Fleiri fréttir

Willum vill allar aðgerðir til Íslands

Heilbrigðisráðherra segir markmiðið að allir sjúklingar geti farið í nauðsynlegar aðgerðir hér á landi. Nýta þurfi alla þá þekkingu sem til væri hér á landi. Þingmenn gagnrýndu að fólk fengi niðurgreidda þjónustu erlendra einkarekinna heilbrigðisfyrirtækja en ekki innlendra.

Súðavíkurhlíð lokuð vegna snjóflóðs

Uppfært 14:25: Búið er að opna veginn um Súðavíkurhlíð tímabundið á nýjan leik eftir að veginum var lokað fyrr í dag vefna lítils snjóflóðs. Á vef lögreglunnar á Vestfjörðum segir að veginum verði lokað í síðasta lagi klukkan 18 í kvöld og ekki opnaður fyrr en búið verður að meta aðstæður með tilliti til snjóflóðahættu í fyrramálið. Þó er hætta á að vegurinn gæti lokast fyrr.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um stöðuna á kórónuveirufaraldrinum en heilbrigðisráðherra sagði á þingi í morgun að hann vonast til að hægt verði að stytta einangrun úr sjö dögum í fimm.

Viðar hafi gerst sekur um ein­elti og kven­fyrir­litningu

Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, gerðist sekur um einelti og kvenfyrirlitningu gegn starfsfólki skrifstofu Eflingar að því er fram kemur í skýrslu sálfræði- og ráðgjafastofunnar Lífs og sálar, sem fengin var til að gera úttekt á vinnustaðnum í vetur. 

Vonast til að stytta einangrun úr sjö dögum í fimm í dag

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segist vonast til þess að einangrunartími hér á landi vegna Covid-19 verði styttur úr sjö dögum í fimm. Skoðun á því sé unnin í samvinnu við Covid-göngudeild Landspítalans.

Elín Björk bætist í odd­vita­slag VG í borginni

Elín Björk Jónasdóttir, formaður Reykjavíkurfélags Vinstri grænna, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti í forvali Vinstri grænna í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. 

Björg­vin Páll veltir borgar­stjóra­stólnum fyrir sér

Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska karlalandsliðsins í handbolta, veltir fyrir sér hvort hann vilji verða borgarstjóraefni Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hann spyr sjálfan sig og aðra: Er ég efni í næsta borgarstjóra í Reykjavík?

Voru að renna sér í snjónum þegar slysið varð

Ungi maðurinn sem lést í slysi við Framhaldsskólann á Laugum í gær var að renna sér í snjó í brekku við skólann með félögum sínum, með þeim afleiðingum að hann varð fyrir bíl. Þónokkrir urðu vitni að slysinu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Húsavík.

Biðin neyddi hana í milljónaferli í Póllandi

Ung kona sem beðið hefur í eitt og hálft ár eftir aðgerð vegna legslímuflakks, og liðið miklar kvalir, þarf að greiða eina og hálfa milljón króna fyrir aðgerð í Póllandi. Hún fær ekki greitt frá Sjúkratryggingum þar sem aðgerðin verður gerð á einkastofu en pólskir sérfræðingar réðu henni eindregið frá því að fara á ríkisspítala.

Á annan tug bifreiða í árekstrum á Kringlumýrarbraut

Fjöldi bifreiða, á annan tug, hefur lent í árekstrum á Kringlumýrarbraut í morgun. Lesandi hafði samband við Vísi og sagði flughált á svæðinu og að svo virtist sem nokkrar bifreiðar hefðu runnið, ýmist á aðrar bifreiðar eða útaf.

Ragnar á Brandenburg stígur til hliðar

Ragnar Gunnarsson er framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Brandenburg. Hann hefur nú stigið til hliðar vegna viðtals við barnsmóður sína sem sakar hann um andlegt og líkamlegt ofbeldi.

Árangur náist þegar fólk stendur saman og stígur fram

„Íslenska valdastéttin, oftar en ekki með stuðningi verkalýðsforystunnar, hefur sett mikið púður í að telja verkafólki trú um að barátta borgi sig ekki.“ Þetta segja Sólveig Anna Jónsdóttir og Michael Bragi Whalley í aðsendri grein á Vísi.

