Fleiri fréttir

Hraun gæti farið hratt af stað ef leiðigarðarnir halda ekki

Þúsundir manna lögðu leið sína að gosstöðvunum í Geldingadölum í kjöraðstæðum í gær, enda var sjónarspilið mikið þegar rökkva tók. Björgunarsveitarmenn hafa hins vegar áhyggjur af því að hraunið fari að flæða yfir leiðigarðana en þá getur skapast mikil hætta.

Sextán staðfest smit á Reyðarfirði og útlit fyrir takmarkað skólahald

Þrjú ný kórónuveirusmit greindust á Reyðarfirði í gær eftir umfangsmikla sýnatöku í bænum og eru staðfest smit því orðin sextán talsins. Útlit er fyrir að skólahald verði með takmörkuðum hætti næstu daga. Aðgerðarstjórn almannavarna fundaði í morgun vegna hópsmits á Austurlandi.

Vil­­borg Dag­bjarts­dótt­ir látin

Vil­borg Dag­bjarts­dótt­ir, skáld­kona og kenn­ari, lést á líkn­ar­deild Land­spít­al­ans, hinn 16. sept­em­ber síðastliðinn, 91 árs að aldri. Þetta kemur fram á vef Morgunblaðsins.

Heimilis­of­beldi og hópslags­mál á borði lög­reglu

Tæplega hundrað mál voru skráð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 17 til 05 í nótt. Karlmaður var handtekinn í Laugardal sakaður um líkamsárás og heimilisofbeldi. Var sá vistaður í fangaklefa.

Mælan­leg vinstri sveifla viku fyrir kosningar

Greinilega sveiflu til vinstri má sjá í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar MMR sem gerð var í samstarfi við Morgunblaðið og mbl.is. Eykst fylgi Vinstri grænna, Samfylkingar, Pírata og Sósíalista milli kannanna á sama tíma og fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar töluvert.

MK bannar böll vegna viðbjóðslegrar umgengni

Nemendur við Menntaskólann í Kópavogi eru vonsviknir og horfa öfundaraugum til annarra framhaldsskóla, sem fá loks að halda böll. Í MK eru böllin enn þá bönnuð. Ástæðan er ekki lengur sóttvarnir, heldur eru skólastjórnendur að refsa nemendum fyrir yfirgengilega slæma umgengni nýnema.

Skurðstofur rifnar niður hjá HSS og hæð breytt í legudeild

Skurðstofur og önnur aðstaða á heilli hæð hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem aldrei hafa verið notaðar fyrir samfélagið í Reykjanesbæ síðast liðinn áratug hafa verið rifnar niður. Húsnæðið verður nýtt til að tvöfalda legurými á spítalanum og bráðamóttakan verður stækkuð mikið.

Angjelin Sterkaj fer fram á refsileysi

Angjelin Sterkaj, sem er einn þeirra sem ákærð eru fyrir morðið á Armando Beqiri, fer fram á að honum verði ekki gerð refsing á grundvelli þess að hann hafi einungis farið út fyrir lögmæta neyðarvörn vegna þess að hann hafi orðið svo skelfdur að hann hafi ekki getað gætt sín fullkomlega. Hann heldur því fram að hann hafi gripið til örþrifaráðs þegar hann skaut Armando margsinnis þann 13. febrúar síðastliðinn í Rauðagerði.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hvergi í heiminum hafa hlutabréf hækkað eins mikið í verði á undanförnu ári en á Íslandi. Hagfræðingur segir þetta skipta miklu fyrir framgang íslensks atvinnulífs en minnir á að hlutabréfakaupum fylgir áhætta.Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast á slaginu 18:30.

Bjór og mjöður, desertvín og sterkt á Bessastöðum

Skrifstofa forsetaembættsins hefur gefið út upplýsingar um núverandi birgðir forsetaembættisins af áfengum drykkjum. Um tveimur milljónum er varið að meðaltali árlega í áfengiskaup fyrir forsetaembættið.

