Fleiri fréttir

Sá látni var sjúklingur á Landakoti

Sá sem lést af völdum Covid-19 á síðasta sólarhring var sjúklingur á Landakoti. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Vísi.

Hundarnir sem björguðust úr brunanum braggast vel

Hundarnir sem björguðust úr bruna í íbúðarhúsi við Arakór í Kópavogi í gær braggast vel, að því er fram kemur í færslu slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á Facebook í dag.

Menn með barnagirnd koma að tómum kofanum

Anna Kristín Newton, sálfræðingur, segir að menn sem finna fyrir barnagirnd og vilji koma í veg fyrir að þeir brjóti af sér hafi engan aðgang að aðstoð. Fyrsta skrefið sé að gera upplýsingar aðgengilegar. Einu upplýsingarnar sem þeir fái á netinu í dag séu að þeir séu skrímsli.

Starfs­fólk í sótt­kví B á Landa­koti byrjað að veikjast

Starfsmenn á Landakoti unnu á fleiri en einni deild þegar hópsýkingin kom upp í síðustu viku, ólíkt því sem var í vor þegar fólki var óheimilt að fara á milli deilda vegna sýkingavarna. Þetta herma heimildir fréttastofu. Starfsmenn telja eðlilegt að spítalinn fari í rótargreiningu á hópsýkingunni.

Alls greindust 86 innan­lands í gær

Alls greindust 86 með kórónuveiruna innan­lands í gær. 73 prósent þeirra voru í sóttkví. Alls eru 58 nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af einn á gjörgæslu.

Sex hundar brunnu inni í Kópavogi

Fjórum hundum var hins vegar bjargað úr brunanum, líkt og greint var frá í gær, og þeir fluttir til skoðunar hjá dýralækni.

Slegist um ketti í Kattholti

Það er slegist um hvern kött í Kattholti þessa dagana en kórónuveirufaraldurinn hefur haft það í för með sér að fleiri vilja eignast kött en áður.

Rökuðu hárið af manni með hrossaklippum en brotið fyrnt

Fimm manna hópur var í dag sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands af því að hafa ruðst inn á heimili manns og rakað af honum mest allt hár á höfði hans og framan af augnabrúnum hans. Brotin voru fyrnd að mati dómsins.

Tína fleiri tonn af rusli við strandlengjuna

Tuttugu sjálfboðaliðar frá sjálfboðaliðasamtökunum SEEDS, Bláa hernum, starfsfólki nokkurra fyrirtækja og sendiráðsfulltrúum söfnuðu um 700 kílóum af plastúrgangi á strandlengjunni frá Herdísarvík til Viðarhelli.

Erfitt að skylda eigandann til að rífa húsið

Byggingarfulltrúi Reykjavíkur segir að erfitt geti reynst að skylda eiganda hússins sem brann við Bræðraborgarstíg til að rífa það. Hann segir mikilvægt að tryggja að ekki stafi hætta af húsinu og ætlar að boða eigandann á sinn fund sem fyrst.

Fáir á höfuðborgarsvæðinu geti nýtt hlutdeildarlán á næstunni

Frá og með mánaðarmótum geta þeir sem teljast tekju- eða eignaminni sótt um hlutdeildarlán hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun við kaup á fasteign. Úrræðið er hluti af lífskjarasamningnum og geta þeir sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð, eða hafa ekki átt íbúð í fimm ár, sótt um lánið.

Hafa áttað sig á atburðarásinni

Faraldur kórónuveirunnar og áhrif hans á samfélagið hafa þó tafið fyrir rannsókn á líkamsárásum í miðbæ Reykjavíkur í lok ágúst.

Segja engan fót fyrir ágreiningi um athugun á hópsýkingu

Landspítali og Embætti landlæknis segja Landspítala skoða hópsýkinguna á Landakoti með smitrakningu og njóti í því verkefni fulltingis smitrakningarteymis almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. Af niðurstöðu þeirrar vinnu verði lærdómur dreginn.

Útilokar að húsið verði rifið á þessu ári

Lögmaður eiganda hússins að Bræðraborgarstíg 1, sem brann í lok júní, segir útilokað að hægt verði að rífa húsið á þessu ári. Ágreiningur sé uppi á milli eiganda og tryggingarfélagsins, sem tryggði húsið, sem þurfi fyrst að leysa úr og það geti tekið ár.

Hátt í níutíu smit tengjast Landakoti

Hátt í níutíu manns hafa nú smitast frá því hópsýking á Landakoti hófst. Sóttvarnalæknir segir tíu hafa bæst í hóp smitaðra í gær og að ekki sé búið að ná utan um sýkinguna.

Sjá næstu 50 fréttir