2022 13:28 Katrín svarar Björk: Ekki þörf á fleiri orðum heldur aðgerðum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að sér þyki leitt að Björk Guðmundsdóttir hafi orðið fyrir vonbrigðum með hana. Meiri þörf á aðgerðum en orðum í loftslagsmálum. 19.8.2022 12:26 Ríflega átta þúsund hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni Að minnsta kosti 8.200 munu hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fer á Menningarnótt á morgun. 88 milljónir hafa safnast í formi áheita og munu renna til hinna ýmsu góðgerðarfélaga. 19.8.2022 12:00 Hádegisfréttir Bylgjunnar Ríkisstjórnarfundur, baráttan um Alþýðusambandið og himinháar tekjur forstjóra verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. 19.8.2022 11:50 Björk sakar Katrínu um svik á ögurstundu Söngkonan Björk Guðmundsdóttir segir að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafi á ögurstundu svikið samkomulag sem hún á að hafa gert við Björk og sænska loftslagsaðgerðasinnann Gretu Thunberg. Björk segir að Katrín hafi ekki gert neitt fyrir umhverfið. 19.8.2022 09:43 Boðar formlega til opins fundar klukkan 16 Kristrún Frostadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, hefur formlega boðað til opins fundar í Iðnó klukkan 16 þar sem reiknað er með að hún muni tilkynna um framboð sitt til formanns Samfylkingarinnar. 19.8.2022 08:36 Sjá næstu 50 fréttir
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við ítarlega um skotárásina á Blönduósi í nótt. Tveir eru látnir en árásarmaðurinn, sem er annar hinna látnu, hafði verið handtekinn fyrr í sumar þegar hann hafði í hótunum með skotvopn. 21.8.2022 11:46
Árásarmaðurinn handtekinn fyrr í sumar vegna hótana með skotvopn Árásarmaðurinn, sem skaut einstakling til bana á Blönduósi í morgun og lést svo sjálfur af skotsárum, hafði verið handtekinn fyrr í sumar af lögreglunni á Blönduósi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Maðurinn hafði þá í hótunum með skotvopn og var í kjölfarið tekinn höndum. Síðar var honum sleppt. 21.8.2022 11:28
Sveitarstjóri Húnabyggðar á leiðinni norður: „Maður er bara í sjokki“ Pétur Arason, nýráðinn sveitarstjóri Húnabyggðar, sagðist vera „í sjokki“ vegna skotárásarinnar á Blönduósi í morgun og að samfélagið væri í áfalli. Hann gat ekkert sagt um stöðu mála en var að leggja af stað norður þegar blaðamaður náði af honum tali. 21.8.2022 11:02
„Það eru augljóslega einhver kaflaskil“ Getgátur um goslok hafa verið á sveimi síðan í gærdag en þá sagði Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur gosinu mögulega lokið, hann þyrfti þó að fá staðfestingu á því. Náttúruvársérfræðingur Veðurstofunnar þorir ekki að fullyrða að gosinu sé lokið í samtali við fréttastofu í morgun. 21.8.2022 10:08
Loftslagsmál, leikskólar, fíkniefni og formannsframboð Kristrúnar Frostadóttur í Sprengisandi Á Sprengisandi í dag verður rætt um „neyðarástand“ í loftslagsmálum, stefnu yfirvalda í fíkniefnamálum, loforð í leikskólamálum og framboð Kristrúnar Frostadóttur til formanns Samfylkingarinnar. 21.8.2022 09:52
Tveir látnir eftir skotárás á Blönduósi - gerandi árásarinnar annar hinna látnu Tveir Íslendingar eru látnir og einn særður eftir skotárás á Blönduósi en árásin átti sér stað um hálf sex í morgun. 21.8.2022 09:34
Mikill kraftur í ferðaþjónustu á Borgarfirði eystri Ferðaþjónusta á Borgarfirði eystri hefur sjaldan eða aldrei gengið eins vel og í sumar. Hjón á staðnum eru að stækka hótelið hjá sér, auk þess að setja upp glæsilegt útisvæði með pottum og Spai . Þau hafa einnig opnað brugghús á staðnum. 21.8.2022 09:14
