Fleiri fréttir

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Tveir voru fluttir á sjúkrahús eftir skotárás í verslunarmiðstöð í Malmö nú síðdegis. Íslendingar sem földu sig fyrir árásarmanninum segja mikla skelfingu hafa gripið um sig. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Slökktu ljósin og földu sig á meðan byssumanns var leitað

Nokkrir Íslendingar voru á meðal þeirra sem földu sig eftir að skotum var hleypt af í verslunarmiðstöðinni Emporia í miðbæ Malmö í Svíþjóð. Hið minnsta einn hefur verið handtekinn, karlmaður undir lögaldri, og tveir eru sagðir alvarlega særðir.

„Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur“

Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tilkynnti rétt í þessu að hún gæfi kost á sér í formannskjöri Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins þann 28. október næstkomandi. Hún sagði ákvörðunina hafa átt sér langan aðdraganda.

Máli Sverris gegn Sindra vísað frá Landsrétti

Landsréttur hefur vísað frá meiðyrðamáli Sverris Einars Eiríkssonar gegn Sindra Þór Sigríðarssyni Hilmarssyni. Sverrir reiddi ekki fram málskostnaðartryggingu vegna áfrýjunarinnar.

„Ég trúi, vona og treysti að þetta sé tíma­bundið“

Regnbogafánar við bensínstöðina Orkuna í Suðurfelli voru skornir niður í gær og bundnir við fánastangir. Fánarnir voru fjórir talsins en þetta er nýjasta tilvik skemmdarverka af þessum toga en þau hafa verið þónokkur upp á síðkastið. Tótla I. Sæmundsdóttir fræðslustýra Samtakanna 78 segir í samtali við fréttastofu að fræðslu og „normalíseringu“ vanti.

Vill að Ragnar Þór leiði Alþýðusamband Íslands

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og formaður Starfsgreinasambands Íslands, hefur ekki í hyggju að bjóða sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands. Tíminn verði þó að leiða í ljós hvort hann bjóði sig fram til varaforseta sambandsins. Hann vill mjög gjarnan sjá Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, leiða ASÍ.

Njörður kveður og Ólína tekur við starfinu

Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þjóðfræðingur, rithöfundur og fyrrverandi alþingismaður, skólameistari og borgarfulltrúi, hefur verið ráðin deildarforseti við félagsvísindadeild Háskólans á Bifröst. Ólína tekur við af Nirði Sigurjónssyni sem hefur gegnt starfinu síðustu tvö ár.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Ríkisstjórnarfundur, baráttan um Alþýðusambandið og himinháar tekjur forstjóra verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Björk sakar Katrínu um svik á ögur­stundu

Söngkonan Björk Guðmundsdóttir segir að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafi á ögurstundu svikið samkomulag sem hún á að hafa gert við Björk og sænska loftslagsaðgerðasinnann Gretu Thunberg. Björk segir að Katrín hafi ekki gert neitt fyrir umhverfið.

Boðar form­lega til opins fundar klukkan 16

Kristrún Frostadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, hefur formlega boðað til opins fundar í Iðnó klukkan 16 þar sem reiknað er með að hún muni tilkynna um framboð sitt til formanns Samfylkingarinnar.

Ingvar Gísla­son er látinn

Ingvar Gíslason, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins og ráðherra, er látinn, 96 ára að aldri.

Drífa nýtur langmests stuðnings til að leiða ASÍ

49,4 prósent landsmanna treystir Drífu Snædal best til að leiða Alþýðusamband Íslands, samkvæmt nýrri Gallup könnun. Eins og kunnugt er sagði Drífa af sér embætti forseta ASÍ á dögunum vegna átaka innan verkalýðshreyfingarinnar.

Slags­mál í Grafar­vogi og líkams­á­rás í mið­bænum

Tilkynnt var um líkamsárás í miðbænum í gær en í dagbók lögreglu kemur fram að einn einstaklingur hafi verið handtekinn og liggi undir grun vegna málsins. Hann hafi verið töluvert ölvaður og því vistaður í fangaklefa þar til hægt verði að ræða við hann.

