Fleiri fréttir

Tveir bæir bætast á garna­veikilista

Tveir bæir í Suðurfjarðahólfi hafa bæst við á garnaveikilista Matvælastofnunar. Fyrr á árinu var garðfest að garnaveiki hafi komið upp á bænum Lindarbrekku í Djúpavogshreppi en í því hólfi hefur garnaveiki freinst greinst í sauðfé á einum öðrum bæ síðasta áratuginn.

Ræðir Palestínu og Ísrael við Blinken og Lavrov

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mun hvetja utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands til þess að beita sér fyrir friðsamlegri lausn á átökum Ísraels og Palestínu á fundi þeirra í vikunni.

Stytta bið­tíma barna í kerfinu

Ríkið hefur nú óskað eftir til­boðum í vinnu við þróun á nýjum mið­lægum gagna­grunni fyrir upp­lýsingar sem varða hag barna og kerfi þar sem sveitar­fé­lög geta haft yfir­sýn og rekið barna­verndar­mál.

Ertu í ofbeldisfullu sambandi? Taktu prófið

Árleg forvarnarherferð Stígamóta – SJÚKÁST – um ofbeldi í nánum samböndum ungmenna er komin í loftið. Hluti af herferðinni er svokallað sambandspróf þar sem fólk fær svör við spurningum um hvort hlutir sem komi upp í samböndum séu heilbrigðir eða ekki og í versta falli ofbeldi.

Kýldi konu algjörlega að tilefnislausu í Hveragerði

Tæplega þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa kýlt konu að tilefnislausu í Hveragerði í desember 2019. Þá þarf hann að greiða henni 300 þúsund krónur í bætur.

24 þúsund bólu­settir í vikunni

Um 24 þúsund einstaklingar verða bólusettir hér á landi í vikunni. Notast verður við öll fjögur bóluefnin – það er AstraZeneca, Pfizer, Moderna og Janssen.

Brotist inn í skartgripaverslun í miðborginni

Rétt fyrir miðnætti í nótt barst lögreglu tilkynning um að innbrot í skartgripaverslun stæði yfir í miðborginni. Rúða var brotin og skarti stolið en maður handtekinn með þýfið skömmu síðar. Var hann vistaður í fangageymslu.

Skárri kostur en að rústa lífi manns með fangelsisdómi

Eiríkur Tómasson fyrrverandi Hæstaréttardómari segir skárra að sekir menn sleppi við fangelsisvist en að saklaus maður endi bak við lás og slá. Dómarar eigi að hafa sannleiksreglu að leiðarljósi í því skyni að rétt sé dæmt í málum sem rati fyrir dóminn.

Í höndum Kol­beins hvort hann sitji út kjör­tíma­bilið

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir þingflokkinn ekki hafa boðvald yfir sínum þingmönnum um hvað þeir gera. Mál sem varðaði hegðun Kolbeins Óttarssonar Proppé, þingmanns Vinstri grænna, var tilkynnt til fagráðs flokksins en þingflokkurinn hafði ekki vitneskju um það fyrr en hann sjálfur greindi frá því. Kolbeinn dró framboð sitt í forvali flokksins til baka í kjölfarið.

8 ára „sauðfjárbóndi“ sem les Hrútaskrána

Þó hann sé ekki nema 8 ára er hann búin fyrir löngu að ákveða hvað hann ætlar að verða þegar hann verður stór. Hér erum við að tala um Helga Fannar Oddsson á bænum Hrafnkelsstöðum við Flúðir, sem ætlar sér að verða sauðfjárbóndi. Hrútaskráin er uppáhalds bókin hans.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað ítarlega um árásirnar á Gasa og rætt við Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sem segir ekki koma til greina að setja viðskiptaþvinganir á Ísrael.

Ætlaði út að hlaupa og taka daginn rólega

Sá sem greindist með kórónuveiruna í íslenska Eurovision-hópnum hefur ekki hugmynd um hvernig hann smitaðist, að sögn fararstjóra hópsins. Viðkomandi hafi ætlað út að hlaupa og taka daginn rólega á meðan aðrir í hópnum færu á opnunarhátíð Eurovision - en af því varð vitanlega ekki.

Viðskiptabann við Ísrael ekki á teikniborðinu

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra lítur svo á að Ísland geri það sem það geti í átökum Ísraels og Palestínu. Viðskiptabann sé ekki það fyrsta sem komi upp í hugann sem viðbrögð frá 370 þúsund manna þjóð.