Tveir í haldi og tveir á slysadeild vegna hnífaárásar Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt, fangageymslur fylltust og þurfti lögregla að grípa til vistunar í fangaklefum lögreglustöðvarinnar í Hafnarfirði. Mikið var um ölvun en einnig voru tveir handteknir vegna stunguárásar. 21.8.2022 07:19
„Ég veit það hljómar fáránlega en mér finnst betra að vera í Kyiv en á Íslandi“ Listamaðurinn Óskar Hallgrímsson er kominn aftur heim til Kænugarðs í Úkraínu eftir að hafa verið á Íslandi í nokkrar vikur. Hann segir ferðalagið hafa verið langt en hann sé feginn að vera kominn aftur heim, þrátt fyrir stríð í landinu. 21.8.2022 07:12
Safnaði nærri tvö hundruð þúsund krónum fyrir stelpu sem hún þekkir ekki Ellefu ára stelpa, sem hljóp í dag tíu kílómetra til stuðnings Klöru litlu, sem lenti í hoppukastalaslysi á Akureyri síðasta sumar, segist stolt af árangrinum. Hún þekkir ekki til Klöru en hefur safnað nærri tvö hundruð þúsund krónum fyrir hana. 20.8.2022 22:01
Ölvuð börn verða færð í athvarf í kvöld Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar að taka hart á drykkju unglinga á Menningarnótt. Hún mun færa börn yngri en sextán ára í athvarf fyrir ungmenni verði þau úti eftir lögboðinn útivistartíma. Þá verða ölvuð börn undir átján ára einnig flutt í sama athvarf. 20.8.2022 20:29
Stóraukin aðsókn í neyðarskýlin í sumar Ásókn í neyðarskýli borgarinnar hefur stóraukist í sumar og nýting farið langt yfir það sem húsnæðin leyfa. Til stendur að opna nýtt úrræði í miðbænum sem á að vera nokkurs konar frumstig í átt að búsetu. 20.8.2022 20:00
Hlupu með Bjarteyju í hjartanu og söfnuðu meira en þremur milljónum Fjölskylda, vinir og velunnarar Bjarteyjar Kjærnested Jónsdóttur sem lést í apríl á þessu ári vegna illvígs heilaæxlis aðeins ellefu ára gömul hafa nú safnað rúmlega 3,3 milljónum í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka til styrktar Barnaspítala hringsins. 20.8.2022 18:21
„Hugsanlegt að við séum að nálgast goslokin“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir gosinu mögulega lokið, eldgosatímabilinu sé þó ekki að ljúka og Fagradalsfjallseldum ekki heldur. 20.8.2022 15:47
Kanna hvort komið sé að goslokum Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Ísland sendi frá sér færslu fyrr í dag þar sem kemur fram að dregið hafi jafnt og þétt úr virkni í gígnum í Meradölum og óróa á svæðinu. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segist ekki geta fullyrt að komið sé að goslokum. 20.8.2022 14:57
Ný vefmyndavél vaktar Hvítá Möguleiki er á að jökulhlaup verði í Svartá úr lóni við Langjökul en Elmar Snorrason hefur sett upp vefmyndavél til þess að vakta megi svæðið og bregðast fyrr við ef af hlaupinu verður. 20.8.2022 14:00
Mikil spenna og eftirvænting vegna Menningarnætur Menningarnótt verður haldin hátíðleg í dag í fyrsta skipti síðan 2019 og er margt um að vera í bænum. Bylgjutónleikar verða í Hljómskálagarði, Matarbílar götubita við Miðbakka og allskonar listgjörningar um allan bæ. Ætla má að mikill fjöldi leggi leið sína í bæinn í dag. 20.8.2022 12:13
Hádegisfréttir Bylgjunnar Karlmaður sem lést í skotárás í verslunarmiðstöð í Malmö í gær er talinn hafa verið skotmark árásarinnar. Samkvæmt sænskum miðlum er maðurinn mikilvægur í glæpagenginu Satudarah. Kona sem er alvarlega særð eftir árásina var gangandi vegfarandi í fríi og tengdist málinu ekkert. Lögreglan í Malmö segir ofbeldisbylgju ríða yfir. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum. 20.8.2022 11:45
Litlu munaði að Arnar og Silviu yrðu hnífjafnir í Reykjavíkurmaraþoninu Íslandsmeistarinn Arnar Pétursson og Silviu Stoica voru hnífjafnir í maraþonhlaupi Reykjavíkurmaraþonsins í morgun. Arnar kláraði á tímanum 2:35:18 og Silviu á 2:35:37 en við fyrstu mælingar var útlit fyrir að þeir hafi klárað á nákvæmlega sömu sekúndunni. 20.8.2022 11:20