Sólveig Anna og Ólöf Helga talast ekki við

Ólöf Helga Adolfsdóttir og Sólveig Anna Jónsdóttir, sem báðar sækjast eftir því að verða formaður Eflingar, talast ekki lengur við. Frá þessu greinir Fréttablaðið en það segir Sólveigu Önnu hafa hafnað sæti á lista stjórnar Eflingar, sem Ólöf Helga leiðir.

Átak til að koma í veg fyrir annan faraldur eftir Covid-19

Smokkurinn datt á einhverjum tímapunkti úr tísku hjá íslenskum karlmönnum að sögn læknanema, sem blása nú til átaks til að vekja athygli á getnaðarvörninni. Hugsunin er að koma í veg fyrir að sóttvarnalæknis bíði að kljást við annan faraldur að loknum kórónuveirufaraldrinum.

Nem­endur og starfs­fólk harmi slegið

Allt skólastarf fellur niður í Framhaldsskólanum á Laugum á morgun eftir banaslys sem varð við skólann í dag. Starfsfólki og nemendum er mjög brugðið vegna slyssins og verður boðið upp á áfallahjálp á morgun.

Gerir hlé á loðnuveiðum vegna viðvörunar um kvótaskerðingu

Ný mæling á loðnustofninum, sem kynnt var síðdegis, bendir til að skerða þurfi loðnukvótann á yfirstandandi vertíð um eitthundrað þúsund tonn, eða um ellefu prósent. Þetta gæti þýtt fjögurra milljarða króna minni tekjur þjóðarbúsins en áður var vænst. Vinnslustöðin brást strax við með því að láta skip sín hætta veiðum.

Engin töl­fræði til um byrlanir

Byrlun er ekki skilgreind sem sjálfstætt brot í refsilöggjöf á Íslandi og því eru engar tölfræðiupplýsingar um byrlanir eða tilraunir til byrlana til hér á landi. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Lenyu Rúnar Taha Karim varaþingmanns Pírata.

Verðandi forstjóri segir hægt að aflétta hraðar

Verðandi forstjóri Landspítalans kveðst talsmaður þess að aflétta samkomutakmörkunum eins hratt og kostur er. Hann er vongóður um að algert frelsi geti komið til fyrr en um miðjan mars - ýmislegt geti gerst á næstu tveimur vikum.

„Við erum svo hoppandi glöð“

Brynhildur Guðjónsdóttir, leikhústjóri Borgarleikhússins gat varla leynt gleði sinni í beinni útsendingu með þau tíðindi að frá og með morgundeginum verður hætt að gera kröfu um eins metra nálægðarmörk á sitjandi viðbrögðum.

Lilja Björg vill á­fram leiða í Borgar­byggð

Lilja Björg Ágústsdóttir gefur kost á sér til forystu lista Sjálfstæðisflokksins í Borgarbyggð í komandi sveitarstjórnarkosningum. Uppstillingarnefnd flokksins vinnur nú að tillögu sem kemur í ljós von bráðar.

Snörp barátta framundan um formannssætið í Eflingu

Búast má við snarpri kosningabaráttu um formannsembættið í Eflingu þar sem þrennt býður sig fram til forystu. Þar er ekki síður tekist á um stjórnunarstíl en málefni en einn frambjóðenda segir upplausn á skrifstofu félagsins í formannstíð Sólveigar Önnu Jónsdóttur hafa kostað félagið tæpar hundrað og þrjátíu milljónir króna.

Dómsmálaráðherra leggur til að brotaþolar fái aukið vægi

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp á næstu dögum eða vikum þar sem tekið verður á réttarstöðu brotaþola í kynferðisbrotamálum, þannig að þeim verði veitt aukið aðgengi að málum sínum. Þá verði unnið að því að bæta málsmeðferðartíma og ráðist í samfélagslegt átak til að fækka kynferðisbrotum hér á landi.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Verðandi forstjóri Landspítalans kveðst talsmaður þess að aflétta samkomutakmörkunum eins hratt og kostur er. Hann er vongóður um að algert frelsi geti komið til fyrr en um miðjan mars - ýmislegt geti gerst á næstu tveimur vikum.

Að­gerðum lokið í Bríetar­túni

Umfangsmiklar lögregluaðgerðir stóðu yfir á gatnamótum Bríetartúns og Katrínartúns í Reykjavík eftir hádegi í dag. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er fjöldi lögreglubíla á staðnum auk sjúkrabíla og sérsveitar.

Sjá næstu 50 fréttir