Gul við­vörun vegna úr­hellis­rigningar

Spáð er úrhellisrigningu á Ströndum og Norðurlandi vestra í nótt og á morgun. Gul viðvörun vegna veðurs tekur gildi á svæðinu í nótt sem og á Vestfjörðum.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Mikill hiti er í leikskólamálum í borginni og vonast meirihlutinn til þess að nokkur hundruð börnum verði tryggð leikskólapláss í haust með bráðaaðgerðum sem voru kynntar í dag. Forsvarsmaður foreldra segir fyrirætlanirnar hins vegar óskýrar og sakar borgarstjórn um óheiðarleika. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Bréfið að fara hrylli­lega í alla

Í dag fengu íbúar hjólhýsasvæðisins á Laugarvatni bréf frá sveitarstjórn þar sem þeim var sagt að þeir þyrftu að yfirgefa húsin innan tveggja vikna. Formaður félags hjólhýsaeigenda á Laugarvatni segir bréfið fara hryllilega í alla íbúa en sveitarstjóri í Bláskógabyggð segir að fólki hafi átt að vera þetta ljóst.

Fyrstu Starlink-rákirnar á næturhimni yfir Íslandi

Fyrstu Starlink-gervihnettirnir frá fyrirtækinu SpaceX hafa sést á himni yfir Íslandi. Þeim var skotið á loft fyrir nokkrum dögum og farnir að setja mark sitt á næturhimininn yfir Íslandi. Gervihnöttum sem þessum mun fara hratt fjölgandi og munu þeir hafa mikil áhrif á ásýnd himinsins.

Starfs­­menn hins opin­bera fá milljónir í vasann

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, er sá starfsmaður fyrirtækja í eigu íslenska ríkisins eða borgarinnar sem var með hæstu tekjurnar árið 2021 samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Hörður var með tæpar fjórar milljónir í mánaðarlaun.

Stefnt á að opna Ævin­týra­borg strax í septem­ber

Meirihlutinn í borginni hefur kynnt tillögur sínar, sem voru samþykktar á borgarráðsfundi nú um hádegisbil, að bráðaaðgerðum í leikskólamálum. Tillögurnar eru sex, þar á meðal að opna Ævintýraborg í Öskjuhlíð strax í september. 

Lilja skákar Katrínu og Bjarna

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptamálaráðherra, var með hærri laun en bæði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, á síðasta ári. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var með 3.454.000 krónur á mánuði og trónir toppinn á lista Tekjublaðsins í flokknum „Forseti, alþingismenn og ráðherrar“.

Kristrún tilkynnir framboð til formanns á morgun

Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ætlar að boða til blaðamannafundar á morgun. Fundurinn verður samkvæmt heimildum fréttastofu í Iðnó, hefst klukkan 16 og stendur til að tilkynna framboð hennar til formanns flokksins.

Reiknar með áherslu á Ævintýraborgirnar

Ráðhús Reykjavíkur hefur frá því í morgun verið undirlagt foreldrum með börn á leikskólaaldri, sem mótmæla ástandi í leikskólamálum borgarinnar. Meirihlutinn mun kynna tillögur að bráðaaðgerðum að loknum borgarráðsfundi á eftir. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ráðinu býst við áherslu á Ævintýraborgirnar.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Leikskólamál, fíkniefnainnflutningur og tekjur Íslendinga verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Gossvæðið opið í dag

Opið verður fyrir ferðamenn að ganga í átt að eldgosinu í Meradölum í dag. Gossvæðinu var lokað í gær en lokunaraðgerðir gengu vel samkvæmt viðbragðsaðilum.

Dæmd í árs­fangelsi fyrir kókaín­smygl

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt konu í tólf mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla um 750 grömmum af kókaíni með flugi til landsins í júní síðastliðinn.

Vatns­staða lóns við Lang­jökul hækkar

Gervitunglamynd sýnir að vatnsstaða í lóni við Langjökul er orðin nokkuð há. Þrisvar hefur hlaupið úr lóninu svo vitað sé, allt á síðustu átta árum.

Dagur tekur ekki for­manns­slaginn

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri mun ekki gefa kost á sér sem næsti formaður Samfylkingarinnar. Hann segir hlutverk sitt frekar vera að styðja við bakið á þeim sem munu leiða flokkinn.

Sjá næstu 50 fréttir