Opið að gosstöðvum en varað við veðri Opið er á gosstöðvum í Meradölum í dag en þó er varað við vindi en búist er við norðan 10 til 18 metrum á sekúndu í dag. 20.8.2022 10:25
Talar sex tungumál í Ólafsfirði Kaffi Klara er eina kaffihúsið í Ólafsfirði, sem heimamenn og ferðamenn eru duglegir að sækja. Eigandinn, sem er kona frá Danmörku talar sex tungumál. Í frítíma sínum vinnur hún í því að skrásetja sögu og afrek kvenna á staðnum. 20.8.2022 09:03
Þórdís Kolbrún sækist eftir endurkjöri Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins hyggst sækjast eftir endurkjöri á landsfundi flokksins í haust. 20.8.2022 08:41
Tæplega hundrað fluttir af gossvæðinu vegna meiðsla eftir að eldgos hófst Gosórói mælist minni en áður við Meradali og hraunrennsli sömuleiðis. Það nemur nú um fjórum rúmmetrum á sekúndu. Nýtt hraun hefur haldist innan Meradala en gæti með tímanum farið yfir slóða sem viðbragðsaðilar hafa notað til að komast á gosstöðvarnar. 20.8.2022 08:21
Eldur brann í fjölbýlishúsi í Laugardalnum í nótt Eldur kviknaði í þaki fjölbýlishúss í hverfi 104 í Reykjavík síðdegis í gær og slökkvilið kallað út. Rjúfa þurfti þak til að komast í glæðurnar. Ekki er ljóst hversu umfangsmiklar skemmdir urðu á húsinu vegna brunans. 20.8.2022 07:21
Vilborg fékk lungnabólgu í sjö þúsund metra hæð Pólfarinn Vilborg Arna Gissurardóttir og fjallagarpurinn Sigurður Bjarni Sveinsson hafa dvalið í Pakistan mest allt sumarið til að freista þess að komast á tind fjallsins Gasherbrum II sem er þrettánda hæsta fjall heims. 20.8.2022 07:01
Miðborginni breytt í allsherjargöngugötu Í tilefni Menningarnætur verður miðborg Reykjavíkur breytt í allsherjargöngugötu og lokað alfarið fyrir almennri bílaumferð í dag. Frítt verður í Strætó í allan dag. 20.8.2022 06:01
Landspítalinn ekki á leið í þrot í dag eða á morgun Heilbrigðisráðherra neitar því ekki að aukið fjármagn þurfi inn í heilbrigðiskerfið en segir Landspítalann ekki á leið í þrot. 19.8.2022 23:37
Eldur kom upp í Laugardal Slökkvilið var kallað að Brúnavegi í Laugardal í kvöld þar sem eldur hafði komið upp í þaki íbúðarhúss. 19.8.2022 21:45
„Hún steinliggur inni sem formaður“ Kristrún Frostadóttir nýtt formannsefni Samfylkingarinnar ætlar að gera flokkinn að ráðandi afli á ný í íslenskri pólitík og höfða til venjulegs fólks. Húsfyllir var í Iðnó þegar hún tilkynnti um framboð sitt. Fyrrverandi formaður segir hana steinliggja inni. 19.8.2022 19:21
Gríðarlegar tafir milli Hveragerðis og Selfoss Miklar umferðartafir eru Suðurlandsvegi til austurs milli Hveragerðis og Selfoss. Umferð um Biskupstungnabraut er ljósastýrð vegna vegavinnu og hefur áhrif á umferð um Suðurlandsveg. 19.8.2022 18:49
Lenti á Reykjavíkurflugvelli á leið sinni í kringum jörðina Mack Rutherford, sem ætlar að verða yngsti flugmaðurinn til að fljúga einsamall hringinn í kringum jörðina, lenti á Reykjavíkurflugvelli laust fyrir klukkan fjögur í dag. 19.8.2022 18:18
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Tveir voru fluttir á sjúkrahús eftir skotárás í verslunarmiðstöð í Malmö nú síðdegis. Íslendingar sem földu sig fyrir árásarmanninum segja mikla skelfingu hafa gripið um sig. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. 19.8.2022 18:01
Slökktu ljósin og földu sig á meðan byssumanns var leitað Nokkrir Íslendingar voru á meðal þeirra sem földu sig eftir að skotum var hleypt af í verslunarmiðstöðinni Emporia í miðbæ Malmö í Svíþjóð. Hið minnsta einn hefur verið handtekinn, karlmaður undir lögaldri, og tveir eru sagðir alvarlega særðir. 19.8.2022 16:56
„Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur“ Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tilkynnti rétt í þessu að hún gæfi kost á sér í formannskjöri Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins þann 28. október næstkomandi. Hún sagði ákvörðunina hafa átt sér langan aðdraganda. 19.8.2022 16:31
Bein útsending: Kristrún tilkynnir framboð til formanns Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar boðar til opins fundar í Iðnó klukkan 16 í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætlar Kristrún að tilkynna um framboð sitt til formanns flokksins. 19.8.2022 15:15
Máli Sverris gegn Sindra vísað frá Landsrétti Landsréttur hefur vísað frá meiðyrðamáli Sverris Einars Eiríkssonar gegn Sindra Þór Sigríðarssyni Hilmarssyni. Sverrir reiddi ekki fram málskostnaðartryggingu vegna áfrýjunarinnar. 19.8.2022 14:17
„Ég trúi, vona og treysti að þetta sé tímabundið“ Regnbogafánar við bensínstöðina Orkuna í Suðurfelli voru skornir niður í gær og bundnir við fánastangir. Fánarnir voru fjórir talsins en þetta er nýjasta tilvik skemmdarverka af þessum toga en þau hafa verið þónokkur upp á síðkastið. Tótla I. Sæmundsdóttir fræðslustýra Samtakanna 78 segir í samtali við fréttastofu að fræðslu og „normalíseringu“ vanti. 19.8.2022 14:16
Vill að Ragnar Þór leiði Alþýðusamband Íslands Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og formaður Starfsgreinasambands Íslands, hefur ekki í hyggju að bjóða sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands. Tíminn verði þó að leiða í ljós hvort hann bjóði sig fram til varaforseta sambandsins. Hann vill mjög gjarnan sjá Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, leiða ASÍ. 19.8.2022 13:46
Njörður kveður og Ólína tekur við starfinu Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þjóðfræðingur, rithöfundur og fyrrverandi alþingismaður, skólameistari og borgarfulltrúi, hefur verið ráðin deildarforseti við félagsvísindadeild Háskólans á Bifröst. Ólína tekur við af Nirði Sigurjónssyni sem hefur gegnt starfinu síðustu tvö ár. 19.8.2022 13:31
Gagnrýnir ofurlaun æðstu stjórnenda á matvörumarkaði á tímum verðhækkana ASÍ gagnrýnir harðlega ofurlaun laun æðstustjórnenda á matvörumarkaði meðan gríðarlegar verðhækkanir hafi gengið yfir. Stjórnarformaður í einni stærstu matar og drykkjar heildsölu landsins var með ríflega 3,2 milljónir á mánuði á síðasta ári. 19.8.2022 13:28
Katrín svarar Björk: Ekki þörf á fleiri orðum heldur aðgerðum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að sér þyki leitt að Björk Guðmundsdóttir hafi orðið fyrir vonbrigðum með hana. Meiri þörf á aðgerðum en orðum í loftslagsmálum. 19.8.2022 12:26
Ríflega átta þúsund hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni Að minnsta kosti 8.200 munu hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fer á Menningarnótt á morgun. 88 milljónir hafa safnast í formi áheita og munu renna til hinna ýmsu góðgerðarfélaga. 19.8.2022 12:00
Hádegisfréttir Bylgjunnar Ríkisstjórnarfundur, baráttan um Alþýðusambandið og himinháar tekjur forstjóra verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. 19.8.2022 11:50
Björk sakar Katrínu um svik á ögurstundu Söngkonan Björk Guðmundsdóttir segir að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafi á ögurstundu svikið samkomulag sem hún á að hafa gert við Björk og sænska loftslagsaðgerðasinnann Gretu Thunberg. Björk segir að Katrín hafi ekki gert neitt fyrir umhverfið. 19.8.2022 09:43
Boðar formlega til opins fundar klukkan 16 Kristrún Frostadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, hefur formlega boðað til opins fundar í Iðnó klukkan 16 þar sem reiknað er með að hún muni tilkynna um framboð sitt til formanns Samfylkingarinnar. 19.8.2022 08:36