Fleiri fréttir

„Ætli það séu ekki ein­hver þrjá­tíu her­bergi eftir“

Staðan í far­sóttar­húsum landsins er orðin veru­lega slæm en örfá pláss eru eftir. Um 205 manns dvelja nú í far­sóttar­húsum en tæp­lega sex þúsund manns verða í ein­angrun yfir há­tíðarnar fjarri fjöl­skyldu og vinum. Met­fjöldi greindist smitaður af kórónu­veirunni innan­lands í gær og for­stöðu­maður far­sóttar­húsanna segir að nú þurfi að velja og hafna.

Köttur gleypti nál og tvinna

Mjóu mátti muna þegar kötturinn Guðbjartur gleypti óvart nál og tvinna í vikunni. Nálin hafði skorist í gegnum tungu og mjúkan góminn áður en Guðbjarti tókst að ýta nálinni niður að húð undir tungu.

Nýtt met: 448 greindust innanlands

Í gær greindust 488 með Covid-19 hér á landi. Þar af greindust 448 innanlands, sem er hæsti fjöldi innanlandssmita sem greinst hefur á einum degi. Á landamærunum greindust 40 manns.

Að­fanga­dagur: Hvar er opið og hversu lengi?

„Aðfangadagur – ég bíð eftir jólunum spenntur,“ segir í frægu jólalagi hljómsveitarinnar Í svörtum fötum. Og viti menn. Landsmenn hafa undanfarnar vikur verið í óðaönn að undirbúa, taka til og kaupa það sem til þarf áður en aðfangadagur loks rennur upp. Eins og gengur og gerist geta hlutir gleymst þrátt fyrir góðan undirbúning og þá er gott að vita hvar opið er á aðfangadag.

„Stíga inn í nú­tímann“ og streyma helgi­haldi

Helgihald skipar eðli málsins samkvæmt stóran sess í hátíðarhöldum almennings yfir jólin. Tvísýnt hefur verið um fjölmenna viðburði vegna kórónuveirufaraldursins og trúarathafnir eru þar engin undantekning. Messum í dag, aðfangadag, verður streymt en einnig verður unnt taka á móti kirkjugestum með notkun hraðprófa.

Sótt­varna­brot og of­beldi gegn lög­reglu á Þor­láks­messu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór í að minnsta kosti tvö útköll í gærkvöldi og í nótt þar sem grunur lék á um sóttvarnabrot. Þá voru nokkrir ökumenn stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða vímuefna við umferðareftirlit lögreglu.

Greindust öll á landamærunum og verða saman á jólunum

Níu manna vinahópur sem kom frá Puerto Rico í fyrradag greindist allur með Covid-19 við komuna til landsins. Í stað þess að húka í einangrun hvert um sig ákváðu þau að framlengja fríið öll saman í sumarbústað á Snæfellsnesi yfir jólin.

Meiri kvíði og minni til­hlökkun

Hlutfall þeirra landsmanna sem hlakka til jólanna er lægra en undanfarin tvö ár. Þá hækkar hlutfall þeirra sem kvíða jólunum en einhverjir falla í báða flokka; hlakka til jólanna og kvíða þeirra á sama tíma.

„Þau eru bara fúl að vera ekki boðið“

Fólk sem fussar og sveiar yfir þeim sem njóta skötunnar er bara fúlt yfir því að vera ekki boðið með. Þetta segir einn af fjölmörgum unnendum skötunnar sem var á borðum í margri skötuveislunni í dag.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Búist er við að ómíkronafbrigði kórónuveirunnar breiðist hratt út hér á landi næstu daga eftir að metfjöldi greindist smitaður af veirunni í gær.

Tvö þúsund skjálftar frá miðnætti

Skjálftavirkni við Fagradalsfjall mælist enn mikil. Frá miðnætti hafa um tvö þúsund skjálftar mælst á svæðinu og flestir þeirra nærri gosstöðvunum.

Magnaðar myndir RAX af gosstöðvunum í dag

Allt er með kyrrum kjörum við Geldingadali, það er að segja ef litið er á þá úr flugvél. Þar er þó jarðskjálftahrina enn í fullum gangi og gæti eldgos hafist á ný fyrirvaralaust. Ragnar Axelsson, RAX, flaug yfir Geldingadali í dag.

Milljónamæringurinn hringdi beint í mömmu sína

Fjölskyldufaðir um þrítugt hringdi beint í mömmu sína þegar hann áttaði sig á því að hann væri 439 milljónum króna ríkari eftir að hafa hreppt vinninginn í Víkingalottó í gærkvöldi.

Öllum leiksýningum og tónleikum aflýst yfir jólin

Helstu sviðslistahús landsins hafa ákveðið að aflýsa öllum leiksýningum og tónleikum um jólin. Lokunin gildir að minnsta kosti fram að áramótum en undatekning verður þó gerð vegna tónleika sem fram fara í Hörpu í dag og vegna ferðamannaviðburða.