„Hefði ekki tekist án samtakamáttar“

Hörðum sóttvarnaaðgerðum í Skagafirði verður aflétt á miðnætti eftir ákvörðun almannavarna þess efnis, sem telur sig hafa náð tökum á hópsmitinu. Fimm greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af fjórir í Skagafirði.

Meðlimur íslenska Eurovision-hópsins með Covid

Meðlimur íslenska Eurovision-hópsins greindist með kórónuveiruna í Rotterdam í Hollandi í dag, þar sem keppnin fer fram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá EBU, Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva. 

Ekkert landgræðsluflug lengur á Íslandi

Mikið frumkvöðulsstarf var unnið á sviði landgræðslu með eins hreyfils flugvélum á árunum 1958 til 1992 þar sem flugvélarnar fóru um landið og dreifðu áburði og fræi. Í dag er ekkert landgræðsluflug stundað á Íslandi.

Kona nýkomin frá útlöndum fékk hríðir á sóttkvíarhóteli

Reiknað er með að Hótel Rauðará við Rauðarárstíg verði tekið í notkun sem nýtt sóttkvíarhótel í dag. Fimm flugvélar með farþega frá hááhættusvæðum eru væntanlegar til landsins síðdegis. Þá hefur ýmislegt gengið á á sóttkvíarhótelum landsins, að sögn umsjónarmanns; aðfaranótt laugardags fékk kona hríðir á sóttkvíarhóteli í Reykjavík.

Fimm greindust með veiruna innanlands

Fimm greindust með kórónuveiruna í gær og voru allir í sóttkví, samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavörnum. Flestir þeirra eru búsettir á Norðurlandi.

Mæla með hettu yfir höfuðið á gosstöðvunum

Þeir sem ætla að leggja leið sína á gosstöðvarnar í dag eru hvattir til að taka með sér auka peysu og úlpu. Ástæðan er sú að nokkur vindur er á svæðinu, 5-9 m/s og í kaldara lagi að því er fram kemur á Safetravel.is.

Plokkuðu 750 kíló af rusli í Elliðaárdalnum

Starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur plokkuðu 750 kíló af rusli úr Elliðaárdalnum í vikunni, þegar vorhreinsun Orkuveitunnar fór fram. Alls tóku 132 starfsmenn OR þátt í átakinu yfir þrjá daga.

Mikill erill, hávaði og ölvun

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Um hundrað mál eru skráð í dagbók lögreglunnar og þar af mikið um hávaðatilkynningar og annað tengt ölvun.

Telur íslensk stjórnvöld hræðast að „stugga við“ Ísrael

Þingmaður Samfylkingar vill að ríkisstjórnin fordæmi aðgerðir Ísraelsmanna á Gasasvæðinu undanfarna daga. Hún telur að stjórnvöld hræðist það að stugga við ísraelskum stjórnvöldum og því hafi ríkisstjórnin ekki tekið skýrari afstöðu með Palestínu en raun ber vitni.

Ekki þörf á að fram­lengja stað­bundnar að­gerðir

Aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra ákvað í dag að óska ekki eftir framlengingu reglugerðar sem sett var sérstaklega fyrir Skagafjörð og Akrahrepp vegna hópsmits á svæðinu. Aðgerðirnar, sem gilda til morgundagsins, verða því ekki í gildi umfram það.

Stefna á að klára varnargarðana á morgun

Áfram er unnið að því að reisa garða til að varna því að hraunið úr Geldingadölum renni niður í Nátthaga og ógni þannig Suðurstrandarvegi. Stefnt er að því að ljúka verkinu fyrir lok dags á morgun.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fjöllum við ítarlega um átökin á Gasasvæðinu og um viðbrögð stjórnvalda við hörmungunum.

Sofnaði út frá elda­mennsku

Slökkviliðið var kallað út síðdegis í dag eftir að tilkynning barst um viðvörunarkerfi í gangi í íbúðarhúsnæði. Tilkynnandi hafði einnig fundið brunalykt og hafði samband við slökkvilið.

„Til fjandans með Pollýönnu“

Guðmundur Felix Grétarsson ber ekki lengur sárabindi allan sólarhringinn, eins og sjá má af nýjustu mynd hans á samfélagsmiðlum.

Slys á hverjum degi á rafhlaupahjóli síðasta sumar

Síðasta sumar leitaði að meðaltali 1,6 á bráðamóttökuna vegna slysa á rafhlaupahjólum á degi hverjum, sem samsvarar um ellefu á viku. Margir sem slösuðust voru undir áhrifum áfengis eða vímuefna.

Sjá næstu 50 fréttir