Fleiri fréttir

Sóttkvíarbrjótar áttu bókað flug heim degi eftir seinni skimun

Lögregla á Norðurlandi vestra sektaði tvo ferðamenn um helgina fyrir brot á sóttkví. Eftir komuna til landsins fóru ferðamennirnir í ferðir á bíl og á skíði. Þá áttu þeir bókað flug heim einum degi síðar en niðurstaða seinni skimunar átti að liggja fyrir.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Samfélagssmit er komið upp á landinu og hyggst sóttvarnalæknir leggja til harðari sóttvarnaaðgerðir innanlands og á landamærum. Fjallað verður um smit helgarinnar og mikinn fjölda sem er kominn í sóttkví vegna þeirra í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Tveir smitaðir farþegar um borð í Norrænu

Tveir farþegar í Norrænu greindust með kórónuveiruna er þeir komu um borð í ferjuna í Hirtshals í Danmörku. Farþegarnir höfðu báðir framvísað neikvæðu PCR-prófi í samræmi við reglur. Kannað verður við komuna til landsins hvort smitin eru gömul.

Telja að tekist hafi að milda efnahagskreppuna

Í nýrri fjármálaáætlun fyrir 2022-2026 segir að aðgerðir stjórnvalda vegna heimsfaraldurs kórónuveiru hafi skilað miklum árangri og útlitið fram undan sé bjartara en gert var ráð fyrir í fyrra. Ráðstöfunartekjur heimilanna jukust árið 2020 og reyndist samdráttur umtalsvert minni en áætlað var.

Stika langstystu leiðina inn á gossvæðið

Björgunarsveitarmenn eru þessa stundina að hefjast handa við að stika gönguleið frá Suðurstrandarvegi upp að Nátthagakrika sem er talin vera besta leiðin inn á gossvæðið í Geldingadal.

Telja skólann myglulausan og enginn hefur kvartað

Aldrei hefur greinst mygla í byggingu Korpuskóla og engar kvartanir eða ábendingar borist vegna rakaskemmda eða loftgæða í Korpuskóla frá árinu 2018 þegar leki kom upp í húsinu.

Jóhann Gunnar tekur við af Þórunni í tvo mánuði

Þórunn Sveinbjarnardóttir, fráfarandi formaður Bandalags háskólamanna (BHM), hefur gert samkomulag við stjórn BHM um starfslok sín en tilkynnt var í febrúar að hún myndi ekki bjóða sig fram á næsta aðalfundi.

Starfsmaður Landspítala greindist með Covid-19 í gær

Starfsmaður Landspítala er meðal þeirra sem greindust með Covid-19 í gær og eru innan við tíu samstarfsmenn nú komnir í sóttkví vegna þessa. Ekki er talið að smitið muni hafa teljandi áhrif á starfsemi spítalans.

Brýnt að virða tilmæli því á morgun gæti mengun orðið lífshættuleg

Náttúruvársérfræðingur segir að staðan á eldgosinu sé svipuð og í upphafi og að það sé ekkert sem bendi til þess að því ljúki í dag. Biðlað er til fólks um að virða tilmæli almannavarna því þegar lægir á morgun gæti gosmengun í Geldingadal orðið lífshættuleg.

Eltihrellirinn í gæsluvarðhald eftir allt saman

Karlmaður á þrítugsaldri var í dag í Landsrétti úrskurðaður í þriggja og hálfs vikna gæsluvarðhald til 15. apríl. Karlmaðurinn er grunaður um frelsissviptingu, ítrekuð brot gegn nálgunarbanni, hótanir og eignaspjöll. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Allt gert til að koma í veg fyrir að smit berist út í samfélagið

Allt er gert til að koma í veg fyrir að smit tíu skipverja súrálsskips berist út í samfélagið. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að enginn nema heilbrigðisstarfsmenn megi fara um borð í skipið og þá er megi enginn fara frá borði. Líðan skipverjanna er þokkaleg miðað við aðstæður að sögn yfirlögregluþjóns.

Vaknaði í Grindavík og fattaði að líklega væri verið að leita að honum

Daniel Höhne, þýskur karlmaður búsettur á Íslandi, er eigandi bíls sem fannst mannlaus austan við Grindavíkurveg til móts við Bláa lónið í morgun. Hann lagði upp í göngu klukkan tólf á hádegi á sunnudag og í stað þess að fara aftur að bíl sínum ákvað hann að gista í Grindavík og sækja bílinn daginn eftir.

Sjö greindust innan­lands síðustu þrjá sólar­hringa

Sjö greindust innan­lands síðustu þrjá sólar­hringa. Einn greindist á föstudag, einn á laugardag og fimm í gær, sunnudag. Þrír sem greindust í gær voru utan sóttkvíar, en aðrir þeir sem greindust um helgina voru í sóttkví.