Undanþágur gerðar vegna meðalhófs

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir að fjölmörg fordæmi séu fyrir því að veittar séu undanþágur þegar takmarkanir beri brátt að. Gæta beri meðalhófs. Þá segir hann að að Kári Stefánsson hafi bara lagt gott eitt til í gegnum faraldurinn.

Ekki útilokað að landsmenn fái eldgos í jólagjöf

Enn er mikil skjálftavirkni í Geldingadölum en skjálftarnir koma nú í lotum. Gert er ráð fyrir að kvika sé á hreyfingu á svæðinu. Náttúruvársérfræðingur segir ekkert hægt að útiloka með tilliti til eldgoss og gæti sú atburðarrás verið hröð.

„Mönnunin er Akkilesar-hællinn“

Alma Möller landlæknir segir að um fjörutíu starfsmenn Landspítalans séu í einangrun vegna Covid-19. Mönnun spítalans er að hennar sögn Akkilesar-hællinn og verið er að leita allra leið til að létta álagi af Landspítalanum.

Fjárlagafrumvarpið endurspegli svikin loforð

Þingmaður Samfylkingarinnar segir að samkvæmt fyrsta fjárlagafrumvarpi nýrrar ríkisstjórnar sé ekki mikið að marka loforð hennar. Frumvarpið markist af viðbragðsstjórnmálum en ekki sókn til varnar velferðinni. Stjórnarliðar segja frumvarpið sóknarfrumvarp á erfiðum tímum í miðjum faraldri.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um upplýsingafund Almannavarna vegna kórónuveirunnar sem fram fór fyrir hádegið en í gær greindist metfjöldi smitaður af kórónuveirunni.

Neyðumst til að bregðast við breyttum eiginleikum veirunnar

Kórónuveirufaraldurinn er og hefur verið óútreiknanlegur, sem hefur neytt yfirvöld til að aðlaga sóttvarnaaðgerðir að nýjum eiginleikum veirunnar. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi rétt í þessu.

Gengur upp og niður með um klukku­tíma löngum þyrpingum

Jarðskjálftavirknin í og við Fagradalsfjall hefur gengið upp og niður með um klukkutíma löngum þyrpingum á nokkurra klukkustunda fresti. Vísindamenn eru sammála um að ekki sé hægt að útiloka að kvika gæti komist upp á yfirborð með skömmum fyrirvara.

Kári segir Willum hafa orðið á mikil mistök

Heilbrigðisráðherra varð á mikil mistök með því að veita undaþágur til vínveitingastaða í aðdraganda jólanna að mati Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Í morgun fékk Íslensk erfðagreining send 518 sýni til raðgreiningar.

Egill Skúli Ingi­bergs­son er fallinn frá

Egill Skúli Ingibergsson, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og rafmagnsverkfræðingur, er látinn, 95 ára að aldri. Hann var ráðinn borgarstjóri Reykjavíkur árið 1978 eftir að vinstriflokkar mynduðu meirihluta í borginni og gegndi hann stöðunni til 1982.

Þrjár myndarlegar hviður af skjálftum í nótt

„Virknin hefur gengið svolítið upp og niður,“ segir Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um skjálftavirkni á Reykjanesskaga í nótt. „Það hafa komið svona þrjár myndarlegar hviður af jarðskjálftum í nótt en inn á milli róast.“

Sagðist hafa ekið sofandi á ljósastaur á 85 km/klst

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um umferðarslys í póstnúmerinu 113 rétt eftir klukkan 4 í nótt, þar sem bifreið var ekið á ljósastaur. Ökumaðurinn, sagðist hafa verið á 85 km/klst en jafnframt að orsök slyssins væru þau að hann hefði sofnað við aksturinn.

Tónleikagestur neitaði að bera grímu og hrækti á starfsfólk

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af að minnsta kosti sjö einstaklingum í gær sem eru grunaðir um sóttvarnabrot. Sex voru saman í hóp og voru að yfirgefa veitingastað með áfengisflöskur í höndum þegar lögregla sá til þeirra.

Þessar tak­­markanir tóku gildi á mið­­nætti

Hertar takmarkanir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar tóku gildi á miðnætti. Fjöldatakmarkanir miðast nú við 20 manns, opnunartími veitingastaða styttist og þá taka gildi sérstakar reglur um fjölmenna skipulagða viðburði og hraðpróf. Sérstök undanþága verður veitt fyrir rekstraraðila og tónleikahaldara á morgun.

Gekk á skíðum fyrir Ljósið og sló Ís­lands­­met

Velunnarar Ljóssins, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðvar fyrir krabbameinsgreinda, gengu samanlagt 2721 kílómetra á gönguskíðum í gærkvöldi og í gærnótt. Skíðagangan hófst við sólsetur klukkan 16 í gær og lauk átján tímum síðar, við sólarupprás í morgun. Gengið var upp í Bláfjöll og boðið var upp á kakó og bananabrauð fyrir þátttakendur.

Sjá næstu 50 fréttir