Segja dýrkeypt mistök í uppsiglingu

Fjórir yfirlæknar á Landspítalanum gera alvarlegar athugasemdir við hönnun nýs rannsóknarhúss við Landspítalann. Þeir benda á að verði ekki bætt úr gæti það orðið verulega dýrkeypt. Þeir hafi reynt að koma athugasemdunum á framfæri við stjórnendur spítalans en verið hunsaðir.

Risafjárveiting á að draga úr slagsmálum og eiturlyfjum á Litla-Hrauni

Dómsmálaráðuneytið steig í dag eitt af þremur stærstu skrefum sem stigin hafa verið í sögu fangelsismála hér á landi að sögn fangelsismálastjóra. Tæplega tveggja milljarða króna fjármögnun hefur verið tryggð til að ráðast í löngu tímabærar endurbætur á Litla-Hrauni.

Allir fá aðgang að endurgjaldslausum hraðprófum

Sjúkratryggingar munu taka þátt í kostnaði við töku hraðprófa hjá einkaaðilum frá og með 20. september. Með breytingunni verður hægt að taka hraðpróf án tilkostnaðar óháð tilgangi sýnatökunnar.

Hætta leit að Hollendingnum sem sigldi frá Heima­ey

Ákveðið hefur verið að hætta leit að hollenskum karlmanni sem sigldi frá Vestmannaeyjum áleiðis til Grænlands þann 8. ágúst síðastliðinn. Ekkert hefur spurst til mannsins frá því hann lét úr vör.

Bein út­sending: Heil­brigði 2025

BHM, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og Læknafélag Íslands standa fyrir pallborðsumræðum undir heitinu Heilbrigði 2025 í dag.

Handtóku Covid-smitaðan mann í mjög annarlegu ástandi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að sóttvarnarhúsi í nótt og handtók þar mann í mjög annarlegu ástandi. Maðurinn var vistaður í fangageymslu en hann er grunaður um líkamsárás og eignarspjöll.

Pure North Re­cycling hlaut Blá­skelina

Endurvinnslufyrirtækið Pure North Recycling hlaut í dag Bláskelina, viðurkenningu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins fyrir framúrskarandi lausn í plastmálefnum.

Hljóðfæraleikarar hittust varla utan sviðsins um tíma

Sinfóníuhljómsveit Íslands spilaði í dag í fyrsta sinn fyrir nær fullum Eldborgarsal í Hörpu síðan í mars 2020. Samkomutakmarkanir hafa haft mikil áhrif á starf hljómsveitarinnar á meðan á kórónuveirufaraldrinum hefur staðið.

Loksins undið ofan af mis­munun barna með fæðinga­galla

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra setti á dögunum bráðabirgðaákvæði inn í reglugerð um greiðsluþátttöku til kostnaðar vegna nauðsynlegra tannlækninga og tannréttinga. Með ákvæðinu eru tekin af öll tvímæli um að öllum börnum með skarð í efri tannboga eða klofinn góm, harða eða mjúka, sé tryggð 95% endurgreiðsla vegna tannlækninga eða tannréttinga.

Stjórnmálamenn ekki allir jafnduglegir að styðja við aðeins öðruvísi fólk

Stjórnmálamenn mættu huga betur að málefnum barna með fötlun og 16 ára og eldri ættu alla vega að fá að kjósa í sveitarstjórnarkosningu, enda eru mörg þeirra farin að borga skatta. Þessar kröfur voru á meðal þeirra sem börn settu fram á kosningafundi með frambjóðendum allra flokka í Hörpu í dag.

Iðnó verður hús fólksins: Opið frá morgni til kvölds alla daga

Iðnó verður opnað aftur á laugardaginn eftir eins og hálfs árs lokun. Í fyrsta sinn í langan tíma mega borgarbúar búast við að dyrnar standi þeim opnar frá morgni til kvölds. Og forsalurinn hefur verið tekinn í gegn, að því marki sem hrófla má við heilögu innra byrði þessa sögulega húss.

Sjá næstu 50 fréttir