Fleiri fréttir

Um 900 starfsmenn Árborgar fá 8.500 króna gjafakort

Hver og einn starfsmaður hjá Sveitarfélaginu Árborg mun á næstu dögum fá að gjöf gjafakort að upphæð 8.500 krónur. Um 900 starfsmenn er að ræða. Hvatt er til þess að inneignin á gjafakortinu verði notaðu á heimaslóðum.

Sprengisandur í beinni útsendingu

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar frá klukkan tíu til tólf í dag. Hægt verður að hlusta á þáttinn í útvarpi, en einnig hér á Vísi.

Hér sést hvernig briminu tókst að girða stöðuvatnið frá hafinu

Innan við ellefu mánuðir liðu frá því brimaldan við Þistilfjörð rauf skarð í sjávarkambinn Mölina þar til hún var sjálf búin að fylla í það. Ljósmyndir, sem teknar voru í dag, sýna vel hvernig malarkamburinn er búinn að girða Kollavíkurvatn að nýju frá hafinu.

Vann 51 milljón

Stálheppinn miðahafi var einn með allar tölur réttar í lottóútdrætti kvöldsins og hlýtur hann tæpar 51 milljón króna í sinn hlut.

400 grömm af kókaíni fundust í Heiðmörk

Fjögur hundruð grömm af kókaíni fundust í Heiðmörk í gær. Útivistarmaður sem var í heilsubótargöngu með hundinn sinn tilkynnti lögreglu um sérkennilegan hlut sem varð á vegi hans á göngunni.

Herdís Magna er nýr formaður kúabænda

Herdís Magna Gunnarsdóttir frá Egilsstöðum á Héraði er nýr formaður Landssambands kúabænda. Hún er  33 ára og býr á Egilsstaðabúinu með manni sínum, Sigbirni Þór Birgissyni og drengjum þeirra. Herdís er fyrsta konan til að gegna stöðu formanns hjá kúabændum.

Tuttugu og fimm greindust innan­lands

Tuttugu og fimm manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær samkvæmt uppfærðum tölum á covid.is. Það er fjölgun frá því í gær, þegar nítján greindust smitaðir.

Bein útsending: Landsfundur Samfylkingarinnar

Landsfundur Samfylkingarinnar fer nú fram en hann hófst í gær og heldur áfram í dag. Flokkurinn vonast til þess að fundurinn verði „hressilegur upptaktur fyrir kosningar.“

Stoðar ekki að fullyrða eingöngu um kosningasvik

Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor í stjórnmálafræði telur að velgengni Trumps í fjármálum og ástum eigi þátt í því að honum vegnaði betur í forsetakosningunum en kannanir spáðu fyrir um. Trump sé maður sem marga langi til að vera.

Drógu bíl upp úr Rauðavatni

Bíl var ekið út í Rauðavatn síðdegis í dag og dreginn á land nokkru síðar. Ekki hefur náðst í lögreglu vegna málsins.

Hælisleitendur í rakaskemmdu húsnæði

Barnafjölskyldur sem hafa óskað eftir alþjóðlegri vernd búa í húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar sem ungbarnaleikskóli flúði úr vegna rakaskemmda fyrir fjórum árum. Reykjavíkurborg segist vera búin að endurnýja húsnæðið. Víða sjást þó mygla og raki á húsnæðinu.

Umferðaröngþveiti við jólahús í Hveragerði

Húsið við Réttarheiði 17 í Hveragerði vekur mikla athygli en það er ríkulega jólaskreytt af eiganda hússins, Gunnari Sigurðssyni. Mikil umferð er í kringum húsið síðdegs og á kvöldinn þar sem fólk er að skoða skreytingarnar.

Aldrei fleiri innlagnir vegna Covid-19 á einum sólarhring

Aldrei hafa jafn margir þurft að leggjast inn á spítala vegna covid-19 á einum sólarhring og í gær en þá voru átta covid-19 sjúklingar lagðir inn vegna veikinda sinna. Sjötíu og fimm eru nú inniliggjandi, þar af eru fjórir á gjörgæslu og tveir í öndunarvél.

Ætlar að láta endurskoða riðuvarnir á Íslandi

Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra segir tímabært að endurskoða allt starf hér á landi er varðar riðuvarnir. Förgun fjár í brennslustöð Kölku í Helguvík er hafin.

Skoða hvort lögreglumaður verði sendur í leyfi

Til skoðunar er hvort einn lögreglumaður verðir sendur í leyfi á meðan rannsókn Héraðssaksóknara á meintu ofbeldi við handtöku er í gangi. Þetta segir Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu. 

Sjá næstu 50 fréttir