Fleiri fréttir

Sjálfstæðismenn áfram í meirihluta í Snæfellsbæ
D-listi Sjálfstæðisflokks hélt meirihluta sínum í sveitarstjórn Snæfellsbæjar í sveitarstjórnarkosningunum í gær.

Konum fækkar í borgarstjórn en eru enn í meirihluta
Körlum í nýkjörinni borgarstjórn Reykjavíkur fjölgar um þrjá frá lokum síðasta kjörtímabils. Konur verða engu að síður áfram í meirihluta þar en þær eru þrettán af tuttugu og þremur borgarfulltrúum.

Sjálfstæðismenn misstu meirihluta sinn í Bolungarvík
K-listi Máttar meyja og manna vann sigur í sveitarstjórnarkosningunum í Bolungarvík í gær og tryggði sér fjóra bæjarfulltrúa. Sjálfstæðismenn náðu inn þremur mönnum og er því ljóst að flokkurinn hefur misst meirihluta sinn í sveitarstjórn.

Víða rigning en dregur smám saman úr vætu þegar líður á daginn
Nú er suðaustan kaldi og víða rigning eða súld, en í dag dregur smám saman úr vætu og seinni partinn léttir jafnvel til norðaustanlands.

Skvetti bjór og byrjaði að berja dyravörð
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir tilkynnt var um konu sem hafði ráðist á dyravörð veitingastaðar í miðborg Reykjavíkur skömmu fyrir klukkan 22 í gærkvöldi.

Stórsigur Framsóknar setur Einar í bílstjórasætið
Borgarstjórnarmeirihlutinn er fallinn og Framsóknarflokkurinn er í lykilstöðu fyrir myndun nýs meirihluta. Flokkurinn náði fjórum fulltrúum inn í borgarstjórn en Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn töpuðu tveimur fulltrúum hvor.

Lokatölur úr Árborg: Sjálfstæðisflokkurinn með hreinan meirihluta
Sjálfstæðisflokkurinn bættir við sig tveimur fulltrúum í sveitarfélaginu Árborg og er nú með hreinan sex fulltrúa meirihluta. Framsókn bættir sömuleiðis við einum fulltrúa og hefur nú tvo. Miðflokkurinn missir sinn eina bæjarfulltrúa en Samfylking og Áfram Árborg halda sínum mönnum.

Lokatölur í Vestmannaeyjum: Meirihlutinn hélt velli
Allt er óbreytt í Vestmannaeyjum eftir sveitarstjórnarkosningarnar í ár. Meirihluti Eyjalistans og Fyrir Heimaey hélt velli í kosningunum, hefur nú fimm fulltrúa af níu en hafði áður fjóra af sjö.

Lokatölur í Reykjavík: Meirihlutinn fallinn og stórsigur Framsóknar
Framsóknarflokkurinn er þriðji stærsti flokkurinn í Reykjavík eftir ótrúlegan árangur í kosningunum í nótt. Flokkurinn sem hafði engan borgarfulltrúa undanarin fjögur ár náði fjórum mönnum inn. Meirihlutinn í borginni er fallinn.

Lokatölur í Hafnarfirði: Samfylkingin vann mikinn sigur
Samfylkingin bætti við sig tveimur bæjarfulltrúum í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningunum. Flokkurinn er á pari við Sjálfstæðisflokkinn en hvor flokkur er með fjóra bæjarfulltrúa.

Lokatölur frá Akureyri: Bæjarlistinn í lykilstöðu
Bæjarlistinn er í lykilstöðu þegar kemur að myndun meirihluta eftir kosningarnar. Flokkurinn bætir við sig fulltrúa og er stærstur í bæjarstjórn með þrjá fulltrúa.

Lokatölur úr Ísafjarðarbæ: Ísafjarðarlistinn með hreinan meirihluta
Ísafjarðarlistinn kom, sá og sigraði í sveitarstjórnarkosningunum í Ísafirði þetta árið. Flokkurinn náði fimm fulltrúum af níu og náði þar með meirihlutanum með því að stela fulltrúa af Sjálfstæðisflokknum.

Lokatölur í Múlaþingi: Tveir flokkar fengu þrjá fulltrúa
Tveir flokkar fengu þrjá fulltrúa kjörna í fyrstu sveitarstjórnarkosningunum í Múlaþingi.