Hleypa þurfi fólki nær og stika leiðina

Tómas Guðbjartsson, hjartalæknir og útvistarmaður, segir mikilvægt að auðvelda fólki aðgang að eldgosi á borð við það sem hófst í Geldingadal á föstudaginn. Auðvitað verði að virða lokun nú þegar veður er vont og hætta á gasmengun en í framhaldinu þurfi að hugsa strax í hvaða farveg eigi að beina straumi fólks svo gróðurinn verði ekki fyrir skakkaföllum.

Svona var 170. upp­lýsinga­fundurinn vegna kórónu­veirunnar

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. Upplýsingafundirnir hafa undanfarið aðeins verið á fimmtudögum en boðað er til fundar í dag eftir að nokkur fjöldi greindist smitaður um helgina.

21 kórónuveirusmit um helgina

Alls greindist 21 með kórónuveiruna um helgina. Þetta segir Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans í samtali við Vísi, en inni í þessari tölu eru smit tíu skipverja á súrálsskipi sem kom til hafnar á Reyðarfirði á laugardag.

„Verði honum að góðu“

Foringi Frjálslynda lýðræðisflokksins telur „XOXO“ í auglýsingu Kjöríss minna rækilega á flokkinn sem hefur listabókstafinn O. Guðrún Hafsteinsdóttir hjá Kjörís, sem ætlar sér efsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins segist fagna væntanlegum viðskiptum frá Guðmundi Franklín.

Gefa seinni skammt af Pfizer-bóluefninu

Seinni bólusetning með bóluefni Pfizer gegn kórónuveirunni fer fram í Laugardalshöll í dag og á morgun fyrir þá sem fengu fyrri skammtinn fyrir 4. mars. Boð hafa þegar verið send fólki með smáskilaboðum.

Þyrla Gæslunnar kölluð út til leitar

Lögreglan á Suðurnesjum óskaði eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar upp úr klukkan hálfátta í morgun til að aðstoða við leit að fólki í nágrenni gosstöðvanna í Geldingadal.

Nokkur innanlandssmit um helgina og ekki allir í sóttkví

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að nokkrir hefðu greinst með kórónuveiruna innanlands um helgina en endanleg tala lægi ekki fyrir. Á meðal þeirra sem hafa greinst með veiruna eru kennari í Laugarnesskóla og leikmaður Fylkis í meistaraflokki karla í fótbolta.

Kosningar 2021: Línur leggjast

Hálfu ári fyrir kosningar eru línur svolítið farnar leggjast hvað varðar fylgi flokkanna – þótt enn geti allmargt vitaskuld gerst. Við samlestur á núna fjórum mánaðarlegum skoðanakönnunum Maskínu má greina ýmsa strauma sem ástæða er til að gefa nokkurn gaum.

Útsýni úr tjaldinu yfir gosstöðvarnar

Aðfaranótt sunnudags lögðu margir leið sína að gosstöðvunum í Geldingardal. Svæðið er sérlega erfitt yfirferðar í myrkri og gangan oft upp í móti svo hún getur tekið á. Þá gerði þokan í nótt mörgum erfitt fyrir.

Eigi frekar að auðvelda fólki að komast að eldgosinu

Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, sýnir því fullan skilning að fólk leggi leið sína að eldgosinu í Geldingadal en þó verði að nálgast það af virðingu. Hann er þeirrar skoðunar að það eigi frekar að auðvelda fólki förina frekar en að láta það ganga langar og torfærar leiðir.

Týndist á gönguleiðinni en náði að láta vita af sér

Björgunarsveitir voru kallaðar út í kvöld vegna göngumanns sem hafði villst af leið nærri gossvæðinu á sjöunda tímanum í kvöld. Þetta staðfestir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við Vísi. Leit var í startholunum þegar göngumaðurinn náði að láta vita af sér og þurfti ekki aðstoð.

Eins og „góð þjóðhátíð“ miðað við bílafjölda

„Ég hef aldrei séð annan eins ágang,“ segir Hjálmar Hallgrímsson lögreglumaður um bílaumferðina sem hefur myndast á lokunarpósti á Suðurstrandarvegi, rétt austan við Grindavík. Þúsundir hafa lagt leið sína í átt að Fagradalsfjalli eftir að eldgos hófst í Geldingadal á föstudagskvöld og ber bílafjöldinn þess merki.

Samfylkingin þurfi „að spýta í lófana“

Sósíalistaflokkur Íslands mælist enn á ný inni á þingi samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Flokkur fólksins næði ekki inn á þing og fylgi Samfylkingar dalar.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Lögregla hefur lokað svæði næst gossprungunni í Geldingadal þar sem fólk hætti sér of nálægt stóra gígnum. Nokkur þúsund manns hafa lagt leið sína að gosstöðvunum í dag og í nótt.

Sjá næstu 50 fréttir