Fleiri fréttir

Aðstoðuðu konu sem villtist við Helgafell

Björgunarsveitarmenn aðstoðuðu konu sem villtist af leið eftir að hún gekk á Helgafell í Hafnarfirði í kvöld. Konan var þokkalega haldin þegar hún fannst og er hún nú á leið til byggða.

Lögregla og Neyðarlína í nánara samstarf

Búið er að ganga úr skugga um að allar ábendingar sem berast Neyðarlínu og fjarskiptamiðstöð lögreglu fari réttar boðleiðir, að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns. Unnið er að breyttu verklagi og nánara samstarfi milli lögreglu og neyðarvarða.

Áhyggjuefni að fólk skilji ekki sóttvarnatilmæli

Tilmæli um að golfvellir loki samhliða því sem annað íþróttastarf leggst tímabundið af eru liður í því að reyna að koma í veg fyrir hópamyndun. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það áhyggjuefni ef fólk skilur ekki hvers vegna gripið sé til sóttvarnaaðgerða.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fleiri börn hafa greinst með kórónuveiruna það sem af er þriðju bylgju faraldursins en í þeirri fyrstu. Þá hafa foreldrar hátt í fjögur hundruð leik- og grunnskólabarna í Reykjavík kosið að halda börnum sínum heima síðustu daga.

Fleiri börn hafa smitast af kórónuveirunni

Fleiri börn hafa greinst með kórónuveiruna það sem af er þriðju bylgju faraldursins en þeirri fyrstu. Þá hafa foreldrar hátt í fjögur hundruð leik- og grunnskólabarna í Reykjavík kosið að halda börnum sínum heima síðustu daga.

Sex smit rakin til morgunsunds á Hrafnagili

Svo virðist sem rekja megi uppruna covid-19 smits í sex af þeim átta tilfellum, sem staðfest hafa verið í Eyjafjarðarsveit, til sundlaugarinnar á Hrafnagili í byrjun síðustu viku.

Stjórnvöld hafi „háþrýstiþvegið“ sannleikann burt

Þingmenn Pírata lýstu yfir furðu og óánægju með það á Alþingi nú síðdegis að áletrunin „Hvar er stjórnarskráin?“ skyldi hafa verið fjarlægð af vegg við Sjávarútvegshúsið við Skúlagötu í gær.

Fluttu hjálpargögn en ekki vopn til Jerevan

Fjölmiðlar í Aserbaídsjan segja að vopn hafi verið flutt frá Íslandi til Armeníu um helgina og hafa vísað til fragtflugvélar Icelandair sem flogið var frá Keflavík til Jerevan, höfuðborgar Armeníu.

Á annað hundrað í sóttkví í Garðabæ eftir smit

Nemendur í 1. og 2. bekk í Hofsstaðaskóla í Garðabæ eru komnir í sóttkví eftir að kórónuveirusmit sem veldur Covid-19 kom upp hjá nemanda. Þá eru starfsmenn í Regnboganum, Frístundaheimili skólans, sömuleiðis komnir í sóttkví af sömu ástæðu.

83 greindust innan­lands

83 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 49 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en 34 ekki.

Tók upp samfarir í heimildarleysi

Karlmaður nokkur hefur verið dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa brotið gegn blygðunarsemi konu aðfaranótt laugardagsins 29. desember 2018 á heimili hans.

„Við erum ekki farin að sjá toppinn á þessu ennþá“

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, telur að fjöldi þeirra sem greindust smitaðir með kórónuveiruna í gær sé svipaður þeim fjölda sem greindist fyrir helgi, eða um 90 manns.

Dóms að vænta í grófu nauðgunarmáli

Aðalmeðferð lauk í síðustu viku í grófu kynferðisbrotamáli í Héraðsdómi Reykjavíkur. Meint brot átti sér stað í ágúst 2008 í hótelherbergi utan landsteinanna. 

Rændi bensínstöð og komst undan á rafskútu

Einn var handtekinn eftir að hafa stolið vörum og ráðist á starfsmann á bensínstöð í miðbæ Reykjavíkur. Hann komst undan á rafskútu en lögreglan hafði hendur í hári hans síðar.

Kynna rafknúnar vetnisvélar sem leið til orkuskipta í flugi

Dash 8-flugvélum, eins og þeim sem notaðar eru hérlendis í innanlandsfluginu, verður hægt að fljúga á mengunarlausu vetni eftir fjögur ár í stað flugvélabensíns, nái áform bandarísks fyrirtækis fram að ganga. Flugvélaframleiðendur horfa nú til vetnis sem milliorkugjafa fyrir rafknúnar flugvélar.

Heróínneysla færst í aukana í faraldrinum

Minna framboð er af lyfseðilsskyldum lyfjum á svörtum markaði og fólk virðist farið að sækja í heróín. Kórónuveirufaraldurinn hefur haft margvísleg áhrif í för með sér, að sögn verkefnastýru Frú Ragnheiðar. 

Skóla­starf á Co­vid-tímum í for­gangi

Skólastarf er í forgangi í samfélaginu að sögn Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra og er lagt mikið kapp á að halda skólastarfi úti eins öruggu og öflugu og kostur er.

Uppsagnir á Þingvöllum

Átta landvörðum og einum verkefnisstjóra hjá Þjóðgarðinum á Þingvöllum var sagt upp í morgun. Tilkynng var um uppsagnirnar á starfsmannafundi í morgun að sögn þjóðgarðsvarðar. 

Þrír hundar mannsins brunnu inni í húsbílnum

Karlmaðurinn sem lést í eldsvoða í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu á föstudagskvöld bjó þar á meðan hann safnaði sér fyrir landi þar sem hann langaði til að búa með hundunum sínum þremur.

Sjá næstu 50 fréttir