Lokatölur í Kópavogi: Meirihlutinn hélt og Vinir Kópavogs náðu inn tveimur
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn halda sex fulltrúa meirihluta í Kópavogi að loknum sveitarstjórnarkosningunum í nótt. Vinir Kópavogs, nýtt framboð, náði inn tveimur bæjarfulltrúum.

Lokatölur úr Fjarðabyggð: Meirihlutinn heldur
Meirihluti Fjarðalistans og Framsóknar og óháðra heldur. Framsókn bætir við sig einum en Fjarðalistinn missir tvo.

Lokatölur úr Garðabæ: Áfram hreinn meirihluti Sjálfstæðisflokks
Sjálfstæðisflokkurinn heldur hreinum meirihluta í Garðabæ þrátt fyrir að tapa einum fulltrúa. Flokkurinn hefur sjö fulltrúa af ellefu að loknum kosningum.

Lokatölur úr Mosfellsbæ: Ótrúlegt gengi Framsóknar
Framsóknarflokkurinn er orðinn stærsti flokkurinn í Mosfellsbæ. Flokkurinn átti ekki fulltrúa í bæjarstjórn á síðasta kjörtímabili en fékk fjóra fulltrúa í kosningunum í nótt.

Lokatölur úr Reykjanesbæ: Meirihlutinn styrkti stöðu sína
Meirihlutinn í Reykjanesbæ styrkti stöðu sína að loknum sveitarstjórnarkosningunum. Samfylkingin fær þrjá fulltrúa, Framsókn sömuleiðis og Bein leið einn. Alls sjö fulltrúa af ellefu.

Opin fyrir samstarfi með Framsóknarflokknum
Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, segist vera opin fyrir því að starfa með Framsókn í borgarstjórn ef núverandi samstarfsflokkar missa meirihluta sinn. Samkvæmt fyrstu tölum er meirihluti Samfylkingarinnar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna fallinn en Píratar bæta þó við sig manni.

„Þetta er klárlega ekki það sem við stefndum að“
Skúli Helgason og Heiða Björg Hilmisdóttir, frambjóðendur Samfylkingarinnar í Reykjavík, útiloka ekki meirihlutasamstarf með Sósíalistaflokknum eða Framsóknarflokknum. Fyrstu tölur séu ekki það sem stefnt var að en tækifærin eru mörg.

Segir félagslegt húsnæði skilyrði og útilokar Viðreisn
Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokks Íslands, segist ekki geta hugsað sér að vinna í meirihlutasamstarfi með Viðreisn og hún setur aukið félagslegt húsnæði sem skilyrði.

Ekki úrslitaatriði að halda í borgarstjórastólinn
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, lagði áherslu á það að nóttin væri enn ung þegar hann talaði við stuðningsmenn sína eftir fyrstu tölur í Reykjavík.

Lokatölur úr Fjallabyggð: Nýr meirihluti í pípunum
Sjálfstæðisflokkurinn missir einn fulltrúa frá síðustu kosningum og nær tveimur inn en Jafnaðarfólk og óháðir nældu í þrjá fulltrúa.

Lokatölur frá Sveitarfélaginu Hornafirði: Meirihluti Framsóknar fallinn
Framsókn missir tvo fulltrúa og Sjálfstæðisflokkur bætir við sig einum í Sveitarfélaginu Hornafirði.

Lokatölur úr Norðurþingi: Meirihlutinn heldur
Meirihluti Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Samfylkingar heldur í Norðurþingi.

Lokatölur frá Grindavík: Miðflokkurinn nær flestum inn
Miðflokkurinn nær þremur fulltrúum inn í Grindavík.

Hildur hæstánægð með fyrstu tölur í Reykjavík
„Meirihlutinn í Reykjavík er fallinn. Og það sem meira er, Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík,“ sagði Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, við mikil fagnaðarlæti eftir að fyrstu tölur voru kynntar í Reykjavík.

Í-listinn með hreinan meirihluta samkvæmt fyrstu tölum
Í- listi Ísafjarðarbæjar hlýtur skínandi góða kosningu samkvæmt fyrstu tölum og eru með hreinan meirihluta. Nóttin er auðvitað ung og endanleg niðurstaða liggur ekki fyrir.

Lokatölur frá Ölfusi: Meirihlutinn heldur
Á kjörskrá í Ölfusi 1.811. Sjö bæjarfulltrúar eiga sæti í bæjarstjórn.

Meirihlutinn fallinn og Einar í skýjunum
Miðað við fyrstu tölur í Reykjavík er meirihlutinn fallinn. Samkvæmt sömu tölum er Framsóknarflokkurinn ótvíræður sigurvegari kosninganna.

Lokatölur úr Skagafirði: Meirihlutinn heldur
Fimm fulltrúa meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar heldur í Skagafirði.

Gríðarleg stemning og eftirvænting hjá Pírötum
Oddviti Pírata í Reykjavík segir stemninguna á kosningavöku flokksins vera gríðarlega. Biðin eftir fyrstu tölum í Reykjavík sé þó erfið.

Lokatölur frá Seltjarnarnesi: Sjálfstæðisflokkur tryggði sér áframhaldandi meirihluta
Sjálfstæðisflokkurinn á Seltjarnarnesi tryggði sér fjóra fulltrúa, líkt og í síðustu kosningum.

Útskýrir tafirnar á fyrstu tölum í Reykjavík
Eva B. Helgadóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík, segir ýmsar ástæður fyrir miklum töfum á fyrstu tölum úr Reykjavík en upphaflega var gert ráð fyrir því að þær yrðu tilkynntar um miðnætti.

Lokatölur úr Borgarbyggð: Framsókn komin með hreinan meirihluta
Lokatölur eru komnar úr Borgarbyggð og er Framsóknarflokkurinn með hreinan meirihluta.

Telur talsverðar líkur á því að meirihlutinn falli
Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og forseti Alþingis, telur það vera fimmtíu prósent líkur á að meirihlutinn falli í Reykjavík. Hann skilur ekki töf á fyrstu tölum í kjördæminu þegar talningin virðist ekki vera vandi annars staðar á landinu.

Óttast ekki að Framsókn snúi við sér baki
Miðað við fyrstu tölur missir Sjálfstæðisflokkurinn einn mann úr bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Oddviti listans segir þó að um varnarsigur sé að ræða.

Lokatölur úr Dalvíkurbyggð: Meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks heldur
Framsókn missir einn fulltrúa í Dalvíkurbyggð en meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks heldur.

Lokatölur úr Hveragerði: Sjálfstæðisflokkur missir meirihlutann
Lokatölur eru komnar úr Hveragerði og Sjálfstæðisflokkurinn tapar tveimur fulltrúum.

Spennan magnast hjá Samfylkingunni í biðinni löngu
Heiða Björg Hilmisdóttir, sem skipar annað sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík, segir stemninguna á kosningavöku flokksins í Iðnó vera góða.

Lokatölur á Akranesi: Framsókn stal manni frá Sjálfstæðisflokknum
Framsóknarflokkurinn bætti við sig einum manni í bæjarstjórn á Akranesi í sveitarstjórnarkosningunum. Samfylkingin og Framsókn eru í meirihluta og halda honum örugglega.

Oddvitarnir yfirgefa Efstaleiti vegna tafa á fyrstu tölum
Oddvitar flokkanna sem bjóða fram í Reykjavík hafa yfirgefið höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti vegna tafa á fyrstu tölum í Reykjavík. Til stóð að tilkynna fyrstu tölur í höfuðborginni á miðnætti en ljóst er að einhver töf verður á því.

Lokatölur úr Suðurnesjabæ: Meirihlutinn fallinn
Framsóknarflokkurinn bætir við sig einum fulltrúa í Suðurnesjabæ og er því kominn í lykilstöðu.

Veðjaði í fyrsta skiptið á sigur Sjálfstæðisflokksins
Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins eru í miklum gír á Hilton í kvöld. Fyrstu tölur hafa enn ekki borist í Reykjavík en gestir eru þó vongóðir.

Framsókn í lykilstöðu á höfuðborgarsvæðinu
Miðað við fyrstu tölur er Framsóknarflokkurinn í algjörri lykilstöðu í Kópavogi og Hafnarfirði, hvað varðar myndun meirihluta. Þá nær flokkurinn inn manni í Garðabæ.